Morgunblaðið - 09.02.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.02.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1974 r Séra Gunnar Arnason: Prestskosningar Kirkjan er félag kristinna manna. Prestarnir eru ekki frekar kirkjan en oddvitar sveitarfélög- in. Kirkjan hefur frá upphafi vega skipst í söfnuði. Svo furðulega vill til að „Kirkjusögurnar'*, sem mér eru kunnar segja furðulega lítið af þeim. Mest af páfum og prelátum og allmörgum úr prestastéttinni. Erþað ekki ósvip- að því, að lýst væri ítarlega fíflum og sóleyjum og puntstrám á miklum töðuvelii en grængresið látið liggja í þagnargildi að kalla. Arið 313 var kristindómurinn „viðurkenndur átrúnaður" i rómverska rikinu af Konstantin- usi keisara mikla. Galt hann með þvf þakkarskuld sína fyrir úrslita- sigurinn, sem hann vann undir krossmerkinu á Maxentíusi undir- keisara. Theódósíus mikli afnam trúar- bragðafrelsi úr lögum í róm- verska ríkinu og gerði kaþólsku kirkjuna að ríkiskirkju. Þá óx vegur páfa og preláta og annarra kirkjuhöfðingja meir en áður. En kirkjan var klofin á ýmsan veg sem fyrr og átti miklar útistöður við ríkisstjórnendur um völd og auð. Innbyrðisdeilum um trúar- setningar linnti ekki og fullnaðar skilnaður varð með Rómversk- kaþólsku og Grísk-kaþólsku kirkjunum árið 1054. Við Islendingar höfum aldrei haft af þeirri síðarnefndu að segja. Hér á landi var páfakirkja frá árinu 1000—1550. Var hún í upphafi bændakirkja í þeirri merkingu, að margir bændahöfðingar áttu kirkjurnar og leigðu presta til að þjóna þeim. Voru þeir prestar litlu betur staddir en húskarlar, að talið er. Þorlákur Runólfsson, þriðji biskupinn í Skálholti, og Ketill Þorsteinsson, annar biskup á Hólastóli, sömdu Kristinrétt hinn forna. Þar segir á þessa lund: „Það er manni rétt, að læra prestling til kirkju sinnar, hann skal gera máldaga við sveininn sjálfan, ef hann er 16 vetra, en ef hann er yngri, þá skal hann gjöra við lögráðanda hans. Sá máldagi á að haldast allur, erþeirgjöra með sér. Sá er fær sveini kennslu eða fóstur, er skyldur að fá honum messuföt." Biskupar sóttust snemma eftir eignum kirkna, sem urðu geysi- miklar þegar frá leið. Einnig vildu þeir hafa ráð presta i hendi sér. Deilur margra biskupa við höfðingja eru alkunnar. Einnig samband sumra biskupa við erki- biskupa, fyrst i Lundi en síðar i N iðarósi. Staða-Árni, biskup i Skálholti, kom þvi til vegar að Krist inréttur hinn nýi, var lögtekinn í Skál- holtsbiskupsdæmi 1275. Réðu síðan biskupar að mestu lögum og lofum innan kirkjunnar, einnig brauðaveiting- um til „siðbótar". Þá kom Danakonungur mikið í spilið. Hann sendi dáta eftir Ög- mundi biskupi Pálssyni, og lét leiða hann blindan og örvasa til skips. Og verður vart þvegið af Gissuri biskupi Einarssyni, að hann lét það ekki til sín taka. Skömmu síðar var Jón biskup Arason högginn i Skálholti. Ástæðan var ekki sú að konungi brynni trúin í brjósti. Hann var að sækjast eftir eignum klaustra og kirkna og því að hafa biskupa sem mest i hendi sér. Svo var látið heita og mjög á loft haldið, að prestar og söfnuðir fengju meira frjálsræði og vald en áður vegna anda „mótmæl- enda". Kristján 3. sendi út hingað nýja kirkjuskipan 1537 og var hún lög- tekin á alþingi fjórum árum síðar. Það er svo fyrirmælt, að ef prestlaust sé við einhverja kirkju skuli leita eftir sálusorgara. Ef kostur er á skulu hinir beztu menn umræddrar kirkju kjósa með prófastinum fyrir hönd al- múgans, þann, sem þeir telja vel fallinn til starfsins, enda sé hann kunnur að hreinlífi. Biskup skal að því búnu kanna lærdóm prestsins og vitsmuni. Telji biskup hann hæfan ritar hann meðmælabréf til