Morgunblaðið - 05.01.1974, Síða 23

Morgunblaðið - 05.01.1974, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 5. JANÚAR 1974 23 Olíuverzlun Islands h/f, sem hann annaðist í áratugi. Hann hafði umsjón með birgðastöð fé- lagsins hér, en við hana starfaði einnig bróðir hans, Friðrik, kunnur borgari á staðnum og lát- inn fyrir nokkrum árum. Har- aldur hafði einnig með höndum — fyrstur manna í Skagafirði — afgreiðslu langferðabifreiða, og sjálfur starfrækti hann fyrstu bif- reiðastöð hér. Á því, sem hér hefur verið rakið, sést glöggt, að Haraldur hefur færzt margt í fang og hugað að ýmsu. Má með fullum sanni segja, að honum hafi aldrei fallið verk úr hendi. Starfsgleði hans var dæmafá. Barnungur varð hann að hefja lífsbaráttuna og gerði ævinlega meiri kröfur til sjálfs sín en annarra. Síðasti starfsdagur hans var aðfangadag- ur jóla. Þann dag gekk hann til vinnu sinnar eins og endranær. Á jóladag kenndi hann lasleikí og hélt kyrru fyrir þann dag og hinn næsta, en að morgni 27. desember andaðist hann að heim- ili sínu. Var þá lokið langri og starfsamri ævi. Hjónaband Guðrúnar og Har- alds var farsælt og traust. Guðrún var ástrík og góð húsmóðir, og mat Haraldur hana mikils. Hún lézt 1971 eftir þungbær veikindi, 74 ára að aldri. Missir hennar varð Haraldi mikið áfall, þótt ekki bæri hann söknuð sinn á torg. Börn þeirra hjóna eru: Bjarni kaupmaður á Sauðárkróki og María Kristín, gift Guðfinni Einarssyni forstjóra í Bolungar- vík. Haraldur var börnum sínum góður faðir, hollráður og um- hyggjusamur. Baynabörn hans voru honum einkar kær, enda var hann barngóður. Á síðustu árum hans voru heimsóknir barnabarn- anna honum sólskinsstundir, sem hann hlakkaði til og naut í ríkum mæli. Sauðkrækingar eiga nú á bak að sjá þeim manni, sem einna lengst hefur starfað á meðal þeírra og notið vinsælda og virð- ingar. Mörgum mun reynast erfitt að sætta sig við að sjá ekki framar þennan síkvika, glaðlega mann. En hann hefur ákilað fullu dags- verki flestum fremur, og við meg- um vera þakklát fyrir að hafa átt þess kost að kynnast honum, njóta verka hans og návistar. Um leið og ég votta ástvinum Haralds Júlíussonar einlæga sam- úð flyt ég honum þakkir aldraðra foreldra minna, sem áttu hann að nágranna og vini, allt frá því að faðir minn hóf störf við hlið hans í Verzlun Kr. P. Briems 1915. Að leiðarlokum færi ég honum persónulegar þakkir mínar fyrir óbrigðula vináttu og umhyggju frá fyrstu kynnum. Hús hans var um árabil annað heimili mitt og starfsvettvangur. Þaðan á ég dýr- mætar minningar, sem ég mun geyma í þakklátum huga. Far vel, vinur. Kári Jónsson. Á ÞESSUM skammdegisdögum kveðja Skagfirðingar heiðurs- mann í þess orðs bezta skilningi. Þó að Haraldur Júlíusson, sem nú er kvaddur, væri hvorki fæddur né uppalinn í Skagafirði — en hann fluttist úr Eyjafirði 27 ára að aldri — þá má hiklaust telja hann einn ágætasta son þess fagra héraðs Skagafjarðar. Enda unni hann því heitt og lagði mörg lóð á vogaskálar framfara þess og þróunar. Eins og allir aðrir strákar á ,,Króknum“ í þá daga kynntist ég Haraldi og fékk mörg holl ráð hjá þessum hæverska manni. Har- aldur átti meiri þátt í, á hvern hátt mitt