Morgunblaðið - 05.01.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.01.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1974 11 Attræður: Guðlaugur Þorleifsson skipstjóri frá Dalvík í dag laugardag 5. janúar er Guðlaugur Þorleifsson frá Dalvík áttræður. Guðlaugur Jön Þorleifs- son er fæddur að Upsum í Svarfaðardal 5. janúar árið 1894, sonur hjónanna Bjargar Jónsdótt- ur og Þorleifs Baldvinssonar. Sex vikna gamlan tóku hjónin Anna Björnsdóttir og Jón Hansson, er bjuggu að Miðkoti á Dalvik, Guð- Iaug og skyldi hann vera hjá þeim um tíma. En sá tími varð lengri en ætlað var í fyrstu, því Anna og Jón gerðust fósturforeldrar Guð- laugs og ólu hann upp. Guðlaugur var í Miðkoti þar til hann var 21 árs og reyndust þau Miðkotshjón honum sem beztu foreldrar og dætur þeirra honum sem beztu systur. Guðlaugur fór til sjós 16 ára gamall á vegum fóstra síns og var ýmist á skútum eða kútterum milli þess, sem hann vann honum í landi. 21 árs gamall fluttist Guð- laugur frá fósturforeldrum sínum til Siglufjarðar og gekk að eiga Andreu Kristjönu Bessadóttur Þorleifssonar skipstjóra á Siglu- firði. Á Siglufirði bjuggu þau svo í sex ár og stundaði Guðlaugur þar jöfnum höndum landvinnu sem sjósókn með tengdaföður sínum. Frá Siglufirði fluttust þau hjón svo til Dalvíkur, og byggði Guð- laugur bæ f iandareign fóstra síns f Miðkoti. Höfðu þau þá eignazt þrjár dætur en alls varð þeim níu barna auðið, eignuðust sex dætur og þrjá syni. Konu sína missti Guðlaugur árið 1932 af barnsförum, eftir 17 ára farsælt hjónaband. Elzta barnið, Bergþóra, var þá 15 ára en það yngsta rúmlega viku gamalt. Tók nú Bergþóra við búsforráð- um hjá föður sínum og gætti bús og barna með hjálp ömmusystur sinnar, þar til foreldrar Guðlaugs fluttust til hans árið 1934. Frá Dalvík fluttist Guðlaugur árið 1956 til Húsavíkur til Bessa sonar sins og var þar í 12 ár, en flyzt þá suður til Reykjavíkur og hafði þá fengið pláss á Hrafnistu, þar sem hann er enn og kann vel við sig. Eins og þeg- ar er sagt lagði Guðlaugur stund á sjómennsku frá unga aldri, á seglskútum og kútterum en siðar á vélbátum, fyrst sem vélstjóri og síðar sem formaður og skipstjóri. Hann var formaður á Baidri, fyrir Loft Baldvinsson, en Loftur var faðir Aðalsteins, sem nú á hið mikla aflaskip Loft Baldvinsson. Segja má, að Guðlaugur hafj að nokkru rutt veginn fyrir þessa útgerð með miklum aflabrögðum strax í upphafi, en hann var einn- ig skipstjóri á Baldvini Þorvalds- syni, fyrir sömu útgerð. Guðlaugur var með fleiri báta en hér hafa verið taldir, og farn- aðist jafnan vel. Hann var ætið farsæll i störfum sínum, framúr- skarandi aflamaður og hlekktist aldrei á, þrátt fyrir ötula og harð- dræga sjósókn í misjöfnum veðr- um. Sjálfur átti Guðlaugur trillu, sem hann kallaði Björg, í höfuðið á móður sinni. Björg var mikil happafleyta og á hana aflaði hann afburða vel. Hann var einnig með- eigandi i mótorbátnum Frosta. Eins og nærri má geta hefur Guð- laugur á löngum sjómannsferli sínum lent í mörgum ævintýrum og svaðilförum. Einna minnis- stæðast er honum, er hann var á kútter Tylishman, sem var segl- skip frá Akureyri. — Þeir voru staddir í Reykjafjarðarál og urðu að hleypa upp í Kúvikur á Strönd- um, undan verðri í svarta myrkri að næturlagi. Um morguninn voru komin hafþök af ís, en skammt frá þeim þarna í Kúvík- unum voru tvö önnur