léns- mannsins, sem staðfestir kosning- una I nafni konungs. Héraðsprestar áttu að kjósa sér prófast. í kirkjuskipan Kristjáns 4. (í konungsbréfi 29. nóvember 1622) segir um kosningu presta: „Þegar einhver þrestur deyr eða sálast, þá skulu sóknarmenn undireins tilnefna7 rosknamenn og ráðna og gefa þeim fulla heimild til að kjósasérannan guð hræddan klerk í stað hins fram- liðna með ráði og samþykki hér- aðsprófastsins. (Sbr. Rípurarti- kula 4. maí 1542). En ef sóknarmenn hafa engan kosið löglega áður en tveir mánuðir eru liðnir frá dauða sóknarprestsins, þá skal sá embættismaður, sem þar á fyrir kirkjumálum að ráða af vorri hálfu, nefna einhvern prestling til brauðsins og senda biskupi þá uppástungu, og þegar biskup hef- ir reynt hann og gefið honum þann vitnisburð, að hann sé embættinu vaxinn, þá gefur áður- nefndur embættismaður vor hon- um veitingarbréf fyrir áður- nefndu brauði og hann skal svo söfnuðurinn hafa fyrir prest." Þessi voru lögin. Þau sýna ótvírætt að söfnuðirnir áttu rétt á að velja sér presta. Hins vegar var reyndin sú að allt frá siðböt og fram á síðara hluta 19. aldar réð konungur eða umboðsmenn hans veitingu feit- ustu brauðana. Höfðu þó biskup- ar þar mest hönd i bagga og réðu því jafnframt hverjir neyddust til að sætta sig við meðalbrauðin og þau lökustu. Fæstir þeirra voru óhlutdrægir, né litu eingöngu á hag safnað- anna, hvað þá óskir. Oddur biskup Einarsson var merkur maður og stjórnsamur. En hvað kunnastur er hann sakir þess, að hann kom föður sinum, bræðrum, frændum og vinum í feitt og hæg brauð á valdatimum sínum. Dæmi þess hvað kirkjuyfirvöld- in voru ósjaldan sljóskyggn á hæfileika ungra manna, sem rétt áttu til prestsstöðu eru m.a. þau, að Jónas Hallgrímsson hlaut ekkert brauð, þótt hann sækti um það3 eða4 sinnum. Páll Melsteð sagnfræðingur hafði lika sögu að segja. Undir lok 18. aldar hófust miklar frelsishreyfingar i Norðurálfu, og bárust öldur þeirra út hingað eins og alkunn- ugt er, einkum af boðskap Fjölnismanna og baráttu Jóns Sigurðssonar. Vakningarinnar gætti hér ekki sízt á trúmálasviðinu, sérstaklega þegar kom fram yfirmiðja öldina. Á alþingi 1865 komust brauða- veitingar á dagskrá. Lýsti Helgi biskup Thordersen sig þá andvigan þeirri uppástungu, að stiptsyfirvöldin, biskup og stipt- amtmaður, veittu öll brauðin, en konungur engin. Fleiri voru drottinhollir. En alþýða manna hafði rumskað og var farin að óska þess réttar síns, að hafa hönd i bagga með þvi hvaða prestar henni væru úthlutaðir. Því var sú skip- an gefin út 27. febrúar 1880, að söfnuðir hefðu náðarsamlegast heimild til að mæla með einum umsækjendanna, þegar prestaköll voru laus. En galli var á gjöf Njarðar. Ekkert var tekið fram um það, hvort veitingarvaldið þyrftí nokkuð að taka tillit til þess. Grimur Thomsen, skáldið á Bessastöðum reið á vaðið með frumvarp um kosningu presta árið eftir. Óvenjumiklar umræður urðu um það í báðum þingdeild- unum. Séra Þorkell Bjarnason á Reynivöllum sagði m.a.: „Að söfnuðurnir fái að ráðaþví, hver prestur þeirra verði, það er náttúrlegur og eðlilegur réttur." Samt tvísté hann fyrr og síðar í málinu. Sagði söfnuðina ekki nógu þroskáða til að neyta þessa réttar, og greiddi atkvæði gegn þvi að þeir fengju hann. Séra Þorarinn Böðvarsson i Görðum hélt því manna mest á loft að kirkjan hefði sérstæð rétt- indi og var mikill „kirkjulaga- smiður" í fjórðung aldar. Þó fór honum likt og séra Þorvaldi í prestkosningamálinu. Pétur biskup Pétursson tók þvi einnig dræmt. Skýring þessa felst í eftir- farandi lýsingu Þórhalls Bjarnar- sonar, biskups, í minningargrein um Þórarin prófast. „Pétur biskup var fastur fyrir nýmælunum á Synódus, eyddi þeim fremur — og alveg hið sama gjörði prófasturinn aftur, sérstak- lega við kristilegar vakningar inn á við, þar sem hann réði lögum og lofum á sinum héraðsfundi. Á þessu landi sitja menn ekki vlð stýrið til að sigla; sá er mestur formaðurinn, sem heldur skipinu gangminnstu; stjórnarlistin er að afstýra; framsóknin verður að koma fálmandi að neðan." 