lífs- starf mótaðist en nokkur ann- ar maður. Á verzlunarferð í Reykjavík mælti hann með mér sem væntanlega heppilegum unglingi til að nema viðgerð á skrifstofuvélum erlendis. Orðum Haralds þótti ætíð óhætt að treysta, og ég var því sendur. Ekki hafði ég beðið hann sérstak- lega að koma mér í nám, enda erfitt á þessum atvinnuleysis- árum, í kringum 1937. En svona var hann vakandi, ávallt að hjálpa. Náin samskipti okkar Haralds byrjuðu um 1933, þegar ég réðst sem ,,kuskur“ og síðar kokkur til vegavinnuverkstjórans Rögn- valds Jónssonar frá Ytri-Kotum, en hann ,,provanteraði“, að ég held, flesta vegavinnuflokka I héraðinu. Var það mikið og erilsamt starf, sem gaf lítið í aðra hönd. Lftið var um aura á þessum kreppuárum, en Haraldur treysti okkur strákunum ekki síður en þeim kvæntu og ráðsettu. Vildi hann ávallt hvers manns vanda leysa og það jafnt á nóttu sem degi. Sennilega hefur enginn sunnudagur eða aðrir helgidagar liðið svo, að hann væri ekki að erinda fyrir Pétur og Pál, sem vanhagaði um eitthvað úr verzluninni hans, eða leiðbeina ferðamönnum. Mun slík greið- vikni vart eiga sinn lika. Ekki var þess vart, að þetta hefði truflandi áhrif á fjölskyldulíf þeirra hjóna, svo samhent var fjölskyldan í þessum lífsvenjum. Kvæntur var Haraldur Guð- rúnu Bjarnadóttur, Magnússonar járnsmiðs, og konu hans, Kristínar Jósepsdóttur, sem var austfirzkrar ættar. ' Guðrún andaðist árið 1971, 74 ára að aldri. Börnin voru tvö, María giftist athafnamanni í Bolungarvik og Bjarni, sem hefur rekið verzlunina með f öður sínum í mörg ár. Mikil og gróin vinátta var með þeim hjónum og foreldrum minum, sem hélzt meðan bæði lifðu. Má segja, að þessi vinátta hafi gengið í erfðir til minnar fjöl- skyldu, þegar við heimsækjum æskustöðvarnar, en þá var boðið til veizlu, sem ljúft er að minnast. Haraldur hóf verzlunarstörf hjá Kristni P. Briem árið 1912, þegar hann kom til Sauðárkróks, og var hjá honum til 1919, að hann hóf eiginn verzlunarrekstur. Eitt sinn átti ég mikilvægt erindi við Briem. Vissi Haraldur um það og innti mig eftir, hvað Briem hefði sagt. Hafði ég orðrétt eftir svar hans, sem var: „Já, ég skal athuga þetta.“ Er mér þá minnisstæð athugasemd Haralds við svari Briems „Þetta svar frá Briem jafngildir loforði.“ Gekk þetta eftir. Svona voru nú kaup- mennirnir á Sauðárkróki i þá daga. Móðurmálið okkar á mjög gott orð, sem lýsir innra manni Haralds, hann var grandvar maður. Haraldur var meðalmaður á hæð, grannur alla tíð, skarpleitur og léttur á fæti. Yfir andliti og höfuðlagi var sérstök fegurð, sem speglaði hans innri mann. Ekki vissi ég til, að hann skipti skapi, því að geðprúður var hann með afbrigðum og brá fyrir sig hæg- látri kímni. Mörgum góðum málefnum lagði hann lið í kauptúninu, og voru þau hjón samhent í því sem öðru. Mun nú mörgum þykja skarð fyrir skildi að geta ekki leitað til Haralds, átt við hann orð og fundið hans trausta handtak. Sár 'verður söknuður barna hans og barnabarna, en þá er gott að geta yljað sér við minningarnar úm fyrirmyndar mann og fjölskyldu- föður. Haraldur hefur átt langan og giftudrjúgan starfsdag, og mun honum nú fagnað í æðri heimum af konu sinni, sem látin er fyrir