Morgunblaðið - 09.12.1973, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.12.1973, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1973 situr, hefur farið öfugt að. Hún hefur talið, að hún sé betur fær en sveitarfélögin til þess að taka ákvarðanir um verðlagningu á þjönustu fyrirtækja sveitarfélaganna. Þetta sýnir betur en flest annað, hversu rík miðstjórnar- valdstilhneigingin er hjá núverandi ríkisstjórn og hversu lítið traust hún í raun ber til sveitarfélaganna, þrátt fýrir yfirlýsingar þar um. Sérstaklega hefur Reykja- vík farið illa út úr viðskipt- um sínum við ríkisstjórn- ina, eins og ég hef áður SVEITARFÉLÖGUNUM Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auqlýsingar Áskríftargjald 360,00 krá ménuði innanlands. Í lausasölu 22, 00 kr. eintakið hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10 100 Aðalstræti 6, sími 22-4-80. • • AÐFORIN AÐ * 4fundi borgarstjórn- ar s.1. fimmtudag vék Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri að aðför ríkis- stjórnarinnar að sveitar- félögunum og sagði m.a.: „Svo lengi sfðan ég fór að skipta mér af borgarmál- um, hefur sú regla gilt í öllum meiginatriðum, að allar ríkisstjórnir hafa treyst sveitarfélögum til að verðleggja þá þjónustu, sem fyrirtæki þeirra inna af höndum í þágu íbúa sinna. Undantekningar frá þessu eru í tímabundnum, tiltölulega stuttum verð- stöðvunartímabilum. Ég held, að af þessu hafi fengizt góð reynsla. Sveit- arstjómirnar eru undir smásjá sinna umbjóðenda, og þær hafa sýnt, að þær hafa ekki misfarið með það vald, sem þeim hefur verið fengið í hendur, og auðvit- að er þeim bezt treystandi til þess að fara höndum um þau fyrirtæki, sem þau reka, og ákveða verð- lagningu á þeirri þjónustu. Á hinn bóginn hafa þau svo aðhald sinna kjósenda, og það hefur leitt til þess, að verð á þjónustu opinberra fyrirtækja sveitarfélag- anna hefur alls ekki verið gagnrýnisvert, og ef eitt- hvað mætti gagnrýna hef- ur það e.t.v. legið í því, að sveitarfélögin hafa verið of treg til að hækka sín þjónustugjöld og þar með veikt fyrirtækin, svo að þau hafa ekki veriðfær um að standa undir nauðsyn- legum framkvæmdum og eðlilegri aukningu. Sú ríkisstjórn, sem nú rakið og kunnugt er, sér- staklega að því er snertir Rafmagnsveitu og Hita- veitu. í rauninni er afstaða ríkisstjórnarinnar til þess- ara fyrirtækja með öllu óskiljanlegt. Það lá t.d. fyr- ir í sumar, þegar Raf- magnsveitunni var synjað um hækkun, að Hagrann- sóknardeild Efnahags- stofnunarinnar hafði mælt með þeirri verðhækkun i tveimur áföngum, sem Raf- magnsveitan hafði beðið um. Ríkisstjórnin synjaði þessu, þrátt fyrir þessi meðmæli. í rauninni er ekki nein önnur skýring á þessu til, þegar málið er skoðað ofan í kjölinn, en sú, að ríkis- stjórnin fari með pólitískar ofsóknir á hendur Reykja- víkurborg vegna þeirrar stjórnar, sem Reykvíking- ar hafa kosið á sinum mál- efnum.“ Eins og borgarstjóri vík- ur að, hefur ríkisstjórnin vísvitandi gert aðför að sveitarfélögum. Það er lið- ur í þeirri baráttu fyrir auknu miðstjórnarvaldi, sem kommúnistar hafa fengið ráðið á valdatíma núverandi stjórnar. Reyk- víkingar munu svara fyrir sig þegar tækifæri gefst í maímánuði n.k. Byggingarkostn- aður tvöf aldast r Iræðu, sem Gísli Halldórsson flutti á borgarstjórnarfundi s.I. fimmtudag, vék hann að hækkun byggingarkostnað- ar og sagði m.a. um hækkanirnar í tíð vinstri stjórnarinnar: „Þegar þessi stjórn tók við var byggingarvísitalan 532 stig, og hafði hækkað um 382 stig á 1014 ári i tíð Viðreisnarstjórnarinnar, sem jafngildir um 36 stig- um á ári. Nú er vísitalan orðin 913 stig, eftir að vinstri stjórn hefur setið í aðeins 214 ár og hefur því hækkað um 381 stig á þessum stutta tíma. En það er jafn mikið og áður á 10'/4 ári. Þetta gerir það að verk- um, að árið 1971 kostaði að byggja hér meðalíbúð um 1740 þús. kr., en með verð- lagi í dag kostar að byggja hana um 3 milljónir króna.