Morgunblaðið - 23.11.1973, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1973
Enn um sinn verða að
vera varnir í landinu
Geir
þingsAlyktunartillaga
AlþýSuf lokksmanna um, að rfkis-
stjórnin athugi, hvort Islendingar
geti tekið að sór þau störf, sem
unnin eru af varnarliðinu á
Kef lavíkurflugvelli, var til
umræðu í sameinuðu Alþingi s.l.
þriðjudag.
Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, flutti ræðu
við þetta tækifæri og lagði
áherzlu á, að íslendingar skoðuðu
á hverjum tíma, hvaða ráðstaf-
anir væri nauðs.vnlegt að gera til
að tr.vggja öryggi og sjálfs-
ákvörðunarrétt sinn. Vitnaði
hann til ályktunar flokksráðs
Sjálfstæðisflokksins frá þvf um
sfðustu helgi um, að flokkurinn
teldi, að þar sem ástand í alþjóða-
málum væri svo ótr.vggt sem raun
bæri vitni, vegna mikilla og vax-
andi umsvifa Sovótrík janna á
hafsvæðunum umhverfis Island,
svo og vegna hagsmuna handa-
lagsríkja okkar einkum Norður-
landa, vrði ekki hjá því komizt, að
hafa enn um sinn vamir f
landinu.
Benedikt Gröndal mælti fyrir
tillögu þeirra Alþýðuflokks-
manna.sem er svohljóðandi:
Þar eð tæknibreytingar siðustu
ára hafa valdið því, að hernað-
arleg þýðing íslands felst nú að
langmestu leyti f eftirliti meðsigl-
ingum i og á hafinu milli Græn-
lands, íslandsog Færeyja, ályktar
Alþingi að fela ríkisstjörninni:
1) að láta rannsaka, hvort ís-
land geti verið óvopnuð eftirlits-
stöð i sambandi við það öryggis-
bandalag, sem landið er aðili að,
en siðar meir á vegum Sameinuðu
þjöðanna og,
2) að rannsaka, hvort íslendingar
geti með fjárhagslegri þátttöku
bandalagsins komið upp sveit
fullkominna, en óvopnaðra eftir-
litsflugvéla, svo og nauðsynlegum
björgunarflugvélum, og tekið við
þessum þýðingarmesta hluta af
verkefni varnarliðsins og stjórn
varnarsvæðanna.
A Alþingi s.l. þriðjudag var á
dagskrá fvrirspurn frá Ragnhildi
Helgadöttur (S) um almanna-
tryggingar.
t umræðum um fyrirspurnina
kom fram sú skoðun Ragnhildar,
að það væri framtíðarstefnan f
tryggingamálum, að bætur til
bótaþega miðuðust við, að hagur
þeirra skertist sem minnst við
þann atburð, sem ylli bótarétt-
inum, þannig að afkoma hótaþeg-
anna yrði í sem nánustum tengsl-
um við fyrri afkomu þeirra. Sagði
hún, að hugmyndin um lífeyris-
sjóð fyrir alla landsmenn miðaði
einmitt að þessu.
Fyrirspurn Ragnhildar til heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
herra varsvohljóðandi:
1. Hvað líður endurskoðun laga
um almannatryggingar?
2. Verða ný ákvæði um tekju-
tryggingar aldraðra og öryrkja í
samræmi viðfrv., sem sjálfstæðis-
menn fluttu á síðasta þingi og
vísað var til ríkisstjórnarinnar
hinn 18. apríl 1973, tekin upp í
híð pnH nrskoðaða f rumvarp?
Lagði Benedikt áherzlu á, að
tillagan gerði einungis ráð fyrir,
að rannsakað yrði, hvort þær hug-
myndir, sem kæmu fram í henni
væru raunhæfar. Þá sagði hann
einnig, að yfirtaka Islendinga á
verkefnum varnarliðsins og
stjórn vamarsvæðanna yrði ef til
kæmi að gerast f áföngum og
gætu liðið nokkur ár þangað til
markmiði tillögunnaryrði náð.
