Morgunblaðið - 09.02.1974, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1974
12
Ingólfur Jónsson:_
Tekur ríkisstjórnin toll og sölu-
skatt af Viðlagasjóðshúsum?
Jarðeldunum í Vestmanna-
eyjum lauk fyrr en menn þorðu
yfirleitt að vona. Eyðilegging af
völdum gossins er mjög mikil
og verður sennilega aldrei að
fullu metin. Á vegum Viðlaga-
sjóðs er reynt að reikna dæmið
og finna þær fjárhæðir, sem
bótaskylda sjóðsins nemur.
Með lögum um Viðlagasjóð var
ákveðið að bæta Vestmannaey-
ingum upp, að vissu marki, það
tjón, sem þeir urðu fyrir vegna
náttúruhamfaranna. Með reglu-
gerð um sjóðinn, útgefinni 27.
marz 1973, er kveðið á um fram-
kvæmd laganna. Alþingi sam-
þykkti viðlagasjóðslögin ein-
róma. Þjóðin öll hefir talið
sjálfsagt að styðja Vestmanna-
eyinga í uppbyggingarstarfinu
og bæta það tjón, sem orðið
hefir, eftir því sem sanngjarnt
er og nauðsynlegt þykir. Hjálp,
sem borizt hefur erlendis frá,
er mikils virði og þakkarverð.
Nærri helmingur Vestmanna-
eyinga mun nú vera kominn
heim. Ánægjulegt er til þess að
vita, að mikið starf er hafið í
Vestmannaeyjum við uppbygg-
ingu í kaupstaðnum og fram-
leiðslustarfsemi. Verksmiðj-
urnar bræða loðnu með
fullum afköstum. Vetrarvertíð-
in er að hefjast, og búizt er við,
að vinnslustöðvarnar, stóru og
afkastamiklu, fái állar nægjan-
legt hráefni til vinnslu.
Mestur hluti Eyjabáta mun
leggja aflann upp í Vestmanna-
eyjum í vetur. Vera má, að
nokkur vöntun á vinnuafli
verði í frystihúsunum, þegar
mestur afli berst á land, en
kunnugir menn telja, að úr því
muni sennilega vel rætast.
Á því hefur borið, að sjó-
menn vanti á minni bátana, sér-
staklega skipstjóra og vélstjóra.
Væri það mikið tjón, ef góðir
fiskibátar kæmust ekki á sjó
vegna manneklu. Þess verður
að vænta, að sjómenn fáist að
þessu sinni eins og fyrr til þess
að stunda veiðar á hinum feng-
sælu Vestmannaeyjamiðum.
Það var mikil heppni, að
verksmiðjurnar og frystihúsin
urðu ekki eldinum að bráð. Þó
er það enn meira virði, að höfn-
in bjargaðist. Höfnin er lífæð
kaupstaðarins. Um höfnina fer
öll athafnastarfsemin í Vest-
mannaeyjum.
Innsiglingin í Vestmannaeyj-
um hefur batnað vegna þess, gð
nýi hraunkanturinn gefur skjól
í austanveðrum. En mikið þarf
að gera til þess að höfnin upp-
fylli ströngustu kröfur.
Alþjóðabankinn lánar veru-
lega fjárhæð til hafnarfram-
kvæmda í tilefni af Vestmanna-
eyjagosinu. En þar sem ekkert
af því fé er látið fara til Vest-
mannaeyjahafnar, verður fjár-
magn til nauðsynlegra fram-
kvæmda f Vestmannaeyjahöfn
að koma annars staðar frá.
Það, sem mestum erfiðleik-
um veldur nú og tefur fyrir
heimflutningi fólks, er hús-
næðisleysið i Vestmannaeyjum.
Meira en einn þriðji hluti
húsana eyðilagðist í eldinum
eða fór undir hraun. Stór hluti
ibiíðahúsa skemmdist og eru
þau ekki ibúðarhæf fyrr en
mikil og kostnaðarsöm viðgerð
hefur farið fram á þeim.
