Morgunblaðið - 12.05.1974, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAI 1974
DAGBÓK
t dag er sunnudagurinn 12. maf, sem er 4 sunnudagur eftir páska. I’ankratfus-
messa. Vorvertíð hefst.
Árdegisflóð í Reykjavík cr kl. 10.17, sfðdegisflóð kl. 22.42.
Sólarupprás er f Reykjavík kl. 04.24, sólarlag kl. 22.27
Sólarupprás á Akureyri kl. 03.52, sólarlag kl. 22.29.
Því að hunangsseimur drýpur af vörum annars manns konu og gómur hennar er
hálli en olía. En aðsíðustu er hún beizkaraen malurt, beitt eins og tvíeggjað sverð.
(Orðskviðir Salómons, 5. 34).
ÁRNAÐ
HEILLA
80 ára er í dag, 12. maf, Páll
Jónasson, Stíghúsi, Eyrarbakka.
Hann dvelst nú að Grensásdeild
Borgarspítalans.
2. febrúar gaf séra Arngrímur
Jónsson saman í hjónabanda í Há-
teigskirkju Brvnhildi Bjarnadótt-
ur og Þóri Kristvinsson. Heimili
þeirra er að Kvisthaga 10, Reykja-
vík. (Stúdíó Guðm.).
23. febrúar gaf séra Sigurður H.
Guðjónsson saman í hjónaband í
Langholtskirkju Jensínu Hjálm-
týsdóttur og Jón Þóri Einarsson.
Heimili þeirra er að Eyjabakka
14, Reykjavík. (Stúdíó Guðm.).
23. febrúar gaf séra Arngrímur
Jónsson saman í hjónaband í Há-
teigskirkju Valgerði Sigurvins-
dóttur og Halklór Pálsson. Heim-
ili þeirra er að Vesturgötu 53 B,
Reykjavík. (Stúdíó Guðm.).
9. marz gaf séra Þorsteinn
Björnsson saman í Fríkirkjunni í
Re.vkjavík Ásdfsi Sigurþórs-
dóttur og Flöka Kristinsson.
Heimili þeirra er að P’ögrubrekku
16, Kópavogi. (Stúdíó Guðm).
KROSSGÁTA
lb
Lárétt: 1. þrefa 6. vökvi 8. tónn
10. sérhljóðar 11. nauðið 12.
skammstöfun 13. komast yfir 14.
fæða 16. sparsamri
Lóðrétt: 2. veisla 3. afkimi 4.
skammstöfun 5. guðsþjónustan 7.
eggjaði 9. verkfæri 10. ofn 14.
bardagi 15. fyrir utan
Lausn á síóustu krossgátu.
Lárétt: 1. masar 6. rök 8. banginn
11. búa 12. rán 13. IM 15. rá 16.
son 18. námfúsa
Lóðrétt: 2. árna 3. sög 4. akir 5.
obbinn 7. annaði 9. aum 10. nár
14. lof 16. SM 17. NU
Pennavinir
Bangladesh
Mr. Md. Emdadul Haque (Antu)
c/o Mr. Md. Ansaruddin
(S. D. E. O Jenidah)
167 — Bagha Jatin Road
P.o. Jenidah
Dt. Jessore
Bangladesh.
Hann er 18 ára og vill skrifast á
við jafnaldra sinn frá íslandi.
Safnar frímerkjum, mynt og póst-
kortum.
Japan
Kouhei Torpita
3-6-z/ Nitijutajata-machi
Ichikawa-city
Chiba
272 Japan.
Hann óskar eftir bréfaskiptum
við Islendinga.
Mitsuyo Namikoshi
68 Matsuhidai, Matsudo
270 Japan.
Hún er tvitug og óskar eftir að
komast í bréfasamband við fólk á
sama aldri. Hefur áhuga á kvik-
myndum, bréfaskiptum, lestri
bóka og safnar frímerkjum og
póstkortum.
Holland
Tony van der Velden
Pastoor Clercxstraat 103 Zýtaart
4240Veghel (n.Br.)
Holland.
Hann er 20 ára nemandi i bóka-
safnsfræðum, hefur áhuga á
landafræði, sigildri tónlist, ferða-
lögum, fótbolta, og öðrum íþrótt-
um, auk þess sem hann hefur
mikinn hug á því að ferðast til
íslands.
England
Elma Smith
13, Kingston Drive
Whitley Bay
Northumberland
England.
Hún er kennari barna á aldrin-
um 9—11 ára og vill komast í
samband við íslenzk börn á sama
aldri með það fyrir augum, að
nemendur hennar geti skrifazt á
við þau.
Bandarfkin
Vera Johansen
Rural Route 1
Ridott, Illinois 61067
U. S. A.
Hún er 62 ára kennari ogdvald-
ist ásamt eiginmanni sínum tvo
daga hér f september sl. Þá
hreifst hún svo af landi.og þjóð,
að hana langar til að skrifast á við
tslending.
Danmörk
Miriam Midfjord
Norre Allé 75, V. 559
2100 Kdbenhavn 0
Danmark.
og
Eyðbjarg Davidsen
Nprre Allé 75, V. 334
2100 K^benhavn 0
Danmark.
Þær óska báðar eftir bréfaskipt-
um við islendinga og eftir öllum
sólarmerkjum að dæma virðast
þær vera færeyskar.
(ÁHEIT OG C3JAFIR
Aheit og gjafir afhent Morgun-
blaðinu.