Einar Agústsson, utanríkisráð-
herra, sagði að tillaga þessi væri
góðra gjalda verð og væri sjálf-
sagt að athuga þau atriði, sem
minnzt væri á í henni. Gæti hann
því lofað atkvæði sínu við af-
greiðslu hennar.
Ráðherra rakti nokkuð hvernig
viðræðum sínum við Bandaríkja-
menn um vamarsamninginn
hefði verið háttað fram til þessa,
en hvað efni hennar vera trún-
aðarmál, sem ekki væri hægt að
skýra frá að svo komnu. Kvaðst
hann mundu gefa ríkisstjórninni
og utanríkismálanefnd Alþingis
skýrslu um viðræður sínar hér í
Reykjavík í síðustu viku við
William Porter, einn af aðstoðar-
utanríkisráðherrum Bandaríkj-
anna. Á þessum fundi hefðu hug-
myndir Bandaríkjamanna um
hugsanlegt breytt fyrirkomulag
verið settar fram.
Þrír kostir væru fyrir hendi í
málinu. I fyrsta lagi, að allt yrði
óbreytt. Það væri óaðgengilegt
f rá sjónarhóli fslenzku ríkis-
stjórnarinnar. I annan stað, að
varnarliðið hyrfi á brott, án þess
að nokkuð kæmi í staðinn. Þann
kost ættu Bandaríkjamenn erfitt
með að sætta sig við. I þriðja lagi
væri að finna leið til samkomu-
lags, sem lægi á milli kostanna, og
þá fyrst og fremst, að eftirlits-
starfinu, sem fram fer frá Kefla-
víkurflugvelli, yrði haldið uppi
frá öðrum stöðum. Ekki væri full-
reynt ennþá, hvort unnt yrði að
ná samkomulagi, þannig að ekki
þyrfti að koma til uppsagnar
varnarsamningsins. Umræðurnar
mundu halda áfram um eða upp
úr miðjum desember hér i
Reykjavík.
Geir Hallgrimsson (S) sagði, að
sífellt væri nauðsynlegt að endur-
heimta stöðu landsins í öryggis-
málum og taka ákvarðanir um
hvað nauðsynlegt væri að gera til
að tryggja öryggi og sjálfsákvörð-
unarrétt íslands. Sagði hann af-
stöðu Sjálfstæðismanna í varnar-
málunum koma fram í ályktun
flokksráðsfundar Sjálfstæðis-
flokksins, sem haldinn var um
siðustu helgi.
Ekki væri einungis þörf á eftir-
í framsögu sinni fyrir fyrir-
spurninni sagði Ragnhildur, að í
tilvitnuðu frumvarpi, sem flutt
hefði verið af henni og fleiri sjálf-
stæðismönnum, hefðu verið
gerðar tillögur um nýtt fyrir-
komulag á greiðslu tekjutrygging-
ar til aldraðra og öryrkja. Elli- og
örorkulífeyrisþegar skyldu fá
greitt úr almannatryggingum það,
sem á vantaði, þegar samanlögð
upphæð lágmarkslífeyris og þriðj-
ungs annarra tekna lífeyrisþeg-
ans væri innan við tekjutrygg-
ingarupphæð. Kom fram í ræðu
hennar, að skv. núgildandi lögum
væri í raun um 100% skattlagn-
ingu að ræða á einhleypinga, sem
hefðu innan við 5000 kr. í tekjur á
mánuði og hjón, sem hefðu innan
við 9000 kr. Væri hér um augljóst
óréttlæti að ræða, sem m.a. Al-
þýðusambandsþing hefðu ályktað
um að leiðrétt yrði.
