Morgunblaðið - 05.01.1974, Side 16

Morgunblaðið - 05.01.1974, Side 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1974 tiQgttttHhifeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 360,00 í lausasölu 22,00 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. kr. á mánuði innanlands. kr. eintakið. 16 Rússadindlarnir á Þjóð- viljanum köstuðu grímunni í gær og sýndu sitt rétta andlit. í forystu- grein þessa fimmtu her- deildar málgagns f gær segir svo: „Hins vegar er þessum þjóðum full kunn- ugt, að hversu margt illt, sem segja má um sovézk stjórnvöld, þá hafa þau frá lokum heimsstyrjaldarinn- ar ekki sent einn einasta hermann til árása á ríki, sem standa utan hernaðar- bandalaga." Þessi klausa sýnir, að Moskvuleppar telja sig hafa slævt svo mjög árvekni almennings, að óhætt sé að bera á borð hvaða lýgi sem er. Eftir heimsstyrjöldina síðari hrifsuðu kommúnist- ar völdin í eftirtöldum Evrópuríkjum í skjóli Rauða hersins: Póllandi, A- Þýzkalandi, Tékkósló- vakíu, Rúmeníu, Búl- garíu og Ungverjalandi. Á þeim tíma, sem vaidarán kommúnista var framið með stuðningi sovézkra hermanna var ekkert þessara ríkja í hern- aðarbandalagi. Það var ekki fyrr en áratug síðar, sem þau voru öll rekin inn í Varsjárbandalagið. Áður höfðu Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Lit- háen orðið sovézku ofbeldi að bráð. í þeim þremur löndum hefur verið fram- kvæmt eitt svívirðilegasta þjóðarmorð sögunnar, þar sem herrarnir í Moskvu hafa um áratugaskeið stað- ið fyrir þjóðflutningum af því tagi, að flytja fólk frá þessum löndum til Sovét- rfkjanna, þar sem það týnir þjóðerni sínu smátt og smátt, en flytja Rússa inn í þeirra lönd í staðinn. Sovétríkin hafa sýnt það síðan, að þau veigra sér ekki við að beita hernaðar- mætti sínum til þess að halda yfirráðum yfir þjóð- um sem þau hafa einu sinni náð tangarhaldi á. Enn er í fersku minni, er sovézkir skriðdrekar bældu niður uppreisn verkamanna í A- Berlín á þjóðhátíðardegi íslendinga 1953. Enn muna menn það blóðbað, sem Sovétríkin stóðu fyrir í Ungverjalandi 1956 og seint mun gleymast innrás þeirra í Tékkóslóvakfu í ágúst 1968. Það eru því engir friðsemdarmenn, sem standa við stjórnvöl- inn í Moskvu, hvað svo sem Rússadindlarnir á Þjóð- viljanum vilja segja um það mál. Sovétríkin hafa líka sýnt í verki, að þau geta náð úrslitaráðum í málefnum annarra þjóða með óbeinni hótun um beitingu hern- aðarofbeldis. Við íslend- ingar þekkjum vel reynslu Finna í þeim efnum. Fyrir nokkrum árum var haldinn hér í Reykjavík fundur Norðurlandaráðs, sem tal- inn var marka nokkur tímamót, þar sem samstaða hefði tekizt um stofnun norræns efnahagsbanda- lags. En skönnu síðar kom í ljós, að Sovétríkin höfðu bannað Finnum að vera með, og þeir áttu engan annan kost en að hlýða af þeirri einföldu ástæðu, að sovézkt herliðgeturhvenær sem er flætt yfir Finnland. Um svipað leyti og við íslendingar, gerðu Finnar sérstakan viðskiptasamn- ing við Efnahagsbandalag Evrópu, en þeir gátu ekki staðfest þann samning fyrr en seint og um síðir, vegna þess að Sovétmönnum þóknaðist ekki að leyfa þeim það nema með afar- kostum. Eitt af þeim skil- yrðum, sem Moskvuherr- arnir settu þá, var, að kjör- tímabil Kekkonens Finn- landsforseta yrði fram- lengt, án þess að reglu- legar kosningar skv. stjórnarskránni færu fram. Þá sögðu finnskir stjórnmálamenn, að mun- urinn á Finnlandi og A-Evrópuríkjunum væri sáaðfólkiðí A-Evrópurfkj- um fengi þó tækifæri til að segja já í kosningum, en Finnar fengju ekki einu sinni leyfi til að segja já. Reynsla síðustu þriggja áratuga sýnir, að þar sem Sovétríkin hafa einu sinni náð fótfestu, er öllum hernaðarmætti þeirra beitt til þess að halda henni. Reynsla Finna sýnir okkur lfka, að við þær aðstæður, sem Finnar búa, þ.e. eiga löng sameiginleg landa- mæri með Sovétríkjunum, ráða Moskvuherrarnir öllu, sem þeir vilja ráða. Af þessum sökum hafa frænd- ir vorir Norðmenn mikinn varnarviðbúnað f N- Noregi, en þeir eiga einnig landamæri að Sovétríkjun- um. Norðmenn hafa ekki gleymt hlutskipti sínu í heimsstyrjöldinni síðari og verja 10—12% af útgjöld- um ríkisins og 3—4% af þjóðarframleiðslu til her- varna. Til marks um her- styrk þeirra má nefna, að flugfloti þeirra er um þriðjungur af flugflota ísraelsmanna, eins og hann var í upphafi októberstríðs- ins. En Norðmenn telja þetta ekki nóg. Þess vegna leggja þeir ríka áherzlu