Morgunblaðið - 09.12.1973, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1973
29
MAIGRET OG SKIPSTJORINM
Framhaldi
eftir G
eftir Georges Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir
þyddi
12
líklega hvort hún færi rétt með
skilaboð hans.
... að í Hollandi setja lögreglu-
menn ungum stúlkum ekki
stefnumót um hánótt...
Maigret setti dreyrrauðan og
hann fann þungan nið fyrir
eyrunum.
Þessi áburður var svo fullkom-
lega úr lausu lofti gripinn og lýsti
alveg sérstakri tortryggni!
Því að Cornelius var þarna líka,
enda þótt hann hnipraði sig
saman i skugganum og reyndi að
láta sem allra minnst fara fyrir
sér!
Og faðir Beetjes hlaut að vita,
að það var vegna Cornéliusar,
sem stúlkan hafði farið út! En
hverju átti Maigret svosem að
svara... þegar unga stúlkan varð
að vera túlkur þeirra á milli i
þokkabót?
Reyndar var enginn, sem vænti
svars frá honum. Bóndinn smellti
fingrum, eins og hann væri að
kalla á hund og benti. Stúlkan
hikaði við, sneri sér um stund að
Maigret, en lét sem hún sæi ekki
aðdáanda sinn. Svo ákvað hún að
fylgja föður sínum heim á leið.
Cornelius hafði hvorki stunið
né hóstað. Hann lyfti ^hendinni
þegar Liewens gekk framhjá hon-
um, kannski til að reyna að stöðva
hann. En hann lét höndina fljót-
lega síga. Feðginin hurfu út í
myrkrið og skömmu siðar var úti-
dyrunum skellt.
Höfðu froskarnir þagað meðan
þessu fór fram? Maigret treysti
sér ekki til að segja um það, en
nú varð kvak þeirra svo hávært
og ákveðið, að við borð lá, að hann
fengi hellu fyrir eyrun.
— Talið þér frönsku?
— Örlítið. ..
Hann leit illilega á Maigret,
opnaði varla munninn og stóð
eins og hann væri tilbúinn að
ráðast á lögregluforingjann.
— Hvers vegna eruð þér svona
hræddur?
Tárin streymdu úr augum hans,
en ekkert hljóð kom yfir varirnar.
Svo snýtti hann sér". Hendurnar
skulfu. Kannski var hann að
brotna aftur?
— Eruð þér virkilega hræddur
um, að verða ákærður fyrir að
hafa myrt kennarann yðar?
Andartaki síðar bætti Maigret
við:
— Við skulum koma.
Hann ýtti unga manninum í
áttina til bæjarins. Svo fór hann
að tala og talaði lengi, því að hann
fann á sér, að ungi maðurinn
fylgdist illa með.
Afsakið maður minn en ég heyri illa — hvað er hvað?
— Eruð þér hræddur yðar
vegna?
Hann var bara stór drengur.
Grannleitt andlit, veiklyndislegir
andlitsdrættir og fölur hörunds-
litur. Mjóslegnar axlir i þröngum
einkennisbúningum. Húfan
virtist alltof fullorðinsleg á hon-
um og hann líktist einna helzt
litlum dreng, sem var að leika
sjómann.
í fasi hans og svip var þrjózka.
Ef Maigret hefði brýnt röddina
hefði hann sennilega lyft
hendinni til að skýla andlitinu,
eins og hann byggist við löðrungi.
Svarta sorgarbindið stakk í
stúf. Það var ekki nema tæpur
mánuður siðan hann hafði fengið
fréttina um andlát móður sinnar I
Austur-Indium... kannski meðan
hann var að skemmta sér kvöld i
Delfzijl — kannski á skólaballi.
Eftir þrjú ár kæmist hann á
skip og þá færi hann heim og
faðir hans myndi sýna honum
þriggja ára garhla gröf. Kannski
væri þá önnur kona tekin við
búsforráðum.
Við tæki sjómannslífið á stóru
skipi... Java-Rotterdam, Rotter-
dam-Java, tveir dagar á einum
stað, fimm sex klukkustundir á
öðrum.
— Hvar voruð þér staddur,
þegar kennari yðarvar skotinn?
