Morgunblaðið - 09.12.1973, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 09.12.1973, Qupperneq 32
Fallegri litir Litfilmur IKHOmt SfMAR: 26060 OG 26066 AÆTLUNARSTAÐIR AKRANES, FLATEYRI, HÓLNIAVÍK, GJÖGUR, STYKKISHÓLNIUR, RIF, SIGLUFJÓRÐUR, BLONDUÓS, HVAMMSTANGI. SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1973 34:32! LANDSLEIK íslands og Kfna f borStennis, sem fram fór í LaugardalshöIIinni í fyrra- kvöld, Ivktaði með 8:1 sigri Kfnverjanna. Eins og fram hefur komið í fréttum eru Kfn- verjarnir listamenn í íþrótt sinni og kom það því mjög á óvart að Ifjálmari Aðalsteins- syni skildi takast að sigra einn þeirra. Mynd þessi er frá leik Hjðlmars og Chou Chih Cung og vann Hjálmar lotuna 34:32 eftir mikla baráttu. (Ljósm. K. Ben.) Ekki landað úr íslenzkum fiskiskipum í Aberdeen Hafnarverkamenn f Aberdeen hafa ákveðið að landa ekki fiski úr erlendum fiskiskipum, nema þeir fái hærri greiðslur fyrir liindun úr íslenzkum og færeysk- um fiskiskipum. V'arð einn ís- lenzkur bátur að hætta við löndun þar af þessum sökum og fengi hann vart heldur að landa í Hull eða Grimb.v, þar sem löndunar- menn myndu að öllum líkindum sýna þessu máli Aberdeen-manna samstöðu með þvf að neita að landa úr bátnum. Hins vegar munu önnur íslenzk fiskiskip vafalaust geta landað í Grimsby eða Hull á næstunni, svo fremi, að þau leiti ekki fvrst eftir að fá löndun f Aberdeen. Samkvæmt upplýsingum Ingi- mars Einarssonar framkvæmda- stjóraFél. fsl. Botnvörpuskipaeig enda var það vélbáturinn Sævald- ur frá Hornafirði, sem var lagður af stað með það fyrir augum að landa afla sínum í Aberdeen á mánudag. Þegar báturinn var settur á löndunarskrána þar, ákváðu löndunarmenn í Aberdeen að landa ekki úr er- lendum fiskiskipum fyrr en geng- ið hefði verið frá sérstökum launakjarasamningum fyrir lö.nd- un úr íslenzkum og færeyskum fiskiskipum. Var þá ákveðið að Fyrirlestur um örnefnakenninguna ÞORIIALLUR Vilmundarson pró- fessor flytur fyrirlestur í Há- skólabfói í dag um ými s kunnustu örnefni á Lslandi og Norðurlönd- um. Fyrirlesturínn nefnist „Uti- legumenn í Ódáðahraun og kon- ungar Svía og Gauta '. Fyrirlest- tirinn hefst kl. 2 e.h. Þetta er fjórði fynrlestur Þör- halls í Háskólabföi um örnefna- kenninguna. Hafa fyrirlestrar þessir vakið mikla athygli og ver- ið f jölsöttir. snúa bátnum til Humberfljóts, þannig að hann landaði annað hvort í Hull eða Grimsby, en þá kom í ljós, að löndunarmenn þar myndu vafalaust grípa til samúð- araðgerða og neita að landa úr bátnum, þar sem löndunarmenn f Aberdeen hefðu ekki viljað það. Voru þá þrír möguleikar fyrir hendi: Að láta bátinn landa í Ost- ende í Belgíu, í Færeyjum eða snúa aftur heim. Sagði Ingimar, að verið væri að vinna að því að leysa það mál. Hefur komið til tals að láta bátinn landa í Ostende á miðvikudag. Ingimar sagði, að þetta ætti engin áhrif að hafa á landanir fslenzkra fiskiskipa í Grimsby eða Hull; þegar væru tveir bátar á leið til Grimsby til að landa þar og aðrir tveir að leggja af stað. Hann sagði, að menn hefðu ekki heyrt minnzt á þessar kröfur Aberdeen- manna fyrr, en þær þýddu, að Aberdeen væri í raun lokuð höfn fslenzkum fiskiskipum hv,að land- anir snerti að svo komnu máli. Oþægindi af bensínskorti á flugvélarnar OLÍUSKORTUBINN getur valdið Loftleiðum ýmiss konar erfiðleik- um, þó að hér eigi að vera nægt eldsneyti á flugvélarnar til 5 mánaða og ekki séu takmörk á eldsnevti í Bandaríkjunum og f Luxemburg, helztu viðkomustöð- um. í síðustu viku þurftu þotur Loftleiða tvivegis að snúa frá flugvellinum í Luxemburg vegna þoku þar og ienda í Brussel. I annarri ferðinni leit út fyrir, að ekki fengist eldsneyti á þotuna til heimferðarinnar til íslands og hefði þá orðið að millilenda í Amsterdam, þar