Verkefni er mikið i Vest-
mannaeyjum við uppbyggingu
á ýmsumsviðum Endurreisnar-
starfið þarf að ganga með mikl-
um hraða og án tafar. Viðlaga-
sjóður var stofnaður með Iög-
um frá Alþingi til þess að bæta
tjón af völdum náttúruhamfar-
anna. Var gert ráð fyrir, að
sjóðurinn næmi í upphafi 2
milljörðum króna, að viðbættu
því fé, sem bærist í gjöfum inn-
an lands og utan. Stjórn Við-
lagasjóðs hefur látið þá skoðun
i Ijós, að sjóðurinn þurfi að fá
auknar tekjur til þess að bæta
fjárhagsstöðuna. Viðlagasjóður
hefur fest mikið fjármagn í
húsum, auk þess sem tjónabæt-
ur hafa verið greiddar sam-
kvæmt ákvörðun stjórnar sjóðs-
ins í samræmi við lög og reglur.
Mörg viðlagasjóðshúsin
standa nú auð vegna þess, að
fólkið hefur flutzt til Eyja fyrr
en gert var ráð fyrir. Húsin
verða að sjálfsögðu boðin til
sölu, og ætti þá að losna fjár-
magn, sem fæst til ráðstöfunar.
Húsnæðismálastofnun ríkisins
ber að sjálfsögðu að greiða
fyrir kaupum á húsunum með
því að veita hæstu lán, sem
heimilt er til húsakaupanna.
Ekki er enn fullvíst, hvort
ríkisstjórnin ætlar að taka inn-
flutningstoll af viðlagssjóðs-
húsunum. Væri það í fyllsta
máta óviðeigandi, að ríkissjóð-
ur íslands tæki toll ogsöluskatt
af húsum, sem keypt eru fyrir
gjafafé. Tollur af innfluttum
húsum er 45% og auk þess er
reiknað með, að 11% söluskatt-
ur verði innheimtur. Viðlaga--
sjóðshúsin munu seljast greið-
lega, ef verð og greiðslukjör
verða sæmilega hagstæð.
Fjárhagsstaða Viðlagasjóðs
virðist ekki nægilega góð til
þess að uppfylla gefin loforð
um tjónabætur. Verður því að
fara fram nákvæm athugun á
þvi, hversu mikið fjármagn
vantar til þess að laga og reglu-
gerðarákvæðum verði fullnægt
um tjónabætur og uppbyggingu
í Vestmannaeyjum.
Alþingi mun verða sammála
öðru sinni og gera þær við-
bótarráðstafanir, sem nauðsyn-
legar eru, vegna undangeng-
inna náttúruhamfara. Vonandi
gengur fljótt að byggja upp
fbúðarhúsnæði í Vestmanna-
eyjum, svo að allir þeir, sem
fara vilja heim til Eyja, geti
flutzt sem fyrst.
1 Vestmannaeyjum er mikil
framleiðsla. Þar eru afkasta-
mestu vinnustöðvar og verk-
smiðjur í fiskiðnaði á landinu.
Það er i þágu allrar þjóðarinn-
ar, að fullur mannafli geti orðið
sem fyrst i Vestmannaeyjum til
þess að athfanalifið komist í
eðlilegt horf.
Vestmannaeyjar liggja vel
við beztu fiskimiðum landsins.
Þar hefur þróttmesta verstöð
landsins verið um langan tíma.
Þar hafa mikil verðmæti ávallt
komið á land, sem þjóðarbúið
hefur notið góðs af. Það er til
sæmdar og hags fyrir þjóðar-
heildina, að endurreisn Vest-
mannaeyja verði hraðað og
njóti þess stuðnings í öllum
greinum, sem loforð var gefið
um með lögum og reglugerð um
Viðlagasjóð.
Eftir Magnús Finnsson
Klípan mikla
HELDUR syrtir nú i álinn fyrir
rikisstjórn hinna vinnandi stétta.