Gráturinn hófst á nýjan leik.
Drengurinn greip með hvitu
hönzkunum sfnum í jakka
Maigrets og lögregluforinginn
fann, að pilturinn skalf frá hvirfli
til ilja.
— Ekki satt . . . ekki satt . . .
endurtók hann hvað eftir annað.
—Nei . . . þér skiljið ekki . . .
Nei. Ekki satt.. .
Þeir gengu aftur inn í ljós-
glampann frá vitanum. Þeir
fengu ofbirtu í augun um stund.
— Hvar voruð þér?
— Þarna.
— Þarna var bæði hús Popinga,
og skurðurinn, sem hann var van-
ur að stökkva yfir.
Það var eitt mjög alvarlegt
atriði í þessu. Popinga hafði verið
drepinn þegar klukkuna vantaði
fimm mínútur f tólf. Cornelius
hafði komið til skipsins klukkan
fimm mínútur yfir tólf.
Ef hann hefði farið venjulegu
leið, það er að segja gegnum
bæinn, hefði ferðin tekið að
minnsta kosti hálfa klukku stund,
en aðeins sjö til átta mínútur,
þegar stokkið var yfir timbur-
fleka yfir skurðinn og engar
krókaleiðir farnar.
Maigret gekk hægt og þungsla-
lega við hlið unga mannsins, sem
skalf eins og strá í vindi. Þegar
þeir heyrðu asnann reka upp enn
eitt öskur virtist Cornelius langa
einna mest til að taka undir sig
stökk.
— Elskið þér hana Beetje?
Þvormóðskuleg þögn.
— Þér sáuð hana koma aftur,
eftir að kennarinn yðar hafði
fylgt henni heim?
— Það er ekki satt... það er
ekki satt.
Maigret langaði til að róa hann
með því að skamma hann dug-
lega, en samt gat hann ekki varizt
þvi að líta á piltinn með um-
burðarlyndi og næstum blíðlegu
augnaráði.
— Hittið þér Beetje á hverjum
degi?
En þessi þrjózkulega þögn.
— Hvenær eigið þér að vera
komnir aftur um borð?
— Klukkan tíu . . . venju-
lega... þegar ég var hjá
kennaranum í aukatíma gat ég
fengið...
— Að koma seinna heim! En
ekki í kvöld?
Þeir stóðu við skurðinn, einmitt
á þeim stað, þar sem Cornelius
hafði farið yfir hann. Maigret
gekk niður að timburflekunum,
og sté á einn þeirra eins og ekkert
væri sjálfsagðara. Minnstu
munaði, að hann missti jafn-
vægið, því að hann skorti alla
æfingu og trjábolurinn snerist
undir þunga hans.
Cornelius htkaði.
— Komið þér nú! Klukkan er
að verða tíu!
Ungi maðurinn horfði á hann
hissa. Hann hafði augsýnilega
ekki átt von á því að hann færi
framar um borð í skipið, heldur
yrði hann tekinn fastur og varpað
i fangelsi.
En nú fylgdi þessi ógnþrungni
lögreglumaður honum til skips og
tók tilhlaup til að komast yfir
tveggja metra autt svæði úti á
miðjum skurðinum. Vatnið
skvettist yfir þá á leiðinni. Þegar
yfir kom, nam Maigret staðar til
að reyna að þurrka af buxunum.
— Hvaða leið förum við?
Hann hafði ekki enn þá komið
yfir á hinn bakka skurðarins.
Stórt autt svæði lá milli Amster-
diep og næsta skurðar, sem var
breiður. og skipgengur.
Þegar Maigret leit um öxl sá
hann að enn var Ijós i glugga í
húsi Popinga. Hann sá veru innan
við gluggatjöldin. Það hlaut að
Amerískur leik-
stjóri ieiðbeinir
íslenzkum
leikurum
VELVAKANDI
Vatwakandi avarar ( sbna 10-
100 M. 10.30—1130. W
mánudagi tB Watudaga.
• Félagslíf
Góðgerðastarfsemi ýmiss konar
er eigi svo litill eða ómerkur
þáttur í félagslifi almennings hér-
lendis.