nokkrum árum. Hafi hann þökk og virðingu okkar hjónanna fyrir allt, i gegnum mörgu árin. Ottó A. Michelsen. Ný 2)a herb. íbúð í Breiðholti til leigu. íbúðin leigist til eins árs og skal sem mest borgað fyrirfram. Snyrtileg umgengni og reglusemi algjört skilyrði. Tilboð óskast send á afgr. Mbl. fyrir 15. jan. '74 merkt: íbúð — 979. JdZZBOLL©CtSl<ÓLÍ BÚPU Q N 6 vikna og 12. mánudaginn 7. |Nl Ný námskeið, vikna hefjast janúar. Y ) Líkamsrækt og megrunaræfingar X fyrir dömur á öllum aldri. Morgun- dag- og kvöldtímar. ?T\ Innritun frá 1-6 i dag í síma 83730 eða í skólanum. V-L § 5 jazzBaLLettskóu búpu Dansskóli Hermanns Ragnars, Reykjavík. GLÆSIBÆR TÓNABÆR SKÚLAGATA 32 Innritun nýrra nemenda er daglega í síma 721 22. Byrjendur og framhald. Allir flokkar sem voru fyrir jól verða á sama stað og tíma. Kennsla hefst mánud. 7. janúar. Nemendur, sem voru fyrir jól, geta endurnýjað skírteini sín á jóladansleik á Hótel Sögu í dag. AthugiS nýtt símanúmer skólans 72122 — 72122. Skðll fyrlr yngrl bðrn Breiðhoill iii Kennsla hefst í skólanum að Unufelli 1 8 (aldur 5 — 6 ára) þann 7. janúar kl. 10 f.h. Vegna nýrra nemenda hafið samband í dag og næstu daga kl. 6—9 e.h. i síma 25244. Ása Jónsdóttir, uppeldisfræðingur. Félagsstarf ADUFUNDUR FULLTRUARADSINS Aðalfundur Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 7. janúar n.k. klukkan 20.30 að Hótel Sögu, Súlnasal. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um s.l. starfsár. 2. Nýjar prófkjörsreglur. 3. Breyting á reglugerð Fulltrúaráðsins 4. Stjórnarkjör 5. Kjör 1 2 fulltrúa í flokksráð Sjálfstæðisflokksins 6. Önnurmál. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins flytur ræðu. BLAÐBURÐARFOLK OSKAST Upplýsingar i síma 35408 AUSTURBÆR Barónstíg. Laufásvegur 2 — 57, Bergstaðastræti, Bergþórugötu, Sjafnargötu, Freyjugata 28—49, Miðbær, Hraunteig, Úthlið, Háahlíð, Grænuhlið, Grettisgata frá 2 — 35. Ingólfsstræti, Bragagata, Skaftahlíð, Skipholt I Laugaveg 34—80. VESTURBÆR Asvallagata II Seltjarnarnes, Skólabraut Hávallagata, Vesturgata 2 — 45., Seltjarnarnes, Mið braut. Sörlaskjól, Tómasarhaga, Nesveg frá 31 —82 Lynghaga, Lambastaðahverfi, Grenimel. ÚTHVERFI Sólheimar 1 . — Kambsvegur. Vatnsveituvegur, Nökkvavogur. Laugarásvegur, Sæviöarsund, Efstasund, Tunguveg, Blesugróf. Kópavogur Blaðburðarfólk óskast við Hrauntungu og Digranes veg, Birkihvamm, Bræðratungu, Nýbýlaveg, Lundar- brekku, Auðbrekku, Kópavogsbraut. Upplýsingar í sima 40748 Telpa óskast til sendistarfa á skrifstofu blaðsins, vinnutími 1_5 e.h. GARÐUR Umboðsmaður óskast i Garði. — Uppl. hjá umboðsmanni, sími 71 64, og í sima 101 00. MOSFELLSSVEIT Umboðsmenn vantar í Teigahverfi og Markholtshverfí Upplýsingar á afgreiðslunni i sima 10100. GRINDAVÍK Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og inn heimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar hjá umboðsmanni Onnu Bjarnadóttur og afgreiðslunni i sima 1 01 00. ESKIFJÖRÐUR Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og inn- heimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar hjá umboðs- manni í síma 62 eða afgreiðslunni í síma 10-100.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.