Morgunblaðið - 23.11.1973, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÖVEMBER 1973
33
Konur úr kirkjunefnd undirbúa basar á kirkjuioftinu f Ddmkirkjunni.
Kaffisala kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar
Hálfrar aldar félags
starf í Hafnarfirði
Á sunnudaginn kemur, 25. nóv.
kl. 2.30 verður hin áriega kaffi-
sala kirkjunefndar kvenna Dóm-
kirkjunnar í Tjarnarbúð, í ná-
grenni kirkjunnar, þar sem
vinum hennar og velunnurum er
gefinn kostur á að styrkja starf
nefndarinnar, með þvi að kaupa
kaffi með góðum og ljúffengum
kökum og brauði, en þessi kaffi-
sala kirkjunefndarinnar hefur
jafnan notið mikilla vinsælda
meðal Reykvíkinga.
Þá verður kaffigestum einnig
gefinn kostur á að kaupa hand-
unna muni, sem konur í kirkju-
nefndinni hafa unnið og gefið á
þennan árlega bazarsinn.
Allur ágóði af kaffisölu og
bazar rennur til starfsemi nefnd-
Kvenfélag
Hallgríms-
kirkju
heldur
basar
Kæri lesari.-
Ég er með kveðju til þín frá heilu
kvenfélagi. Þær biðja allar að
heilsa þér, konurnar í kvenfélagi
Hallgrimskirkju með þökk fyrir
gamla og góða viðkynningu. Þær
vita af gamalli reynslu, að þú
bregzt vel við, þegar þær eiga
erindi við þig — því að smeykur
er ég um, að eitthvað væri ógert
enn, sem unnið hefir verið fyrir
Hallgrímskirkju, ef almenningur
i Reykjavík — og víðar — hefði
ekki brugðizt vel við, þegar kven-
félagið hefir óskað aðstoðar. En
hvað er nú um að vera? kannt þú
að spyrja. Málið er ofureinfalt:
Basar í félagsheimili kirkjunnar
laugardaginn 24. nóv., hefst
klukkan tvö eftir hádegi og held-
ur áfram fram eftir deginum, —
og meira að segja eftir kvöldmat,
ef þörf gerist. Fallegir hlutir
verða á boðstólum, leikföng og
heimaunnir munir af ýmsu tagi,
arinnar og miðar að því að prýða
Dómkirkjuna og afla henni
kirkjugripa og styrkja safnaðar-
lífið yfirleitt.
Það sem af er þessum vetri hafa
konurnar i kirkjunefndinni
komið saman á kirkjuloftinu,
hvert fimmtudagskvöld og unnið
þar að gerð muna fyrir bazarinn
og átt þar um leið sameiginlegar
ánægjustundir. Myndin hér að
ofan er frá einu sliku vinnukvöldi
nefndarinnar.
Dómkirkjan á vissulega sterk
ítök i hugum margra Reykvík-
inga, og þangað hafa leiðir þeirra
oft legið á liðnum árum. Ég vona,
að sem flestir komi til þess að
drekka kaffi hja kirkjunefndar-
konunum á sunnudaginn kemur
ýmiss konar jólavarningur kerti
o.fl. Allt, fyrsta flokks. — Kon-
urnar telja sannarlega ekki eftir
sér erfiðið, fremur en vant er. Til
sölu verða einnig falleg kort og
nokkrar bækur. —
Nú eru í aðsigi tímamót i starfi
Hallgrímskirkju. Áður en varir
verður þakið tekið ofan af þeim
hluta kirkjunnar, þar sem nú er
messað, og þá tilheyrir hún lið-
inni sögu. En i hennar stað verður
vígð kapella í suðurálmunni, út
frá turninum. Og kvenfélagið hef-
ir sett sér það mark að sjá um
altari, ræðustól og skírnarfont í
þennan nýja kirkjuhluta. Og ef að
vanda lætur, verða þær ekki látn-
ar einar um þessi verkefni. Þess
vegna á ég að láta fylgja kveðj-
unni frá kvenfélaginu kæra þökk
og sýni þannig hug sinn og rækt-
arsemi til sinnar gömlu kirkju og
styrki starf kvennanna.