Klúbbar, kvenfélög, framfara-
félög og samstarfshópar hvers
konar hafa hin ýmsu mál á stefnu-
skrám sínum, og vinnur hver að
sinu, að því er virðist af mikilli
eljusemi og áhuga.
Stundum er af nöldurseggjum
amast við þessari starfsemi og
sagt, að aldrei sé flóafriður fyrir
merkjasölum, kaffisölum, basör-
um og „sníkjuherferðum“, en er
þessi starfsemi ekki einmitt gott
dæmi um framtakssemi og sam-
stöðu hópa, sem vinna gott og
þarft starf, hver á sínu sviði?
Það eru til dæmis fáar kirkjur,
sem upp hefur verið komið fyrir
styrktarfé, sem safnazt hefur með
þessum hætti, auk þess sem
sjúkrahús og — deildir hafa bein-
línis risið vegna þessa starfs, svo
að eitthvað sé nefnt.
Það er lika stór spurning, hvort
það sé ekki hollur hugsunarhátt-
ur, að eitthvað megi á sig leggja
til að hrinda nauðsynjamálum i
framkvæmd — og hvort stofnan-
ir, sem risið hafa fyrir þetta frum-
kvæði almennings, standi ekki
nær fólkinu, ef svo má að orði
komast, og séu þvi kærari en sam-
bærilegar stofnanir, sem greiddar
eru beint úr opinberum sjóðum.
Stundum heyrist um það talað,
að hinir ýmsu klúbbar og félög,
sem hafa góðgerða starfsemi að
markmiði, séu fyrst og fremst til
að þjóna „snobbþörf" félaganna
og meðlimirnir helgi sig einkum
dýrlegum átveizlum, en hafi góð-
gerðastarfsemi sem nokkurs
konar afsökun fyrir iðju sinni. En
er það ekki einmitt að slá tvær
fiugur í einu höggi, þegar unnið
er að þörfum og brýnum málefn-
um og félagsþörfinni sinnt um
leið? Maðurinn er þó alltént
félagsvera.
% Krunkað á skjáinn
A þessum vettvangi hefur áður
verið borið lof á þátt Magnúsar
Bjarnfreðssonar, Krunkað á
skjáinn. Eftir siðasta þátt, sem
var á dagskrá s.l. miðvikudag
hringdu nokkrir sjónvarpsnot-
endur og báðu Velvakanda um að
koma á framfæri ánægju sinni
með þáttinn og er það gert hér
með. Einn þeirra, sem hringdu
vildi koma þeirri hugmynd á
framfæri við Magnús, að liann
færi og heimsækti fjölskyldur á
heimilum þeirra. Annar vildi lýsa
sérstakri velþóknun sinni á
fræðsluþáttunum um slysavarnir
og varúðarráðstafanir á heimil-
um, og sagðist hafa trú á því, að
þeir yrðu til þess að vekja fólk til
umhugsunar um ýmsar hættur,
sem það hefði e.t.v. ekki gert sér
grein fyrir áður.
Fleiri tóku I sama streng, þótt
ekki sé ástæða til að tíunda það
frekar hér. Almenn ánægja
virðist vera með þennan þátt, ef
það er haft i huga, að fólk gerir
sér oftar það ómak að Iáta til sín
heyra þegar þvi mislíkar en hið
gagnstæða.
% Svava og CIA
Kristin Magnúsdóttir, sem
reyndar er hvorki meira né
minna en húsmóðir í Vesturbæn-
um, hafði samband við Vel-
vakanda. Hún sagðist hafa verið
að lesa Þjóðviljann, og hefði hún
þá rekizt á grein undir fyrirsögn,
sem flött var út yfir um það bil
fjórðung siðu. Fyrirsögnin var
tekin úr ummælum Svövu
Jakobsdóttur á Alþingi, þar sem
frúin segir: „Bandarísk stjórn-
völd og CIA bera ábyrgðina ásamt
auðhringum“, og er þar átt við
valdatöku herforingja í Chile.
