Morgunblaðið - 09.12.1973, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.12.1973, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1973 Glenda Segal slelast til; of Class“. ista f George ,A Touch ATIIUGASEMI) Sú ósk um endursýningu á kvikmyndinni 11 Con- formista, er fylgja átti greininni „Sönn kvikmynd“, sem hirtist hér á síðunni fyrir stuttu, fóll niður vegna mistaka höfundar. Er ósk um endursýningu á II Conformista þvf hór með komið á framfæri. kuik mund /íocin SIGURÐUR SVERRIR PÁLSSON VALDIMAR JÖRGENSEN SÆBJÖRN VALDIMARSSON O á tjQkJmu Háskólabíó Stjörnubíó Heimilisvinurinn. if it Það, sem skilar þessu leikriti á hvfta tjaldið svo sem sem raun ber vitni, er skemmtileg myndataka og frumleg leikstjórn. Aðalhlut- verkin fjögur eru vel leikin, stemmningin góð og myndin all hnytinn á köflum. Leikstjóri: Dougias Hickox. Handrit gert eftfr samnefndu leikriti Joe Ortons. V.J. •it Þegar leikrit Ortons var frumsýnt á sfðasta áratug, varð það mikil hneykslunarhella fólks. En sfðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, og nú virkar kvikmyndagerðin hálf ankannalega á áhorfendann, líkt og fyrirburður af öðru menningarskeiði. S.V. Einvfgið við dauðann. O Enn einn ruglingslegur reyfari um manninn, sem kemur inn úr kuldanum. Refskák mvndarinnar gegnir litlu hlutverki, þar sem myndin ber merki um lóleg vinnubrögð allra, sem að henni standa. V.J. it Allþokkaleg skemmtimynd tæknilega séð, sæmilegasta afþreying, og leikur George Peppards svo eindæma lélegur, að dæmi finnast ekki til nema f fyrri myndum hans. S.V. A usturbæjarbíó Nýja bíó Líf og fjör í rúminu ir Frændur okkar Danir ætla seint að þreytast á að kvik- mynda sinn úreita söluvarn- ing: eltingarleik við nakið kvenfólk og rekkjusiði. Eins og ævinlega er Dirch Passer látinn storma f broddi fylking- ar hinn breiða veg léttúðar og klókinda. Mvnd, sem sannar þaðeitt, að hennar líkar munu brátt enda sinn veg f rulsaföt- unni. V.J. it Tæknivinna öll og brandar-1 ar eru beint af færibandinu f þessari losaralegu dönsku klámkómedfu. Náttúrulega er ekki heil brú f handritinu, enda ætlast varla nokkur til þess. Þeir Passer og Ströbve eiga bærilega fyndna spretti, en tæpast er um að ræða leik hjá fleiri. Svo er þarna slangur af sæmilegum sætum stelpum og sjúddiral lirei .. . — A.Þ Danskar gamanmyndir eru svo gjörsamiega steyptar f sama farið, að f rauninni sér maður ekkert nýtt í hverri mynd heldur svipuð kven- mannsklof og karlrassa, og heyrir fimmaurabrandara, sem vel gætu verið úr annarri mvnd. S.V. Djarft spilað í LasVegas O George gamli Stevens gerir hér hörmulega tilraun til rómantfskrar grfnmyndar upp á Hollvwood-mátann um ruglað mannlff f spilaborginni Las Vegas. Elizabeth Taylor er svo innilokuð í eigin tilgerð, að hún nær aldrei sambandi við mótleikara sfna né heldur við persónuna, sem hún á að túlka. Það virðist ekkert eftir af henni nema „meikið" og „boddíið“. Skástu augnablikin á Warren Beatty, en hann hefur góða hæfileika til grfn- leiks. Spilavftisatriðið undir lokin er meira að segja nokkuð gott, enda Beatty þar einn um hituna. En svona myndir eru ekki boðlegar lengur. — A. Þ. if if Þessi langdregna mynd býr á köflum yfir óvenju hreinskilinni lýsingu á innihaldslausu Iffi og ein- manaleik, oft mannleg. Eins státar hún af mun betra hand- riti en gengur og gerist og góð- um leik þeirra Taylor og Beatty. Leikstjórn George Stevens einkennist af stirðnun og traasti á fornri frægð. S.V. Væntanlegar myndir í Hafnarbíó Umboð: Cinema Center Films, Cinerama Releasing Corp., Les Films Corona, Avco-Embassy, Lion International Films. Annan á jólum á þessu herr- ans ári á eitt af minnstu kvik- myndahúsum borgarinnar, Hafnarbíó, aldarfjórðungsaf- mæli. Núverandi eigandi þess, Jón Ragnarsson, lét þess getið í stuttu spjalli við síðuna, að í þau fimm ár sem hann hefði rekið húsið væri aðsóknaraukn- ingin u.þ.b. 400%, og það sem af væri þessu ári nálægt 30%. Þessar tölur tala sínu máli og sýna greinilegast, hversu kvik- myndirnar eru í mikilli sókn að nýju. Jón hefur meðal annars boð- ið upp á þá nýjung að hafa kvikmyndasýningu kl. 23.15 á kvöldin og hefur það mælst vel fyrir. Eins hefur hann lagt sig fram um að sýna sem nýjastar myndir og hefur þaðhitti'mark hjá unga fólkinu, sem i dag fylgist margfalt betur með því sem er að gerast í kvikmynda- heiminum en jafnaldrar þess gerðu fyrir aðeins nokkrum ár- um. fangans, sem tekist hefur að flýja hinar illræmdu fangabúð- ir Frakka á Djöflaeyjunni í S- Ameríku. 