Morgunblaðið - 09.02.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.02.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1974 17 Per Nörgárd. frumflutt í Arósum, af józku óperunni. Síðar var óperan flutt i danska sjónvarpinu, sænska útvarpinu og víðar. Óperan byggist á einhverju elzta söguljóði, sem þekkist, forn- assyriskri frásögn af kon- unginum og kappanum Gilgamesh og afstöðu hans til manna og guða. Textinn var settur saman á síðustu öld af leirtöflubrotum frá 2. öld fyrir Krist og hefur síðan verið eftir- læti málfræðinga og bók- menntafræðinga. Nörgárd tengir Ijóðið hugmyndum stjörnuspekinnar, sem hann hefur mikið dálæti á, að sagt er. Einn af gagnrýnendum Norðurlandablaðanna lýsti því nýlega í umsögn um óperuna, hvernig hljóðfæraleikurum og söngvurum hefði verið fyrir komið, þar sem hann sá hana — en það var í sirkustjaldi á Djurgárden í Stokkhólmi. Hann kvaðst þegar hafa fengið hug- boð um, að hér væri nýstárleg- ur óperuflutningur á ferð, þeg- ar hann gekk í kringlóttan sal- inn og sá skipan hljóðfæra- leikaranna og söngvaranna. Hljóðfæraleikurunum var skipt i fjóra hópa, — einn var í miðjunni, tveir til hliðanna, hvor sinum megin, og sá þriðji á áhorfendabekkjum. Dálítið afsiðis stóð söngflokkur og ein- söngvararnir höfðu afmarkaða staði, þeir voru ekki klæddir sérstökum leikbuningum og „léku“ ekki. „Hér gat ekki að lfta neinar hinna gömlu óperu- hefða, verkið var ferskt og frumlegt, ... þrungið innihaldi Og spennu", sagði gagnrýnand- inn. fyrir óperu um Gilgamesh ÞEGAR Norðurlandaráð kemur næst saman til fundar upp úr miðjum þessum mánuði verða bókmennta- og tónlistar- verðlaun ráðsins afhent við hátíðlega athöfn. Tónlistar- verðlaunin, sem eru 50.000 danskar krónur, eða um það bil 750.000 fslenzkar krónur, eru veitt annað hvort ár og hlaut þau að þessu sinni danska tónskáldið Per Nörgárd. Nörgárd, sem er 41 árs að aldri, hóf tónsmfðar þegar á menntaskólaárum sfnum og fékk á sig orðspor undrabarns- ins f þeim efnum. Ilann hafði mikinn áhuga á fyrirrennurum sfnum á Norðurlöndum, sökkti sér m.a. niður f tónlist Sibelius- ar og Carls Nielsens og talaði, að kunnugra sögn, mikið um „alheim hins norræna hugar- fars“. Nörgárd var hins vegar barn síns tíma og hugur hans reyndist opinn fyrir þeim nýju straumum tónlistar, sem bárust víðsvegar að, einkum að sunnan, frá Þýzkalandi og Frakklandi. Afsprengi þessara áhrifa féllu ekki í góðan jarðveg heima fyrir —þaðvarekki fyrr en Nörgárd þótti takast að sam- eina andstæður hins gamla og nýja, aðhæfa norrænar hefðir nútímahugmyndum og tækni, að verk hans náðu nokkrum vinsældum að marki. Meðal kennara Nörgárds f tónlistarskóla var Vagn Holmboe, en kvartett hans nr. 11 var annað tveggja tónverka Dana, sem lögð voru fyrir dóm- nefnd Norðurlandaráðs. Nörgárd var ekki tvítugur, þegar fyrsta verk hans var leik- ið opinberlega, en af seinni verkum má nefna „Stjörnu- merki“ fyrir tólf strengjahljóð- færi, „Brot VI“ fyrir sex hljóm- sveitarhópa óperuna Völundar- húsið, sem var flutt í Konung- lega leikhúsinu í Kaupmanna- höfn, tvö Oratorium fyrir kór og hljómsveit og tónlist við balletta, sem hinn heimskunni danski ballettmeistari Fleming Flindt hefur samið og sviðsett. Kunnur varð Nörgárd þó kannski fyrst og fremst fyrir hlémerki, sem hann gerði fyrir danska sjónvarpið og féll ekki öllum jafn vel i geð. Verðlaunaverk Nörgárds, kammeróperan Gilgamesh, „ópera i sex dögum og sjö nótt- um“, var upphaflega samið fyrir sænska óperuskólann með stuðningi 'norræna menningar- sjóðsins. Þegar tilkom höfnuðu Svfarnir verkinu og var það þá Herskipa- kaDphlauD að hefjasi ** Sovézkt herskip búið eldflauguin á siglingu við Island. ÞÓTT Súezskurður verði ekki opnaður fyrr en sfðar á þessu ári, hefur opnunin þegar komið af stað herskipakapphlaupi milli risaveldanna, er getur skyggt á vfgbúnaðarkapphlaup fyrri ára og bæði orðið kostnað- arsamara og víðtækara. Afdrifarikt stig herskipa- kapphlaupsins hefst á smá- eynni Diego Garcia, vart sýni- legum depli á landakorti Ind I landshafs, sem Bretar eru fúsir að fá Bandaríkjunum til afnota fyrir herstöð á svæði, þar sem risaveldin hafa ekki hingað til haft fótfestu. Pentagon vill her- stöðina vegna þess, að sovézka flotanum verður fært að nota Súez til þess að auka nærveru sina á