Kirkjulegt starf þarf á fórnfýsi
sem flestra að halda, bæði f rjálsri
vinnu, fjárframlögum og upp-
byggjandi félagsstarfi.
Á kaffidegi kirkjunefndarinnar
fær fólk í söfnuðinum einnig gott
tækifæri til þess að hittast og
rabba saman yfir kaffibolla.
Sunnudaginn 2. des. kl. 8.30
verður svo hið árlega aðventu-
kvöld Dómkirkjunnar, sem
kirkjunefndin er nú að undirbúa.
Þar verður aðventunni fagnað og
hugsað um hinn sígilda fagnaðar-
boðskap jólanna.
Óskar J. Þorláksson.
fyrir alla hjálp undanfarinna ára,
— og þar á meðal þá aðstoð, sem
veitt hefir verið í sambandi við
þennan basar, sem nú er verið að
halda.
Það skaðar kannski ekki að
minna á, að eitt af guðspjöllum
næstu helgar er sagan af hinni
örlátu konu, sem raunar hafði
ekki miklu úr að spila, — en gaf
samt ríflega í guðskistu musteris-
ins. Sú saga hefir margoft verið
gerð að veruleika í sambandi við
Hallgrímskirkju I Reykjavík og á
eftir að gerast aftur og aftur um
alla framtíð.
Kæri lesari — kvenfélagið bfð-
ur að heilsa með óskum um gæfu
og Guðs blessun í bráð og lengd.
Jakob Jónsson.
Á FUNDI, sem Landsmálafélagið
„Fram“ hélt nú nýverið í veit-
ingahúsinu Skiphól, lét form.
félagsins, Stefán Jónsson bæjar-
fulltrúi, þess getið, að stjórnir
félaganna Landsmálafélagsins
„Fram“ og „Vorboðans" félags
sjálfstæðiskvenna, hefðu ákveðið
að gangast fyrir sameiginlegum
kvöldfagnaði í tilefni þess, að 50
ár væru liðin frá stofnun félags-
skapar, sem hefði verið undanfari
framangreindra félaga.
Af þessu tilefni leitaði blaðið
nánari upplýsinga hér um hjá for-
manni „Fram“ og lét hann
blaðinu í té eftirfarandi upplýs-
ingar:
Samkvæmt fyrirliggjandi
göngum eru í dag, 23. nóv., liðin
50 ár frá þvi, að nokkrir Hafnfirð-
ingar gengust fyrir stofnun
stjórnmálasamtaka í hafnarfirði á
meðal kvenna og karla. Nefndist
félagið „Borgarafélagið". I undir-
búningsnefnd að félagsstofnun-
inni voru Ágúst Flygenring, Guð-
mundur Helgason, Ölafur
Daviðsson, Þórarinn Böðvarsson
og Sigurgeir Gíslason.
Stofnfundur var haldinn 23.
nóv. 1923. Gengu þegar á stofn-
fundinum 100 manns, konur jafnt
sem karlar, f félagið. Á öðrum
fundi þess gengu 50 manns í
félagið.
Þegar litið er til þess hversu
íbúatala Hafnarfjarðar var lág á
þeim tfma, sést bezt hversu ríkur
áhugi hefir verið á meðal bæjar-
búa fyrir félagsstofnun þessari,
en hún var undanfari síðari
félagsmálasamtaka sjálfstæðis-
manna.
Ástofnfundi voru samþykkt lög
fyrir félagið og mörkuð stefna
þess í megin atriðum, en hún var
sú, að starfa á þjóðlegum grund-
velli að frelsi þjóðar og einstakl-
inga og almennum framförum og
„Vinna gegn útlendum böl-
stefnum, sem nú á siðustu tfmum
hafa gert vart við sig og að hafa
áhrif á kosningar á mönnum til
bæjarstjórnar og alþingis“ eins og
segir í fyrstu fundargerð
félagsins.
Stjórn var kjörin á stofnfundi
félagsins og skipuðu hana þessir
menn:
Formaður Ágúst Flygenring.
Ritari Guðmundur Helgason.