Ástæðan er algjört öngþveiti efna-
hagsmálanna og kjaradeila, sem i
dag virðist gjörsamlega óleysan-
leg. Viðurkennt er, að atvinnuveg-
irnir þoli ekki miklar kauphækk-
anir, m.a. vegna óraunhæfra verð-
lagshafta — og óðaverðbólga
þjóðfélagsins með gifurlega auk-
inni skattbyrði siðustu ára neyðir
launþegann til þess að standa fast
á kröfum sínum um hækkað kaup.
Sagt er, að Ólafur Jóhannes-
son forsætisráðherra lumi nú á
úrræðum i efnahagsmálunum, þar
sem m.a. eru tillögur um að taka
ákveðna verðbólguhvetjandi liði
út úr vfsitölunni. Vissulega er það
freistandi að leggja þessar tillögur
fram fyrir næstu mánaðamót, þeg-
ar greiða á kaup samkvæmt nýrri
K-vísitölu. Fyrirsjáanlegt er að
visitalan hækkar um allt að 10
stig og enn meir ef fjölskyldubæt-
ur eru felldar niður, en 10 vísitölu-
stig hafa i för með sér hartnær 7%
kauphækkun. í tillögum forsætis-
ráðherra er m.a. gert ráð fyrir, að
allir þeir liðir, sem Vinnuveitenda-
samband fslands gerði kröfu um,
að teknir yrðu út úr visitölunni,
fari þaðan. En valdhafarnir veigra
sér við að blanda sér i frjálsan
samningsrétt um kaup og kjör rétt
á meðan samningaumleitanir
standa yfir, enda er K-visitalan
samningsatriði á vinnumark-
aðinum. Þá er og Ijóst, að engin
samstaða er innan ríkisstjórn-
arinnar um þessi úrræði.
Ef frestað er að láta þessi
úrræði taka gildi fyrir næstkom-
andi mánaðamót, þyrftu þau að
taka gildi fyrir næsta útreikning
vísitölunnar, sem er 1. mai, en
greiða á samkvæmt henni hinn 1.
júni næstkomandi. En á þeirri
timasetningu er einnig hængur,
þvi að þá um þær mundir fara
fram kosningar til sveitarstjórna
um land allt og stjórnarflokkarnir
myndu vissulega ekki bera sitt
barr i kosningunum, ef slíkar til-
lögur væru þá efst á baugi.
En hverra kosta á Framsóknar-
flokkurinn völ? Á flokkurinn t.d.
að slita stjórnarsamstarfinu á
varnarmálunum? Framsóknarfor-
ystan vill fyrir alla muni ekki gera
það mál að meiri ásteytingarsteini
en orðið er. Hættan, sem þvi gæti
fylgt, er sú, að klofningurinn inn-
an flokksins sjálfs um varnarmálin
yrði þá algjör og þá er betra heima
setið en af stað farið. Ungu fram-
sóknarmennirnir og þá sérstak-
lega SUF myndu ekki fyrirgefa
flokksforystunni svik f varnarmál-
unum. Líklegast er þá bezta lausn-
in að feta I fótspor Hermanns
Jónassonar — sællar minningar
— og viðurkenna vanmátt sinn
gagnvart efnahagsvandanum. Það
myndu ungu framsóknarmennirnir
einnig geta fyrirgefið mun auð-
veldar.
Ólafur Jóhannesson veltir þvl
nú fyrir sér um þessar mundir,
hvort hann eigi að taka af skarið I
efnahagsmálunum, rétt eins og
hann gerði i landhelgismálinu síð-
astliðið haust. En vandinn I þessu
máli er enn stærri. Sá litli snjó-
bolti, sem ríkisstjórnin setti af
stað, þegar hún ákvað styttingu
vinnuvikunnar hér um árið, er nú
orðinn svo óviðráðanlega stór, að
hún getur ekki komið f veg fyrir að
hann velti áfram.
