Morgunblaðið - 05.01.1974, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1974
29
MAIGRET OG SKIPSTJÓRINN
Framhaldssagan
eftir Georges Simenon
Jóhanna Kristiónsdóttir
þýddi
30
hafði hnigið niður í stól og hágrét.
Öðru hverju stamaði hún:
— Veslings Conrad ... Conrad.
Og Barens beit á vörina,
ákaflega óttasleginn á svip.
— Te! sagði Maigret skipandi
við Any.
— Það var ekki alveg strax . . .
Teppinu var rúllað upp . . . og
Conrad dansaði . . .
Beetje grét enn beizklegar.
Maigret leit niður á teppið, eikar-
borðið með útsaumaða dreglinum,
gluggann og hann leit líka á frú
Wienands, sem vissi ekkert, hvað
hún átti af sér að gera né heldur
börnum sínum.
10. kapítuii
SA, SEM BÍÐUR EFTIR
RÉTTU ANDARTAKI
Maigret gnæfði upp úr hópnum
— ekki aðeins vegna stærðar
sinnar, heldur umfangs og mikil-
úðlegs fas. Dagstofan var ekki
stór og þar sem hann stóð núna og
hallaði sér upp að dyrastafnum
var eins og hann kæmist naumast
fyrir. Kannski hafði hann aldrei
verið manneskjulegri en einmitt
nú, þegar hann sagði alvarlegri,
hægri og dálítið óskýrri röddu:
— Áfram er haldið að spila . . .
Barens hjálpar Popinga að rúlla
upp teppinu . . . Uti í horni er
Duclos á tali við frú Popinga og
Any og hann hefur sanna unun af
að heyra sjálfan sig tala .. . Wien-
ands og kona hans eru farin að
hugsa til brottferðar vegna barn-
anna og pískra um það sín í milli .
. . Popinga hefur fengið sér eitt
koníaksglas og það dugir til að
setja meira líf í hann . . . Hann
hlær . . . Hann raular . . . Svo
gengur hann til Beetje og býður
henni upp í dans...
Frú popinga einblindi niður í
gólfið. Any horfði á lögreglufor-
ingjann með torkennilegri glóð í
augum, og hann hélt áfram:
— Morðinginn veit nú, að hann
ætlar að drepa .. . Það er einhver,
sem horfir á Conrad dansa og
veit, að innan tveggja klukku-
stunda mun þessi maður . . . þessi
maður, sem skemmtir sér og hlær
hátt og vill skemmta sér . . .
þyrstir eftir ævintýrum . . . innan
tveggja klukkustunda verður
hann liðið lik.
Hann fann hroll fara um við-
stadda. Frú Popinga opnaði
munninn eins og hún ætlaði að
reka upp óp, en ekkert hljóð kom
út fyrir varir hennar. Beetje var
enn snökktandi.
Andrúmsloftið hafði snögg-
breytzt. Nú var engu líkara en
allir sæju Conrad fyrir sér í
dansinum . . . og' vissu, að augu
morðingjans höfðu fylgt honum.
Jean Duclos gat ekki orða
bundizt:
— Ja, þetta þykir mér svei mér
ósvífið.
Og þegar enginn virtist taka
eftir þvi, sem hann sagði, hélt
hann áfram í þeirri von, að
Maigret veitti orðum hans
athygli: — Nú skil ég aðferð yðar
og hún er sannarlega ekki ný af
nálinni! Þér ætlið að gera þann
seka örvita af skelfingu, dáleiða
hann, leiða hann aftur á vit þess
andrúms, sem ríkti um kvöldið, og
með því ætlið þér að knýja fram
játningu . . . Ég þekki dæmi til
þess, þar sem hinn seki endur-
tekur allar sfnar gerðir gegn
vilja sinum .. .
En þetta varð aðeins að óskýru
muldri. Það var ekki beðið eftir
slíkri yfirlýsingu á borð við þessa
nú.
Utvarpið sendi enn frá sér
djasstónlist og það nægði til að
auka spennuna.
