Morgunblaðið - 05.01.1974, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1974
7
Norðmenn smeykir
við olíu-auðinn
Borunarpallur á Norðursjó.
Olíulindirnar undir Norður-
sjó og Norður-ishafi eiga eftir
að reynast Norðmönnum hin
mesta gullnáma, en norsk yfir-
völd virðast helzt vilja gera sem
minnst úr framtíðarhorfunum.
Þau virðast síður uggandi
vegna yfirstandandi orkuskorts
en vegna væntanlegra áhrifa
oliunnar á norskt þjóðfélag.
„Olíunni fylgja alls staðar
vandræði,“ sagði einn fulltrúi
norsku stjórnarinnar nýlega.
Verið er að ljúka við skýrslu
um olíulindir í landgrunni
Noregs, og á hún væntanlega
eftir að hafa markandi áhrif á
efnahagsmálin í framtíðinni.
Er þar mælt með því, að farið
verði að öllu með gát þrátt fyrir
— eða öllu heldur vegna —
möguleika á auðveldum og
skjótteknum gróða.
Sérfræðingar óttast afleiðing-
ar þær, sem gífurlegt peninga-
flóð getur haft í för með sér í
tiltölulega fámennu iðnaðar-
þjóðfélagi.
Tekjurnar af Norðursjávar-
og Íshafsoliunni hljóta að verða
himinháar. Talið er nú, að olíu-
magnið á þessum slóðum sé
mun meira en af er látið. Öðru
hvoru birtast endurskoðaðar
áætlanir um olíumagnið, og
fara þær alltaf hækkandi. Það
er eins og yfirvöldin séu hálf
hrædd við að skýra rétt frá olíu-
magninu, en samkvæmt þeim
upplýsingum, sem fyrir liggja,
aukast olíu- og gasbirgðirnar
jafnt og þétt, eftir því sem leit-
in verður víðtækari.
Það, sem norskir hagfræðing-
ar óttast mest í sambandi við
olíuvinnsluna, er, að hún hrein-
Iega veiti of miklu fjármagni
inn í efnahagslífið. Beinustu af-
leiðingar þess yrðu verðbólga
og of örar kauphækkanir. Bent
er á, að í Stavanger, sem er eina
norska borgin, þar sem olíu-
vinnslan er þegar farin að hafa
einhver áhrif, hafi vinnuaflið
streymt til olíuiðnaðarins
vegna betri kjara. Hafa aðrir
atvinnuvegir i Stavanger átt í
vandræðum af þeim sökum.
Norðmenn telja, að ótak-
mörkuð olíuvinnsla hljóti að
leiða til ójafnvægis í efnahags
málum. Félög, sem fengið hafa
heimild til að leita olíu i norska
landgrunnínu, greiða ríkinu
ríflegar þóknanir fyrir. Fram-
tíðarþróunin verður þó án efa
sú, að sérstök félög verða stofn-
uð til að annast olíuvinnsluna,
og í félögum þessum verður
norska ríkið eigandi helinings
hlutafjár. Er áætlað, að tekjur
ríkisins af olíuvinnslunni muni
samsvara fjórðungi eða þriðj-
ungi heildarupphæðar fjárlag-
anna eins og þau eru nú. Þótt
nota megi þessar miklu tekjur
til að leysa margan vandann,
óttast þó hagfræðingar, að
áhrifin verði slæm.
Norskir sérfræðingar hafa
unnið að þvi að skipuleggja
olíuvinnsluna á þann veg, að
hún gefi sem mest af sér fjár-
hagslega, en valdi sem minnst-
um truflunum á efnahagslíf-
inu, og það sem meira er, að
þær breytingar, sem hún
veldur, verði það hægfara, að
þær valdi ekki skyndilegri
efnahagsþenslu. Ekki er unnt
að segja á þessu stigi málsins,
hve mikil oliuvinnslan verður,
en talað er um, að upp úr árinu
1980 ætti að vera orðið unnt að
vinna um 50 milljón tunnur ár-
lega.
Oliuvinnslan leiðir óhjá-
kvæmilega til nokkurra fólks-
flutninga í landinu, þvi að
starfsmenn olíuiðnaðarins eiga
eftir aðflytjasttil þeirra byggð-
arlaga við ströndina, þar sem
iðnaðurinn hefur stöðvar sínar.
Sérfræðingarnir hafa lagt til,
að nokkur hluti olíuteknanna
verði notaður til að draga úr
áhrifum þessara flutninga, til
dæmis með uppbótagreiðslum
til annarra atvinnugreina svo
þær geti haldið sinu vinnuafli.
Norðmenn ana ekki út i neina
óvissu. ,,Við erum ekkert nor-
rænt Kuwait,“ sagði einn tals-
maður stjórnarinnar. Margir
Norðmenn vildu bæta þvi við,
að Noregur væri ekki heldur
neitt Texas, né sjórinn við
Noreg neinn Mexikóflói. Tals-
maður félags nokkurs i Osló,
sem smíðar olíuborunarpalla,
tók það fram, að félag hans
vildi reyna að forðast þá rusl-
dreifingu, sem fíðkaðist við
strendur Bandarikjanna. Benti
hann á, að margir bandariskir
olíuleitarleiðangrar á Mexíkó-
flóa skildu eftir undirstöður
borunarpallanna, þegar leit
væri lokið, og þar fengju undir-
stöðurnar að menga umhverfið,
auk þess sem þær væru hættu-
legar siglingum. Félag þessa
manns smiðar eingöngu bor-
unarpalla, sem unnt er að taka
upp og flytja á brott í heilu Iagi.
