Morgunblaðið - 05.01.1974, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1974
rgunkoffinu
Þýtur ískóginwn s.K.r,h
Moldvarpan leiddi því frosk sér við hlið út í ferska
loftið, lét hann setjast í körfustól og bað hann að
segja sér frá nýafstöðnum þrengingum sínum frá
upphafi til enda og ekki stóð á froski. Moldvarpan
var góður áheyrandi og froskur lét gamminn geysa
og naut þess vissulega að enginn var viðstaddur til
að rengja orð hans eða draga sannleiksgildi þeirra í
efa. Satt að segja byggðist megin hluti frásagnarinn-
ar á því. Hvað „hefði-getað-orðið-ef-mér-hefði-dottið-
það-í-hug-á-réttum-tíma-en-ekki-tíu-mínútum-of-
seint“. Slíkar frásagnir verða alltaf beztar og fjör-
legastar, og því skyldu þær ekki eiga eins mikinn
rétt á sér eins og hinar sömu, sem alltaf vantar á
herzlumuninn?
12. kafli
„Odysseifur snýr heim”
Þegar dimma tók, kallaði rottan þær inn í stofuna,
hátíðleg og ábúðamikil á svip. Hún lét þau raða sér
upp við staflana góðu og tók til að hervæða þau fyrir
leiðangurinn. Þetta var mikið verk og vandasamt og
tók því sinn tíma. Fyrst fékk hvert þeirra belti og
síðan afhenti hún sverð í hvert belti og sveðju í
beltið hinum megin, svo jafnvægi fengist. Að því
búnu útdeildi hún byssum, lögreglulurkum, hand-
járnum, sárabindum, plástrum, vatnsflöskum og
brauðboxum. Greifinginn hló góðlátlega og sagði:
„Gott og vel, rotta. Þú hefur gaman og þessu og mig
sakar það ekki. En ég þarf ekki á öðru að halda en
þessum lurki hérna.“ Rottan sagði bara: „Æ, gref-
ingi, þú veizt að mér þætti verra, ef þú kenndir mér
um það seinna að hafa gleymt einhverju.“
Þegar allt var tilbúið, tók greifinginn ljósker í
aðra framlöppina og lurkinnihina og sagði: „Jæja,
öll í halarófu á eftir mér! Moldvarpan fyrst, því hún
er mér mjög að skapi. Rottan næst og froskur
síðastur. Og gættu þess, froskur, að tala ekki eins
mikið og þú átt vanda til, annars verður þú sendur til
baka. Það máttu bóka.“
Falleg taska
Þessi taska er saumuð úr 5 jafnstórum ferningum og efnið má
vera filt, skinn eða plastefni. Fyrst tekur þú tvo ferningana,
leggur röngu móti röngu og saumar þá saman eftir annari brún
þeirra. Notaðu nógu sterkan saumaþráð. Þráðarendana verður þú
að hefta vel niður. Hina ferningana saumar þú svo við þessa tvo á
sama hátt og skýrt er á teikningu A. Síðan eru stuttu hliðarnar
saumaðar saman. Fimmta ferninginn notar þú sem botn. B Snúðu
nú röngunni út á töskunni og saumaðu þrjá hringa á röngu
hliðanna fjögurra. Tvær snúrur eru síðan gerðar og notaðar til að
loka töskunni og það þarf að gera með'hagleik. Snúrurnar eru
síðan bundnar saman e.t.v. í speldi. Að því búnu er taskan tilbúin
og getur verið til margra hluta nýt.
£JVonni ogcTManni Jón Sveinsson
Var komin nótt, eða var það bara þokan, sem gerði
það?
Við vissum það ekki. Við höfðum ekki hugmynd
um, hvað klukkan var.
Ég þrýsti Manna að mér til þess að hlýja honum
dálítið.
Mér þótti ákaflega vænt mn bróður minn og þoldi
ekki að sjá, að honum liði illa.
Hann hjúfraði sig upp að mér og lét aftur augun.
Þannig sátum við lengi.
Ég leit á hann. Honum leið ekki vel.
Hann var vanur að vera rjóður og sællegur, en nú
var hann fölur og bleikur.
Ég nagaði mig í handarbökin fyrir ógætni mína.
Þetta var allt mér að kenna.
Loks opnaði hann augun og sagði:
„Sést ekki til lands enn?“
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
„Nei, Manni. Okkur ber til hafs með straumnum“.
„En hvað það er orðið kalt“, sagði hann. „Ég vil
helzt fara að sofa, en ég get það ekki fyrir kulda“.
Þetta var slæmt. En hvað átti ég að gera?
Ég hafði ekki neitt til þess að hlýja honum með.
Þá datt mér í hug, að við áttum enn kökur og rúsínur
í vösunum. Það var kannske bót í máli, að minnsta
kosti við sulti, þótt ekki væri við kulda.
Ég spurði því Manna:
„Ertu ekki svangur?“
„Jú, en mér er samt meira kalt“.
Ég stakk upp á því, að við skyldum fá okkur af
kökunum og rúsínunum. Hann tók því vel, og við át-
um mest af því, sem við áttum.
Heldur bætti það úr. Við urðum dálítið hressari.
En kuldinn hélt áfram að bíta okkur.
Mér var orðið mjög kalt líka.
— Þetta er klukkan, sem sonur
minn kom með frá Kfna ...
— Ef ég hefði rifið plásturinn
af á þennan hátt hefirðu barið
mig...
— Hugsaðu þér ósvffnina . . .
einhver hefur stolið veskinu
mínu ...
— Já, við krefjumst þess, að
ákveðin skilyrði séu uppfyllt
áður en við veitum námslán . .
. í fyrsta lagi verðið þér að
stunda eitthvert nám ...
— Af hverju förum við ekki í
leik þar sem við öll þrjú getum
verið með...?