Strandakirkja:
H. A. 1.500,-
Asta 1.000.-
N. N. 150,-
S. G. 200,-
Anna 1.000,-
N.N. 1.000,-
N. N. 5.000,-
Frá Skagakarli 300,-
Sigurður Jónsson 200.-
Ásgeir 200.-
Gamalt áheit Maria 500,-
I. og S. Þ. 100,-
J. og G. Þ. 100.-
G. G.J. 200,-
R. E. 200,-
S. V. T. 1.000,-
F. R. Á. Sigluf. 1.000,-
Kjartan 1.000,-
V. J. 100,-
B. S. 1.000,-
N. N. 200.-
J.G. 200,-
Rúna 1.000,-
O. K. J. 100 -
S. E. 500,-
G. og E. 1.500,-
X2 500,-
Guðmundur góði:
Frá S kagf i rði ngi 500,-
Minningarsjóður Hauks Hauks-
sonar (hjartabíllinn):
Minningarkort 36.750.-
Hallgrímskirkja í Saurbæ:
Unnur 300,-
H. J. 300,-
Mæðradapr-
inn í dag
MÆÐRADAGURINN er f dag.
Verður að vanda efnt til blóma-
sölu á götum borgarinnar á veg-
um Mæðrastyrksnefndar til
styrktar sumardvöl aldraðra
kvenna hér í borg. Nefndarkonur
biðja sölubörn að koma í barna-
skóla borgarinnar og f skrifstofu
Mæðrastyrksnefndar að Njáls-
götu 3 á sunnudagsmorgun, en
afgreiðsla merkjanna hefst kl.
9.30. Góð sölulaun verða veitt.
Sól úti, sól inni, sól í sinni
Nú er vor f lofti og undanfarna daga hefur skaparinn látið sólina skína, jafnt á rangláta sem réttláta.
Nú er sá tími að allir reiðhjólaeigendur, sem vettlingi geta valdið, eru á ferðinni á reiðskjótum sínum.
Eitthvaö virðist hún þó vera hnuggin telpan hér á myndinni, og sennilega hefur hjólið hennar svikizt um
að gegna hlutverki sfnu. En þegar eitlhvað bilar er ekki um annað að gera en að bæta úr því, og það ætti
ekki að vera erfitt, þegar blessuð sólin skfn og gleður hvers mannsgeð.
ást er . . .
1 O ’3-H
... aö senda ^
mömmu
hans þakkarkort
fyrir
afmœlisgjöfina
hans
TM Req U.S Pot Off, —All riqhti reterved
1974 by 1 os Anqele* Timet
| BRIPC3E
ÞAÐ vakti mikla athygli í
Evrópumóti fyrir nokkrum árum,
þegar það fréttist, að staðan í
hálfleik í leik Svíþjóðar og Italíu
væri 63:17 fyrir sænsku sveitina.
Hér fer á eftir spil frá þessum
hálfleik.
Norður.
S. K-D-9-4-
H. Á-G-10-9-2
T. 54
L. K4
Vestur Austur.
S. Á-7-3-2 S. 10
H. D-6-54 H. K-8
T. 10-9-7 T. Á-K-D-G-8-6-2
L. Á-10 L. 9-6-5
Suður
S. G-8-6-5
H. 7-3
T. 3
L. D-G-8-7-3-2
Við annað borðið sátu itölsku
spilararnir A-V og þar opnaði
norður á 1 hjarta, austur sagði 4
tfgla, sem varð lokasögnin. Sagn-
hafi fékk 11 slagi og ftalska sveit-
in fékk 150 fyrir.
Við hitt borðið sátu sænsku
spilararnir A-V og þar opnaði
norður einnig á 1. hjarta, en hér
sagði sænski spilarinn, sem var
austur, 3 grönd. Þetta er djörf
sögn en nokkuð góð, því austur
getur alltaf sagt 4 tígla, ef and-
stæðingarnir dobla 3 grönd. Suð-
ur lét úr hjarta 8 og sagnhafi fékk
11 slagi og sænska sveitin fékk
460 fyrir.
FHÉTTin
FÉLAG einstæðra foreldra held-
ur félagsfund f Átthagasal Hótel
Sögu n.k. þriðjudagskvöld 14. maf
og hefst hann kl. 21. Þar mun Páll
Asgeirsson læknir tala um geð-
ræn vandamál barna og unglinga
en hann er sem kunnugt er sér-
fræðingur á sviði barnageðlækn-
inga. Hann mun og svara fyrir-
spurnum fundarmanna. Umræð-
um við lækninn stjórnar Jóhanna
Kristjónsdóttir form. FEF Þá
verða skemmtiatriði á dagskrá og
happdrætti. Bent er á, að þetta er
sfðasti almenni fundurinn í vor.
Nýir félagar eru velkomnir.
KVENFÉLÁG grénsássokn-
AR heldur árlega kaffisölu sína í
dag kl. 3—6 í safnaðarheimilinu.
Félagsfundur verður haldinn kl.
8.30 mánudaginn 13. maí.
| SÁ IMÆSTBESTI
— Nú, ertu komin aftur? Ég
hélt að þú heföir farið í viðskipta-
erindtim til Suður-Afrfku og
kæmir ekki aftur fyrr en eftir
þrjá mánuði.
— Já, eiginlega var það nú ætl-
unin,en ég slapp með sekt.
(Ljósm. 01. K. Magn.).