Gjaldkeri Sigurgeir Gíslason.
Meðstjórnendur: Ólafur
Daviðsson og Finnbogi J. Arndal.
Varastjórn: Varaform. Þórarinn
Böðvarsson. Varagjaldkeri Sig-
urður Kristjánsson. Varagjald-
keri Björn Þorsteinsson.
Isafoldarprentsmiðja hefur
sent frá sér 5. bókina f bóka-
flokknum menn í öndvegi og
fjallar hún um Brvnjólf biskup
Sveinsson. Hefur Þórhallur
Guttormsson ritað sögu hans og
stuðzt við gnægð ritaðra heim-
ilda, sem til eru um þennan mikla
kirkjuhöfðingja, m.a. úrval úr
bréfum hans f útgáfu Jón Helga-
sonar.
Saga biskups er rakin frá æsku-
árum til dauðadags, en öðrum
þræði er hún samtíðarsaga hans,
enda hafði hann afskipti af flest-
um meiriháttar innanlandsmálum
um daga sfna. Bókin skiptist f 10
kafla og fjallar hver kafli um
nokkuð afmarkað svið, m.a. er
sérstakur kafli um menningarvið-
leitni Brynjólfs og handritasöfn-
Fyrsta verkefni félagsins var
undirbúningur að kosningum til
bæjarstjórnar, sem fram fóru í
ársbyrjun 1924. I undirbúnings-
nefnd kosninganna voru þessir
félagar kjörnir: Guðrún Einars-
dóttir, Ölafur Böðvarsson, Pétur
Snæland, Þorleifur Jónsson og
Ölafur Þórðason.
Agúst Flvgenring — fvrsti for-
maður „BorgaraféIagsins“.
Stofnendur og félagsmenn
„Borgarafélagsins" stóðu síðar að
stofnun Landsmálafélagsins
„Fram“ í nóvembermánuði 1926,
en það félag hefir starfað óslitið
siðan.
Hefir sá grundvöllur, sem
lagður var af frumherjum „Borg-
arafélagsins" leitt til þróttmikils
og árangsrfks félagsstarfs sjálf-
stæðismanna allt til þessa dags
eða I hálfa öld.
Borgarafélagið var jöfnum
höndum félag kvenna sem karla
og hafa því framangreind félög
,,Fram“ og „Vorboðinn" ákveðið
að minnast sameiginlega þessara
limamóta með kvöldfagnaði i
Félagsheimili iðnaðarmanna að
Linnetsstíg 3, laugardaginn 1.
des. n.k. Ilefst kvöldfagnaðurinn
kl. 8'4 siðd.
Sérstök undirbúningsnefnd
annast allan undirbúning sam-
komunnar. Stutt ávörp verða
flutt og úrvals skemmtikraftar
munu skemmta og hinir færustu
hljóðfæraleikarar leika fyrir
dansi en aðgangseyri mjög í hóf
stillt.
Vænta stjórnir félaganna þess.
að sjálfstæðisfólki sé það einkar
ljúft að minnast þessara tima-
móta svo og starfs frumherjanna
á verðugan hátt og að það fjöl-
menni á væntanlegan kvöld-
fagnað félaganna. Verður hann
nánar auglýstur i blöðum og á
annan hátt.
un og annar um eflingu dansks
valds á íslandi. I einum kafla er
fjallað um einkamál biskups og
fjölskyldu hans, og segir höf-
undur þar, að af samtímaheimild-
um verði ráðið, að Ragnheiður
Brynjólfsdóttir hafi ekki svarið
eiðinn óspjölluð.
Áður hafa komið út í þessum
bókaflokki rit urn Gissur jarl.
Skúla fógeta, Jón Loftsson og Jón
biskup Arason, en sú siðast-
nefnda er einnig skrifuð af Þór-
halli Guttormssyni.
Bókin er 114 bls. að stærð,
prentuð f ísafoldarprentsmiðju.
Ilún er prýdd ýmsum myndum
m.a. af Skálholti fyrr og nú og
gömlum menjum. Bókarkápu og
bókarskraut gerði Hilmar
Helgason.
Sagnfræðirit um
meistara Brynjólf