Magnús Kjartansson sagði, að
nefnd hefði verið skipuð á áririu
1971 til að endurskoða almanna-
tryggingakerfið. Hefði nefndin
litsstarfi frá Islandi, heldur væri
einnig þörf á vörnum. Með þessu
væri ekki sagt, að svo þyrfti að
vera um ófyrirsjánlega framtíð,
heldur þyrfti að meta þetta á
hverjum tíma. Nú stæðu fyrir
dyrum viðræður um samdrátt á
herafla og afvopnun í Mið-Evróu.
Þó allt væri gott um þessar við-
ræður að segja, yrðum við að gera
okkur ljóst, að hætta væri á að
þetta ylli enn meiri áherzlu á vfg-
búnað f norður og suðurhluta álf-
unnar. Væri það von sjálfstæðis-
manna, að í framhaldi af um-
ræðum um afvopnun í Mið-
Evrópu kæmu umræður um af-
vopnun í Norður- og Suður-
Evrópu. Þannig gæti skapazt
grundvöllur fyrir endurmati á
því, hvernig íslendingar höguðu
vörnum sínum.
Geir sagði, að reynsla ís-
lendinga hefði sýnt, að hlutleysi
kæmi ekki að liði við að tryggja
öryggi landsins. Vitnaði hann til
orða, sem birtust í leiðara Þjóð-
viljans 30. október s.l., þar sem
sagði: „að þá fyrst yrði ráðist á
eitthvert land í stríði, að það væri
hernaðarlega mikilvægt, og það
verður eitt land um leið og það
hefur her og herstöðvar". Sagðist
hann sammála Þjóðviljanum um,
að fyrst yrði ráðizt á hernaðarlega
mikilvæg lönd, en ósammála því,
að þá fyrst yrði tsland hernaðar-
lega mikilvægt, að hér væri her.
tsland væri hernaðarlega mikil-
vægt vegna legu sinnar alveg
burtséð frá því, hvort hér væri
her eða ekki.
Þingmaðurinn sagði, að mjög
væri mikilvæg sú viðvörun, sem
fólgin væri í dvöl varnarliðsins
hér gagnvart þeim þjóðum, sem
ásældust hér land eða hygðust
beita þrýstingi gagnvart Islend-
ingum. I ályktun flokksþings Al-
þýðuflokksins, sem tillaga Al-
þýðuflokksmanna væri byggð á,
hefði komið fram, að varnarliðið
dveldi hér til viðvörunar og eftir-
lits. Þessu sagðist hann vera sam-
mála. Ef íslendingar tækju að sér
eftirlitshlutverkið væri eftir að
hugsa fyrir viðvörunarhlutverk-
inu, sem sýnt hefði sig að vera
nauðsynlegt vegna viðsjárverðs
ástands í heiminum.
Geir Hallgrímsson minnti á það
ástand, sem verið hefði i lönd-
unum fyrir botni Miðjarðarhafs-
ins nú fyrir skemmstu, og þá
spennu, sem það hefði skapað
milli austurs og vesturs, og sem
hæglega hefði getað þróazt út í að
verða miklu meiri en hún varð.
Það væri eðlilegt, að við
hefðum sem bezt samstarf við aðr-
lagt áherzlu á að gera tillögur um
einstök aðkallandi atriði, en hefði
jafnframt í huga framtíðarskipan
þessara mála. Væru væntanlegar
innan tíðar einhverjar tillögur frá
nefndinni.
Um síðari hluta fyrirspurn-
arinnar sagðist ráðherra geta
tekið undir hugmyndir sjálf-
stæðismanna. Væri nefndin
einnig sama sinnis og væru tillög-
ur um það væntanlegar innan
skamms. Auk framangreinds tjáði
ráðherra sig um, að hann teldi að
skerða ætti ellilífeyrisgreiðslur
til aldraðra, sem hefðu nógar aðr-
ar tekjur.
Ragnhildur Helgadóttir kvað
svör ráðherra við fyrri hluta
fyrirspurnarinnar vera ákaflega
óglögg.
