Morgunblaðið - 23.11.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.1973, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1973 Fa 'a iA/t: ^ 22 0-22- RAUOARÁRSTÍG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 tel 14444*255551 , uaoá BlLALEIGA car rentalI '&ms SM-nnTM.. Hverf isgötu 18 86060 BÍLALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL *«* 24460 í HVERJUM BÍL PIONŒŒJR ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI FERÐABÍLAR HF. Bílaleiga - Sími 81260. Fimm manna Citroen G.S stat- ion Fiæm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópforðabilar (m. bilstjórum). SKODA EYÐIR MINNA. Shodb LEIGAH AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. Bllar árg. '70 M-Benz 220, sjálfsk. árg '69 Chevrolet Nova árg '72 Opel St árg '68 Taunus 1 7 M árg '72 Fiat 128 St. Vörubílar árg '69 Volvo 2ja hásinga N 88 árg '68 M-Benz 1418 árg '66 Scania Super 76 2ja hásinga árg '65 Scania 76 m/3Vi t. kra na árg. 67 M-Benz 1413 m/3 t krana Bílasala Matthíasar, Borgartúni 24, sími 24540. Þingmaður gerir sig breiðan Tillaga Alþýðuflokksins um að rannsókn verði gerð á þvf, hvort Islendingar geti tekið að sér rekstur varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli, var til umræðu á Alþingi s.l. þriðju- dag. I umræðunum tók Einar Ágústson til máls og lýsti yfir því, að hann mundi greiða til- lögu Alþýðuflokksins atkvæði, þar sem hann teldi eðlilegt, að slík rannsókn færi fram. Ekki líkaði Jónasi Árnasyni þessi yf irlýsing ráðherrans. Jónas tilkynnti Einari við umræðurnar, að hann mundi brjóta málefnasamning ríkis- stjórnarinnar ef hann greiddi tillögu þessari atkvæði. Nú kemur það auðvitað ekki á óvart, þó að þessi þingmaður né flokkshræður hans yfirleitt væni samstarfsmenn sína í stjórnarliðinu um svik. En eitt- hvað hafa ritskoðunarmeistar- arnir á Þjóðviljanum talið „ótaktískt" hjá þingmanninum að vera að fjasa þetta við ráð- herrann á viðkvæmum tfma. Enda hafa þessar ásakanir alls ekki fallið inn í það skipulega flaður, sem Þjóðviljinn stundnr nú í garð hins reikula utan- rfkisráðherra, ef vera mætti, að það ylli undanhaldi hans í varnarmálunum. Hafa þeir og Ifklega talið sig sjá árangur af flaðrinu að undanförnu. Þjóðviljinn birti ræðu Jónasar „í heild“ s.l. miðviku- dag og breytir ræðu Jónasar, þar sem hann fjallar um brot ráðherrans á málefnasamn- ingnum. Láta þeir hann f staðinn einungis lýsa yfir því að hann sé ekki sjálfur reiðu- búinn til að greiða tillögunni atkvæði. Slímugir armar Ekki eru það nein ný sann- indi, að Þjóðviljinn hagræði staðreyndum í skrifum sfnum og láti þaðeitt koma fram, sem gott þykir, enda berst blaðið fyrir heilagri stefnu aJheims- kommúnismans og skiptir þá ekki máli, hversu óheiðar- legum aðferðum er beitt. 1 þessari baráttu skiptir Ifka meginmáli hér á landi að rjúfa þau tengsl, sem Island hefur við vestrænar lýðræðisþjóðir og eru öll meðul réttlætanleg í þeirri baráttu. Nú skiptir auðvitað engu höfuðmáli, þótt þingmaðurinn haft viðhaft þessi orð um utanrfkisráðherr- ann, enda í stíl við margt ann- að, sem fram hefur komið úr þeim herbúðum.en vinnubrögð Þjóðviljamanna eru orðin þeim svo töm, að þeir eru alveg hætt ir að átta sig á hvað skiptir máli og hvað ekki. Nægilegt var f þessu tilfelli, aðekki vartalað f fullu samræmi við stefnu Þjóðviljans þessa dagana um að styggja ekki utanríkisráð- herra. Nú er bara eftir að vita, hvort Jónas Ámason sættir sig við, að orðum hans á þjóðþing- inu sé snúið við á ritstjórnar- skrifstofum Þjóðviljans og merkingu þeirra breytt. Væri fróðlegt að fá að