Morgunblaðið - 05.01.1974, Síða 17

Morgunblaðið - 05.01.1974, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1974 r Einar Haukur Asgrímsson: 17 Einar Haukur Ásgrfmsson UPPLJ ÓSTRUN LUÐVÍKS Oftsinnis vill við brenna í íslenskum stjórnmálum, að ástæð- um fyrir gerðum stjórnmála- manna er leynt fyrir lands- mönnum. Fyrst af því, að stjórn- málamenn láta ekki alltaf stjórn- ast af sérlega göfugum hvötum, og kappkosta þá að villa um fyrir mönnum með yfirborðsgjálfri. Síðan af því, að landsmenn vilja í lengstu lög triía, að þeim, sem í ábyrgðarstöðum standa, gangi gott eitt til. Og loks af því, að orsakaröð jafnvel afdrifarikustu mála týnist óhugnanlega fljótt undir því fannfergi, sem fregn- boðarnir kyngja niður yfir lands- menn á degi hverjum af fánýtum frásögnum. Uppljóstrun Lúðvlks UPPLJ ÓSTRUN LÚÐVÍKS Marga mærðarfulla töluna hefir Lúðvík flutt, siðan hann varð ráðherra 1971, til að minnast þess, hve góðan vilja hann hefði til að létta af ofveiðihættunni, sem stafar af erlendum togurum á íslandsmiðum. Lyktir prðu samt þær, að eftir að reynslan hafði afsannað kenningu Lúðvfks, að Bretar gætu ekki veitt með her- skipavernd, varð forsætisráð- herra að taka málið af Lúðvíki og semja við Breta í blóra við Lúð- vík. Þá fyrst tókst að bægja of- veiðihættunni frá íslandsmiðum að nokkru. Var þar með leitt í ljós, að það var ekki ofveiðihætt- an, sem fyrír Lúðvíki vakti. Lúðvík Jósepsson ljóstraði því upp i bæklingi, sem hann samdi handa flokksmönnum sínum fyrir þingkosningarnar 1971, að ástæðan til þess, að hann teldi tfmabært að gera landhelgismálið að pólitísku bitbeini væri sú, hve stutt væri eftir til hafréttarráð- stefnunnar 1973. Þessi forvitnilega ástæða Lúð- víks mun hafa verið tvíþætt og því miður hvorugur þátturinn göfugur. EIGNARSÉR HRÓÐUR ANNARRA í fyrsta lagi var orðið augljóst, að hafréttarráðstefnan 1973 myndi valda aldahvörfum í þjóðarétti, sem orðið gætu oss íslendingum mjög hag- stæð. íslenskir embættismenn voru árum saman búnir að vinna málstað islendinga gagn á milliríkjavettvangi af kunnáttu og þrautseigju, en í kyrrþey. Var því afar freistandi fyrir lævísan stjórnmálamann að eigna sér hróðurinn af vinnu þeirra með því að koma fram með kröfu um einhliða útfærslu rétt fyrir ráðstefnuna. Engu skeytti Lúðvík, þótt slikt frumhlaup hlyti að leiða til þess eins að þjappa nágrannaþjóðum vorum saman í andstöðu við mál- stað islendinga. Sú hefir raunin orðið á, að ekki einu sinni Norð- ménn hafa fengist til að viður- kenna 50 mílurnar. Finnar eru þeir einu, sem eitthvað hafa viljað á sig leggja oss íslend- ingum til stuðnings, og verður það seint fullgoldið. Þótt Finnar hafi ekki viðurkennt 50 mílurnar, er loforð þeirra um liðveislu á hafréttarráðstefnunni afar drengilegt. LANDRÁÐABRIGSL Hin ástæðan til þess, að Lúðvík þótti tíminn orðinn naumur, var sú, að landhelgissamningurinn við Breta frá 1961 gat aldrei gilt lengur en fram á hafréttarráð- stefnuna, og því síðustu forvöð að núa Sjálfstæðisflokknum um nas- ir landráðum fyrir þá samnings- gerð. Allir landhelgissamningar Breta, sem í gildi voru 1958, féllu fyrir róða, er atkvæðagreiðslur á hafréttarráðstefnunni 1958 leiddu í Ijós, að 12 mílur nutu meira fylgis en 3 mílurnar. Þótt ekki næðust tveir þriðju hlutar atkvæða með 12 mílunum og þótt alþjóðalögin, sem gerð voru á hafréttarráðstefnunni 1958 um grunnlínur og ým- isiegt annað varðandi fisk- veiðilögsögu, yrðu ekki fullgilt fyrr en 1966, gerðu Bret- ar nýja landhelgissamninga við Færeyinga 1959, við Norð- menn 1960, við íslendinga 