svæðinu. Sovézk skip munu nú þurfa miklu skemmri tíma til þess að sigla til Ind- landshafs — 2.200 mílna sigling frá Svartahafi f stað 9.000 mílna frá Vladivostok i aust- ustu héruðum Sovétríkjanna. Ýmsir baráttumenn hags- muna Bandaríkjaflota segja, að þetta geri Rússum kleift að fjórfalda tölu þeirra skipa, sem verða til taks, án þess að fleiri skipum verði raunverulega stefnt til svæðisins, en aðrir sérfræðingar draga þessa stað- hæfingu í efa. Til þess að standa Rússum á sporði yrðu Bandaríkin að efla sinn eigin mátt. Stöðin á Diego Garcia, segir flotinn, mundi veita skip- um jafnt og flugvélum aðstöðu, en þar með yrði ekki eins nauð synlegt að senda önnur skip á vettvang frá fjarlægum slóðum, þau hefðu frjálsar hendur um önnur verkefni og allar aðgerð- irnar yrðu langtum kostnaðar- minni. Þessar röksemdir geta verið skynsamlegar út frá sjónarmiði sjóhersins, en þær sniðganga pólitik vígbúnaðarkapphlaups- ins. Baráttumenn hagsmuna sovézka flotans knúðu á Kreml i fyrra um leyfi til þess að auka styrkleika hans á Indlandhafi — eins og greinilega sást á við- vörunarhrópum talsmanna hans í blöðunum um fyrirætl- anir Bandaríkjanna. En sam- kvæmt opinberri bendingu, sem var gefin frá Washington til Moskvu, voru fyrirætlanirn- ar heiðarlegar í hvivetna. Embættismenn stjórnarinnar gáfu til kynna, að þeir vildu ekkert aðhafast, er ýtti Rússum út i herskipakapphlaup á svæð- inu, og Kreml tók þetta trúan- legt — eða þannig liú það út nú í Moskvu. Eitt þeirra Moskvu- blaða, sem er tengt þeim hóp- um, er berjast gegn of miklum vigbúnaði, gaf meira að segja í skyn þá, að þótt bandariskir haukar reyndu að færa út árekstra risaveldanna til Ind- landshafs, mistækist þeim sennilega að ná fram markmiði sinu. Birting þessarar greinar f Moskvu og ögrunarlaus fram- koma Rússa á Indlandshafi báru með sér, og sama gerðu vísbendingar frá Washington um þetta leyti, að bæði risa- veldin legðu sig i framkróka um að halda herskipakapp- hlaupinu á svæðinu í skefjum. Allt þetta breyttist i október- striðinu, þegar báðir flotarnir sendu öflugan liðsauka á vett- vang og tilkynnt var í Washing- ton, að héðan í frá yrði haldið uppi aukinni og „reglulegri'* nærveru á Indlandshafi. Síðan tóku við árangursrikar friðar- tilraunir dr. Kissingers i Mið- austurlöndum og þar með kom fram loforðið um enduropnun Súezskurðar, sem styrkti stjórnina i Washington i þeim ásetningi að bregðast því lof- orði, sem hún gaf Kremlherr- unum i skyn, að hún veitti þeitn að hafa taumhald á flotanum á Indlandshafi. En hvers vegna skyldi gerð mannvirkja fyrir flotaaðstöðu á Diego Garcia, sem Pentagon segir að sé möguleg fyrir jafn- ómerkilega upphæð og 20 millj- ónir dala, vera litin svo alvar- legum augum, að þau geti haft byltingarkenndar afleiðingar? Vegna þess að í fyrsta lagi munu þau gera að engu ótryggt jafn- vægi, sem er milli baráttu- manna hagsmuna flotans og andstæðinga þeirra í Kreml. Bæði Bandarikin og Sovétríkin hafa nú hafizt handa um stór- felldar áætlanir um smiði her- skipa og nýtízku breytingar, en stjórnmálaleiðtogar i báðum löndunum hafa hingað til veitt miklu minni tilslakanir en bar- áttumenn hagsmuna flotanna hafa krafizt. I Bandaríkjunum eru óhóf- lega kostnaðarsöm markmið flotans opinberléga kunn. I Sovétríkjunum sjást þau milli linanna í greinum og ræðum flotaforingja. Þeir biðja ekki opinberlega um peninga. Enlýs ing þeirra á verkefnum flotans sýnir, að litill vafi leikur á því, að ef hann á að geta sinnt þeim, verður að finna miklu meiri peninga en sjá má, að Kreml- herrarnir eyða nú. I báðum löndunum hafa bar- áttumenn hagsmuna flotanna notað Indlandshaf, vegna ná- lægðar þess við oliuflutninga- leiðirnar frá Persaflóa, til þess að ýta stjórnmálamönnunum inn fyrir nýjan vigbúnaðar- þröskuld. Sú ákvörðun að reisa nýja herstöð á DiegoGai'cia fel- ur í sér, ef við hana verður staðið, að Bandaríkin fara yfir þann þröskuld. Sovétríkin munu fylgja á eft- ir, eins og nótt fylgir degi, og á síðasta fjórðungi aldarinnar verður háð herskipakapphlaup, sem lítur út fyrir að verði — þar sem skip eru fjölhæfari en eldflaugar og alls staðar nálæg — viðtækara en eldflaugakapp- hlaupið mikla, sem einkenndi þriðja fjórðung aldarinnar. Eftir Victor Zorza

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.