Morgunblaðið - 05.01.1974, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.01.1974, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1974 Gífurleg snjóalög á Breiðdalsvík Fáksfélagar hafa nú hafizt handa um að reisa sér nýtt félagsheimili við hið nýja athafnasvæði Fáks í Selásnum. Þessa mynd tók Sveinn Þormóðsson í gær, þegar verið var að vinna í grunni hússins. Góður ufsaafli hjá Þorlákshafnarbátum SNJÓALÖG á Breiðdalsvfk eru þau meslu, sem menn muna eftir. Svo er ástatl um 2-3 hús í kaup- túninu, að á aðra mannhæii er niður á þakið á þeim frá snjó- brúninni og því hafa menn hér haft ærinn starfa við að moka sig og aðra út úr hásum,“ sagði Svan- ur Sigurðsson á Breiðdalsvík, þegar við ræddum við hann í gær. Hann sagði, að við hefði legið, að fólk hefði flúið húsin, bæði vegna þess, hve erfitt var að komast í og úr húsunum, og einn- Enginniður- staða um loðnuverð VERÐLAGSRÁÐ sjávarút- vegsins kom saman til fundar í gærmorgun til að fjalla um loðnuverðið. Að sögn Sveins Finnssonar framkvæmda- stjóra Verðlagsráðsins var málið aðeins reifað á þessum fundi, og því ekki von á neinni niðurstöðu. Næsti fundur um loðnuverðið verður eftir helgi. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins átti að koma saman til fundar fyrir hádegið í dag og ræða um fiskverðið. Talið er, að nokkuð geti þokazt í samkomulagsátt á þeim fundi. Geysileg aðsókn að Leðurblökunni GEYSILEG aðsókn er að Leð- urblökunni í Þjóðleikhúsinu, og er uppselt á hverja sýningu. Er nú til að mynda uppselt á allar sýningar, sem ákveðnar hafa verið í næstu viku, og minnast Þjóðleikhússmenn ekki annarrar eins aðsóknar frá því að My Fair Lady var sýnd hér á árunum. Löng bið- röð var við aðgöngumiðasölu Þjóðleikhússins í gær og má geta þess, að einn maður keypti samtals 120 miða fyrir rúmar 60 þúsund krónur. Kvenmaður deildarstjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu RAGNHEIÐUR Arnadóttir hefur verið skipuð deildar- stjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu frá og með áramótuin. Ilún hefur starfað um langt skeið í ráðuneytinu, síðast sem full- trúi. Sveinbjörn Dagfinnsosn ráðuneytisstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að því miður væru konur of sjaldan í embættum sem þessum í ráðu- neytunum, en Ragnheiður væri þó ekki fyrsta konan, sem skipuð væri í deildarstjóra- embætti. Gömul mynd ÞAU mistök urðu við mynd- birtingu á forsíðu blaðsins í gær, að í stað nýrrar myndar af umferðinni í krapanum á göt- unum birtist nokkurra ára gömul mynd sem tekin var á svípuðum stað og hin myndin. ig hefði fólk verið hrætt um, að þök húsanna þyldu ekki snjólög- in. 1 gær var hins vegar komin hálka á Breiðdalsvík og við það þjappaðist snjórinn mikið saman. Byrjað var á að ryðja Breiðdals- heiði í gær og var vonazt til, að því verki lyki um helgina, ef ekki snjóaði aftur. Engar samgöngur hafa verið við Breiðdalsvik síðan fyrir jól. Sagði Svanur, aðömurlegt væri, að enginn sk.vldi beita sér fyrir samgöngum á sjó, þegar allir veg- ir væru ófærir. Flestir bátar á Austfjörðum væri í höfn síðari hluta desember og lengst af janú- ar. Það væri því upplagt að leigja eins og einn bát til að halda uppi samgöngum milli Austf jarða, þeg- ar snjólög væri svona mikil. Einn- ig yrði það ódýrara fyrir Vega- gerðina að leigja bát, þegar svona værí ástatt en að