1 neðri deild kom fram tillaga um að sóknarnefnd (siðar breytt í kjörnefnd) skyldi hafa leyfi til að mæla með þrem frambjóðendum. Benedikt Sveinsson mælti eindregið með almennri kosn- ingu. Jón Ölafsson lagði rika áherzlu á að rödd tímans væri meira frelsi. Hann spáði því að menn myndu hrönnum saman ganga úr kirkjunni, ef réttur þeirra væri fyrir borð borinn og þeim meinað meðal annars að ráða hverra presta þeir nytu. Holgeir Clausen studdi eindreg- ið að prestkosningar kæmust á. Þorlákur Guðmundsson í Fifu- hvammi tók i sama strenginn. Pétur biskup fór sér hægt. Séra Eiríkur Kúld maldaði í móinn. Frumvarpið var samþ. með 18:3 atkv. i neðri deild. En fellt í efri deild. Þá báru þeir Ásgeir Einarsson á Þingeyrum, sr. Benedikt Kristjánsson, prófastur í Múla og Stefán Eiríksson i Árnanesi, fram annað frv. um að prestar yrðu kosnir með almennum kosning- um. Ásgeir var framsögumaður og sótti fast málið. Þetta frv. var samþykkt en sið- an neitað staðfestingar af stjórn- inni. Ásgeir Einarsson flutti málið aftur á þinginu 1883. Meiri hlut- inn var með þvi, en nokkuð þumb- ast á móti eins og fyrr. Skjótt greiddist samt nokkuð úr. Stjórnin sá sér ekki annað vænna en að bera fram frv. á þinginu 1885, þar sem safnaðar- mönnum, sem höfðu almennan kosningarrétt, (ekki vinnumenn né lausamenn, hvað þá konur) leyfðist að kjósa um þrjá presta, sem stiptsyfirvöldin veldu úr þeim hópi, er sækti um brauðið. Ef kosning var ólögmæt skyldi landshöfðingi taka tillit til þess vilja, er komið hafði fram af hálfu safnaðarins. Þessu var tekið og lögin staðfest 1886. En gleði og þakklæti almenn- ings reyndist minni en búist var við og þvarr með hverju ári. Aðeins fimm árum siðar bar Jón Jónsson frá Múla, ásamt fleir- um fram frumvarp, sem miðaði að því að söfnuðunum gæfist kostur á að kjósa um alla umsækjendur. „Virðist sú krafa vera svo eðli- leg, sanngjörn og réttlát, að ég vona, að frv. þetta fái göðan byr í deildinni," mœlti frainsögumað- ur. Landshöfðinginn, Magnús Stephensen, mótmælti þvi, að 21 árs safnaðarmeðlimir fengju að kjósa. Ennfremur sagði hann: „Eg álit ekki ástæðu til eða rétt að veita vinnumöríKum eða lausa- mönnum rétt þennan; þessir menn eru miklu síður bundnir við prestakallið en bændur og má því búast við, að þoir hafi minni áhuga á því en bændur." Þessu var að vonum mótmælt. Eins þeirri ósk að áðurnefnd lög hlytu lengri reynslutima. Hið nýja frv. var samþykkt í neðri deild með 17 atkv. þar af voru 9 prestar. 4 voru á móti. 2 þeirra prestar. I efri deild kvað Þorleifur Jóns- son frá Stóradal ekki ástæðu til að stjórnin veldi úr umsækjendum. „Söfnuðirnir eru sjálfir jafn fær- ir sem landshöfðinginn til þess að sjá það, hvað þeim erfyrir beztu." Frv. var samþ. en neitað stað- festingar. Séra Einar Jónsson á Hofi og Þórhallur Bjarnason, forstöðu- maður Prestaskólans, síðar bisk- up, fluttu kosningarmálið á þing- inu 1895. Samþykkt þess var neitað stað- festingar. Jón frá Múla og Guttormur Vig- fússon í Geitagerði tóku síðast- nefnt frumvarp upp á næsta þingi 1897. Þá lýsti Hallgrímur Sveinsson, biskup þvi yfir, að þótt hann væri ekki samþykkur frumvarpinu, vildi hann ekki greiða atkvæði gegn þvi. vegna þess að hann vissi að þetta væri vilji safnaðanna. Frv. var samþ. samhljóða i neðri deild, en ekki útrætt á þing- inu. 10 árum siðar, 1907, var haldið það þing, sem æ verður talið með þeim allra merkustu í kirkjusögu islands. Þá voru flutt af hálfu milliþinganefndar 10 frv. um kirkjumál. Þau voru öll samþ., þar á meðal núgildandi prests- kosningalög, með samhljóða at- kvæðum. 