Morgunblaðið - 18.12.1973, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.12.1973, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1973 47 Winston Churchill yngri er virtur sér- fræðingur í málefnum Miðausturlanda. Hann hefur skrifað um þau f jölmargar greinar, og hann skrifaði bókina *,Sex daga stríðið“, sem hann hlaut mikla viðurkenningu fyrir. Þetta er hin fyrri af tveim greinum, sem hann hefur skrifað fyrir Observer um síð- asta stríð Araba og ísraela. Winston Churchill yngri: Yom Kippur stríðið Um kl. 04 að morgni laugar- Uagsins 6. október — á Yom Kippur, helgasta degi Gyðinga — sá David Elazar, hershöfðingi og yfirrnaður israelska herráðsins ramá, að samræmd árás herja ^Syptalands og Sýrlands var yfir- y°fandi á næstu klukkustundum. öluverðar varúðarráðstafanir uofðu verið gerðar nokkrum dög- um áður en nú var úrslitastundin au renna upp. Elazar bað um tafarlausan fund j’fkisstjórnarinnar til að fá - ?'mi*d a® kalla út varaliðið en h >V' eru um i1*u,ar ísraelska ersins. Þrem klukkustundum S|ðar hafði hann fengið samþykkt Njórnarinnar og herkvaðningin °fst. Beiðni Elazars um að fá að jjOfa leifturárás að fyrra bragði 13 um daginn, var hins vegar óoitað af pólitiskum ástæðum. ákvæmlega klukkustundu siðar reðust herir Egyptalands og ■ yrlands gegn Israel. ERFIÐ ákvörðun Akvörðunin um að neita þessari e*ðni Elazars var erfið ísraelsku sfjórninni. Hún varð að vega og meta ólguna sem yrði í heiminum ef Israel hæfi stríðið, gegn þeim rnannslifum, sem það myndi kosta andið að verða ekki við beiðni yfit'manns herráðsins. Það virðist nu komið í ljós, að stjórnin van- ö*8*. hvað það myndi kosta í mannslifurn og ofmat þá samúð, Sem hún taldi sig eiga rétt á, þar sem Israel yrði ekki árásar- aðilinn. ÖVIÐBÚNIR Á vígstöðvunum , „^sraelskii leyniþjónustunni °fðu um tiu daga skeið verið að erast upplýsingar, sem bentu eindregið til þess, að eitthvað y*ri á seyði. Hinn 4. október, y°im dögum fyrir stríðið, var u8hernum skipað að búast til nrrustu og varalið hans kallað út. , 'mmta október var svo hinum . a fastaher landsins skipað í ‘gstöðu og þá þegar hafði verið ,°n5iur nokkur liðsauki til Golan- *ða og Suezskurðar, þótt liðin, Sem Þar væru til varnar, væru ekki nema brot af þeim fjölda, Sem Stóð gegn þeim. Hér virðast „fjarskipti" eitt- vað hafa brugðist, því þótt svo mðist sem herstjórnin hafi verið m öllu búin; á föstudeginum afði skilaboðum um það ekki y^nið komið til vfgstöðvanna. argir hermannanna vissu því ekkert, hvað til stóð, fyrir en stór- kotaliðshríðin hófst og MIG jjri’ústuþotur Egypta og "yrlendinga geystust öskrarjdi yflr höfðum þeirra. ^JÖGUR °^R ÚTKÖLL hað voru ekki bara óbreyttu ermennirnir og ungu aminantarnir í landamæra- _ oðvunum sem voru óviðbúnir. ershöfðingjarnir voru það líka. Sraelar eru fyrstir til að viður- °nna, að yfirburðasigurinn 1967 afl fyllt þá ofmetnaði og jafnvel hroka, svo þeir trúðu varla að Arabar þyrðu að ráðast gegn þeim. Sífelldar striðshótanir Sadats, sem ekkert virtist ætla að verða úr, slævðu líka árvekni þeirra. Egyptar notfærðu sér þennan veikleika. Herkvaðning Israela á Yom Kippur var fjórða útkallið á árinu. I júní hafði líka varaliðið verið kallað út, og það kostaði landið 4,5 milljón sterlingspund, sem það mátti varla missa. Þar að auki voru kosningar framundan í Israel og allar ríkisstjórnir í lýð- ræðisríkjum eru undir miklum þrýstingi til að boða frið og vel- megun, hversu alvarlegt sem út- litið er í raun og veru. ísraelska stjórnin vildi því forðast eins og hún framast gat að kalla út