Frú Wienand hvislaði eitthvað
að manni sínum og hann reis
stirðbusalega á fætur.
— Já. Já. Þið megið fara, sagði
Maigret, áður en maðurinn hafði
mælt orð af vörum.
Veslings frú Wienands, sem var
siðfáguð kona, hefði áreiðanlega
helzt viljað kveðja þau kurteis-
lega og láta börnin gera slíkt hið
sama, en hún vissi bara ekki,
hvernig hún átti að snúa sér, svo
að hún lét sér nægja að þrýsta
hönd frú Popinga, án þess að
segja neitt.
— Er nú ekki tími til kominn að
bera fram te? spurði Maigret.
— Jú, svaraði Any, reis á fætur
og gekk í áttina að eldhúsinu.
— Afsakið, frú Popinga, en
fóruð þér ekki fram og hjálpuðuð
systuryðar . ..?
— Jú, en ekki fyrr en aðeins
seinna?
— Og var hún þá í eldhúsinu?
Frú Popinga strauk sér þreytu-
lega um ennið. Hún reyndi að
einbeita sér, svo að sljóleiki og
mæða næðu ekki algerum tökum
á henni.
Eg veit það ekki . . . Jú . . .
bíðum við. Ég held, að Any hafi
komið úr borðstofunni, þvl að
sykurskálin er í borðstofu-
skápnum.
— Var Ijós þar inni?
— Nei. . . jú kannski . . . Nei. . .
Ég held ekki. .. .
— Sögðuð þér ekkert?
— Jú ég sagði: ,,Það dugar ekki,
að hann Conrad fái sér meira
koníak, því að þá fer hann að
hegða sér ósiðlega.“
Maigret gekk fram um leið og
Wienandshjónin lokuðu á eftir
sér. Eldhúsið var bjart og þar var
ákaflega hreinlegt. Ketill stóð á
gasvélinni. Any tók lokið af
tepottinum.
— Við þurfum ekki að búa til
te.
Þau voru ein. Any horfðist í
augu við hann.
— Hvers vegna neydduð þér
mig til að taka húfuna? spurði
hún.
— Það skiptir engu .. Komið nú
Inni í stofunni mælti enginn
orð af vörum og engin hreyfing
var á neinum.
— Hafið þér i hyggju að láta
þennan glymjanda standa enda-
laust? ákvað Jean Duclos að
spyrja að lokum.
— Kannski. Það er einn í
viðbót, sem mig langar að tala við
... vinnusiúlkan.
Frú Popinga leit á Any, sem
svaraði.
— Hún er háttuð. Hún fer alltaf
í rúmið klukkan niu á kvöldin.
— Biðjið hana að koma stutta
stund. Hún þarf ekki að klæða
sig.
Og með sömu mynduglegu
röddinni og einkennt hafði hann i
byrjun sagði hann nú þrjózku-
lega:
— Þér eruð að dansa við
Conrad, Beetje ... I horninu
þarna fóru fram alvöruþrungnar
samræður . . . Og það var einhver
þarna inni, sem vissi, að fljótlega
væri einn úr hópnum látinn . .
einhver vissi, að þetta var síðasta
kvöld Popinga .. .
Það heyrðist þrusk og dyrunum
var lokað uppi, þar sem aðeins
voru kvistherbergi. Svo heyrðist
muldur, sem kom nær. Any kom
inn á undan. Frammi stóð
stúlkán.
— Komið inn, sagði Maigret
skipandi. — Einhver verður að
segja henni, að hún skuli ekki
vera hrædd, heldur bara koma
hingað inn.
Stúlkan hafði vingjarnlegt
andlit, en hún var óttaslegin.
Hún hafði farið í kápu yfir
siðan gulan bómullarnáttkjólinn.
Augun voru svefndrukkin og
hárið úfið.
Maigret sneri sér að Duclos.
— Spyrjið hana á hollenzku,
hvort hún hafi verið ástkona Pop-
inga...
Frú Popinga sneri sér
örvingluð frá. Spurningin var
þýdd á hollenzku. Stúlkan hristi
áköf höfuðið.
