Morgunblaðið - 09.02.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.02.1974, Blaðsíða 22
22 MOR6U-NÐLAÐIÐ, LA UGA-RÐAGUR 9. FEBRÚAR 1974 Tómas Vigfússon húsa- smíðameistari — Minning .r-< f ni ‘tmn,; F. 24.6. 1906 D. 1.2. 1974 Þegar við heyrum andlátsfregn einhvers þess, sem við þekkjum, skynjum við fyrir alvöru, hvað hann hefur fyrir okkurgert. Þetta var það fyrsta, sem í hug mér kom, þegar ég heyrði dánar- fregn Tómasar Vigfússonar. Ósjálfrátt runnu upp fyrir sjón- um mínum öll þau miklu og marg- breytilegu störf, sem hann hefur annazt fyrir félag sitt og samtök iðnaðarmanna i heild. Þar sem tilnefna þurfti menn í stjórnir eða nefndir var Tómas fyrsti maðurinn, sem til greina kom, enda vitað fyrir, að gæfi hann kost á sér í starfið myndi því verða skilað af kostgæfni og alúð. Tómas Vigfússon var allt frá fyrstu tíð driffjöður í starfi iðnað- armanna og sinnti þeim málefn- um af sérstök um áhuga. Hann var einn af frumkvöðlum Meistarafélags húsasmíða hér í bæ. Var hann kosinn varaformað- ur í fyrstu stjórn félagsins og átti sæti í henni i sjö ár. Á þeim tíma, sem hann átti sæti i stjórn Meist- arafélagsins, var hann aðalfrum- kvöðull að stofnun Meistarasam- bands byggingamanna. Var hann tilnefndur formaður undirbúningsnefndar að stofnun sambandsins og á stofnfundi þess, 5. maí 1958, var hann kjörinn fyrsti formaður þess. Því embætti gegndi hann í tvö ár. Á þess- um fyrstu árum sambandsins var mótuð sú stefna, sem enn er fylgt að meginhluta. Vafalaust hefur mikið starf leg- ið að baki þeirri mótun, sérstak- lega þar sem um áður óþekkta starfsemi í félagsmálum var að ræða. Tómas varfulltrúi félagsins á iðnþingum í fjölda ára og gegndi þar ótal trúnaðarstörfum. Fulltrúi félags síns í D'feyris- sjóði húsasmiða var hann til síð- ustu ára. Ekki mun ég telja hér upp öll þau störf, sem hann ann- aðist fyrir félagssamtök sín, enda af svo mörgu að taka, að slíkt yrði of langt mál. Við félagar hans í Meistarafé- l’agi húsasmiða og heildarsamtök- um iðnmeistara höfum misst með honum mikinn og mikilhæfan for- ystumann, en þó er frekar ástæða að þakka en kvarta yfir missi okk- ar. Við viljum þakka honum af alhug allt hans fjölbreytta starf og samfylgdina í gegnum samtök okkar; megi hún verða okkur hvatning í framtíðinni. í nafni félagasamtaka iðnmeist- ara vil ég færa fjölskyldu hans okkar dypstu samúð. Gunnar S. Björnsson. Kveðja frá Iðnskólanum í Reykjavík. Tómas Vigfússon er horfinn á braut, — á vit feðra sinna. t Faðir minn og tengdafaðir MARINÓ JÓNSSON, fyrrum forstjóri lézt að heimili sínu miðvikudaginn 6. febrúar sl. Örn Marinósson. Ragnheiður Þorgeirsdóttir Hann lézt hinn 1. febrúar sl. 67 ára að aldri eftir athafnamikið æviskeið. Fæddur 1906 í Reykjavik, sonur hjónanna Vig- fúsar Sigurðssonar trésmiðs, vita- varðar og Grænlandsfara, ogkonu hans.Guðbjargar Árnadóttur. Hins mikla starfs Tómasar sem húsasmíðameistara í Reykjavfk, framkvæmdastjóra og síðar stjórnarformanns Byggingafélags verkamanna, starfa hans að félagsmálum iðnaðarmanna og i stjórn hinna landskunnu fyrir- tækja Sameinaðra verktaka og síðar Islenzkra aðalverktaka, þar sem hann var formaður, verður áreiðanlega