Norðmönnum er einnig ljós
sú hætta, sem umhverfinu
stafar af olíuleit og'vinnslu.
Hafa opinberir aðilar viður-
kennt, að óhöpp geti alltaf gerzt
og meðal annars bent á, að olíu-
útstreymi á botni Norður-
sjávarins geti haft hörmulegar
afleiðingar. Sumir hafa gengið
svo langt að lýsa því yfir, að
bezt væri að lofa olíunni að
vera, þar sem hún er.
Eftir 1 •
Roland THE OBSFRVER
Huntford * *
Ný olíustöð að rfsa f Mongstad í Noregi
TVEIR HÚSASMIÐIR geta bætt við sig innivinnu. Uppl. í síma 72907 eftir kl 19.00. DÖMUR ATHUGIÐ Látið sauma tímanlega á ykkur fyrir vorið Tek í saum kápur, dragtir, buxnadragtir G.G. Dömuklæðskeri. Sími 3268&
18ÁRA STÚLKA óskar eftir atvinnu Enskukunn- átta Tilboð sendist Mbl. merkt: 4850. BÍLASKIPTI Diesel — jeppi óskast i skíptum fyrir Toyota Crown árgerð '67. Upplýsingar í sima 99-1 595.
UNGA, REGLUSAMA stúlku vantar vinnu, helzt á hóteli við uppvöskun. Upplýsingar I sima 52477 LÍTIÐ VERZL- UNARHERBERGI ÓSKAST mætti vera á 2. hæð við góða verzlunargötu. Upplýsingar i síma 1 7977.
TIL LEIGU í NORÐURMÝRINNI 4ra herb íbúð. Tlb óskast sent Mbl. fyrir 9. jan. með uppl. um fjölskyldustærð, leigutíma og fyrir- framgr. ..merkt 3073”. BARNAGÆSLA — ÆSUFELL Stúlka óskast til að koma heim og gæta tvetjgja drengja '/2 árs og 2ja ára, 5 — 6 tíma á dag. Tímakaup og vinnutimi eftir samkomulagi Upplýsingar i sim" 7 1 744.
HEKLUBÆKUR frá Marks og Jakobsdals. Fjölbreytt úrval lita og tegunda af heklugarni ma: Bianca og Lenacryl. Hannyrðaverzlunin Erla, Snorra- braut. ÓSKUM EFTIR að kaupa traktorsgröfu, helst með drifi á öllum hjólum. Þeir, sem áhuga hafa sendi uppl. um vélina ásamt verði og greiðsluskilm. til afgr. Mbl fyrir 11. þ.m. merkt „3069”.
BÍLAVIÐGERÐIR Bílaverkstæðið Bjarg Bjargi við Sundlaugaveg. sími 38060. Tökum að okkur allar almennar bílaviðgerðir. Bilaverkst. Bjarg. Bjargi, s 38060 ÍBÚÐ ÓSKAST 2ja herb íbúð óskast til leigu. Tilboð sendist afgr Mbl. merkt: „3074”
REGLUSAMUR VÉLSTJÓRI óskar eftir vinnu. Margt kemur til greina. Tilboð sendist Mbl. Merkt 983 tilleigu nýleg 3ja herb. ibúð i Norðurbæ í Hafnarfirði. Tilboð er greini fjöl- skyldusteerð og fyrirframgreiðslu sendist afgr. Mbl. fyrir 10. jan. merkt: „3070
VERKSTÆÐIS- PLÁSS Óska eftir verkstæðisplássi til bíla- réttinga Upplýsingar í símum 33248 og 41 756. HESTUR Óska eftir að kaupa hest Uppl. i síma 301 03 eftir kl. 8.
TEK AÐ MÉR réttingar og almennar boddývið- gerðir. Upplýsingar í slmum 33248 og 41756 STÚLKA ÓSKAST til léttra heimilisstarfa fyrri hluta dags. Tvennt i heimili Tilboð ósk- ast send Mbl. merkt: 981.
STÚLKA ÓSKAST i brauð- og mjólkurbúð hálfan dag- inn. Upplýsingar i sima 33435. HÚSNÆÐI ÓSKAST! Ungt og reglusamt par, háskóla- nemi og stúlka i góðri atvinnu óska eftir húsnæði strax. Sími 27203, næstu daga.
EINHLEYPUR MAÐUR með 2ja ára barn óskar eftir litilli 2ja til 3ja herb. ibúð eða stóru herb. með aðg. að eldh. Æskilegt að pössun fengist yf'r daginn fyrir barnið. S 31481 frá 10 — 14. HÚSBYGGJENDUR Önnumst uppsetningu á viðar- veggjum og loftum Einnig isetn- ingar á hurðum. Gerum föst verð- tilboð. Upplýsingar í símum | 43270og71869
FIAT —
NOTAÐIR BILAR TIL SOLU
Fiat 1 32 special árg. '73
Fiat 125 special árg. '71 —72
Fiat 125 Berlina árg. '71
Fiat 125 P árg. '72
Fiat 128 Sport Coupé árg.'73
Fiat 1 28 4ra dyra árg. '71
Fiat 1 28 2 ja dyra árg. '71
Volkswagen 1 300 árg. '72
Fiat 850 Berlina árg. '66
Fiat 850 Special árg. '72
GOTT VERÐ — GOÐ KJOR
DflVH) SIGURÐSSON HF„ SÍÐUMÚLA 35.
FÍATUMBOÐIÐ. SÍMAR 38845 OU 38888