Morgunblaðið - 05.01.1974, Page 19

Morgunblaðið - 05.01.1974, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1974 19 1 íwmmíniii MowiiBUflSiiis Skíðamenn á heimsmeistaramót ÞRÍR íslenzkir skfðamenn verða meðal þátttakenda á Heims- meistaramótinu á skfðum í alpa- greinum og tveir keppa_______f^ norrænum greinunum. Það eru þeir Árni Oðinsson, Hafsteinn Sigurðsson og Haukur JóhannssOn, sem taka þátt f keppninni f svigi og stórsvigi í St. Moritz um miðjan febrúar. Heldu þeir féiagar utan f gær og verða við æfingar og keppni fram að mótinu. Um miðjan febrúar fer fram f Falun f Svíþjóð keppni í norrænu greinunum og verða göngumennirnir Halldór Matt- híasson, Akureyri og Reynir Sveinsson, Fljótum meðal þátt- takenda þar. Á mótinu í St. Moritz verða þátttakendur frá 35 þjóðum, 111 konur og 191 karl — eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Flestir þátttak- endur koma frá Austurríki, Frakklandi, V-Þýzkalandi, Ítalíu, Japan, Sviss og USA, 18 kepp- endur frá hverri þjóð. Fæstir Hudson og Osgood á sölulista keppendur Koma frá Brasilíu og Tyrklandi, einn frá hvoru landi. Af Norðurlandaþjóðunum senda Norðmenn flesta keppendur eða 14, Svíarnir verða 11, Finnarnir fimm og íslendingarnir þrír eins og áður sagði. Það er orðið langt síðan islenzkir skíðamenn hafa tekið þátt í heimsmeistaramóti á skíðum. Síðustu ár hefur skiða- íþróttin verið i miklum vexti og skíðafólk verið á faraldsfæti til æfingaog keppni erlendis. TVEIR beztu menn enska knatt- spyrnuliðsins Chelsea eru nú komnir á sölulista, það eru þeir Alan Hudson og Peter Osgood. Þeir léku ekki með liði sínu gegn Sheffield United á nýársdag og verða ekki með i bikarnum á laugardaginn, en þá leikur Chelsea gegn QPR. Þeir voru settir út úr liðinu vegna agabrots, en hafa sjálfir óskað eftir að verða seldir, til samans eru þeir metnir á um 100 milljónir islenzkra króna. Osgood er einn af markhæstu leikmönn- um ensku 1. deildarinnar og Hud- son hefur staðið sig vel með liði sínu í vetur. Haukur Jóhannsson — hann vann Bikarkeppni Skíðasambandsins meðyfirburðum sfðasta vetur. f keppni f handknattleik um helg- ina. Mest athygli beinist að 1. deild karla og í henni fara fram þrfr leikir á morgun og mánudag. Klukkan 20.15 annað kvöld hefst í Höllinni leikur Vals og Þórs frá Akureyri. Valsmenn eru sigurstranglegri á pappírnum en Þórsarar hafa sýnt það f fyrri leikjum sínum i vetur, að engin ástæða er til að vanmeta þá. Að þeim leik loknum mætast ÍR og Armann, liðin, sem sitja á botn- inum ásamt Þór með þrjú stig. Vafalaust verður bar um jafnan leik að ræða. ÍR-ingar með sinn beitta sóknarleik mæta stórgóðri vörn Ármenninganna og spuring- in er hve langt þeir komast. Á mánudagskvöldið fer fram leikur Hauka og FH í íþróttahús- inu í Hafnarfirði og hefst leikur- inn klukkan 20.15. Um leiki Hafn- arfjarðarliðanna er óþarft að hafa- mörg orð þeir eru hinir fjörug- ustu og barizt til siðasta blóð- dropa. Hafnarfjarðarliðin hafa leikið nokkra leiki í vetur og hefur þar verið um hnífjafna bar- áttu að ræða. I 2. deild karla fara fram tveir leikir á morgun, báðir í Laugar- dalshöllinni, KR leikur gegn Fylki og Þróttur við ÍBK. Fyrri leikurinn hefst um klukkan 17. i þriðju deildinni leika ÍA — Viðir og Þróttur — Afturelding í iþróttahúsinu í Hafnarfirði og Framhald á bls. 18 ÞAÐ fór sem vænta mátti, Luther College sigraði í fjögurra liða keppni K.K.