Morgunblaðið - 09.02.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1974 3
Hrafnista færir út kvíarnar:
Sjómannadagsráð byggir
stórhýsi í Hafnarfirði
í sumar mun sjómannadags-
ráð hefja byggingu DAS i
Hafnarfirði og verður þar reist
veglegt dvalar- og hjúkrunar
heimili fyrir aldraða. Þetta
verða einhverjar stærstu og
dýrustu framkvæmdir á sviði
mannúðarmála, sem félagasam-
tök hafa ráðizt f hér á landi.
Heimilið verður reist vestast i
Hafnarfjarðarkaupstað, á
mörkunum við Garðahrepp, og
á að rúma 240 vistmenn. Á
fundi með fréttamönnum í gær
(föstudag) gerði Pétur Sigurðs-
son formaður sjómannadags-
ráðs grein fyrir þessari áætlun
og rakti um leið f stuttu máli
sögu og ýmsa áfanga í starfstíð
samtakanna. Pétur sagði meðal
annars:
— Sjómannadagssamtökin
verða að teljast stofnuð i nóv
ember 1937 af fulltrúum 10
stéttarfélaga sjömanna í
Reykjavik og Ilafnarfirði, bæði
yfir-og undirmanna.
FVrsti sjómannadagurinn var
hins vegar haldinn i Reykjavík
1938 á 2. hvítasunnudag i júní
það ár. Má segja, að strax hafi
dagur þessi orðið almennur há-
tíðisdagur og svo varð um allt
Iand á næstu árum. Um ótrúleg-
an kraft var þegar að ræða hjá
þessum samtökum og má til
dæmis benda á hin fjöl-
breytilegu hátíðarhöld dags-
ins sjáifs: skrúðgöngur,
útihátíðarhöld með eft-
irminnilegum ræðum, iþrótta-
keppni, vinnu- og starfs-
keppni, minningu hins óþekkta
sjómanns og minnisvarða hans.
Utgáfa sérstaks blaðs, Sjó-
mannadagsblaðsins, og strax á
öðrum' sjómannadegi opnun
sjóminjasýningarinnar 1939 og
söfnun gripa, sem enn eru
margir geymdir í Þjóðminja-
safninu og eiga að renna til
fyrirhugaðs sjóminjasafns á
vegum þessara samtaka. Slík
sýning var einnig haldin á veg-
um sjómannadagsráðs árið 1968
i sýningarhöll atvinnuveganna
i Laugardal. Þá höfðu þessi
samtök og forystumenn þeirra
mikil áhrif og tóku þátt í undir-
búningi að byggingu Sjómanna-
skólahússins í Reykjavík. En
hornsteinn hans var lagður á
sjömannadaginn 1944 af þáv.
rikisstjóra, Sveini Björnssyni,
en hátíðahöldin voru þá haldin
við skólann, sem þá var upp-
steyptur og kominn undirþak.
Pétur fjallaði þvínæst um
byggingu Dvalarheimilis aldr
aðra sjómanna, ýmsa áfanga
og erfiðleika og svo endanlegan
sigur, en á Hrafnistu eru nú
446 vistmenn. Hann sneri sér
svo að fyrirhugaðri nýbyggingu
og sagði m.a;
Nokkuð er nú umliðið siðan
samþykkt var i samtökum okk-
ar, að halda áfram að aðstoða
við að leysa húsnæðisvandamál
aldraðra hér á landi. Um likt
leyti var sú ákvörðun tekin, að
ekki yrði lengra fram haldið
með byggingar aldraðra að
Hrafnistu, vegna þess álags,
sem orðið væri á sameiginlegar
þjónustudeildir heimilisins. Þá
lá fyrir leyfi skipulagsyfirvalda
hér i Reykjavík til byggingar
alls þriggja húsa með hjóna-
fbúðum, sams konar og eitt hef-
ur þegar verið byggt. Frekari
byggingarframkvæmdum að
Hrafnistu hefur þó verið frest-
að og ákveðið að snúa sér að
nýframkvæmdum i Hafnar-
firði. Og Iiggja til þess, auk
framangreindra ástæðna, m.a.
síauknar kröfur um aukna og
bætta þjónustu- fækkun í
húsnæði, sem nú er nýtt að
Hrafnistu, skortur á samkomu-
sal, þörf á frágangi lóðar og
skreytingu o.fl. Hyggjumst við
reyna að ljúka þessum verkefn-
um smám saman með árlegum
fjárveitingum til þeirra auk
þess sem við vonum, að rekstur
Hrafnistu verði ekki jafnbágur
i framtíðinni og á sl. ári, en á
því ári eigum við ekki fyrir
afskriftum, þótt aðrir þættir
gangi upp að mestu.