láta ýturnar hjakka í sama farinu. Breiðdælinga var farið að skorta vatn um tíma, þrátt fyrir að ekkert af aðalatvinnutækjum staðarins væri í gangi. En þetta hefur breyzt i hálkunni. Öll skip Breiðdælinga voru í höfn um jól og áramót þangað til í gær, að skuttogarinn Hvalbakur hélt til veiða. Tvö önnur skip verða gerð út frá Breiðdalsvík í vetur, Ami Magnússon, sem fer til loðnuveiða, og Sigurður Jóns- son, sem að öllum líkindum verð- ur gerður út á net. Aldrei hugsað mér að segja upp segir Konráð á Sögu ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrir frá því í gær, að Konráð Guðmundsson hótelstjóri á Hótel Sögu hafi sagt upp starfi sínu og sé ástæðan til þess þjónaverkfallið. Hefur blað- ið þetta eftir einum stjórnar- manna Bændahallarinnar. Vegna þessarar fréttar hafði Morgunblaðið samband við Kon- ráð Guðmundsson og spurði, hvort frétt Alþýðublaðsins væri rétt. — „Ég hef aldrei heyrt þetta, né hugsað mér að segja upp starfi minu á Hótel Sögu, og það, sem stendur í Alþýðublaðinu í gær, er því algjör vitleysa," sagði Konráð. í LOK næstu viku koma til lands- ins 500 lestir af pólskum kartöfl- um og er það fyrsti farmurinn af erlendum kartöflum, sem kemur til landsins á þessu ári. Kartiiflu- birgðir eru frekar litlar í landinu og gert ráð fyrir, að íslendingar kaupi að minnsta kosti 3000 lestir af kartöflum frá Póllandi á þessu ári. Jóhann Jónasson framkvæmda- stjóri Grænmetisverzlunar ríkis- ins sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að þessar 500 lestir hefðu átt að koma til landsíns í síðustu viku, en seinkað vegna tafar á skipsferð frá Póllandi. Nú hefði alls verið samið um kaup á 3000 lestum af kartöflum frá Pól- landi, en erfitt væri að segjá, hve mikið magn af kartöflum íslend- ingar þyrftu að kaupa erlendis NOKKRIR Þorlákshafnarbátar stunduðu ufsaveiðar í net austur af Vestmannaeyjum fyrir jólin og fengu þeir ágætis afla, allt að 50 lestir í róðri. Benedikt Thorarensen fram- kvæmdastjóri Meitilsins í Þor- lákshöfn sagði í samtali við blaðið í gær, að Arnar hefði stundað þessar veiðar lengst, eða í tæpa tvo mánuði, og aflinn þá verið tæpar 400 lestir, sem tljast yrði mjög gott á þessum árstíma. Brynj ólfur stundaði þessar veiðar frá 12. desember og fram að jólum og fékk 50 lestir í þremur lögnum, og Skálafell, sem hóf ufsaveiðarnar 23. nóvember, fékk 173 lestir fram til jóla. Sagði Benedikt, að þetta yrði að teljast góður árangur hjá bátun- um og væri fundið fé á þeim ELSTI togari íslenzka togaraflot- ans og eitt mesta happaskip hans, Hjörleifur RE, seldi 145.6 lestir af fiski í Cuxhaven í gær fyrir 227.400 miirk. Eru þetta rétt tæp- ar 7 milljónir kr. og meðalverðið er kr. 47.25, sem teljast verður mjög gotL frá á þessu ári. Verðið á pólsku kartöflunum er einkar hagstætt og verður mun lægra en á þeim islenzku. Sagði Jóhann, að Grænmetis- verzlunin hefði átt i miklum vandræðum að undanförnu, með að fá kartöflur frá íslenzkum bændum. Bændur hefðu verið tregir að flokka þær, og eins hefði tíðarfarið tafið fyrir flokkun. Grænmetisverzlunin hefði ávallt reynt að eiga fyrirliggjandi um það bil mánaðarbirgðir af kartöfl- um til neytenda og hefði það tek- izt þangað til í vetur. Fyrir hefði komið, að aðeins hefðu verið til vikubirgðir. Því væri ástæða til að skora á bændur að koma kartöfl- um sinum sem fyrst til