vita afstöðu þingmannsins til þessa. Sjálf- sagt heyrist ekkert frá honum um málið, enda má vera, að hann hafi nú verið sannfærður um, að óvarkárlega var talað og því réttast að þegja ummælin f hel. Má þá búast við, að hann bre.vti ræðu sinni, áður en hún kemur f Alþingistíðindum og hafi þá, ef að lfkum lætur, Þjóðviljann til hliðsjónar um, hvernig ræðan á að hl jóða. Já, svo notuð sé lfking Jónasar sjálfs: Þjóðviljinn er eins og kolkrabbi, sem teygir sfna slímugu arma út um allan þingflokk Alþýðub- andalagsins. spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið f sfma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. Strauss-fjölskyldan Erla Hansdóttir, Stóragerði 30, spyr: „Nýlega voru sýndir 6—7 framhaldsþættir um Staussfjöl- sk.vlduna í danska sjónvarpinu. Er þess að vænta, að þeir verði sýndir hér í sjónvarpinu?" Pétur Guðfinnsson. fram- kvæmdastjóri Sjónvarps. svarar: „Nei, ekki er gert ráð fyrir því að svo stöddu að þættir þessir verði sýndir hér." □ Kostnaður vegna löggæzlu við vínveitingahús Jónas Hallgrfmsson, Búlandi 14, Reykjavík, spyr: „Greiða vfnveitingahús þann kostnað, sem óhjákvæmilega verður vegna vegna löggæzlu við þau?“ Bjarki Elfasson yfirlögreglu- þjónn svarar: „Vínveitingahúsin greiða engan beinan kostnað vegna löggæzlu nema laun þeirra tveggja manna, sem fylgjast með því, að lagaákvæðum um vínsölu í vínveitingahúsum sé framfylgt.“ Mötuneyti ríkisstarfsmanna Páll Pétursson, Stóragerði 5, spyr: „Hefur ríkisvaldið látið gera tillögur um úrbætur á næst- unni f.vrir þá ríkisstarfsmenn. sem hafa ekki aðgang að mötu- neytum, þ.e. njóti ekki þeirra fríðinda að fá niðurgreiddan hádegisverð á vinnustað? Gfsli Blöndal. hagsýslustjóri, svarar: „Þessi mál hafa verið T athug- un að undanförnu, en sam- kvæmt lögum um kjarasamn- inga, sem samþykkt voru á síð- asta Alþingi, er þetta orðið samningsatriði milli ríkisins og launþega þess." MORGUNBLAÐIÐ mun á næstunni birta f formi spurninga og svara, upp- lýsingar um Atlantshafs- bandalagið og aðild ts- lands að því og varnar- mál landsins. Eru þær spurningar og svör, sem hér munu birtast næstu vikur, tekin upp úr bækl- ingi „Um öryggismál is- lands“, sem utanrfkis- nefnd Sjálfstæðisflokks- ins gaf út f febrúarmán- uði sl. Hvers vegna var Atlantshafsbanda- lagið stofnað? Við lok síðari heims- styrjaldarinnar voru Sam- einuðu þjóðirnar stofnaðar í þeirri von, að með þeim yrði unnt að tryggja friðinn í stríðs- hrjáðum heimi. Á sama tíma drógu vesturveldin mjög úr víg- búnaði sínum f Evrópu og fækkuðu hermönnum sínum á skömmum tíma úr 5 milljónum í rúmlega 800 þúsund. Öðru máli gegndi hins vegar um Rauða herinn. Ilann var frem- ur efldur en hitt og réð yfir 4 milljónum manna, gráum fyrir járnum. Með stuðningi þessa herafla bjó Stalin um sig í iönd- um Austur-Evrópu, gerði friðarvonir Vesturlandabúa brátt að engu og knúði þá til að grípa til sameiginlegra ráð- stafana. Sameinuðu þjóðirnar urðu vettvangur hatrammra deilna, þar sem Sovétríkin beittu neitunarvaldi sínu óhikað. Kalda stríðið svonefnda hófst. Á styrjaldarárunum byrjuðu Rússarað styrkjastöðu sína í herteknum löndum Austur-Evrópu og búa í haginn undir valdatökur sína þar. Raunar hefur það verið alda- löng viðleitni einræðisherra Rússlands að mynda belti lepp- ríkja við vesturlandamæri lands síns til að tryggja stöðu sína gagnvart Frakklandi, Bret- landí og Þýzkalandi. í lok styrjaldarinnar færðu Rússar sér í nyt svonefndar alþýðu- fylkingar, en mötun þeirra hafði verið ítarlega rædd á 7. alþjöðaþingi kommúnista 1935. Fylkingar þessar voru