Morgunblaðið - 09.02.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1974
13
Frá sildarplani á Seyðisfirði á sildarárunum. Nú er þar allt i niðurniðslu.
„Ástandið
í raforku-
málum
algerlega
ófull-
nægjandi”
Spjallað við Svein
Guðmundsson
fréttaritara Mbl.
á Seyðisfirði
„ÞAÐ er hjá okkur eins og alls stað-
ar annars staðar á Austfjörðum, að
það snýst allt um loðnuna.
Verksmiðjurnar tvær á Seyðisfirði,
Hafsild og Sildarverksmiðjur rikisins
bræða nú dag og nótt og byrjað er að
frysta loðnu i frystihúsunum, þannig
að það er nóg að gera, sagði Sveinn
Guðmundsson fréttaritari Mbl. á
Seyðisfirði i spjalli, er hann var
staddur í höfuðborginni nú fyrir
helgi.
Sveinn sagði, að atvinnuástand í
bænum hefði verið gott og nóg að
gera i báðum frystihúsunum og oft
unnið fram á kvöld og um helgar.
Einn skuttogari, Gullver, ergerðurút
og hefur aflað vel og auk þess 5—6
smærri bátar, sem hafa aflað sæmi-
lega. Sagði Sveinn, að undanfarin ár
hefði aldrei verið neitt teljandi at-
vinnuleysi, fremur skortur á fólki til
vinnu. Frystihúsin eru Fiskvinnslan,
sem Ólafur Ólafsson útgerðarmaður
er helzta driffjöðurinn i, og Norður-
sild, sem Hreiðar Valtýsson frá Akur-
eyri rekur.
— Það fer lítið fyrir glansinum,
sem var á Seyðisfirði á síldarárun-
um.
— Já, en loðnan hefur þó bjargað
verksmiðjunum, sem margir töldu
orðnar litilsvirði. Sömu sögu er þó
ekki hægt að segja af sildarplönun-
um, sem voru 9, þegar mestur upp-
gangurinn var. Nú liggja þessi plön
og tilheyrandi mannvirki undir stór-
kostlegum skemmdum og þau
hrörna ótrúlega fljótt, enda litið eða
ekkert hugað að þeim. Það má helzt
likja þeim við draugaborgir. Þess má
geta hér, að nýlega var bænum boð-
ið til sölu það, sem áður var stærsta
plan á íslandi, með hafskipabryggju
og húsum, sem á annað hundrað
manns bjuggu i á sumrin, fyrir 1 'h
milljón króna.
— Hvernig hefur ástandið verið i
raforkumálum hjá ykkur?
— Það hefur verið alls endis ófull-
nægjandi og kemur mest frá disil-
stöðvum. Fyrir 20 árum vildi Seyð-
firðingar byggja virkjun við Fjarðará.
en þar er litil stöð, sem byggð var
1914 og enn er í notkun. Fjármagn
fékkst þá ekki til þeirra framkvæmda
en ráðizt var i Grimsárvirkjun, og eru
margir. sem hafa alltaf talið, að þar
hafi verið um pólitíska ákvörðun að
ræða. Grimsárvirkjun hefur alltaf
reynzt illa á veturna og verið okkur
algerlega ófullnægjandi, þannig að
orðið hefur að gripa til disilstöðv-
anna. Þess má hér geta, að þegar
Lagarfossvirkjun kemst i gagnið, er
gert ráð fyrir að hún verði fullnýtt
þegar og ekki verði um neina um-
framorku að ræða frá henni. Seyð-
firðingar eru því aftur farnir að renna
augunum til virkjunar Fjarðarár. Það
er okkur mikið öryggismál að fá úr
þessu ástandi bætt og þess má geta,
að er ég var á leið suður var há-
spennulína á Fjarðarheiði slitin. Við
teljum, að varanleg úrlausn þessa
máls þoli enga bið.
— Hvernig hefur félagslifið verið
hjá ykkur?
— Það hefur verið heldur dauft þó
að bæinn byggi um 920 manns.
— Hvernig er staðan í heil-
brigðismálum Seyðfirðinga?
— Héraðslæknirinn okkar,
Kjartan Ólafsson, lézt í vetur og hafa
læknar frá Borgarspitalanum skipzt
á að sinna héraðinu, en von er á
nýjum héraðslækni. Á Seyðisfirði er
sjúkrahús, sem byggt var um alda-
mótin og er þvi ekki orðið upp á
marga fiska. Er nauðsynlegt að gera
átak i heilbrigðismálum staðarins.
Að öðru leyti er allt gott að frétta frá
Seyðisfirði, sagði Sveinn að lokum.
Holtaþokur
AF
BERGMAN
0G
FLOSA
EITTHVERT skemmtilegasta helgar-
lesefnið í blöðunum okkar undan-
farna mánuði hafa án efa verið hinir
vikulegu skammtar Þjóðviljans af
Flosa Ólafssyni. Þetta eru ómetan-
legar sprautur fyrir þetta annars al-
varlega blað.
Flosi er einhver snarpasti absúrd-
húmoristi sem við eigum,
fundvís á hin fjölmörgu kát-
broslegu einkenni íslenzks mannllfs
og einkar laginn við að setja þau
fram sem hin hátíðlegustu þjóðþrifa-
mál. Kimni Flosa, þegar hún gerist
bezt, er kimni pókerandlitsins, grin
sem er gert á grafalvarlegan máta
og mælir þvert um geð sér. Flosi
lætur sem sagt sjaldan Ijós sitt
skína nema óbeint, —— er oftast með
„lygamerki"' eins og krakkarnir
segja.
