Morgunblaðið - 18.12.1973, Side 18
8
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18, DESEMBER 1973
Flokkaglíma Reykjavíkur 1973:
Aðeins einn
án verðlauna
Sigurvegarar f hinum ýmsu flokkum f Flokkaglímu Reykjavíkur, frá vinstri: Pétur Ingvason. Ólafur
Sigurgeirsson, Rögnvaldur Ólafsson, Öskar Valdimarsson, Sigurður' Stefánsson og Arni Unnsteinsson.
FLOKKAGLÍMA.Reykjavíkur fór
fram í íþróttahúsi Melaskólans á
sunnudaginn og ina'ttu 15 glfmu-
menn til leiks af 18 skráðum.
Ekki voru glfmur mótsins betri
né verri en í upphafi glíinvertíðar
undanfarin ár, og þó oft væri
glímt af kröftum var ekkert um
níð. í efsta þvngdarflokki bar
Pétur Yngvason sigur úr býtum
og vann hann keppinauta sína
báða.
Keppni hófst nákvæmlega
kjukkan 16 á sunnudaginn og
hafði einhver á orði. er glínmnni
var slitið nákvæmlega 33 mfniítur
síðar. að nú væri styzta Reyk.ja-
víkurmóti f glímu lokið. Keppt
var í 6 flokkum í flokkaglímunni,
þremur þyngdarflokkum fullorð-
inna og 3 flokkum 19 ára og vngri.
Fáir keppendur voru í hverjum
flokki flestir í 2. flokki, og sá sem
fékk fæsla vinninga í þeim flokki.
Ontar Ulfarsson, var sá eini. sem
heim förán verðlauna.
Almennt virðast glimumenn
vera í litilli æfingu um þessar
mundir, og er það ef til eðlilegt,
þar sem flokkaglíma var fyrsta
mót vetrarins.
Ungmennafélagið Víkverji
sendi níu glímumenn til mótsins,
KR átti fjóra þátttakendur og1
Glimufélagið Armann hélt upp á
85 ára afmælið með því að senda
einn þátttakanda til mótsins.
Víkum þá að hverjum flokki
fyrirsig.
1. þyngdarflokkur:
1 Pélur Yngvason. Víkverji 2v
2. Sigurður Jónsson. Víkverja 2 v
3. Þorsteinn Þigurjönsson, Vík-
verja 0 v
Pétur glímir nokkuð vel. þótt
hann sé of þungur og ekki tnjög
briigðóttur. Ilann náði eina há-
hragðinu. sem sást í öllu nwtinu.
var það í glimu hans við Sigurð
.Jónsson. Sigurður glímdi undir
getu. en er léttur elfiniimaðiir o<>
glímur hans að mestu átakalaus-
ar. Þorsteinn er vaxandi glítnu-
maður og stóð í keppinautum sín-
um. þó að þeir séu í fremstu röð
íslenzkra glímumanna. Þorsteinn
á eftir að láta meiraaðsérkveða
haldi hann áfram á æfa.
2. þyngdarflokkur:
1. Ólafur Sigurgeirsson. KR 3 v
2. Hjálmur Sigurðs. Víkverja 2 v.
3. Gunnar Ingvarss. Víkverja 1 v.
4. Ömar Ulfarsson. KR 0 v
Ólafur glímir mikið af kröftum.
en minna fer fyrir firni og bragð-
vísi. Iljálmur er góður glímumað-
tir en greinilega ekki í mikilli
æfingu og fékk því ekki sem
skyldi út úr glímum sínum. Gunn-
ar var langt frá sínu bezta og
virtist ekki hafa mikinn álntga á
móti þessu. Ómar er ekki f mikilli
tithaldsæfingu og náði sér ekki á
strik í mótinu.
3. þyngdarflokkur:
1. Rögnvaldur Ólafsson, KR 1 v
2. Guömundur Fre.vr Ilalldórsson.
Armanni 0 v
Rögnvaldur náði góðu bragði
gegn Guðmundi, felldi andstæð-
ing sinn og varð þar með Reykja-
víkurmeistari á næsta auðveldan
hátt. Guðmundur hefur oftast
glímt betur en í þetta sinn. hann
getur mun meira. og cf sá gállinn
er á honum. er hann einn okkar
alskemmtilegasti glímumaður.
Unglingafiokkur:
1. Öskar Valdimarss. Víkverja l.v.
