Morgunblaðið - 18.12.1973, Side 20
48
MOROUNBI.AÐIÐ. ÞRIÐJUDAÍIUR 18. DESKMBER 197:5
ÉG
LIFI
Stórbrotnar
endurminninöar
Martin Gray
J>iö veröiö aö lesa
þessa bók”
Hér er bók, sem ekki er eins og aðrar bækur. Maður
opnar hana og byrjar að lesa og maður getur ekki lok-
að henni aftur. Þetta er ekki skáldsaga, þetta er líf.
Þetta er ekki bókmenntaverk, þetta er óp. Mig skortir
orð til að lýsa henni. Það eina sem ég get sagt er: þið
verðið að lesa þessa bók, þið verðið að lesa hana.
Emile Pradel, L’École libératrice.
Saga Martins Gray er skráð
eftir fyrirsögn hans sjálfs af
franska sagnfræðingnum og
rithöfundinum Max Gallo. Bók-
in hefur vakið fádæma athygli
og hvarvetna verið metsölu-
bók. Þetta er ein sérstæðasta
og eftirminnilegasta örlaga-
saga allra tíma, ótrúlegri en
nokkur skáldskapur, eins og
veruleikinn er svo oft, saga
um mannlega niðurlægingu og
mannlega reisn, saga þess
viljaþreks, sem ekkert fær
bugað. Enginn mun lesa hana
ósnortinn, og sérhver lesandi
mun taka undir með Emile
Pradel: „Þið verðið að lesa
þessa bók, ÞIÐ VERÐIÐ AÐ
LESA HANA.“
„Hún er
Valgarður Stefánsson:
Hengið upp myndir
♦
ekki listamenn
Það er engum heiglum hent að
kynna hér list sina, og ekki sízt
ungum manni etikettu lausum.
„Mörgum, þó þekktur sé, hefur
orðið hált á tómlæti Akur-
e.vringa” skrifaði Guðmundur
Frfmann skáld í umsögn um mál-
verkasyningu árið 1950. „Hér er
litill sem enginn áhugi á tónlist,
lítill sem enginn áhugi á leiklist
og öðrum mennihgarmálum",
sagði kunnur Akureyringur i
blaðaviðtali fyrir þrem árum.
En Akureyri er fallegur bær,
moldin er frjó og vel fallin til
garðyrkju og trjáræktar, fjörður-
inn fagur og fiskisæll. Sviptigin
fjöll blasa við augum, Kaldbakur i
norðri, Súlur í suðvestri og hið
breiða Staðarbyggðafjall i
suðaustri. Fyrir landslagsmálara
er Eyjafjörður hreínasta gull-
náina, þess vegna sakna ég þess
að Akureyri eigi ekki einn starf-
andi myndlistamann, sem helgað
gæti sig listinni óskiptur frá
amstri lífsins.
Eg hef föndrað við það i þeim
fáu tómstundum, sem mér gefast,
að fletta gömlum árgöngum
Akureyrarblaðanna, í þeirri von
að finna eitthvað, sent bent gæti
til þess að áhugi á myndlist hafi
einhver verið hér fyrr á árum. En
það var eins og að leita að inaðkí f
sólskini, fátt hefur þar verið
skrifað um myndlist og sýningar.
Þeirra hefur oft ekki verið getið í
lengra máli en sem svarar einni
trúlofunartilkynningu. Sá tími,
sem ég hef f svoleiðis leit er
naumur, þess vegna vona ég að
mér fyrirgefist þótt eitt og annað
korni ekki f dagsljósið að sinni.
Myndlistin hefur verið sögð á
núlli á Akureyri hin síðari ár, og
aðsókn að sýningum dræm,
reisnin yfir akure.vrskum málur-
um hefur lika verið eftir því. Þó
starfa hér nokkrir frístundamál-
arar og eiga þeir all víða eftir sig
myndir. Ég legg hér ekki neinn
dóm á myndir þeirra, til svoleiðis
verka er ég ófær, en ég vil geta
þeirra, sent ég man eftir án
umhugsunar.
Þorgeir Pálsson, Sigtryggur
Júlíusson, Jósep Kristjánsson, Öli
G. Jóhannsson, Öm Ingi Gíslason,
Bolli Gústafsson, Aðalsteinn Vest-
rnann og Nói, Jóhann Ingimars-
son. Þessa upptalningu læt ég
duga í bili, en Akureyri hefur alið
ágæta myndlistar-menn, sem þjóð-
kunnir hafa orðið og hér hafa átt
búsetu góðir listamenn um lengri
eða skemmri tíma. 1 þennan hóp
rná telja þá Örlyg og Steingrím
Sigurðssyni, Kristin G. Jóhanns-
son, Gunnar Dúa, Garðar Lofts-
son, Hauk Stefánsson, Jónas
Jakobsson og Freymóð Jóhanns-
son. Þeir þrír síðast nefndu
stunduðu m.a. kennslu f bænum,
og áhugi á myndlist leynist enn
hjá nemendum þeirra.