eins og þjóðfrelsisfylkingar nú á dög- um ekki annað en nafngift á raunverulegum völdum komm- únista á lögreglu og her við- komandi landa og í nafni þeirra starfaði Rauði herinn. Þannig náðu Rússar tökum á Ungverja- landi, Búlgaríu, Rúmeníu, Al- baníu og Póllandi. ítök þeirra voru mikil í Finnlandi og Tékkóslövakíu. Svo fór í kosningum í Finnlandi 1948, að kommúnistar hlutu ekki nema 19% atkvæða og fengu ekki sæti f rfkisstjórn landsins eftir þær kosningar. Létu Rússarsér þá nægja að gera sérstakan friðarsamning við Finna, sem enn er í gildi og skerðir at- hafnafrelsi Finna í öryggis- og utanríkismálum eins og t.d. kom fram í samningum Finna við EFTA á sfnum tíma. í Tékkóslóvakfu óttuðust komm- únistar einnig fylgistap í al- mennum kosningum 1948 eins og í Finnlandi, en þeir vildu ekki, að þjóðin fengi að ráða það stjórnendum sínum, eins og þeir leyfðu Finnum. Þeir gerðu því stjórnarbyltingu í Tékkósló- vakíu áður en til kosninga kom. Beittu þeir lögreglu og her til að ryðja frjálslyndum ráðherr- um úr embættum sínum og efndu til allsherjarverkfalla. Þannig gátu þeir tryggt úrslit kosninganna sér í hag. Auk þess höfðu Rússar lagt undir sig Eistland, Lettland og Iátháen, sem höfðu verið sjálf- stæð ríki í 20 ár milli styrjald- anna. Með öllum þessum aðgerðum juku Rússar veldi sitt um rúma milljón ferkíló- metra, sem 92 milljónir manna byggðu. Þetta blasti við Vesturlöndum þremur árum eftir lok styrjald- arinnar. Churchill talaði fyrst- ur manna um „járntjaldið, sem skiptir Evrópu frá Stettin til Triest“, f ræðu, sem hann flutti I marz 1946 í Fulton í Banda- ríkjunum. Hann hvatti til sam- einingar enskumælandi þjóða gegn ógn kommúnismans. í júní 1947 lagði Marshall, þáver- andi ulanríkisráðherra Banda- rfkjanna, fram tillögur sínar um endurreisn Evrópu, þ.á.m. Rússlandsog annarra kommún- istarikja. Tillögum þessum var vel tekið í Vestur-Evrópu, en Stalin hafnaði þeim og Sovét- ríkin hófu mikinn andróður gegn þeim. Vantrú manna á samstarfsvilja Sovétríkjanna hélt áfram að vaxa. I ársbyrjun 1948 flutti Ernest Bevin, þá- verandi utanríkisráðherra Breta, ræðu í Neðri málstofu brezka þingsins, þar sem hann rakti vonbrigði sín varðandi stefnu Sovétríkjanna. Hann minntist þess, sem gerzt hafði á Balkanskaganum, í Ungverja- landi, Póllandi og Þýzkalandi og hvernig Yalta-samkomulagið hefði verið rofið, lagði til,- að stofnað yrði bandalag Vestur- Ianda með aðild Belgfu, Hol- lands, Luxemburgar, Bretlands og Frakklands. Viðbrögð við- komandi landa voru skjót, og 17. marz 1948 var BrUsselsam- komulagið undirritað, þar sem ríkin gerðu með sér bandalag um samstarf á sviði efna- hags- menningar- og vamar- mála. En sama dag og Brussel- samkomulagið var undirritað, flutti Truman forseti Banda- rfkjanna ræðu, þar sem hann minnti á yfirgang kommunism ans í allri Evrópu og nýlega valdatöku hans í Tékkóslóvakíu (22. febrúar 1948) og lýsti því yfir, að Bandaríkin myndu á friðartímum taka þátt í vest- rænu stjórnmála- og varnar- bandalagi. Sama ár hófust við- ræður milli aðila Brusselsam- komulagsins og Bandaríkjanna og Kanada um varnir Norður- Atlantshafssvæðisins. Þeim lauk með gerð NorðurAtlants- hafssáttmálans, og 15. marz 1949 var Danmörku, íslandi íta- líu, Noregi og Portúgal boðið að gerast stofnaðilar að sáttmálan- um. Þann 4. apríl 1949 undir- rituðu tólf framangreind ríki sáttmálann í Washington. Grikkland og Tyrkland gerðust aðilar sáttmálans 1952 og Vestur-Þýzkaland 1955. iHilftUllllHlIUHil í f S SSiI 4 & II It 1.2 Miá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.