vara- liðið fyrir helgasta dag Gyðinga. ísrael átti eftir að greiða þau mis- tök dýru verði. OF MIKIL ÁHERZLA Á SKRIÐDREKA Það er veikleiki allra herja, að þeir læra mjög vel lexíur siðasta stríðs, sem þeir háðu. Það, sem sat í tsraelum, voru algerir yfir- burðir flughers þeirra og að skrið- drekasveitir þeirra gátu brotið sér leið í gegnum allar varnir, sem óvinirnir höfðu reynt gegn þeim. Flugherinn hefur reyndar löng- um verið í fyrirrúmi, en hvenær sem herinn fékk fjárveitingu, var hún notuð til að kaupa fleiri skriðdreka. Þegar bardagarnir hófust, byrjuðu yfirmenn á báð- um vígstöðvum fljótlega að kalla eftir meira stórskotaliði og meira fótgönguliði, en það var ekki fyrir hendi. EGYPTAR LÆRÐU AF REYNSLUNNI Egyptar höfðu hins vegar lært af ósigri. Þeir vissu, að þeir þurftu betur þjálfaða hermenn og betur menntaða foringja, og fjöldi herskóla var stofnaður. Þeir vissu einnig, að þeir stóðust ekki Israelum snúninginn, ef þeir þurftu að berjast með skriðdreka gegn skriðdreka og flugvél gegn flugvél. Þeir urðu því að finna aðrar leiðir. Snapper eldflaugin til að granda skriðdrekum og hinar sí- fellt fullkomnari SAM-loftvarna- eldflaugar, sem Rússar voru að smíða, voru eins og sniðnar eftir þörfum Araba. FIMM ÁR Á LEIÐ YFIR SKURÐINN A fimmta ár höfðu Egyptar ver- ið að byggja upp her, byggja hann upp fyrir það eina hlutverk að ráðast yfir Suez skurð og búa um sig á austurbakkanum. Rússar gegndu lykilhlutverki í undir- búningnum. A tímabili voru í Egyptalandi um 20 þúsund rússneskir hernaðarráðgjafar og tæknimenn og auk þess nógu margir flugmenn til að manna fimm flugsveitir. Rússnesku her- mennirnir þjáifuðu þá egypzku, og sérstök áherzla var lögð á að leggja brýr á skömmum tima. VOPNAFLOÐ TIL ARABA Áður en tvær vikur voru liðnar frá lokum sex daga strfðsins hófu Sovétrikin nýtt vígbúnaðarkapp- hlaup í Miðausturlöndum. Frá þvf tímabili og þar til síðasta striðið hófst höfðu Sovétríkin sent Egyptum 2.100 nýtizku skrið- dreka og Sýrlendingum 1700: Þessir samtals 3.80Ö. skriðdrekar eru meira en fjórum sinnum fleiri en Bretland hefur yfir að ráða. Egyptar fengu einnig 630 flug- vélar, aðallega MIG-21, MIG-17 og Sukhoi-7. Sýrlendingar fengu 350 vélar og þessi flugfloti er fimm sinnum stærri en orrustuflugvél- ar þær, sem Bretland hefur yfir að ráða. ÍSRAEL FÉKK FJÖRÐUNG Á sama tíma fékk Isfael her- gögn frá Bretlandi og Banda- ríkjunum. Það fékk um 850 nýja skriðdreka (átti líka 100 rússneska, sem höfðu verið teknir herfangi), 95 Phantom orrustu- þotur og 160 Skyhawk orrustuþot- ur. Hergögn þau, sem Israel fékk, voru um fjórðungur af því, sem Sovétrikin dældu i Egyptaland og Sýrland, svo ekki sé minnst á írak og Alsír. Til að fylgja eftir heimsvalda- stefnu sinni hafa Sovétríkin, án þess að skammast sín, haft frum- kvæðið í vígbúnaðarkapp- hlaupinu i Miðausturlöndum, á móti Bandaríkjunum, sem hafa verði bæði treg og hikandi. I októ- ber 1973 gátu Egyptar og Sýr- lendingar teflt fram þrisvar sinn- um fleiri skriðdrekum og flugvél- um en 1967. Sovétrikin höfðu séð um sviðsetninguna og bera því mikla ábyrgð á þvi, að striðið brauzt út. EGYPTAR ÖRVÆNTINGAR- FULLIR Arið 1972 leið. Sadat hafði kall- að það „ár ákvörðunarinnar“, en ekkert hafði gerst. ísraelar voru hættir að taka mark á egypzka forsetanum. Þeir vanmátu alger- lega þrýstinginn, sem egypzka stjórnin varð að þola og hugarvíl leiðtoganna. Eftir að hafa misst Sinai og Gaza og verið auðmýktir á vígvellinum, sneru Egyptar sér fyrst til Sovétrikjanna og síðan til Bandaríkjanna til að fá hjálp við að