— Endurtakið spurninguna.
Spyrjið, hvort húsbóndi hennar
hafi aldrei verið nærgöngull við
hana...
Enn ákafari mótmæli.
— Segið henni, að hún eigi yfir
höfði sér að lenda í fangelsi ef
hún segir ekki satt. Skiptið spurn-
inguna niður I fleiri hluta. Hefur
hann aldrei kysst hana? Hefur
hann aldrei komið inn i herbergið
hennar, þegar hún var ein þar
inni?
Allt _ í einu brast stúlkan f
náttkjolnum f háværan grát og
stamaði:
— Eg sver, að ég hef ekki gert
neitt.. .. Ég sver það ...
Duclos túlkaði. Any horfði á
stúlkuna kipruðum vörum.
— Hún var sem sagt ástkona
hans?
Vinnustúlkan mátti ekki mæla
um stund. Svo andmælti hún. Og
grét. Og bað fyrirgefningar.
Stundi upp orðum, sem vart mátti
greina fyrir gráti.
— Eg held ekki, sagði prófess-
orinn að lokum. — Mér skilst
hann hafi leitað á hana. Þegar
hann var einn hjá henni á kvöldin
var hann hjá henni i eldhúsinu
. .. Hann kyssti hana ... Einu
sinni kom hann inn í herbergið til
hennar, þegar hún var að hátta
sig . . . Hann gaf henni súkkulaði
á laun ... en meira var það nú
ekki.
— Hún má fara aftur upp til
sín.
Þau heyrðu stúlkuna fara upp
og skömmu síðar var dyrunum
hjá henni lokað.
Maigret sneri sér að Any.
— Viljið þér gjöra svo vel og
fara upp og sjá, hvað hún er að
gera?
Einn er þó kosturinn við þetta, að hér verður maðurinn
að þola mig.
VELVAKAIMDI
Velvakandi svarar f
síma 10-100 kl. 10.110 —
11.30. frá mánúdegi til
föstudags.
0 Nógur sandur
í Dugguvogi
Indriði Björnsson hjá Sandi s/f
við Dugguvog hafði samband við
Velvakanda vegna klausu, sem
birtist hér í dálkunum í fyrradag.
Þar var rætt um hörgul á sandi í
frostatíðinni, og lagt til að fram-
takssamt fólk drifi í því að hafa til
sölu sand til að strá á
svellbunkana, sem verið hafa allt
að þvi óyfirstiganlegir upp á síð-
kastið.
Indriði sagði, að sandur væri
alltaf fáanlegur hjá þeim í Duggu-
voginum, og væri mikið um það,
að fólk hefði leitað til þeirra að
undanförnu.
% Umgengnisréttur
og
umgengnis-
skyldur
Ilulda Guðmundsdóttir, Birki-
lundi við Vatnsveituveg, skrifar:
,,Eftir að hafa séð þáttinn
Krunkað á skjáinn 21. nóvember
s.l. langar mig til að spyrja eftir-
farandi spurninga:
Er nú hægt að fjalla um og
afgreiða skilnaðarmál eftir lög-
um, sem urðu ógild við setningu
nýrra laga þann 1. janúar 1973?
Hver er lagalegur réttur barns
við skilnað foreldra?
Er þess getið í hinum nýju lög-
um, að móður sé sk.vlt að láta barn
taka upp umgengni við föður, þar
sem engin umgengni hefur verið
né tilfinningatengsl myndast, t.d.
ef barn fæðist eftir skilnað að
borði og sæng?
Getur móðir krafizt þess, að
barnsfaðir umgangist barn sitt,
ella verði hann beittur dagsekt-
um, sbr. ákvæði um dagsektir á
hendur móður, sem meinar föður
umgengni við barn? (Hjónaband
og skilnaður kemur þessari
spurningu ekki við, ef það er álit-
ið, að blóðböndin ein gefi föður
rétt til umgengni).
Öllum rétti fylgja sk.vldur.