á aðild sína að NATO, og varnarkerfi þeirra er við það miðað, að hjálp berist frá vinveittum ríkjum. Hinn mikli sovézki floti, sem nú seilist til áhrifa á hafsvæðinu milli íslands og Noregs, er Norðmönn- um mikið áhyggjuefni og veldur. því, að hverfi bandaríska varnarliðið á brott frá íslandi hafa Sovétríkin mjög svipaða aðstöðu til áhrifa á íslandi og þau nú hafa í Finnlandi. Rússadindlarnir á Þjóð- viljanum stefna að því að tryggja Sovétríkjunum slíka aðstöðu og njóta til þess dyggilegrar aðstoðar manna á borð við Þór- arin Tímaritstjóra, sem virðist gersamlega um megn að skoða stöðu ís- lands í ljósi þess kalda veruleika, sem við okkur blasir, en spilar í þess stað endalaust gamla plötu um ástandið eins og það var fyrir aldarfjórð- ungi, og á ekkert skylt við þau nýju viðhorf, sem flotanávist Russa hefur skapað á hafsvæðinu kring- um ísland. RÚ SSADINDL ARNIR Á ÞJÓÐYILJAMJM Jón úr Vör: Kóngsríkið á Patreksfirði Ur vesturbyggðum Barðastrandar- sýslu heitir bók, sem kom út nú fyrir jólin. Hún er eftir Magnús Gestsson. Jóhann Hjálmarsson getur þess í rit- dómi, að þarria séu sögur af Þórði Guð- bjartssyni á Patreksfirði, sem áður hafi komið við sögu í bók undirritaðs, Þorp- inu. Ég hef nú lesið þessa bók og kemst ekki hjá að gera dálitla athugasemd. Ég þykist sjá, að höfundur hafi viljað gera hlut fóstra míns góðan, enda fer hann um hann vinsamlegum orðum. Samt mistekst þetta. Það, sem hann hefur eftir honum sjálfum, má nokk- urnveginn við una, en það, sem tínt er til frá öðrum, stingur svo mjög í stúf við hitt, að varla er hægt að trúa því, að um sama mann sé að ræða. Ég geri ráð fyrir því, að einhver fótur sé fyrir flestum þessara gamansagna, en engin þeirra er svo vel sögð, að mér þyki Þórði hæfa. Þótt ókunnugir geti e.t.v. haft af þessu nokkra skemmtan, finna þeir, sem þekkja Þórð vel,strax, að hér vantar mikið á, að honum sé rétt lýst. Þá sjaldan að sérstæð glettni hans kemst til skila eyðileggur sögumaður- inn áhrifin með málalengingum. Ég léti þetta afskiptalaust, ef ekki væri sú saga, sem hér skal tilfærð. Hún ber fyrirsögnina Kóngsrikið og drottning- in: í búskapartíð Þórðar á Patreksfirði brann íbúðarhús hans, er lengi hafði gengið undir nafninu Kóngsríkið. Og skömmu seinna andaðist öldruð móðir hans, sem var hjá honum í heimili. Þegar gamla konan er dáin hringir Þórður heim til prestsins, gegnir guðs- maðurinn sjálfur í simann. Komdu sæll, séra Jón, segir Þórður, nú er kóngsríkið brunnið og drottning- in dauð. Prestur varð hvumsa við þessu ávarpi og hváði. Ég tala við þig aftur, þegar ég hef stokkinn tilbúinn, segir Þórður og kveður prest. Hér lýkur sögunni og geta þeir byrj- að að hlæja, sem þykir þetta fyndið. Þessi saga er líklega uppspuni frá rótum. Hún lýsir Þórði eins illa og hægt er að gera. Hér er sagt frá svo kaldlyndum manni, að hann notar jafn- vel óvenju hörmulegt fráfall móður sinnar til þess að koma á loft hótfyndni . . . Þórður er einstaklega hlýr og ást- ríkur maður, nærgætinn og háttvís við menn og málleysingja. Hann myndi aldrei tala svona um dauða nokkurrar manneskju, og þá sfst af öllu tilkynna með þessum hætti lát móður sinnar. Fyrr í umræddum þætti segir bókar- höfundur frá því, að Þórður hafi verið á fermingaraldri, þegar hann missti föður sinn og hafi hann þá orðið fyrir- vinna fjölskyldunnar. Hið rétta er: Foreldrar hans dóu í hárri elli í Arnar- firði. Þau voru aldrei á hans vegum. Hús Þórðar á Patreksfirði brann að mestu leyti fyrir 15—20 árum. Hann bjargaði gamalli tengdamóður sinni úr brunanum, en hún skaðbrenndist og dó. Þessi gamla kona hafði unnið heim- ili Þórðar af mikilli fórnfýsi og dugn- aði öll hans búskaparár. Hún kemur mjög við mína sögu og ljóð. Kóngsríkis- nafnið á húsi Þórðar hef ég aldrei fyrr heyrt. Magnús Gestsson kvartar undan þvi, hve sér hafi gengið illa að fá Þórð til að segja frá sínum högum, og hefur þetta eftir honum: Ég get ekki sagt frá ævi minni nema þar komi við sögu sam- ferðamenn, og það voru ekki allt góðir menn. Það er ekki saga, nema segja allan sannleikann, og ég vil ekki sverta minningu löngu genginna manna til hrellingar afkomendum þeirra. Þetta eru viturlegustu orðin í bók Magnúsar að minni hyggju. Hann hefði þurft að veita þeim meiri athygli. Það er óvenju margt í þessari bók, sem betur væri ósagt. Ritað á gamlársdag 73.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.