19 Meir en aldarfjórðungsbaráttu var loks lokið. Hér hefur löng saga verið laus- lega rakin i eins stuttu máli og unnt virtis. Þótt stiklaðsé á stóru blasir við, að sá skilningur hefur fyrr og siðar verið fyrir hendi, að söfnuðirnir eiga skýlausan rétt til að velja sér presta. Þvi var aldrei neitað. Menn vissu sem var, að frá upphafi er talað um prestsþjónustu. Prestar eru þjónar en ekki drottn- ar safnaðanna. Sá skiln- ingur er auðrakinn til meist- arans sjálfs. Hann kvað sig starfa meðal samtiðar sinn- ar eins og sá, sem þjónar. Og hann gaf postulunum órækasta og eftirminnilegaasta fordæmið um hlutverk þeirra með fótaþvottin- um á hinztu samverustundinni. Höfuð mótbárurnar gegn al- mennum prestskosningum voru lengst af tvær. Þung áherzla var lögð á það, að presfar væru að mestu leyti laun- aðir úr ríkissjóði. Þess vegna væri eðlilegt að konungur og kirkjuyf- irvöld skipuðu þá. Þetta var m.a. hrakið með því að benda á, að konungur hefði rænt miklum hluta kirknaeign- anna á sínum tíma og biskupar líka sölsað sumt af þeim undir sig. Kirkjan hefði getað staðið fjár- hagslega á eigin fótum að öðrum kosti. Reynslan hefði einnig sýnt, að veitingarvaldinu hefði oft verið inisbeitt. Þegar búið var að draga valdið svo úr greipum stjórnvalda að söfnuðunum leyfðist að kjósa um þrjá umsækjendur, heyrðist nýtt hljóð i strokknum. Haft var i há- mælum að söfnuðirnir kynnu ekki að fara með kosningaréttinn. Ilann leiddi til óþolandi áróðurs og spillandi sundrungar. Því var svarað með fullyrðingu um að söfnuðirnir vissu betur en landhöfðingi hvað þeim væri fyr- ir beztu. Og svo kom það til sög- unnar, að fvrsta fríkirkjan koinst á fót vegna þess að stiptsyfirvöld- in komu, með úrvalinu, i veg fyrir það i Ilólmaprestakalli, að söfnuð- irnir fengju að kjósa þann prest. sein þar var uppalinn og hafði verið aðstoðarprestur föður sins um skeið og áunnið sér allra hyl U. Aldrei var neitað að ýmislegt óæskilegt gæti hent sig við prests- kosningar.en vonandi mætti færa það flest til betri vegar með tim- anum. Sumir töldu rétt að frambjóð- endur fengju ekki sjálfir að hafa áróður í frammi. Aðeins kvnna sig ineð messum á kirkjunum. Enginn neitar að framkvæmd núgildandi prestskosninga hefur stundum verið áinælisverð, ein- mitt vegna þess áróðurs, sem ósjaldan á sér stað. Fyrst ber samt að geta þess og gæta vandlega, að langoftast hafa kosningarnar farið friðsamlega fram og ekki haft nein varanleg eftirköst. Eins og að líkindum lætur hef- ur baráttan oftast verið hörðust á fjölmennustu svæðunum, einkum i Re.vkjavik. En aðeíns einu sinni hefur bar- áttan leitt þar til varanlegs klofn- ings safnaðarins. Og þá var það Fríkirkjan, sem fyrir því varð. Samt hefur ekki heyrst að þar eigi að leggja niður prestskosn- ingar. Öldurnar innan þjóðkirkjunnar hafa hjaðnað hveraf annarri Með þetta i huga er ofurlitið undarlegt hvað prestskosningum hafa verið valin 111 nöfn og hrakleg, jafnvel úr ólfklegustu áttum. Aröðuri nn gegn þeim hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar. Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp um að leggja almennar prestskosningar niður. Mér býr sá grunur í brjósti að ófáir haldi að það sé borið fram að beiðni megin þorra landsmanna. Eg veit að það er misskilningur og því fer fjarri. Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.