ná herteknu svæðunum aftur. Það var ekki til neins. Mohamed Heikal, ritstjóri A1 Ahram, trúnaðarmaður bæði Nassers og Sadats, sagði við mig síðast, þegar ég var i Kairó: — Við getum ekki bara setið hér og látið vopnahlés- línurnar verða að Iandamærum. HLÍFARNAR AF BYSSUNUM Klukkan 2 eftir hádegi hinn 6. október, hófst samræmd árás egypzku og sýrlenzku herjanna. Fyrsta örugga visbendingin, sem israelsku hermennirnir við landa- mærin fengu kom fimmtán minútur áður, þegar þeir sáu hlifarnar teknar af hundruðum 130 mm og 152 mm fallbyssna. Á Golan hæðum þeystu Sýr- lendingar fram á víglínu, sem var aðeins ,um fjörutíu kílómetra breið og þar tefldu þeir fram 1200 skriðdrekum — meira en helm- ingi fleiri en Rommel hafði við E1 Alamein, og mun öflugri. Með skriðdrekunum fóru fótgönguliðs sveitir vopnaðar hinum banvænu Sagger eldflaugum, sem gera fót- gönguliða kleift að liggja í leyni og granda skriðdreka í um kílö- metra fjarlægð. Sýrlendingar hömruðu sér leið í gegnum fámenna víglinu Israela. Israelarnir börðust að vfsu af miklu hugrekki, en aðstaða þeirra var vonlaus, þeir voru margfalt fámennari og svo höfðu þeir nær enga skriðdreka og stórskotalið. SAMA SAGA VIÐ SUEZSKURÐ Sama sagan gerðist við Suez skurð, þar sem Egyptar réðust fram með álíka mikið lið og Sýr- lendingar. Egyptar komu brúnum yfir á ótrúlega skömmum tíma, og þegar þær voru komnar yfir, tók það þá ekki langan tima að ná Bar-Lev línunni á sitt vald. Bar-Lev linan var ekki, eins og sumir hafa talið, byggð á sömu forsendum og Maginot-Iínan, heldur er hún skotgrafir og stein- steypuvigi, sem voru gerð til að minnka mannfall i stórskotaliðs- einvígjunum, sem voru háð nær daglega í „þreytustríði" Sadats 1969 og 1970. Auðvitað var til áætlun um að halda henni í átök- um, en i þeirri áætlun var gert ráð fyrir skriðdrekum og þeir voru ekki fyrir hendi. VARALIÐIÐ KALLAÐ ÚT Kerfið gerir ráð fyrir, að hægt sé að kalla út varaliðið á innan við 24 tímum og koma því ásamt brynsveitum á vigvöllinn innan 48 tima. I raun gerðist þetta á miklu skemmri tima. Bakarar, bændur, klæðskerar, þjónar, póst- menn og afgreiðslumenn i verzlunum voru kvaddir til vopna. Þeir fóru og sóttu skrið- drekana sína eða önnur vopn og voru margir byrjaðir að berjast 14 til 18 klukkustundum eftir að þeir voru kallaðir út. VÍGSTAÐAN MJÖG SLÆM Meginhluti liðsins var sendur tii Golan hæða, og þegar varaliðið kom þangað, var vígstaðan Israel- um mjög i óhag. Sýrlendingar voru i þann veginn að hefja sókn niður grýttar hæðirnar, niður á frjósamar sléttur Galileu. Sagger eldflaugarnar tóku hræðilegan toll af skriðdreka- sveitunum. Þótt Israelar vissu um þessi vopn úr „þreytustríðinu" og vissu hversu mikið Sýrlendingar höfðu af þeim, þá höfðu þeir ekki fyllilega gert sér grein fyrir hvaða áhrif hundruð þeirra gætu haft á stórar skriðdrekasveitir og því ekki breytt bardagaaðferðum sínum nægilega. FJÓRADAGA AÐ LÆRAÁ FLAUGARNAR Það tók Isarela fjóra daga að breyta bardagaaðferðum sinurn til að draga úr skriðdrekamissin- um. Þeir fundu þá einnig leið tili að „breyta stefnu" flauganna, þótt þeim væri stjórnað með lfnu (mjó raflfna, rúmlega 1000 metra löng, sem gerir að verkum, að hægt er að stýra flauginni alveg að skotmarkinu). Svo byrjuðu Sýrlendingar að skjóta „FROG“ eldflaugum inn í ísrael. Þetta eru stórar flaugar, sem bera þungar sprengjur og er ætlað að granda hernaðarlega mikilvægum skotmörkum i allt að 75 kilömetra fjarlægð. FLUGHERINN TIL HJÁLPAR Það var þá, sem ísraelski flug- herinn kom til hjálpar. 