*
Þá væri það löngu liðinn tími,
að hægt væri að miða almanna-
tryggingar við sveitarþegasjónar-
mið, eins og ráðherra virtist vilja
gera, þegar hann talaði um skerð-
ingu ellilífeyris hjá vissum hópi
ar þjóðir innan Atlantshafsbanda-
lagsins en Bandaríkin, og ætti
þetta einkum við um þær Norður-
landaþjóðir, sem einnig væru í
bandalaginu. Beindi hann því til
utanríkisráðherra, að reyna að
stuðla að auknu slíku samstarfi.
Geir sagði, að við ætiuðumst til
mikils af Norðurlandaþjóðunum í
samstarfi okkar við þær, og þess
vegna þyrftum við einnig að taka
tillit til þeirra, þegar þeirra hags-
munir væru í veði, en það hefði
einmitt komið fram hjá Norð-
mönnum, að þeir hefðu miklar
áhyggjur af því ef varnarliðið
yrði látið hverfa af tslandi.
Geir minnti á, að utanríkisráð-
herra hefði lýst yfir því að varn-
armálin yrðu lögð fyrir Alþingi,
áður en ákvörðun yrði tekin. Þær
skýrslur, sem hingað til hefðu
komið fyrir utanríkismálanefnd
væru flestar harla léttvægar.
Kvaðst hann fagna því að skýrsl-
an um viðræðurnar í sfðustu viku
yrði lögð fyrir nefndina og væri
þess að vænta, að frekari upplýs-
ingar kæmu þar fram. Nauðsyn-
legt væri að ætla utanríkismála-
nefnd og Alþingi rúman tíma til
að fjalla um varnarmálin, svo ör-
lagarík, sem sú ákvörðun yrði,
sem nú stæði fyrir d.vrum aðtaka.
i lok ræðu sinnar sagði Geir
Hallgrimsson, að það væri skoðun
Sjálfstæðisflokksins, að eins og
stæði væri mikið ábvrgðarleysi að
hafa ekki varnir í landinu. Engan
veginn væri nóg, að eftirlitsstarf
væri rekið frá landinu. Væri það
von sjálfstæðismanna, að framtíð-
in bæri í skauti sínu það ástand,
að ekki þyrfti að óttast, að ein
þjöð gæti hneppt aðra f fjötra.
Jónas Amason (Ab) sagði, að í
tillögunni væri gert ráð fyrir, að
hér yrði síðar meir eftirlitsstöð á
vegum Sameinuðu þjóðanna. Það
væri því ekki hægt að sjá annað,
en Alþýðuflokksmenn styddu
hugmyndina um friðlýsingu
Norður-Atlantshafsins, því að
eftirlitsstarf á vegum Sameinuðu
þjóðanna hlyti að byggjast á regl-
um, sem þær hefðu sett um bann
við vígbúnaði.
Að þessu leyti væri tillagan
góðra gjalda verð, en að öðru
vond og hættuleg. Sagði þing-
maðurinn, að tillagan þyrfti að
taka veigamiklum breytingum,
áður en utanríkisráðherrann gæti
greitt henni atkvæði, eins og
hann hefði lýst yfir, án þess að
brjóta málefnasamning ríkis-
stjörnarinnar.
Að umræðu lokinni var tillög-
unni vísað til utanríkismála-
nefndar.
aldraðra. Þessi sjónarmið hefðu
miðazt við að hjálpa fólki að hafa
til hnífs og skeiðar. Vissulega
væri það ævinlega hlutverk hins
opinbera, að koma slíku fólki til
hjálpar, en almennt trygginga-
kerfi hefði allt annað hlutverk.