Hverjar eru skyldur þess. sem
krefst umgengnisréttar við
barn?“
0 Hvað á að
gera við
jólatréð?
Nú eru jólin um það bil að fjara
út — jólatrén eru orðin ósköp
óhrjáleg, nema auðvitað plastik-
og nælontré, sem verða jafnfalleg
eða ófalleg næsta ár, eftir því
hvernig á það er litið.
Nú upphefst sá árlegi höfuð-
verkur, sem fylgir veseninu við
að losa sig við hrísluna. Það væri
svona með hálfum huga, að maður
færi að stilla henni upp við hlið-
ina á öskutunnunni — alla vega
getur ekki verið ákaflega
skemmtilegt að starfa við sorp-
hreinsun upp úr þrettándanum,
ef öll heimili f bænum fara þann-
ig að ráði sínu.
Þá er skemmtilegra að hugsa til
þess að snaggaralegir strákar á
brennualdri hringi á bjöllunni til
að vita hvort ekki sé til aflóga
jólatré, eins og stundum hefur
gerzt.
Og með þvi, að varla er hægt að
hugsa sér neitt eins fúlt og
óspennandi eins og jólatré, sem er
búið að velkjast á milli landa og
standa síðan í hálfan mánuð inni
á stofugölfi uppi á Islandi, lætur
maður tréð fiislega af hendi,
gefur gotterí í kaupbæti,
og er feginn að vera laus allra
mála.
Hvað strákarnir ætla sér svo
með jólatréð, veit enginn —
a.m.k. hefur enginn sagt, að bann-
að sé að gefa börnum jólatró,
Kissinger
dáður mest
New York, 2. janúar, AP.
HENRY Kissinger utanríkisráð-
herra er sá maður, sem Banda-
ríkjamenn dá mest, samkvæmt
skoðanakönnun Gallups.
Nixon forseti er nú í þriðja
sæti, en hefur verið í efsta sæti
fjögur síðastliðin ár. Aðeins fimm
sinnum áður hefur forsetinn ekki
verið í efsta sæti síðan þessar
kannanir hófust 1946.
Séra Billy Graham var í öðru
sæti að þessu sinni, en var f fjórða
sæti i fyrra. Edward Kennedy öld-
ungardeildarmaður var í fjórða
sæti nú og Gerald Ford varafor-
seti i fimmta sæti.
í 6. til 10. sæti voru: George
Wallace ríkisstjóri, Ralph Náder
baráttumaður hagsmuna neyt-
enda, Henry Jackson öldunar-
deildarmaður, Páll páfi VI og
Barry Goldwater öldungadeildar-
maður.
Haninn
háttprúði
á Akureyri
Akureyri, 3. janúar —
LEIKFÉLAG Akureyrar frum-
sýnir á sunnudaginn sjónleikinn
Hanann háttprúða eftir írska höf-
undinn Sean O’Casey. Margir
munu kannast við leikrit hans,
Júnó og páfuglinn og Plógur og
stjörnur. Þorleifur Hauksson
þýddi leikritið fyrir Leikfélag
Akureyrar.
Leikstjóri er skozkur maður,
David Scott, en eiginkona hans
Jónína Ölafsdóttir leikur gesta-
leik hjá L.A. í þessu verki. Ann-
ars búa og starfa hjónin í Lund-
únum. Leikmynd gerði Magnús
Pálsson.
Með helztu hlutverk fara Arnar
Jónsson, Þráinn Karlsson, Jón
Kristinsson, Aðalsteinn Bergdal,
Guðmundur Ölafsson, Saga Jóns-
dóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir,
en alls koma um 20 manns fram í
sýningunni. — Sv.P.
Kalt vatn
í Svíþjóð
Stokkhólmi, 3. janúar, NTB.
ELDSNEYTISNEFNDIN í Sví-
þjóð hefur ákveðið, að í febrúar
verði lokað fyrir heitt vatn sam-
tals í tvær vikur í öllum fjölbýlis-
húsum, þar sem olíunotkun verð-
ur dýr.
nucLvsmcnR
*£*--*22480