0 Sú mynd sem nýtur hvað mestra vinsælda vestan hafs sem austan þessa dagana er „A Touch Of Class". Þetta er róm- antísk og skemmtileg gaman- mynd með þeim George Segal og Glendu Jackson í aðalhlut- verkum. Myndin þykir sérstak- Iega vel skrifuð og bráðfyndin, þrátt fyrir alvarlegan undirtón. 0 Elizabeth Taylor kemur nokkuð við sögu Hafnarbíós á næsta ári, m.a. i „Night Watch“. Meðleikarar hennar i myndinni eru þau Billie White- law og Laurence Harvey, sem nú er nýlátinn, en þetta mun vera hans siðasta mynd. „Night Watch“ er afbrags taugatrekkj- ari og kemur blóðinu á hreyf- inu. 0 Onnur ný mynd hlaðin taugaspennu er „The Sisters", mjög umtalað verk ungs og efnilegs leikstjóra, Brian de Palma. Hafa gagnrýnendur líkt myndinni við meistaraverk Hitchcocks, „Psycho". Orson Welles sem Jón Silfri f „Gulleyjunni" Sú mynd sem hlaut mesta aðsókn á þessu ári var „Little Big Man“, með Dustin Hoffman i' ^ðalhlutverki. Dró hún að sér yfir 30 þús. áhorfendur. Önnur mynd með Hoffman naut einn- ig mikilla vinsælda, og varð nr. 2, það er „Straw Dogs“. En þá skulum við lía á myndaval hússins á næsta ári. Urvalið verður að taljast mjög gott, og státar af mörgum fræg- um og eftirtektarverðum myndum, mörgum hverjum glænýjum: 0 Fyrsta skal fræga telja, „Papillion", en þessa umtöluðu stórmynd er verið að ljúka við þessa dagana, og á að frumsýna 16. þessa mánaðar víða um heim. Ilafnarbfói er gefinn kostur á eintaki í febrúar-marz á næsta ári. Þetta er ein dýrasta mynd, sem gerð hefur verið á síðari árum. Engin smámenni standa að baki hennar, m.a. er leikstjórinn Franklin Schaffner, en þetta er önnur mynd-hans eftir „Patton“, og með aðalhlutverkin fara þeir Dustin Hoffman og Steve McQueen. Myndin greinir frá hinum ævintýralega flótta eina 0 Jack Lemmon er sívinsæll, bæði hér sem annars staðar. Bráðlega fáum við að sjá hann í bráðskemmtilegri mynd í Hafn- arbíó, sem nefnist „The War Between Men and Women", Skýrir nafnið efni myndarinn- ar, en meðleikarar Lemmons eru þau Jason Robards Jr. og Barbara Harris. 0 I myndinni „Executive Action" er reynt að varpa nýju ljósi á morðið á Kennedy for- seta og er raunar fyrsta myndin sem gerð er um það hörmulega atvik. Burt Lancaster og Robert Ryan fara meðtvöstærstu hlut- verkin. 0 Þá er og von á einni nýj- ustu mynd Barbra Streisand á næsta ári i Hafnarbfó. Nefnist hún „Up the Sandbox" og er gamanmynd. 0 Bæði ungir sem gamlir þekkja hina bráðskemmtilegu sjóræningasögu Roberts L. Stevenson, „Gulleyjan“. Nú er von á nýrri kvikmyndagerð bókarinnar, og þar fer Orson Welles með hlutverk hins út- smogna Jóns Silfra. 0 I myndinni „Ash Wednes- 0 Ein af athyglisverðari myndum Breta sfðari árin er tvímælalaust „Family Life“. Er hún gerð af Ken Loach, („Poor Cow“, ,,Kes“), og handritið skrifað af David Mercer, (,,Morgan“). Lýsir hún á ömur- legan hátt hvernig skilnings- lausir foreldrar og óheppilegt umhverfi geta eyðilagt yngri og viðkvæmari þjóðfélagsþegna. 0 Kvikmyndinni „E1 Topo“ hefur verið Ifkt við súrrealist- iskan Segio Leone-vestra, full- um af Fellinskum tiltektum. Allavega er hér á ferð frægust mexikanskra mynda hin síðari ár. Leikstjóri er Alexandro Jodorwsky. 0 „The Possession of Joel Delayney" fjallar um Woodoo- galdur, djöfladýrkun og seið- kerlingar í Bronx. 1 þessari mynd fáum við að sjá hina frá- bæru leikkonu Shirley Mc- Laine í hlutverki mjög svo óliku öðrum, sem hún hefur áður tekið að sér. 0 LeeMarvin og Gene Hack- man, tveir vinsælustu leikarar- nir i dag eru saman í eldlínunni f harðsoðinni glæpamynd sem nefnist „Prime Cut“. day“ fer Elizabeth Taylor með hlutverk miðaldra konu sem er að tapa mannisínumtil annarar yngri. Gengst hún þá undir heljarmikla andlitslyftingu, en margt fer öðruvísi en ætlað er... Maður hennar er leikinn af Henry Fonda. 0 Chaplin geymdi ég mér þangað til síðast, en kvik- myndahúsið er nýbúið að ganga frá kaupum á sýningarrétti á tiu bestu myndum hins aldna meistara. Þeirra á meðal eru „Nútíminn", sem jafnframt verður jólamyndin í ár, „The Kid“, „Einræðisherrann“, „Borgarljós", „Gullæðið", „Monsiur Verdoux". S. V. Súrrealískt atriði úr hinum blóði drifna „vestra“, „EI Topo“. Atriði úr hrollvekjunni „Night Watch".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.