En svo ég vendi mínu kvæði f
kross og hverfi aftur i tímann til
ársins 1912, þá þótti þaðtíðindum
sæta hér í bænum að máluð hefði
verið mynd af Matthíasi Jochums-
syni, er hann var á ferð í Noregi
það sama ár.
Ennfremur rakst ég á frétt um
að Stefán Björnsson myndi kenna
teikningu áfram við Gagnfræða-
skólann eftir eindregnum tilmæl-
um skólameistara. Ég hef ekki
fundið neitt urn sýningar eða
náinskeið í myndlist annað en
skólakennslu, á þessu tímabiii.
Akureyringar virðast hafa átt
önnur áhugamál á árunum upp úr
aldamótum. Kfna-Lífs-Elixir, sem
sagður var allra meina bót var
auglýstur í hverju blaði, og þeir
sem áttu í réttritunarörðugleik-
um, gálu keypt Y-Z réttritunar-
leiðarvísi á 35 aura lijá öllum bók-
sölum. Kvikmyndaleikhúsið á
Oddeyri var nteð sýningar á nýj-
um myndum og skemmtifélag Ak-
ureyrar hélt fjölbreyttar
skemmtanir fyrir bæjarbúa.
En f október 1915 heldur
Kristín Jónsdóttir frá Arnarnesi
við Eyjafjörð málverkasýningu í
Barnaskólanum. Akureyringar
voru hvattir til að sjá sýninguna,
því það væri ekki svo oft sem
mönnum gæfist tækifæri að njóta
óblandinnar listnautnar innan
um málverk.
Árið eftir, 1916, eru Þórhallur
Björnsson og Arngrímur Ölafsson
með málverk og teikningar í
Barnaskólanum, um þá sýningu
var sagt m.a. að það væri
hryggðarefni að góð listamanna-
efni yrðu svo oft að skipa óæðri
bekk sakir fátæktar og umkomu-
le.vsis sjálfra sín og þjóðarinnar, í
stað þess að vera sólskinsmegin í
lífinu og þjóna listinni með
óskiptum kröftum.
Þarna hefur einhver stýrt
penna, sem hefur skilið það, að
góð listaverk verða ekki gerð í
hjáverkum.
Árið 1925 er Freymóður Jó-
hannsson ntálari með Teikninám-
skeið fyrir Akureyringa, og þetta
ár heldur hann hér einnig mál-
verkasýningu. Sama ár halda hér
sýningar Sveinn Þórarinsson og
Eggert M. Laxdal.
Freymóður og Sveinn eru alloft
með sýningar hér á þessum árum.
Tréskurðarnámskeið að tilhlutan
U.M.F.A. og Heimilisiðnaðar-
félags Norðurlands er haldið hér
árið 1929. Kennarar voru þeir
Geir G. Þorrnar og Marinó
Stefánsson. Hannyrðasýningar og
teiknisýningar skólanna eru
árvissir þættir i bæjarlífinu á
þessum árum, sem endranær.
I júní 1933 er sagt frá því, að
Maja Baldvins listmálari sé þá
nýlega komin heim frá Kaup-
mannahöfn, til foreldra sinna f
bænum, og þess getið að verk
hennar hafi hlotið góða dóma í
dönskum blöðum, og það er gam-
an að geta þess hér að Mennta-
málaráð hefur keypt af henni
mynd fyrir Málverkasafn ríkisins.
Sama ár halda hér sýningar
Guðmundur Kristjánsson og
Kristinn Pétursson. Á sýningu
Kristins vakti athygli 40 mynda
sería af ýmsum viðundrum úr
þjóðsögunum og myndirnar sagð-
ar einstakar í sinni röð. Málverka-
sýningar væru sagðar vel sóttar
og yfirleitt væri sala á myndum
góð, en Akureyringa vantaði góð-
an sýningarsal, eins og þá vantar
enn þann dag f dag.
Eg nefni hér nokkra staði þar
sem haldnar hafa verið málverka-
sýningar síðustu þrjá eða fjóra
áratugina: Hús Jóns G.
Guðmanns, Ilafnarstrætí 98, (nú
II. A.), Landsbankasalur, Alþýðu-
hús, Möðruvellir, Café Scandia,
Barnaskólinn, Gagnfræðaskölinn,
Sjálfstæðishúsið, Kirkjukapellan,
Zíon, Hótel K.E.A., Bæjai'stjórn-
arsalur og Verkalýðshúsið.
Valdimar Steffensen læknir
skrifaði árið 1926, að Akureyri
yrði myndarbær, þegar menn með
þekkingu stjórnuðu hér verkum,
og menn hætti að fálma út f loftið,
og sagði hann m.a. að hér yrði að
rísa fagurt safnhús. Vissulega eru
til söfn á Akureyri í dag, en hvar
er sá staður sem hægt er að halda
stóra og sómasamlega sýningu svo
vel fari?