Grænmet- isverzlunarinnar, helzt fyrir 20. janúar, þ.e. áður en útlendu kart- öflurnar koma á markaðinn. árstima, sem útgerð lægi að mestu niðrí. Bátarnir legðu netin á mikiu dýpi, oft væri annar stjór- inn lagður á 90 föðmum, en þar sem hinn færi niður væri hálf- gerð botnleysa, og því gætu þess- ar veiðar kostað nokkurt veiðar- færatap, ef ekki væri farið að með gát. Undirbúningur fyrir vetrarver- tíðina er fyrir nokkruhafinní Þor- lákshöfn. Gera menn sér vonir um Fáskrúðsfirði, 4. janúar. JÖLIN hér á Fáskrúðsfirði fóru Ingimar Einarsson fram- kvæmdastjóri Félags íslenzkra botnvöruskipaeigenda sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að vitað væri um tvö íslenzk skip, sem selja ættu í Þýzkalandi í næstu viku. Er það togarinn Víkingur frá Akranesi og netabát- ur, sem kemur með ufsa. Ilins vegar sagði Ingimar, að sölur í Bretlandi byrjuðu af krafti eftir helgina. Á mánudag og þriðjudag seldu Dagstjarnan og Kaldbakur, en Ögri og Svalbakur ættu að selja á miðvíkudag. Siðan ætti Maí aðselja á fimmtudag. góða loðnuveiði og hefur Meitill- inn fengið nýjar frystipressur, sem gera það að verkum, að hægt verður að auka loðnufrystingu til muna. Þá hefur verið byggð sér- stök beinamjölsverksmiðja til að mala úrgangsbein frá bolfisk- vinnslunni og verður einnig hægt að nota hana við loðnubræðsluna og eykur það afköst bræðslunnar á staðnum um 100 lestir á sólar- hring. fram með hefðbundnum hætti og mjög jólalegt var vegna mikilla snjóa. Minna var um ljósaskreyt- ingar en oft áður vegna tilmæla rafmagnsveitnanna um orku- sparnað, en aldrei kom þó til raf- magnsskömmtunar. Hér var gott veður fyrir hátiðardagana, en færð heldur erfið. Messað var hér í Búðarkirkju á jóladag, og var kirkjan fullsetin. Mjög slæmar samgöngur voru hér fyrir og eftir jólin, og var samgöngunum bjargað með því að bátar fóru á milli með fólk og vörur. Þó var fært á milli Fá- skrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar á annan dag jóla. Á milli jóla og nýárs snjóaði aftur, en þann 29. desember var rutt fyrir áætlunar- bílinn vegna þess, að margir far- þegar voru að fara og aðrir að koma, en ekki var Vegagerðin ákveðnari í að halda opnu en það, að hún lét áætlunarbílinn með 15 farþegum sitja fastan á Reyðar- firði og neitaði að opna. Var það ráð þá tekið að senda bát frá Framhald á bls. 18 Erfið færð, en fer batnandi „FÆRÐ á þjóðvegum hefur víða batnað til muna, það er helzt hálkan, sem tefur fyrir mönnum, alla vega á Suður- og Vesturlandi," sagði Adolf Pet- ersen vegaeftirlitsmaður, þeg- ar Morgunblaðið hafði sam- band við hann í gær. Vegir um Hvalfjörð, Borgar- fjörð, Snæfellsnes og allt vest- ur í Búðardal eru sæmilega færir. Þá var Holtavörðuheiði opnuð í gær, og við það varð fært á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Einnig átti að opna veginn til Siglufjarðar og fært var orðið milli Akureyrar og Hiísavíkur. Allir vegir í Norður-Þingeyj arsýslu voru ófærir, og á Aust- fjörðum var aðeins fært frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Á Vestfjörðum voru allir vegir ófærir, frá Bröttubrekku norður úr. Aftur á móti átti að reyna að opna veginn til Hólmavíkur í gær. Pólskar kartöfl- ur á markaðinn Góð sala Hjörleifs í Þýzkalandi í gær • • ERFIÐAR SAMGONGUR VIÐ FÁSKRÚÐSF JÖRÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.