Í. Liðið sigraði Urval K.K.Í. í úrslitaleik mótsins með 89 stigum gegn 76. Staðan í hálfleik var 52:30 fyrir Luther, þannig að Urvalið vann síðari hálfleikinn með 46 stigum gegn 37. i leik um þriðja sætið í mótinu sigraði úr- valslið af Keflavíkurflugvelli B Iið K.K.Í. með 67:62. Fyrri hálfleikurinn var hreint út sagt frábær hjá Luther. Þá lék sterkasta liðið á fullu, þeir O’Neill, Anderson, Leix, Claus- sen, Kennedy og Denner. Þetta eru allt frábærir leikmenn. Vörn ísl. liðsins var mjög sterk, og hleypti þeim ekki inn að körf- unni, og hófu þeir þá mikla skot- hríð fyrir utan. A löngum köflum í hálfleiknum hafnaði hvert ein- asta skot þeirra í körfunni, og var sama hver skaut og hvaðan var skotið. Þótt okkar menn næðu af og til mjög skemmtilegum samleiks- köflum, var hittni liðsins mjög slök fyrir utan, og það gerði það að verkum fyrst og fremst, að Luther var með yfirburðastöðu í hálfleik 52:30. Helstu stjörnur Luther fengu að hvíla sig í síðari hálfleiknum lengst af, og þeir, sem komu inná í þeirra stað, hittu ekki eins vel fyrir utan. Vörnin inni á miðj- unni var enn sem fyrr mjög sterk, og nú tók. ísl.liðið að saxa á forskot Luther. Minnstur varð munurinn fimm min. fyrir leikslok 78:69, en 13 stig skildu I lokin 89:76. . Þrátt fyrir þennan ósigur verð- ' ur að segjast, að ísl. liðið kom mjög þokkalega frá þessum leik í heild. Liðið er að ná mjög góðum tökum á varnaraðferðum sínum, en gegn slíkum skyttum stoðar ekkert, „þær stöðvar engin vörn, þegar þær eru í þessum ham“ sagði Einar Bollason i leikhléi Helst mátti finna það að liðinu í þessum leik, að sóknarleikurinn er ekki orðinn nógu öruggur, og það þarf að laga. — Um Luther-lið ið þarf ekki að hafa mörg orð, liðið er mjög gott, og hefur yfir frábærum einstaklingum að ráða. Það þarf ekkert lið að skammast sin fyrir að tapa með 13 stigum gegn þessu liði, jafnvel þótt besta lið þeirra léki ekki allan tímann. En auðvitað er takmarkið að sigra þá á mánudaginn þegar Luther leikur sinn siðasta leik hér á landi að þessu sinni. Claussen var stig- hæstur að þessu sinni með 14 stig, Denner og O’Neill 12 hvor. Þórir Magnússon skoraði 13 stig, Kristinn Jörundsson og Kol- beinn Pálsson 11 hvor. VALLARLIÐIÐ: B-LIÐ K.K.Í Á undan úrslitaleiknum lék B- lið K.K.Í. gegn úrvali af Kefla- víkurflugvelli. Sá leikur var jafn lengst af, þótt vallarliðið leiddi oftast. Staðan i hálfleik var 27:18 vallarliðinu í vil. Lengi vel fram- an af síðari hálfleiknum var mun- urinn um 10 stig, en rétt fyrir leikslok tókst ísl. liðinu að minnka muninnn niður í tvö stig 64:62. En lengra komust þeir ekki, og úrvalsliðið af Keflavíkur- | flugvelli hreppti 3. sætið með þvi að sigra með 67:62. Það, sem vakti einna mesta athygli í þessum leik, var góður leikur Agnars Friðriks- sonar, hann skoraði 16 stig, sum á glæsilegan hátt, og var sterkur i vörn. David Devany var langbestur í vallarliðinu, og þessi skemmtilegi leikmaður skoraði alls 24 stig, mest með sinum kunnu langskot- um. Birgir Guðbjörnsson skorar. ÞAÐ verður mikið um að vera í handknattleiknum um þessa helgi þvi alls fara fram 35 leikir í hinum ýmsu flokkum og deild- um. Alls verða því um 800 manns Luther vann hraðmótið Full ferð á r Islandsmótinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.