1961, við Rússa 1964, við Pólverja 1964, við Belga, Dani, Frakka, Hollend- inga, íra, ítali, Portúgali, Spán- verja, Svía og V-Þjóðverja 1964. Ákvæði um gildistíma eru margvísleg í þessum samingum, en æviskeið þeirra allra var ráðið. þegar Allsherjarþingið 1970 ákvað að kalla saman hafréttar- ráðstefnu 1973. Af öllum þessum samningum náðu íslendingar hagstæðasta samningnum undir forystu Sjálf- stæðisflokksins, nema hvað Rússar runnu á það lag að krefj- ast jafnhagstæðs samnings og íslendingar. AÐALFULLTRÚI í CARACAS Þessar þungu sakir urðu að liggja I þagnargildi, meðan ein- hver von var til, að meira vekti fyrir Lúðviki, en það sem hér er rakið. Þá von gerði Lúðvík að engu, er hann rauf hvorttveggja í senn þjóðareininguna og um leið skálkaskjól sitt með því að svikj- ast aftan að forsætisráðherra, þegar hann kom heim frá London með uppkastið. Að þessum þungu sökum athuguðum má Ijóst vera, að óvænlegt væri að gera slikan spellvirkja að aðalfulltrúa Islend- inga á hafréttarráðstefnunnt i Caracas, en það ætlar Lúðvík Jósepsson sér, og ætlar að ryðja fremsja hafréttarfræðingi vorum úr vegi til að gera sjálfum sér vegtyllu. Ingólfur Jónsson: ENGINN veit, hvernig nýbyrj- að ár verður en allir vona, að það megi verða hagstætt og gjöfult. Ársins mun verða minnzt í sögunni vegna 1100 ára afmælis íslandsbyggðar. Öll ár, sem í aldanna skaut renna eiga sína sögu. Saga Islands- byggðar hefur mótazt að miklu leyti af árferðinu, heilsufari þjóðarinnar, náttúruhamför- um, aflabrögðum, samgöngum og viðskiptum við önnur lönd. Þótt tímarnir hafi breytzt hefur árferðið og tíðarfar enn mikil áhrif á afkomu einstakra at- vinnuvega og Þjóðarbúsins. Sjávarafli og viðskiptakjör út á við eru ákvarðandi um mikil- væga þætti efnahagslífsins. Sl. fjögur ár hafa verið hagstæð í meginatriðum. Árið 1970 juk- ust þjóðartekjurnarum25,3% vegna bættra viðskiptakjara, aukinnar framleiðslugetu at- vinnuveganna og fjölbreytni í atvinnulífinu. Tekjur vinnu- stéttanna jukust mjög mikið á því ári, og atvinna var nóg fyrir alla vinnufæra menn. Kaup- máttur launa jókst á einu ári frá 1. júní 1970 til 1. júní 1971 um 19,5%. Tekjur bænda Lækka ber skatta og vinna gegn óþarfa eyðslu hækkuðu það ár frá næsta ári á undan, miðað við útreikninga Hagstofunnar, um 33,5%. En sé miðað við útreikninga bú- reikngaskrifstofu landbúnað- arins hækkuðutekjurbænda þetta ár um 48,8%. Arið 1971 var einnig hagstætt til lands og sjávar. Tekjur þjóðarbúsins jukust um 24,2% á þvi ári. A miðju ári 1971 urðu stjórnar- skipti í landinu. Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar komst til valda og tók við góðu búi úr hendi viðreisnarstjórnarinnar. Hefur oft verið vitnað til orða Ólafs Jóhannessonar forsætis- ráðherra á Alþingi haustið 1971. Staðfesti forsætisráð- herra, að staða þjóðarbúsins og atvinnuveganna væri það góð, að ríkisstjórnin hefði talið fært að gefa loforð til handa laun- þegum um stóraukinn kaup- mátt launa á næstu tveimur ár- um, styttingu vinnuvikunnar og aukið orlof. Ekkert nema vont árferði, aflatregða og verð- fall afurðanna virtist geta kom- ið veg fyrir aukna hagsæld í þjóðfélaginu, þega forsætisráð- herra talaði á haustdögum 1971. En fljótt kom í ljós, að lögmálið, sem gilt hefur um ald- ir virtist ekki duga lengur á íslandi, eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Þrátt fyrir góðærið, mikil afla- brögð og hækkandi verðlag á framleiðsluvörum þjóðarinnar, steðja ýmiss konar erfiðleikar að atvinnuvegunum og efna- hagslífinu. ERFIÐLEIKAR í GOÐÆRI Talið er, að