sem virtist lið- legra um eldsneyti af einhverjum orsökum, að því er Grétar Kristjánsson framkvæmdastjóri tjáði Mbl. En úr rættist með elds- neyti í Briissel f þetta sinn. Þannig geta orðið margvíslegir erfiðleikar vegna þess ástands, sem er á þessu svæði, ef hætta þarf við Iendingu í Luxemburg og lenda á öðrum nálægum völlum. Sagði Grétar, að í Bandaríkjunum og í Luxemburg ætti allt að vera í lagi með elsneyti, a.m.k. fram að áramótum og eftir þeim upp- lýsingum, sem nú fást, einnig fyrsta ársfjórðung næsta árs. Á íslandi eru eldsneytisbirgðir og í ýmsum tilfellum væri hægt að fljúga með nægt eldsneyti til beggja leiða, en það hefur ekki verið gert, enda ástæða til að spara okkar eldsneyti eins og hægt er. Engar ferðir hafa fallið niður og ferðum ekki verið fækkað, en aðeins dregið svolítið úr flughraða til að spara elds- neyti. Þó að það tefji ekki mikið, veldur það félaginu nokkrum öþægindum. 8976% hækkun vísitölu frá 1914 í nýjasta hefti Hagtíðinda eru birtar nokkrar töflur, sem sýna hækkun vísitölu fram- færslukostnaðar allt frá árinu 1914 fram til nóv. 1973. Hefur hækkun hennar orðið sem hér segir: Frá júlí 1914: 8976% Frá jan. 1939: 3688% Frá marz 1950: 892% Frá marz 1959 : 390% Frá jan. 1968: 126% Frá ág. 1971: 47% 15 DAGAR TIL JÓLA Fjárdráttarmál á Patreksfirði SETUDÓMARI hefur veriö skip- aður til að stjórna dómsrannsókn á meintum f járdrætti í Sparisjóði Patreksfjarðar og sparisjóðsstjór- inn hefur veriðlátinn hættastörf- um hjá sparisjóðnum. Mál þetta kom upp fyrir tilstilli þeirrar deildar Seðlabankans, sem annast eftirlit með sparisjóð- um úti á landi. Taldi deildin, að sitthvað væri athugavert viðfjár- reiður sparisjóðsins og óskaði frekari rannsóknar á því máli. Sparisjóðsstjórnin ákvað þá að iáta sparisjóðsstjórann hætta starfi og verður hann ekki ráðinn að nýju, hver sem niðurstaða rannsóknarinnar verður, að sögn formanns stjórnarinnar í viðtali við Mbl. MáJið var tekið fyrir hjá sýslu- mannsembættinu á Patreksfirði fyrir tveimur mánuðum, en þar sem sýslumaðurinn á sæti f stjórn sjóðsins, óskaði hann eftir að víkja sæti og hefur nú Kristján Torfason, fulltrúi bæjarfógetans I Hafnarfirði verið skipaður setu dómari I málinu. I samtali við Mbl. sagði Kristján, að hann myndi innan fárra daga hefja rannsókn í málinu. Sáttafundir eftir helgi SÁTTASEMJARI hefur boðað sammngafund með fulltrúum ASÍ og vinnuveitendum á þriðju- dag kl. 2. En á mánudag hefur hann boðað sáttafund flugfreyja og vinnuveitenda. .A föstudag var boðaður fundur með ASÍ og Ví og stóð hann frá kl. 2-7. Jön Sigurðsson hagrann- söknastjóri kom á fundinn og flutti yfirgripsmikið erindi um stiiðu atvinnuveganna og svaraði fyrirspurnum beggja aðila. Þótti það fróðlegt og er nýmæli á samningafundum Þjóðviljinn boðar stórfellda kjaraskerðingu: „Verðum að axla byrðar jafnvel þyngri en nokkru sinni á eftirstríðstímanum” i ritstjórnargrem Þjóðviljans í gær er fjallað um hækkun olíu- verðs og síðan boðuð stórfelld kjaraskerðing, „jafnvel þyngri en nokkru sinni á eftirstríðs- tfmanum-*, og þar með meiri en varð á árunum 1967—’68, þegar útflutningsverðmætið minnk- sjálfir og hjálparlaust, þvf að aði um helming. viðskiptaþjóðir okkar eru jafnvel verr á vegi staddar en Þjóðviljinn segir: „Við söfn- við íslendingar sjálfir. uni ekki meðal annarra þjóða En þegar á reynir sést, hvað í til aðbætaokkur olíutjónið, við , einni þjóð býr. Nú er komið að verðum að gjalda orluskattinn því, að við verðum að axla byrð- ar, jafnvel þ.vngri en nokkru sinni á eftirstríðstfmanum. Nú kemur I ljós, hvort Íslendingar reynast menn til að standa á eigin fótum án þess að sníkja Marsjall-hjálp og hirða molana af borðum hermangara."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.