2. Halldór Konráðss. Víkverja 0 v.
Oskar er va.xandi glímumaður,
sem á framtíðina fyrir sér með
sama áframhaldi. Sama ma segja
um Halldór og hefði hann allt
eins getað sigrað í flokknum, þar
sem þeir félagarnir úr Vfkverja
eru rnjög áþekkir glímumenn.
Drengjaflokkur:
1. Sigurður Stefánsson, KR 1 v
2. Páll Jónsson, KR 0 v
Sigurður er sterklega vaxinn en
glímukunnátta hans í öfugu hlut-
falli við kraftana. Virðist eins og
Sigurður hafi gleymt að nema
ýmis undirstöðuatriðiglimunnar
t.d. stfgandi og flest brögð. Páll er
léttur glímumaður, en á ýmislegt
ónumiðí íþróttinni.
Sveinaf lokkur:
1. Árni Unnsteinss. Vfkverja 1 v.
2. Jónas Egilsson Víkverja 0 v
Ami er lipur og fimur og glitnir
Framhald á bls. 7.
Kraftarnir eru aðalsmerki glímumannsins Sigurðar Stefánssonar og
meðfvlgjandi mynd Kr. Ben. sýnir hann leggja andstæðing sinn.
r
„Mjög gaman
I sveinaflokki flokkaglímu
Reykjavíkur bar sigtir úr být-
uin 15 ára gagnfræðaskóla-
nemi, Ámi Unnsteinsson að
nafni. Aðglímunni lokinni tók-
uin við Áma tali og spurðum
hann fyrst. hvort niargir jafn-
aldrar hans stundiiðu glímuna.
— I Reykjavík æfa ekki nerna
örfáir jafnaldrar mfnir glímu.
eins og sést á því. að við yorum
ekki neina tveír. sem kepptum í
sveinaflokki núna. Yfirleilt
finnst strákum á mfnu reki lítið
til glímunnar knma, og ef
maður biður þá að koma á
glímuæfingu. þá brosa þeir í
mesta lagi.
Ami byrjaði glímuæfingar í
rattninni fyrir ttlviljun. hann
æfði leikfimi með KR. en að
éinni leikfimiæfingunni lok-
inni var glímuæfing á sama
stað. Meðþeirri æfingu fylgdist
Ami og dreif sig svo á næstu
æfingu.
að glímunni”
— Eg hef mjög gainan af
glímuimi og ætla að halda æf-
ingum áfram. Óneitanlega
væri gaman að fá fleiri á æfing-
arnar, en það er eins og al-
mennt áhugaleysi ríki fvrir
þessari íþröttagrein.
Þjóðaríþrótt í andarslitrum
Þ\ í verður ekki neitað. að
glíinuíþróttin hefur inikið sett
ofan síðastliðin ár. Þessi íþrótt
sem kölluð hefur verið þjóðar-
fþrótt okkar er í rauninni í
andarslitrunum og á ekki
annað eftir en að skilja við,
verði málefni glímunnar ekki
tekin til raunhæfrar endur-
skoðunar nú þegar.
Glíman fyrr og nú.
Fyrr á öldum og fram undir
1940 var glíman stí íþrötta-
grein. sem mest kvað að meðal
þjóðarinnar. Margir mætir
menn lögðu hönd á plóginn og
glíntan var íþrótt íþróttanna á
Islandi. Síðan hefur hallaðund-
an fæti og sífellt sigið á ögæfu-
hliðina. Unt tniðjan síðasta ára-
tug kom fjörkíppur í glímu-
íþróttina og býr hún aðhonttm
enn.
Aiið 1965 voru til að mynda
25 þátttakendur í flokkkl.3 ára
og yngri á Landsflokkaglfm-
unni. Ekki einn einasti af þess-
um stóra höpi sinnir glímunni
nú. Ilver er ástæðan?
I hiifuðborginni er glímu-
áhugi í algjöru lágmarki og þeir
glímumenn, sem þátt tóku í
f lokkaglímu Reykjavíkur
síðastliðinn sunnudag voru i
lítilli æfingu. að minnsta kostí
þeir eldrí. Aðeins sex piltar
tóku þátt í mótinu, og ef ekki
verður fjiilgun meðal þeirra
yngri, er einsýnt hvert stefnir.