“ Eins og upplýsingar þess- ar bera með sér er hér um að ræða hina hörmu- legustu þróun í byggingar- málum. Ríkisstjórn, sem þóttist ætla að bæta hag landsmanna, ekki sízt þeirra, sem við bágust kjör búa, hefur stuðlað að óða- verðbólgu, sem tvöfaldað hefur húsnæðiskostnað fólks. En á sama tíma hafa Húsnæðismálastjórnarlán hækkað sáralítið og eru nú miklu minni hluti bygg- ingarkostnaðar en áður var. Hækkun byggingar- kostnaðar er einhver mesta kjaraskerðing, sem fslenzk alþýða hefur orðið að þola, og sú kjara- skerðing er á ábyrgð þeirr- ar óheilla ríkisstjórnar, sem nú er þó vonandi kom- in aðfótumfram. Rey kj avíkurbréf »♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 8. des. Frestur er á illu beztur Allt útlit er nú fyrir, að ríkis- stjórnin muni reyna að fresta þvi fram yfir áraniót að j’era tilraun til að takast á við vandann í efna- hajjsmálum. Hugmynd ráða- manna nú mun vera sú að af- greiða fjárlög fyrir jól, sem þó yrðu „opin í báða endá", en fresta fjáröflunarfrumvörpum, svo að enginn fáí fyrir áramót hugm.vnd um, hvað fyrir stjórnarherrunum vakir í efnahagsmálunum. Jafn- framt er hart lagt að verkalýðs- foringjum að draga aðgerðir í launamálum á langinn, svo að ekki komi til átaka fyrir hátíð- arnar. Með þessurn hætti hugsa ráð- herrarnir sér að una glaðir við sitt um jólin og láta hverjum degi nægja sín þjáningf Á meðan magnast verðbólgan, óðaóðaverð- bólgan verður vist að segja, þvi að núverandí ráðamenn töluðu um óðaverðbólgu í tíð Viðreisnar- stjórnarinnar. Lausn vandans verður auðvitað þeim mun erfið- arí sem henni er lengur skotið á frest. En hvað uni það, sitja skal meðan sætt er. Ekki á ríkisstjórn- inni að vera hætt, tneðan ekkert er að gert, þá bíða menn bara. Allt er dregið á langinn, því að frestur er á illu beztur. Lausn vinnudeilna Utlit er fyrir, að smám saman sé það að renna upp fyrir ráðherrun- um. að vinnudeilurnar verða ekki leystar. nema gagngerðar breyt- ingar verði gerðar á skattalögum. Ein meginkrafa launþeganna er stórfelld lækkun beinna skatta, og þeir gera áreiðanlega ekki neina þá saminga, sem hugsanlegt er að atvinnureksturinn geti staðið undir, nema þeir fái leið- réttingu mála sinna í þessu efni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú lagt fram tillögur um skattalaga- breytingar, sem eru þess eðlis, að allir ættu sæmilega að geta við unað, ef samþykktar yrðu. Vonandi áttar meirihlutinn sig á því, að ekki verður hjá því komizt að gera skattalagabreytingar á borð við þær, sent Sjálfstæðis- flokkurinn leggur til, því að hreint upplausnarástand mun ríkja, ef stjórnarflokkarnir berja enn hausnum við steininn og neita að konta til móts við sann- gjarnar kröfur almennings í þessu efni. Þá hafa launþegar sett fram þá kröfu, að úrbætur verði gerðar í húsnæðismálum. Þótt lán Húsnæðismálastjórnar hafi hækkað nokkuð að krónutölu, hafa þau að raungildi lækkað stórlega á síðustu árum vegna hins geysiháa byggingarkostnað- ar. Þannig er nú sífellt erfiðara fyrir almenning að eignast þák yfir höfuðið