Fyrir nokkrum árum las ég við-
tal viðmann úrstjórn Minjasafns-
ins. Sagði hann, að það væri
draumur þeirra að byggja við
safnið og hafa þar húsrými fyrir
myndlistasýningar.
Það er gaman að láta sig
dreyma, það er líka stundum
gaman að vaka, en það er leiðin-
legt að vera alltaf mannsaldri á
eftir tímanum. Það ætti að vera
fyrir löngu komin upp göð að-
staða fyrir hverskonar sýninga-
hald og skemmtanir hér í bænum,
það er kominn tiná til að taka
afstöðu með eða á móti
menningunni.
í stuttri grein í Islendingi 4,
maf 1945, sem bar heitið, „Er
myndlistin aðeins fyrir Re.vkvík-
inga?" sagði, að Akureyringai'
ættu erfitt með að kynnast þróun
ýmissa islenzkra listgreina, svo
sem myndhöggvara og málaralist,
og það væru allmörg ár sfðan máfe
verkasýning hefði verið lialdin !
bænum. Þar sagði enn fremur að
ef Akureyring langaði til að sja
handbrögð íslenzkra listmálara og
kaupa verk þeirra, yrðu þeir að
taka sér ferð á hendur suður til að
kynnast þeim. Greinarhöfundui
nefndi það að ríkið legði fé úr
sameiginlegum sjóði allrá lands-
manna til nefndra listgreina og
ætti því hið opinbera að veita fé
til þeirra listamanna, er vildu
fara út um land og sýna verk sín-
Þessi örð eru enn í fullu gildi, og
ég vil bæta við sem uppástungu,
að þegar upp er risið safnhús
fyrir myndlist á Akureyri, sendi
Listasafn Islands myndir úr eign
safnsins tíl varðveizlu hér. Það
yrði allavega virðingarverð til-
raun til að halda jafnvægi f byggð
landsins.
Gunnlaugur Seheving sagði eitt
sinn, að ólukkuð mynd, sem lista-
maður hefði tekið fangbrögðum
við í langan tíma til þess að túlka
alvöru og einlægni, hefði óeifdan-
lega meira Iistrænt gildi en mynd,
sem væri í alla staði vel heppnuð.
en túlkaði ekki neitt, en væri gerð
í þeim tilgangi einum að vei'ða
augnajndi fólks, sem engai
listrænar kröfur gerði til mynda.
Enda hefur sá hópur manna stór-
lega vaxið hin síðari ár, sem hefur
skynjað tækifæri sitt og þörf a
vaxandi fjölda mynda fyrir þann
hóp fólks, sem engar kröfur gera
til ntynda aðrar en að þær séu
sem líkastar glansmyndum.
Sá fámenni hópur manna hér a
landi, sem treystir sér til að gera
alvarlega leitandi list, á oftast i
miklum örðugleikum.
Eins og Björn Th. Björnsson,
benti réttilega á í ritdómi, þá hafa
þau listaverk, sem fæddust af
deiglu nýrra hugsjóna, staðizt
strauma tímans, öll hin eru
gleyrnd, og hann sagði ennfrem-
ur, að það væru engin svik verrt
við alþýðu Islands en að lista-
menn létu sig fljóta í straum-
lygnu geldrar íhaldssemi.
„Viðleitnin er borgunarverð, en
hið fullkomna óseljanlegt," sagði
Kjarval i viðtali fyrir mörgum
áru m.
Þá list, sem gæti flokkazt undii'
fullkomnun og þegar íý1'11
mannsaldri síðan hlotið viður-
kenningu erlendis, en af mörgum
ástæðum Akureyringum n*r
alveg ókunn, ætti sem fyrst að
kynna í öllum skólum og með
fyrirlestrahaldi á opnum sam-
komum. Þaðer kominn tími til aö
Listasafn Lslands sendi sýningu
til Akureyrar og leyfi með ÞV1
Akureyringum að fylgjast með
þróun myndlistar. Ég efast stór-
lega um að aðrir málarar en
landslagsmálarar geti þrifizt a
Akureyri í náinni framtíð, því sa
hópur fólks, sem vill ekkerj.
annað en sólarlag við Evjafjör1
eða sumarmyndir úr Mývatns-
sveit inn á heimili sín, er allto*
stór. Góð listkynning yrði vonandi
til þess að allir hætti hér viö
pelann og fengjust til að nota
snuð og enn frekari kynning
kærni þá mönnum upp á lagið a<
drekka úr glösum og síðan laerðu
menn að mata sig sjálfir.
Það má geta þess hér að án
1948 héldu 9 frístundamálarai.
héðan af Akureyri, sýningu a
verkum sínum, um eitthundra
myndum, í Hafnarstræti 93. Vai
þess getið í urnsögn, að nokki'H
þeirra hefðu náð undravei'ðum
árangri, eins og t.d. Garðar Lofts-
son og Emil Sigurðsson-
Frístundamálarar á AkureýU
höfðu þá stofnað með sér félag
tilgangurinn með félagsstofnun-
inni var einkum sá að bæta starts-