I Kópavogi hefur hins vegar
fáum mönnum tekist að byggja
upp góðan hóp ungra glímu-
manna, og sýnir það, hvað hægt
er að gera, sé vilji og áhugi
fyrir hendi. Sömu sögu má
segja um Re.vðarfjörð og fleiri
staði úti á landi. Þu miður er
það þó ekki nóg að kenna ung-
um mönnum glímu, aðalvand-
inn er að fá þá til að halda
æfingum áfram.
Verkefni glfmumanna.
Það er ekki inargt. sem laðar
mann að glimuíþröttinni.
Uelztu verkefni glímumanna
hafa verið örfá glímumót, 5—6
í Reykjavík og 3—4 fyrir utan-
btejarmenn og ef ti! vill 1—2
glímur á hvern keppanda i
hverju möti. Fjöldi möta er ef
til vill meiri en aðrar greinar
bjöða upp á. en það eitt segir
ekki alla söguna. Piltur sem
æfir handknattleik og keppir
með liði sínu f íslandsmóti,
keppir mun fleiri klukkustund-
ir með liði sínu en pilturinn
sem snúið hefur sér að
glímunni. Ef til vill er þessi
samlíking ekki raunhæf,
þar sem hver glíma stendur í
mesta lagi 2 mínútur, þö segir
líkingin nokkra sögu urn mis-
inun á verkefnum.
Talað hefur verið um að
fjölga mötuni og mun Glímu-
samband Islands hafa í hyggju
að taka upp bikargltmu á næsta
ári. Þá er einnig æskilegt að
fjölga mótum enn meira. þö
ekki væri alltaf um stórmót að
ræða.
Vissulega er glíinan mikil
keppnisíþrótt, en hinu má ekkí
gleyma. aðglíman er ekki síðri
sem sýningaríþrött og má vera.
að luin ætti sem slík greiðarí
leið að almenningi. Mætti þá
gjarnan sýna glímuna í skólum
landsins, og ef til vill myndi
það leiða til þess, að ungir
menn fengju aukinn áhuga á
glímunni og hæfu sjálfviljugir
að æfá íþróttína. Þessi hjið
glímunnar hefur að miklu leyti
verið vanrækt.
Sý n i ng a r f er ði r i n n a n I a n d s
eru niiklu gagnlegri fyrir glím-
una heldur en utanlandsferðir,
en f þá átt hefur áhugi glímu-
manna einkum beinst undan-
farin ár. Því verður ekki neitað
að utanlandsferðir eru mjög
áhugavekjandi og örvandi
fyrir þá sem iðka íþröttina, en
spurningin er sú, hvort nokkrir
verða til að fara sýningarferðir
til annarra landa eftir nokkur
ár.
Þá eru glímumöt yfirleitt
mjög dauf og nauðs.vn ber til að
lífga upp á þau fyrir áhorfend-
ur, sem einnig eru farnir að
heltast úr lestinnni. Margt er
hægt að gera, t .d, væri hægt að
fá garnla kappa til að taka eina
bröndötta.
Stjórn glfmumála.
Fyrir nokkrum árum var
Glfmusamband Islands stofnað
og átti það’ að verða glímu-
íþnittinni lyftistöng. GLI hefur
því miður ekki. megnað að gera
tneira en að halda í horfinu og
sfðar meir orðið vettvangur
flokkadrátta og félagakryts. A
ársþingum glímumanna hefur
ævinlega ríkt stórhugur á yfir-
borðinu. og margar göðar satn-
þykktir hafa verið gerðar til
þess eins að fara síðan beint í
ruslakörfuna.
Þn niiður er það svo, að for-
ystumenn glímumála lifa í
draumheimi. Þeirra helgasta
sannfæring virðist vera sú, að
allur heimur standi á öndinni
og bfði eftir þvi að fá að sjá
fslenzka glímumenn. Þeir
f.vllast barnalegu stolti, ef
minnst er á glímuna, en gera
sér ekki grein fyrir þvf, að með
sama áframhaldi verður glíma
eftir nokkur ár orðin útdaitð
eins og geirfuglinn.
Góð fþrótt — gulli betri.
Orðin hér aðofan eiga vel við
hina fiigru glímuíþrótt. glíman
sem slik er skemmtileg fþrótt.
Hún gerir miklar íröfur til iðk
andans og veitir áhorfandan-
um skemmtun og það er ekki
glíman, sem er aðganga sér til
húðar, heldur verða forsvars-
menn íþröttarinnar aðgera sér
grein fyrir þvi, að þeir lifa á þvt
herrans ári 1973 — og árið 197-4
er á næstaleiti.
Giiömundiir Stefánsson.