þjóðartekjurnar hafi aukizt um 33,3% á árinu 1973. Er það vegna aukins sjávarafla, sérstaklega loðnu og mikilla verðhækkana á sjávar- afurðum. En taumlaus verð- bólga kemur flestu úr skorðum, þannig að atvinnuvegirnir geta ekki notið sín í góðærinu. I góðærinu segjast launþegar verða að vinna fleiri vinnu- stundir en var fyrir 2—3 árum til þess að hafa fyrir brýnustu nauðsynjum og sköttum. Ríkisstjórnin gerir lítið til þess að hindra verðbólguflóðið, sem flæðir yfir landið. Hún ger- ir mikið úr því, að verðhækkan- ir hérlendis séu vegna erlendra hækkana. Astæðulaust er að gera minna úr áhrifum er- lendra verðhækkanna er efni standa til. Skýrslur sýna, að verðbólga hér á landi hefur aukizt frá hausti 1972 til jafn- lengdar 1973 um liðlega 30%. Þar af er hækkun vegna er- lendra áhrifa um 10%, eða tæp- lega 1/3 af hækkunun- um. Meira en 2/ verðhækk- ananna er þvi heimatilbúið. Rfkisstjórnin lofaði því, að verðhækkanir hér á landi skyldu ekki verða meiri en gerist i nágrannalöndunum. Efndirnar hafa orðið eins og raun ber vitni. Á 12 ára timabili viðreisnarstjórnarinnar var ár- ferðið misjafnt. Auk þess var arfurinn frá vinstri stjórninni fyrri þungurbaggi. Áárunum 1967—1968 minnkuðu útflutn- ingstekjur þjóðarinnar um nærri 50% vegna verðlækkana á útflutningsafurðum lands- manna og aflatregðu. I kjölfar þess varð gengislækkun, sem olli miklum verðhækkunum á innfluttum vörum. Þrátt fyrir misjafnt árferði og áföll varð verðhækkunum haldið í skefj- um. Á 12 ára tímabili voru ár- legar verðhækkanir til jafnaðar um 10%. Er það aðeins 1/3 hluti af þeim verðhækkunum, sem nú hafa gengið yfir. Kostnaðarverðbólgan gerir lífs- kjör almennings lakari og eyk- ur erfiðleika atvinnuveganna. Bændur kvarta undan mikilli hækkun á rekstrarvörum og öll- um nauðsynjum. Vaxtahækkun á stofnlánum og öðrum lánum er þungur baggi á landbúnaðin- um. RlKISSTJÖRN- IN VILLMEIRA EN 30 MILLJARÐA Iðnaðurinn á í vök að verjast og stendur ekki undir þeim kostnaði, sem á hann hleðst. Tollalækkanir iðnaðinum til handa skv. frumvarpi ríkis- stjórnarinnar eru allir sammála um að veita, enda eru tolla- lækkanirnar að verulegu leyti samningsbundnar. En ríkis- stjórnin vill fá 1% söluskatts- hækkun til viðbótar nærri 30 milljarða tekjum, sem inn- heimtar verða af skatt- borgurunum á þessu ári. Hótelrekstur og férðamanna- þjónusta var orðinn snar þáttur I atvinnulifinu og hefir síðustu árin gefið miklar gjaldeyris- tekjur, en nú horfir illa f þeim málum vegna verðbólgunnar og aukins kostnaðar. I samgöngu- málum og verzlunarmálum gegnir sama máli, þar er þungt fyrir fæti og taprekstur i flest- um greinum. Mikil óvissa rikir i sjávarútveginum, útgerðar- menn taka ákvörðun bráðlega á framhaldsaðalfundi hvort róðrar halda áfram á báta- flotanum. Fiskverð hefur ekki enn verið ákveðið Vonandi fer ekki svo illa, að bátaflotinn verði bundinn í höfn, þegar vertið fer að hefjast. Fiskverð er hærra á erlendum markaði en nokkru sinni hefur þekkzt. Fyrir fáum misserum var fisk- blokkin 21 cent pund á Banda- ríkjamarkaði, en nú er verið yfir 80 cent. En kostnaðarverð- bólgan kemur við sjávarútveg- inn ekki síður en aðrar atvinnu- greinar. EKKERT NEMA MET AFLI OG TOPP VERÐ NÆGIR Ríkisstjórnin segir, að flestir erfiðleikar hérlendis séu til- komnir veg.na erlendra hækkana og nú siðast hækkunar olíuverðsins. Hér að framan hefur sú fullyrðing ríkisstjórnarinnar verið hrakin. Hækkun olíuverðs hefur ekki komið að sök sl. ár, en nú hefur 35% hækkun á olíu tekið gildi, Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.