BYGGT A REYNSLU
Margir hafa spurt: Hvað
veldur þessu staðarvaii ykkar á
hinu nýja dvalarheimili?
Þvi er til svara, að allar
ákvarðanir okkar um staðarval,
stærð heimilis og rými fyrir
vistfólk og þjónustu er byggt á
reynslu okkar af rekstri og upp-
byggingu Hrafnistu, kynningu
okkar af því fremsta á þessu
sviði erlendis, bæði austan hafs
og vestan, viðræðum og ráð-
stefnum með framámönnum
þessara mála í nágrannalönd-
um okkar og hér heima. Þá má
geta þess, að fyrirhuguð er sam-
vinna hins nýja heimilis og Sól-
vangs, en það heimili mun taka
að sér sjúkradeildarþjétustuna.
Auk þess er i Hafnarfirði
spítalaþjónusta og sú fullkomn-
asta á þessu sviði i nágranna-
byggðinni, Reykjavík. Félaga-
svæði okkar samtaka nær yfir
Reykjavík, Hafnarfjörð og
næstu sveitarfélög. Þá hefur
öðrum sveitarfélögum í Reykja-
neskjördæmi verið boðin bein
þátttaka og aðild, en aðeins eitt
þeirra hefur þegar svarað af-
dráttarlaust jákvætt, (auk
Ilafnarfjarðar og Garðahrepps)
en það er Grindavík.
Þá má geta þess, hvaðan fjár-
öflun samtakanna til þessara og
fyrri framkvæmda kemur. Rétt
er þó að geta þess nú þeg-
ar, að hvorki Hrafnista í
Reykjavík né þetta nýja heimili
er gert til þjónustu fyrir eitt
eða takmarkaðan fjölda sveitar-
félaga, heldur fyrst og fremst
sjómenn og sjómannaekkjur
alls staðar af landinu.
Um nánari staðsetningu er
þetta að segja.
Heimilið er staðsett vestast i
Hafnarfjarðarkaupstað á mörk-
unum við Gtu'ðahrepp. Mun
hluti heimilisins byggður þar
skv. landamerkjum. Forráða-
menn Garðahrepps hafa sýnt
okkur þá velvild og rausnar-
skap að afhenda okkur 43.592
ferm. í þessu skyni án endur-
gjalds.
Frá Hafnarfirði fáum við
26.555 ferm. auk þess sem
væntanlegt heimilisfólk nýtur
hins fagra útivistarsvæðis, sem
friðað hefur verið og nær frá
mörkum okkar lóðar og i vestur
i sjó fram. Mun væntanlegt
sjóminjasafn staðsett i jaðri
þessa svæðis nálægt sjónum.
Þá sér kaupstaðurinn um
skolp-, vatns- og raflögn, að
væntanlegri byggingu, heimil-
inu sjálfu að kostnaðarlausu.
Ákveðið var að óska eftir svo
stórri lóð m.a. vegna frekari
byggingarframkvæmda í fram-
tiðinni.
Vegna heimilisins verður að
hafa i huga barnagæzlu vegna
starfsfólks, og hugsanlegt er, að
starfsmannahús byggist hér i
framtiðinni. Þá eru einnig
hugsanlegar byggingar fyrir
aldraða á annarra vegum, sem
nýta þann kjarna, sem hér verð-
ur fyrir hendi.
Leyfi viðkomandi ráðherra,
heilbrigðisráðherra, er fyrir
hendi og Teiknistofa Gísla Hall-
dórssonar, Ármúla 7, hefur
tekið að sér það, sem að arki-
tektum snýr. Hefur Bjarni.
Marteinsson arkitekt aðallega
nnnið þær teikningar, sem fyrir
liggja, en auk þess njótum við
að sjálfsögðu ráða og þekkingar
Gísla sjálfs.
Heimilið á að rúma 240 vist-
menn. U.þ.b. 160 f eins- og
t. veggja manna íbúðum, sem
skiptast þannig, að þar verða 57
íbúðir: éitt herbergi, eldhús og
bað, u.þ.b. 26 ferm. og 54 ibúðir
tvö- herbergi, eldhús og bað,
u. þ.b. 52 ferm. Þá er ætlað, að
sérstök hjúkrunardeild rúmi
um 80 vistmenn. Áður hefur
verið getið um væntanleg sam-
skipti við Sólvang vegna
sjúkradeildarþjónustu.