1 þrjá daga stanzlaust flugu israelsku flugmennirnir gegn eldflauga- og loftvarnabyssu-regnhlif Sýrlend- inga, til að aðstoða fótgöngulið sitt og skriðdrekasveitir. Fyrstu dagarnir tóku þungan toll af Israelum, bæði í mannslíf- um og hergögnum, í lofti og á láði. Flugmennirnír lentu strax gegn SAM-6 eldflaugunum, sem þeir vissu nánast ekkert um, þar sem þær hafa aldrei fyrr verið notaðar i bardögum og það tók nokkra daga að læra að verjast þeim. Strela-eldflaugarnar urðu þeim sömuleiðis þungar i skauti og einnig þúsundir af marghleyptum loftvarnabyssum, sem margar voru ratsjárstýrðar. Israelar misstu um 60 flugvélar á fyrstu viku stríðsins. Þrátt fyrir það flugu Israelarnir af óbugaðri hörku gegn andstæðingum sínum og á þrem dögum náðu þeir yfir- höndinni. Af þeim 1200 skrið- drekum, sem tókst að brjótast rúma sjö kílómetra inn fyrir ísraelsku viglínurnar, komu aðeins 240 til baka. Á undanhald- inu skildu Sýrlendingar eftir 960 skriðdreka, sem höfðu verið eyði- lagðir eða herteknir. JÓRDANIR KOMA TIL SÖGUNNAR Þegar fertugasta brynsveit jórdanska hersins kom á vettvang á áttunda degi stríðsins, brá yfir- mönnum hennar í brún. Þetta er bezt þjálfaða og harðskeyttasta brynsveit, sem fyrirfinnst i Ara- barfkunum, og hún sótti hratt fram með vinstra fvlkingararmi Sýrlendinga, þar til Sýrlendingar gáfu henni fyrirmæli um að stoppa. þar sem hún færi ekki rétt að. Allir ættu að sækja fram i breiðfylkingu. Jórdanir gátu nánast fylgst með orrustunni úr stúkusætunum. A vinstri hönd sáu þeir ísraelsku skriðdrekasveitirnar sækja fram, notandi hverja lægð og hvern hól i landslaginu til að skýla sér, en að hægri hönd sýrlenzku sveitirn- ai; í einum hnapp. Eins og einn jórdanski skriðdrekaforinginn sagði við mig: „Það voru svo margir sýrlenzkir skriðdrekar samansafnaðir, að Israelar komust ekki h.iá þvf að hitta." MEIRI SIGUR FLUGHERSINS EN 1967 Sigurinn, sem ísraelski flugher- inn vann 1973, var enn stórkost- legri en sá, sem hann vann i sex daga strfðinu. Þá hófu Israelar striðið og eyðilögðu 393 flugvélar á jörðu niðri á þrem timum. Siðar i vikunni voru 50 skotnar niður i loftbardögum. I þvi striði misstu ísraelar ekki eina einustu vél í loftbardögum eða vegna SAM-2 eldflauganna. Þær 40 vélar, sem þeir misstu í öllu stríðinu féllu fyrir harðri og nákvæmri loft- varnaskothrið. I þessu siðasta strfði segjast þeir hafa skotið nið- ar 515 óvinavélar í loftbardögum, en misst aðeins 7 sjálfir. Alls misstu þeir um 100 vélar og 50 flugmenn. en um 80 prósent þeirra féllu fyrir loftvarnabyss- um og eldflaugum. Þetta er rúm- lega helmingi meira en þeir misstu 1967, en þá stóð strfðið i lofti aðeins nokkrar klukkustund- ir. 1973 þurfti israelski flugherinn að berjast stanzlaust í 18 daga. Hann flaug meira en 11 þúsundt árásarferðir, fjórum sinnum fleiri en 1967. Flugvélatap á árásarferð var samt rúmlega helmingi minna en 1967. I sex daga stríðinu misstu þeir 2,0 flugvélar fyrir hverjar 100 árásarferðir en í Yom Kippur stríðinu aðeins 0,9 fyrir hverjar 100 ferðir. LOFT- VARNAKEÐJAN EKKI ÓSIGRANDI Gagnstætt þvi, sem talið var í fyrstu, var eldflaugahlif Araba alls ekki ósigrandi. Á öllu þvi svæði, sem Israelar náðu á sitt vald á vesturbakka Suezskurðar. fundust aðeins sjö SAM-eld- flaugastöðvar, sem fötgöngulið annaðhvort eyðilagði eða hertök. Flugherinn hafði hins vegar eyði- lagt 26, þannig að 19. október, þrem dögum áður en vopnahlé var samþykkt, var búið að taka úr umferð alla eldflaugavarðlinu Egypta frá Suez skurði til Mið- Framhald á bls. 55.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.