minnzt af öðrum, sem betur þekkja þar til en ég, að ótöldum þeim margvíslegu af- skiptum af opinberum málum, sem hann hafði, ekki sízt á sviði byggingamála. Hins vegar er varla mörgum kunnugt um störf hans í þágu Iðnskólans í Reykja- vík og iðnfræðslunnar i landinu um ára bil, sem ljúft er að minnast og þakka. Tuttugu og tveggja ára lauk Tómas sveinsprófi i húsa- smíðaiðn, eftir að hafa lokið iðn- skólagöngu með góðum árangri. Hann var menntunarfús og sótti meistaranámskeið við skólann, eitt hið fyrsta, sem haldið var, hélt síðan til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn við Det Tekn- iske Selskabs Skoler og Teknologisk Institut. Að því loknu gerðist hann umsvifamikill húsasmiðameistari í Reykjavík. Sem mikill áhugamaður og framfarasinni um byggingamál fór hann kynnisferðir víða um lönd og beitti sér fyrir nýjungum f gerð íbúða og fjármögnun þeirra. Ég minnist yfir 30 ára kynna við Tómas, fyrst sem framsækins byggingameistara og síðar 16 ára samstarfs í skólanefnd Iðnskólans i Reykjavík, með hlýhug og virð- ingu. Áhugi hans fyrir framför- um í iðnfræðslu var mikill og áhrif hans á að taka upp kerfis- bundið verknám í skólum, aukna fjölbreytni og bætta verkmenn- ingu í landinu voru mjög sterk, þegar fyrstu sporin voru stigin í þá átt hérlendis. Hann sá hvorki eftir fyrirhöfn né fjármunum til þeirra hluta. Hann sat ótalda um- ræðufundi um fyrstu fram- kvæmdir um verknám fyrir tré- iðngreinarnar f skólanum, stóð fyrir gjöfum á tækjum og fé til þessara hluta og studdi fram- þróun þessa með ráðum og dáð. t Eiginkona mín, UNNUR THORARENSEN, Fáfnisnesi 2, andaðist í Landsspítalanum þann 7. febrúar. Jónas Thorarenssen. t Útför. SIGURÐAR ÞORSTEINSSONAR frá Kúfhól, fer fram frá Krosskirkju, Austur-Landeyjum, miðvikudaginn 1 3. febrúai kl. 2 e.h Guðrfður Ólafsdóttir, og börn. t Maðurinn minn og faðir okkar, ÞÓRARINN SÖRING, lézt 7. febrúar. Valgerður Einarsdóttir Söring og synir t Litla dóttir okkar, AÐALHEIÐUR MARGRÉT JÚLÍUSDÓTTIR, er látin. Elín Egilsdóttir, Gunnar Berg Sigurjónsson. t Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, STEINUNN ÞÓRÐARDÓTTIR frá Skáleyjum, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. þ.m. kl. 1 3.30. Þórhildur og Baldur Snæland, t Eiginkona mín og móðir okkar, GUÐMUNDA EIRÍKSDÓTTIR, Hverfisgötu 1 01, lézt á Borgarsjúkrahúsinu föstudaginn 8. febrúar. Ingimundur Guðmundsson Rósa E. Ingimundardóttir, Helgi G. Ingimundarson. Björn Jónsson. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför MÁLFRÍOAR JÓNSDÓTTUR Þökkum starfsfólki Grundar góða umönnun. Vandamenn. t Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir ÞÓRUNN RAFNAR, lézt 2. febrúar. GESTUR PÁLSSON, Útförin hefir farið fram \ verður jarðsettur mánudaginn 1 1. febrúar frá Hallgrfmskirkju kl 1 30 Við þökkum auðsýnda samúð og vinarþel. Blóm eru vinsamlega afbeðin en þeir, sem vilja minnast hins látna er Ingimar Einarsson, bent á Hallgrímskirkju. Jónas Ingimarsson, Einar Ingimarsson, María Ingimarsdóttir, Gisli Árni Eggertsson, Benónýja Bjarnadóttir, Ingibjörg Ingimarsdóttir, Stefán Skarphéðinsson, Guðrún Gestsdóttir, Michael Piccininni, og dætrabörn, Valgeir