Þá verður þarna einnig dag-
heimili fyrir aldrað fólk til dag-
vistunar. Er það hugsað á þann
veg, að aðstandendur komi með
þá öldruðu, eða hinir öldruðu
komi sjálfir að morgni og dvelj-
ist á heimilinu fram eftir degi
eða til kvölds. Þar fær fólkið
mat og hvildaraðstöðu, læknis-
hjálp, endurhæfingu, nudd, fót-
og andlitssnyrtingu, hár-
greiðslu, böð, aðgang að föndri
og vinnusölum, samkomusal,
bókasafni og öðru sameiginlegu
rými með vistfólkinu sjálfu.
Heimilið verður i þrem aðal-
byggingum, hver upp á 3—4
hæðir. Ennfremur er svokölluð
frambygging á einni hæð, en
þar verður ýmiss konar sam-
eiginleg þjónusta, dagvistunin
og samkomusalur. í tveim bygg-
inganna verða íbúðir hinna
öldruðu — (beskyttede bolig-
heder) en þeirri þriðju
hjúkrunardeildin ásamt
læknis- og hjúkrunarþjónústu.
I kjallara verða vinnusalir,
geymslur, eldhús ásamt hrá-
efnisvinnsiu og birgða-
geymslum. Þar verður aðstaða
til eldunar, pökkunar og send-
ingar á mat til aldraðra og
sjúkra, sem i nágrannabyggð-
unum búa.
Ilinar þrjár aðalbyggingar
verða allar tengdar saman á öll-
uin hæðum, er það bæði vegna
þæginda fyrir vistfólk og starfs-
fólk, auk öryggis. Auk stiga
verður að sjálfsögðu um nægan
lyftubúnað að ræða i öilum hús-
unum. I lok máls síns sagði
Pétur Sigurðsson, að vegna
hugsaniegrar gagnrýni á stærð
og fjölmenni þessa heimilis
vildi hann taka fram, að þetta
væri heppileg rekstrareining
að þeirra mati. Utilokað væri að
veita jafn fjölbreytta þjónustu
og þarna á fámennu heimili.
Þar að auki og ekki sízt vildu
margir aldraðir umgangast og
kynnast fólki á svipuðu reki.
HVER HÆÐEINS
OG LÍTIÐ HEIMILI
Á hverri hæð hússins munu
búa 26 eða 27 vistmenn, sem
hafa fyrir sig sérstakan borðsal
og setustofu. Þó að eldunar-
aðstaða verði í ölium ibúðunum
er ætlunin, að hádegisverður-
inn verði sameiginlegur vegna
nauðsynlegrar hreyfingar og til
að fólk geti k>'nnzt.
Minnstu einingarnar verða
ibúðirnar sjálfar, en tveggja
manna ibúðirnar eru hannaðar
á þann veg, að hvor íbúinn get-
ur verið i sínu herbergi, þólt
bað og eldhús sé sameiginlegt.
Innbyggðir skápar verða í öll-
um íbúðum og að auki lagnir
fyrir síma, sjónvarp, neyðar-
bjöllu og innanhússamband.
Heimilið verður gert þannig
úr garði, að hægt verður að
ferðast um það allt i hjólastól,
jafnt símaklefa sem svalir eða
garð. Sérstök gestaherbergi
verða á hjúkrunardeild fyrir
ættingja, ef um alvarleg veik-
indi vistfólks er að ræða.
Samkomusalur, sem mun
í'úma 200 manns, verður með
leiksviði og kvikmyndasýn-
ingarklefa, og sérstakt hljóin-
listarherbergi verður i sam-
bandi við hann. I kjallara
verður veiðarfæravinnustofa
og aðstaða fyrir ýmsa tóm-
stund astarfsemi.
KOSTNAÐUR
700 MILLJÓNIR
Pétur sagði, að miðað við
verðlagið í dag mætti reikna
með, að heildarkostnaður við
þessa byggingu yrði 650—700
milljón krónur. Fjárins verður
aflað með ýmsu móti, m.a. með
tekjum af Happdrætti DAS,
tekjum sjómannadagsins í
Reykjavík og Hafnarfirði, sölu
skuldabréfa og lánum.
Hann kvaðst svo viija taka
það sérstaklega fram að lokum,
að gjafir hefðu frá fyrstu tíð
verið þýðingarmikill þáttur j
uppbvggingu Hrafnistu, og
hefðu þegar borizt tvær stór-
gjafir til bókasafns nýja
heimilisins.
Lfkan af dvalarheimilinu, sem byggt verður ( Hafnarfirði.
Stjórn Sjómannadagsráðs, frá v. Guðmundur H. Oddsson, Tómas Guðjónsson, Pétur Sigurðsson,
Kristens Sigurðssonog Hilmar Jónsson.