Og í þeim þjóðfélögum, sem
lengst væru komin, hefði þessu
sjónarmiði algjörlega verið kastað
fyrir róða. Framtfðarstefna okkar
i' þessu væri, að hagur bótaþega
miðaðist við, að aðstæður þeirra
breyttust sem minnst við þann
atburð, sem ylli bótaréttinum,
þannig að afkoma þeirra yrði í
sem nánustu hlutfalli við fyrri
kjör þeirra. Að þessu miðuðu ein-
mitt þær hugmyndir, sem mjög
hefðu verið ræddar, að lífeyris-
sjóður fyrir alla Iandsmenn yrði
settur á fót, ellegar, að lífeyris-
sjóðsgreiðslur komi til viðbótar
hinum almenna ellilffeyri eða ör-
orkubótum úr tryggingakerfi
ríkisins.
Magnús Kjartansson og Lárus
Jónsson tóku ennfremur til máls.
Ný þingmái
Símamál á
Suðurnesjum
Karl Steinar Guðnason (A)
spyr samgönguráðherra: Hava
verið gerðar einhverjar ráð-
stafanir til að bæta símakerfið
á Suðurnesjum, einkum með
tilliti til landssímaafgreiðslu
til Reykjavíkur og út á land?
Fjármál
hafnarsjóða
Lárus Jónsson (S) spyr fjár-
málaráðherra um skiptingu
milli hafnarsjóða og kjördæma
á endurlánum þess fjármagns,
sem ríkisstjórnin tók að láni
með heimild í 6. gr. fjárlaga
1973, að upphæð 40 milljónir.
Spyr þingmaðurinn með hvaða
kjörum og til hve langs tíma
rfkissjóður hafi tekið umrætt
lán svo og um fleiri atriði varð-
andi fjármál hafnarsjóðanna.
Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri
Lárus Jónsson spyr fjár-
málaráðherra:
1. Hvers vegna hefur fjár-
málaráðuneytið ekki veitt
endanlegt framkvæmdaleyfi
til nýbyggingar Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri
fyrr í haust, svo sem heima-
aðilar hafa óskað eftir og
heilbrigðisráðuneytið hefur
lagttil?
2. Verður veitt nægilegt fjár-
magn á fjárlögum næsta árs
til þess að standa við fram-
kvæmdaáætlun heilbrigðis-
ráðuneytisins á því ári?
Olíuleit á hafsbotni
Stefán Gunnlaugsson (A)
spyr iðnaðarráðherra um leit
eftir oiíu í jarðlögum á hafs-
botni við Island á undan-
förnum árum, hverjir hafi að
leitinni staðið og hvernig
henni verði háttað í fram
tíðinni.
Ferðamál
Heimir Hannesson (F) spyr
samgönguráðherra 1 4 liðum
um ferðamál:
1. um . framhaldsathugun
ferðamálanna á vegum Sam-
einuðu þjóðanna,
2. um fé til þeirra,
3. um hreinlætisvandamál á
fjölförnum ferðamannastöð-
um og
4. um kynningu á umræddum
áætlunum hjá alþjóðlegum
fjármálastofnunum.
Landkynningar-
starfsemi
Heimir Hannesson spyr sam-
gönguráðherra um, hversu
miklu opinberu fé sé ætlað á
næsta ári að ráðstafa til land-
kynningarstarfsemi Ferða-
skrifstofu ríkisins og hvert sé
framlag Islands vegna norr-
ænna kynningarskrifstofa í
Bandaríkjunum.
Utanríkisþjónustan
Heimir Ilannesson spyr
utanríkisráðherra:
1. Hvað líður þeirri endur-
skoðun á starfsemi utan-
ríkisþjónustunnar, er mál-
efnasamningur rfkis-
stjórnarinnar kveður á um?
2. Hefur verið leitað álits
forsvarsmanna útflutnings-
aðila í sambandi við þá
end urskoðun?
Landshlutasamtök
sveitarfélaga
Lárus Jónsson (S) o.fl.
endurflytja frumvarp frá síð-
asta þingi um breytingu á
sveitarstjórnarlögum, sem
gerir ráð fyrir, að inn í lögin
komi nýr kafli um landshluta-
samtök sveitarfélaga.
Ragnhildur Helgadóttir;
Bætur til bótaþega miðist við fyrri afkomu