skip einnig föst í hafísnum, voru það Brúni og Kristjana frá Siglufirði. Fjöldamörg önnur skip voru þá einnig orðin föst í hafísnum und- an Ströndunum. Þarna urðu þeir svo að dúsa, fastir í ísnum í sex vikur ásamt mörgum öðrum skipshöfnum og skipum, en margar skipshafnir fóru gangandi alla leið til Akur- eyrar þegar vistir þraut til þess að svelta ekki í hel. Eftir sex vikur fór ísinn að greiðast sundur og var þá lagt af stað úr Kúvíkum. Brúni tók hin skipin tvö í tog, því hann var með hjálparvél, en mannskapurinn gekk á ísnum og stjakaði eftir föngum. Eftir margra sólarhringa streð mættu þeir togaranum Maí, sem tók þá í tog og fór með þá til Siglufjarðar. Börn Guðlaugs eru öll á lífi og eru átta þeirra gift og eru afkom- endurnir orðnir nær hundrað. Guðlaugur er fríður sýnum og vörpulegur á velli og heldur enn góðri heilsu. Hann er skapfastur en léttur í lund og hrókur alls fagnaðar á góðum stundum. Á sjó- mannadaginn 1972 var Guðlaugur sæmdur heiðursmerki sjómanna- dagsins, og var honum afhentur krossinn á Hrafnistu, en það gerðu fyrir hönd Dalvíkinga þeir Egill Júlíusson útgerðarmaður og Bjarki Eliasson yfirlögreglu- þjónn. Kunningjar og vinir Guðlaugs senda honum i dag, á áttræðisaf- mælinu, hugheilar árnaðaróskir og þakka honum margar ánægju- legar samverustundir til sjós og lands á liðnum árum. Guðlaugur tekur á móti gestum í dag klukkan fjögur til sjö í Glæsibæ, og er ekki að efa, að þar verður setinn Svarfaðardalur í glöðum fagnaði ættingja og vina. Jón 1. Bjarnason. ALLTMEÐ IMSKIP Á næstunni ferma skip vor til íslandssem hérsegir: ANTWERPEN: Reykjafoss 14. janúar Skógafoss 25. janúar ROTTERDAM: Reykjafoss 1 2. janúar Skógafoss 24. janúar FELIXTOWE: Dettifoss 8. janúar Laxfoss 1 5. janúar Dettifoss 22. janúar HAMBORG: Fjallfoss 5. janúar Dettifoss 1 0. janúar Laxfoss 1 7. janúar Dettifoss 24. janúar NORFOLK: Goðafoss 9. janúar Selfoss 25. janúar Brúarfoss 8. febrúar WESTON POINT: Askja 1 5. janúar Askja 28. janúar KAUPMANNAHÖFN: Irafoss 1 0. janúar Múlafoss 1 5. janúar HELSINGBORG: Tungufoss 1 4. janúar GAUTABORG: írafoss 9. janúar Múlafoss 14. janúar KRISTIANSAND: írafoss 8. janúar Múlafoss 1 6 janúar FREDERIKSTAD: Tungufoss 1 6 janúar GDYNIA: Hofsjökull 5. janúar Bakkafoss 5. janúar VALKOM: Lagarfoss 10. janúar VENTSPILS: Hofsjökull 7. janúar Lagarfoss 1 2. janúar. SYFR KAST- NAMSKEK) Fyrst kastnámskeið ársins hefst í Laugardalshöllinni sunnudaginn 6. janúar kl. 10.20. stundvíslega. Nokkur pláss laus. Áhöld á staðnum fyrir þá er þess óska. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Kastnefndir SVFR — SVFH — KKR íbúð tvö til þrjú herbergi, óskast til leigu sem fyrst. Ingi R. Helgason hrl. Laugavegi 31 Sími 19185 Geymsluhúsnæði eða lagerpláss óskast til leigu. Sælkerinn, Hafnarstræti 1 9, sími 1 2388. Bröyl elgendur Námskeið verður haldið í meðferð og daglegum rekstri Bröyt vinnuvéla, dagana 28/1 — 1/2 '74, ef næg þátttaka fæst. Vinsamlegast hafið samband við Kristján Tryggvason eða Jón Þ Jónsson fyrir 10. þ.m. Gunnar Ásgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16, sími 35200. Seljum næstu daga mikið magn af smáteppum og mottum á stórlækkuðu verði. Notið tækifærið og kaupið strax fyrsta flokks teppi á þessu sérstaka tækifærisverði, er aðeins stendur í nokkra daga. Sími 83430

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.