Síðastliðið haust, þegar verka
lýðsforystan var að hefja samn-
ingaviðræður við vinnuveitendur,
voru ýmsir forystumenn hennar
tregir til þess leiks að draga Ifnuna
þannig, að takmarka ætti kaup-
hækkanir með þvi að leggja
áherzlu á kauphækkanir aðeins til
hinna lægst launuðu. Þó varð
samstaða um þetta atriði og þá
sérstaklega með tilliti til þess, að
Alþýðusamband íslands legði fram
verulegar kröfur um skattalækk-
anir, sem hefðu ekki aðeins komið
til góða láglaunafólki heldur
einnig millitekjufólki. Meginfor-
senda þess, að verzlunarmannafé-
lögin tóku þátt i þessari samstöðu,
var að skattalækkanirnar yrðu
verulegar.
Nú hefur það smátt og smátt
komið i Ijós, að ríkisstjórnin ætlar
sér ekki að gera neitt f skattamál-
um, sem eitthvað munar um,
heldur leggur hún áherzlu á kerfis-
breytingu, sem er fyrst og fremst
fólgin i þvi að hækka söluskatt.
Kerfisbreyting rikisstjórnarinnar
hefði raunverulega skilað ríkinu
meiri peningum en það tapaði á
þeim tillögum, sem það vildi gera
til lækkunar tekjuskatts. Þetta
setti illt blóð i verkalýðsforystuna
og hún vildi ekki ganga að þessum
afarkjörum, auk annarra atriða,
svo sem eins og að áhrif sölu-
skatts kæmu ekki fram i visitölu. í
fáum orðum sagt hefur rikisstjórn-
in hagað sér þannig í sambandi
við þetta veigamikla atriði, að þró-
un þessara mála hefur stórskaðazt
og leitt til þess öngþveitis, sem nú
blasir við. Raunhæfar skattalækk-
anir hefðu óhjákvæmilega leitt til
þess að launþegar hefðu sætt sig
við lægri kauphækkun í krónutölu
— ef rétt hefði verið haldið á
málum.
Ymsir af samningamönnum
sáu hvert stefndi, er viðræður hóf-
ust eftir áramót. Var því farið að
knýja á um það, að fastar yrði
tekið á þessum málum, og þegar
algjör svik ríkisstjórnarinnar við
ASÍ-forystuna blöstu við, þá
sögðu þessir samningamenn, að
forsendur væru brostnar fyrir þvi
að fylgja kröfugerðinni eftir á
grundvelli samþykktar kjaramála-
ráðstefnu ASÍ í byrjun október.
Telja þeirnú, að sú prósenta, sem
samið yrði um, yrði að ganga upp
úr. Dæmi þessarar stefnu koma
m.a. fram í samningum, sem gerð-
ir hafa verið við ÍSAL, en að þeim
samningum standa t.d. Verka-
mannafélagið Hlíf, Félag járn-
iðnaðarmanna, Félag rafvirkja,
Verzlunarmannafélag Hafnarfjarð-
ar o.fl.
Þ egar þetta lá fyrir og einnig
var vitað, að verzlunarmenn
knúðu mjög á, að afstaða yrði
tekin til þess, að átökin yrðu hert
og voru jafnvel farnir að tala um
það á trúnaðarmannaráðsfundum
að boða til verkfalls 11. eða 18.
febrúar, þá sáu fulltrúar Alþýðu-
bandalagsins innan ASÍ sitt
óvænna og lögðu til á fundinum
síðastliðinn mánudag, að boðuð
yrði allsherjarvinnustöðvun hinn
19., ef ekki hefðu tekizt samning-
ar fyrir þann tfma.
Innan verkalýðshreyfingarinn-
ar hefur aðgerðarleysi Björns
Jónssonar ráðherra vakið mikil
vonbrigði. Björn er nú ! fríi frá
störfum sem forseti ASÍ og hingað
til hafa menn haft trú á honum
sem verkalýðsleiðtoga. Bjuggust
menn við, að hann myndi standa
fastar með verkalýðshreyfingunni
! þeirri viðleitni hennar að knýja
fram raunhæfar skattalækkanir,
sem tryggðu aukinn kaupmátt og
greiddu fyrir lausn þessara mála.
En svo bregðast krosstré sem önn-
ur tré.
Morgunblaðinu, 5. febr. 1 974.