Morgunblaðið - 09.12.1973, Síða 24

Morgunblaðið - 09.12.1973, Síða 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1973 KVXIXXA 24 Oskum aB rá?a stúlku til vélritunarstarfa hálfan daginn frá og með næstkomandi ára- mótum eða fyrr. Upplýsingar á skrifstofu okkar (ekki í síma) næstu daga. Endurskoðunarskrifstofan, Austurstræti 7, Reykjavík. Verkamenn óskast við byggingarvinnu væntanlegra hjónagarða við Suðurgötu. Upplýsingar á kvöldin í síma 34777. Guðbjörn Guðm. byggingam. ÁkvæÓisvinna. Maður óskast í vel launaða vinnu, má vera miðaldra. Tilboð er greini nafn, heimilisfang og símanúmer sendist Mbl. fyrir miðvikudagskvöld merkt 3047. Stúlka í mötuneyti Mötuneyti Samvinnuskólans vantar stúlku, vana bökunarstörfum, frá 5. janúar n.k. Upplýsingar hjá símstöðinni Bifröst. Samvinnuskólinn Bifröst. JárniBnaÓarmenn. Viljum ráða járniðnaðarmenn. Mik- il vinna. Getum útvegað húsnæði. Uppl. í símum 6961 eða 357, Vest- mannaeyjum. Vélaverkstæðið Þór h.f. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar auglýsir laust til umsóknar starf skrifstofustjóra stofnunarinnar. Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófi í lögfræði eða viðskiptafræði. Laun samkv. 27. lfl. kjarasamninga borgarstarfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að hafa borizt stofnuninni fyrir 1. jan. n.k. Frekari upplýsingar um starfið veit- ir félagsmálastjóri. ViÓskiptafræBingur með mikla starfsreynslu óskar eftir atvinnu. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: 7924. Vélaviftgerðir — Eftirlit Mann vanan vélaviðgerðum og eftir- liti með tækjum vantar nú þegar. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: 3038 fyrir 14. þ.m. Trésmiðir óskast í mælingarvinnu. Gott verk. Sími 16106. Brezka sendiráðið óskar eftir bílstjóra strax. Þarf að hafa reynslu og góða ensku- kunnáttu. Upplýsingar í sendiráðinu, sfmar 15883 og 15884. Óskum að ráða tvo trésmiði Upplýsingar gefur Guðjón Pálsson í síma 82340. BREIÐHOLT HF. Skrifstof ustúlka helzt vön, óskast til vélritunar og annarra skrifstofustarfa, nú þegar eða frá 1. janúar. Skriflegar umsóknir óskast. Verzlun O. Ellingsen hf. Hafnarstræti 15. Veitingahús óskar eftir að ráða þjóna og aðstoðarfólk nú þegar eða sem fyrst. Þeir sem hefðu áhuga á starfinu sendi nöfn sín ásamt uppl. um fyrri störf til afgr. Mbl. fyrir 16 þ.m. merkt „trúnaður 4841“ Með allar umsóknir verður farið með sem algert trúnaðarmál. Skrifstofustarf Stúlka óskast til skrifstofu- og vélritunarstarfa hálfan daginn. Kunnátta í ensku og einu norðurlandamáli nauðsynleg. Um framtíðarstarf getur verið að ræða. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf sendist blaðinu fyrir 17. desember merktar 124 — 1420. ForstöBukona Barnavinafélagið Sumargjöf óskar að ráða forstöðu- konu að dagheimilinu BAKKABORG við Blöndu- bakka. Fóstrumenntun áskilin. Laun samkv. kjarasamning- um Starfsmannafélags Reykjavikurborgar. Umsóknir sendist Barnavinafélaginu Sumargjöf, Fornhaga 8, fyrir 23. desember n.k. Barnavinafélagið Sumargjöf. AÓstoÖarfólk Kaffiterían Glæsibæ óskar eftir að- stoðarfólki og fólki í uppvask. Allar nánari uppl. gefnar á staðnum milli kl. 2 og 4 á morgun. Kaffiterían Glæsibæ Landhelgisgæzlan Landhelgisgæzluna vantar tvo vél- stjóra með réttindum nú þegar. Upplýsingar hjá ráðningarstjóra í síma 17650. Skipstjóri Skipstjóri óskast á góðan 75 rúm- lesta bát frá Grindavík, sem gerður verður út með línu og net. Upplýsingar í síma 23340, Reykja- vík og í síma 92-8053, Grindavík. Óskum aÓ ráÖa nú þegar, eldri mann til léttra hreinsunarstarfa (sópunar o.fl.) á bílaverkstæði okkar. Uppl. gefur forstöðumaður verkstæðis, ekki í sfma. Hekla h.f., Laugaveg 170—172. Símastúlka Óskum að ráða símastúlku strax. Vinnutími kl. 13—18 alla virka daga nema laugardaga. Uppl. ekki veittar í síma. Móttaka umsækjenda á morgun, mánudag kl. 10—12 og 14—16. Veltir h.f., Suðurlandsbraut 16. Oskum aÖ ráóa nú þegar skrifstofustúlku til starfa við Ríkisábyrgðasjóð. Áskilin er nokkur málakunnátta og leikni í vélritun. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra kl. 9—11 f.h. næstu daga. SEÐLABANKI ÍSLANDS Oska eftir ráÖskonustarfi á góðu sveitaheimili, helzt sem næst Reykjavík. Er ekki með smábörn. Æskilegast að heimilið sé sem næst sjó og fjalli. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl., ásamt upplýs- ingum, helzt fyrir jól, má þó sendast til 1. febrúar merkt: „sveitarómantík 638“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.