Kristin sagði, að sér Iéki hugur að
að vita nánar um samband Svövu
Jakobsdóttur við CIA, þar sem
svo virtist, að frúin hefði
nákvæmari vitneskju um starf-
semi þessarar bandarisku
stofnunar en flestir aðrir. Kristin
sagðist ekki ætla þingkonunni svo
óábyrgan málflutning, að hún
slægi fram á Alþingi órök-
studdum fullyrðingum og sleggju-
dómum um stjórnmál í öðrum
heimshlutum, nema hún hefði
eitthvað fyrir sér i málinu.
% Tollar af
af atvinnutækjum
Sigrún Jónasdóttir skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mér hefur stundum dottið í hug
að senda þér línu, en af því hefur
ekki ot ðið fyrr en nú.
Þannig er mál með vexti, að
lengi hefur verið mér ráðgáta
hversvegna sumarstéttirfá eftir-j
gjöf eða tilslökun á aðflutnings-
gjöldum af atvinnutækjum sín-
um, og má þar t.d. nefna leigubif-
reiðastjóra. Hins vegar hef ég
aldrei skilið hVers vegna tollar af
heimilistækjum eru svo háir sem
raun ber vitni. Eru þessi tæki
kannski ekki atvinnutæki hús-
mæðra eða þeirra, sem vinna
heimilisstörf.
Lika finnst mér hálfskrýtið, að
leigubifreiðastjórar fái eftirgefin
gjöld af bifreiðum meðan annað
fólk, sem notar bifreiðar í sarn-
bandi við atvinnu sina og kemst
ekki af án þeirra þarf að borga
full gjöld af þeini.
Þú ræður hvort þú birtir þetta
en mér finnst þetta vera mis-
munun og ósanngirni.
Sigrún Jónasdóttir.1*
AMERlSKUR leikhússtjóri og
leiklistarkennari, Stefan
Rudnicki, er væntanlegur til
landsins um helgina, á vegum
Menningarstofnunar Banda-
rikjanna. Þann 10. og 11. desem-
ber mun hann leiðbeina leikurum
hjá Leikfélagi Reykjavikur í sam-
ráði við Vigdfsi Finnbogadóttur
leikhússtjóra. A mánudag, 10.
desember, flytur hann fyrirlestur
hjá Menningarstofnuninni. Hefst
fyrirlesturinn kl. 19.15 og fjallar
um túlkun sígildra verka á
nútíma leiksviði. Fyrirlesturinn
er opinn almenningi og áhuga-
fólki um leiklist.
Stefan Rudnicki er prófessor
við Roehester háskóla í New York
og jafnframt leikhússtjóri við
sama skóla. Hann stundaði nám
við Yale háskóla og vann siðar
undir leiðsögn Joseph Papp, sem
veitir forstöðu hinu þekkta
alþýðuleikhúsi i New York borg.
Enda þótt Rudnicki sé ungur að
árum, eða tæplega þritugur,
hefur hann verið afkastamikill
leikstjóri og meðal annars sett
upp 17 verk við Rochester
háskóla. Hefur hann tekið sér
margs konar verk fyrir hendur,
þ.ám. verk eftir Shakspeare og
Brecht. Rudnicki hefur meðal
annars fengizt nokkuð við að færa
sigild verk í nútíma búning og
mun halda fyrirlestur hér um það
efni.
Kona Rudnickis, Judith Ann,
sem er leikkona, kemur með hon-
um. Mun hún einnig taka þátt i
starfi hans hér.
JOLAPLATA
PÓLÝFÓNKÓRSINS
ER KOMIN
FOLÝFÓNKÓRINN
POLYFÖNKÖREN, REYKJAVIK
Flatan fer ð heimsmarkaS hjá RCA
en upplagið er takmarkað. Tryggið
yður eintak ! tima. Tilvalin jólagjöf
til unnenda góðrar tónlistar. Fæst
! hljóðf æraverzlunum.
Veggskjöldur
PÓLÝFÓNKÓRSINS
teiknaður af Baltazar og gefin út !
tilefni söngferðar kórsins til Svi-
þjóðar og Danmerkur og útgáfu
fyrstu hljómplötu kórsins F aðeins
200 númeruðum eintökum.
IMokkur eintök
til sölu
í verzlunum
Rammagerðarinnar.