Bjarni Gestsson, Kistín Erla Jónsdóttir Bjarm Rafnar, Jónas G. Rafnar. Fyrir þetta eitt erfull ástæða tjl að minnast Tómasar, og eru þá öll hans miklu störf í félagsmálum iðnaðarmanna og í skólanefnd ótalin. Gott er að minnast góðra manna, sem gengnir eru. Þökk fyrir líf hans og störf, blessuð sé minning Tómasar Vigfússonar. Ekkju Tómasar, ættingjum og vinum vilja samstarfsmenn hans í skóla- og fræðslumálum iðnaðar- manna votta dypstu samúð. Þór Sandholt. Tómas Vigfússon húsasmíða- meistari andaðist hinn 1. febrúar sl., og verður hann í dag lagður til hinztu jarðneskrar hvílu. Með Tómasi Vigfússyni er genginn um aldur fram stórbrot- inn og stórhuga athafna- og drengskaparmaður. Fyrst kynntist ég Tömasi, þegar ég ungur að árum byrjaði að vinna almenn byggingarstörf á hans vegum hjá Byggingafélagi verkamanna í Reykjavík, sem þá var tiltölulega nýstofnað og hann veitti forstöðu. Sfðan hafa leiðir okkar legið saman allt til hins síðasta. Byggingafélag verkamanna var stofnað hinn 5. júlí 1939, og var Tómas ráðinn fyrsti fram- kvæmdastjóri þess og bygginga- meistari. Stjórnarformaður félagsins var hann fyrst skipaður árið 1949, og gegndi hann for- mennsku í félaginu samfleytt til ársins 1972, að hann baðst lausnar frá þeim starfa sökum heilsu- brests. Skipun Tómasar til.for- mennsku í félaginu allan þennan tima, eða í samtals 23 ár, vitnar bezt um hið óskoraða traust, sem hann naut hjá valdhöfum þeim, er fóru með æðstu stjórn mála um byggingafélög verkamanna á hverjum tima. Áaðalfundi félags- ins árið 1972 var Tómas gerður að heiðursfélaga þess. Mannkostir og vinsældir Tóm- asar lýsa sér bezt i þvi, hve vel honum hélzt á starfsfólki. Þegar hann hætti byggingarstörfum, voru á hans vegum starfsmenn, sem höfðu um áraraðir og all- margir um áratuga skeið verið óslitið í hans þjónustu. Er mér kunnugt um, að hann var þeim innilega þakklátur fyrir trygg- lyndi þeirra og vináttu. Fljótlega eftir að leiðir okkar lágu saman tók ég eftir því, að öll störf Tómasar, hvort sem það voru byggingarstörf, sem hann tók að sér, eða önnur, störf, sem honum voru falin, einkenndust af atorku, nákvæmni og reglusemi á öllum sviðum. Þo'tti öllum málum vel borgið, sem f hans hendur komust, enda var hann mála- fylgjumaður svo af bar. Handar- verkin hans og hin mörgu spor, sem hann lætur eftir sig í íslenzkri byggingarsögu og reyk- vísku athafnalífi, munu ekki svo skjótt fyrnast hjá þeim, sem þeirra nutu, þó svo aðtímans tönn virðist tlðum svo áleitin að afmá störf og verk látinna. Ekki get ég skilizt svo við þessar fátæklegu línur, að ég minnist ekki hinnar mikilhæfu eiginkonu hans, frú Katrínar, sem ætíð stóð bjargföst við hlið hans bæði í blíðu og stríðu unz yfir t Þökkum innilega auðsýnda sam- úð við andlát og útför, JÓNS ÁSGEIRSSONAR Sunnubraut 44, Kópavogi Dóra Einarsdóttir og börn Hildur Fímanns og Ásgeir Gíslason Brynhildur Jónsdóttir og systk ini hins látna t Þökkum innilega auðsýnda sam- úð og vinarhug við andlát og útför GESTS JÓHANNSSONAR, járnsmiðs, Sérstakar þakkir færum við starfsmönnum Álversins í Straumsvík. Pálína Ákadóttir, og börn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.