En hann teflir líka stundum á
tæpasta vað, er einatt heldur stór-
skorinn stíl og jafnvel smekklaus
stöku sinnum.
I „Vikuskammti" Flosa á laugar-
daginn siðasta var þvi miður skotið
heldur betur yfir markið. Þar skrifar
„Geivar Páll," sérfræðingur Flosa i
iistum „kvikdóm" um nýjustu mynd
Ingmars Bergman, „Hvisl og hróp",
sem Háksólabíó tók til sýninga.
Bæði er það, að Flosa og „Geirvari
Páli" bregzt bogalistin i framsetn-
ingu hæðninnar, — það er afar
klunnaleg brella að etja saman and-
stæðum, þ.e. lofs- og skammaryrð-
um i sömu setningunni á jafn aug-
Ijósan hátt og Flosi gerir, t.d.: „gif-
urlega tilgerðarleg og listræn kvik-
myndataka" o.s.frv. Allt háðið felst í
lýsingarorða frauði, meira og minna
marklausu hjali, sem virðist vera
fremur ætlað sem stæling á stíl
„gaggrýnenda" (og látum það nú
vera), en einhvers konar dómur um
verðleika Ingmars Bergman og kvik-
myndar hans.
En tilgangur Flosa með þessum
pistli virðist einmitt fyrst og fremst
hafa verið sá að gera at i menningar-
mafiunni, sem er að rembast við að
halda þvi fram, að eitthvert hrútleið-
inlegt pip eins og myndir Ingmars
Bergman séu list, — eins og Flosi
sjálfur kynni að hafa orðað þetta Því
miður slakar Flosi á „lygamerkinu" í
þessari ritsmíð, gengur sjálfur ber-
rassaður fram á sjónarsviðið án
skikkju hæðninnar og segir: „Um
þessa kvikmynd Bergmans er það
skemmst að segja, að fólki á að
finnast (!) að hér sé um að ræða
dæmigert l art pour l art (listin fyrir
listina) þar sem leiðindin eru öðru
fremur til þess að undirstrika það i
eitt skipti fyrir öll, að hér sé listaverk
á ferð Þetta sýnist mér inntak og
útgangspunktur þriggja dálka vaðals
Flosa.
Þetta eru nú svoddan kerlingar-
sjónarmið, að það tekur því tæpast
að koma með rökstudd mótmæli.
Það er nú sjálfsagt óþarfi ilka fyrir
þá, sem Sáu umrædda kvikmynd, en
þeir voru því miður alltof fáir. Þetta
eru einmitt sams konar sjónarmið
og Flosi sjálfur er vanur að teygja
sundur og saman í háði.
Þarna gerist sem sé sá leiðindaat-
burður, að okkar skeleggasti háðfugl
og „gaggrýnandi" fordómanna verð-
ur þeim sjálfum að bráð. Það er
nákvæmlega enginn punktur um
kosti og galla Bergmans sem lista-
manns i ritsmíð Flosa, og það er
ekki Bergman sem þarna er steypt af
stalli. Þarna er það Flosi sjálfur sem
fellur fyrir eigin hendi.
Auðvitað er það ofur eðlilegt að
myndir Bergmans séu ekki fyrir alla
smekk, og án efa eru þær einmitt
aftaka leiðinlegar fyrir talsverðan
fjölda fólks, þ á. m. Flosa.
En ákafleg þröngsýni og ein-
stefna er það, að líta svo á,
að ákveðið verk sé ekki lista-
verk vegna þess að mönnum
kunni að hafa þótt fátt um hlátra og
hasar. Það ætti að vera óþarfi ao
taka fram, að njóti menn ekki listar
Bergmans, þá er það vegna þess að
þeir nenna ekki að leggja það á sig
Fór Flosi virkilega á „Hvisl og hróp'
til að „skemmta sér" i grynnstu
merkingu þeirra orða? Sé svo, þá
væri ekki illa til fundið, að hann
blandaði næsta „Vikuskammt" svo-
litlu sjálfsháði.
Og bezt væri, ef Háskólabíó end-
ursýndi myndina. Það er alveg ótrú-
legt, að aðeins 2300 manns skuli
hafa lagt leið sína til að kynnast jafn
mögnuðu verki og „Hvisl og-hróp",
og þó var myndin sýnd i heila viku i
tæplega þúsund manna biói. Maður
fer að halda að sú bærilega aðsókn
sem „Snertingin" — miklu lakara
verk Bergmans en „Hvísl og hróp"
hlaut i Hafnarbiói fyrir skömmu, hafi
eingöngu verið að þakka nærveru
apamannsins Elliott Goulds. Alla
vega verður því seint trúað, að öll
hin þúsundin, sem sátu heinrta núna
þegar „Hvisl og hróp" var sýnd, séu
haldin sömu fordómum og Flosi.
Raunar er vitað um fjölda manns,
sem missti af henni vegna fyrirvara-
litillar stöðvunar sýninga. En Flosi
gæti þá óskað eftir endursýningu á
„Apapláne'tunni".
— Á.Þ.