og fyrirgreiðsla ríkis- valdsins minni en áður var. Eðli- legt er, að launþegar krefjist þess, að þessurn málum verði komið í betra horf. Því miður er fátt, sem til þess bendir. að ríkisstjórnin hyggist gera hér á bragarbót. Hefði þó mátt ætla. að Björn Jónsson, sem verið hefur forseti Alþýðusam- bandsins og nú er félagsmálaráð- herra, leitaðist við að beita sér í þessu efni. En svör hans við fyrir- spurnum Sverris Hermannssonar á Alþingi benda síður en svo til þess, að hugmynd hans sé sú. I ljós er komið, að 361 húsbyggj- andi fær ekki þau lán, sem heitið hafði verið fyrir áramót. Hinn 6. nóvember sagði félagsmálaráð- herra um lánveitingu til þeirra, sem fokhelt gerðu fyrir 15. nóvember: „Og það er þegar ljóst af þeim aðgerðum, sem hafa verið gerðar í fjármálum byggingar- sjóðs, að unnt er að veita þessi lán fyrir áramót." Sl. þriðjudag fer hann hins vegar undan í flæmingi við um- ræður á Alþingi. Svarið við kröfu verkalýðsfélaganna um úrbætur í húsnæðismálunum er því það, að ekki er einu sinni staðið við þau fyrirheit, sem áður voru gefin, hvað þá að eitthvað sé aðhafzt til að mæta sanngjörnum kröfum um að hlutfall Húsnæðismála- stjórnarlána af byggingar- kostnaði verði hið sama og áður var. David Ashkenazy í umræðum á Alþingi sl. þriðju- dag, upplýsti Einar Agústsson utanríkisráðherra, að hann hefði haft margháttuð afskipti af mál- um Davids Ashkenazys. Rifjaði hann það upp, að Vladimir Ashkenazy hefði allt frá árs- byrjun 1970 verið að leitast við að fá ferðaleyfi fyrir föður sinn til islands. Ráðherrann sagði, að í nóvember 1971 hefði hann sjálfur rætt málið við sovézka sendiherr ann í Reykjavik, Astavin, og hefði sá lofað að athuga málið, en enn hefðu engin svör borizt frá sovézka sendiráðinu. Borgaryfirvöld sjá um skautasvellið, þegar i júní 1972 hefði Pétur Thor- steinsson ráðuneytisstjóri, að til- hlutan ráðherrans, átt viðtal i Moskvu við A.A. Smirnov, vara- utanríkisráðherra og rætt málið þar. Hefði hann fengið loforð um athugun þess. Ráðherrann sagði, að sovézk stjórnvöld héldu þvi fram, að David Ashkenazy vildi ekki koma til íslands, en sér væri kunnugt um, að þetta væri al- rangt, meðal annars frá manni, sem ræddi við David Ashkenazy i Moskvu í janúar 1972, en hann sagði þá, að hann hefði mikinn áhuga á því að koma til íslands og bað fyrir þau skilaboð til sonar sins, að hann skyldi endurnýja skriflegt boð til sín um komu til íslands. Sú mannfyrirlitning, sem lýsir sér í afstöðu sovézkra stjórnvalda hefur vakið reiði hér á landi. En hitt er einnig rétt að hafa í huga, að sovézkir ráðamenn móðga Einar Ágústsson utanríkisráð- herra og þar með þá þjóð, sem hann talar i umboði fyrir, með þeim hroka og fyrirlitningu að virða hann ekki einu sinni svars. Ráðherrann á þakkir skildar fyrir að upplýsa málið hreinskilnislega á Alþingi, en mönnum er spurn: Eru ekki til einhverjar aðferðir eftir eðlilegum diplomatískum leiöum til að leggja aukna áherzlu á málið? Getur utanríkisráðuneyt- ið ekki sent opinber, harðorð mót- mælí til sovézkra stjórnvalda, mótmæli, sem birt yrðu og eftir tekið víða um heim? Það er áreiðanlega ósk alls þorra íslend- inga, að það verði gert, og það verði gert þegar í stað. Aróðursbragðið En ferðabannið, sem sovézk stjórnvöld hafa sett á David Ashkenazy og ósvífni sú, sem þau sýna utanríkisráðherra okkar rifja upp áróðursbragð það, sem er helzta uppáhald komm- únista hér á landi — og raunar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.