Morgunblaðið - 12.05.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.05.1974, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf Arvakur. Reykjavík Haraldur Svemsson Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Styrmir Gunnarsson Þorbjorn Guðmundsson Bjorn Jóhannsson Arni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6. sími 10 100 Aðalstræti 6, sími 22 4 80 Askriftargjald 600.00 kr á mánuði innanlands I lausasolu 35,00 kr eintakið Sjónvarps- og út- varpshlustendur hafa nú í hverjum þættinum af öörum orðið vitni að hroka þeim, sem forsætisráðherr- ann hefur tileinkað sér, eftir að hann tók sér ein- ræðisvöld með kommúnist- um. Um þverbak keyrði í fyrrakvöld, þegar Ólafur Jóhannesson svaraði spurningu um þaö, hvers vegna Geir Hallgrímsson, formaður stærsta þing- flokksins, hefði ekki fengið tækifæri til að reyna mynd- un meirihlutastjórnar, á þennan veg: „Það stóð ekki til, að hann fengi neitt tækifæri til þess.“ Eins og rakið var hér í blaðinu í gær, vann for- sætisráðherrann það þrek- virki að skrökva þrisvar sinnum að forseta íslands í einni málsgrein, og nú kórónar hann framferði sitt með þvf að lýsa þvf yfir, að hann hafi vísvit- andi ætlað sér að koma í veg fyrir það, að meiri- hlutastjórn yrði mynduð á íslandi. ,,Það stóö ekki til, að hann fengi neitt tæki- færi til þess,“ segir for- sætisráðherrann, og sjálf- sagt hefur hann ekki held- ur ætlað sér að gefa nein- um öðrum en Geir Hall- grímssyni tækifæri til þess að mynda meirihluta- stjórn. í forsetaúrskurðinum er sagt, að engar horfur séu á því, að unnt sé að mynda meirihluta um stjórn landsins. En nú segir for- sætisráðherra, að hann hafi ætlaö sér að hindra, að úr því yrði skorið, hvort möguleiki væri á meiri- hlutastjórn eða ekki. Flestir sjónvarpsáhorf- endur hafa sjálfsagt álitið, þegar Ólafur Jóhannesspn mælti framangreind orð, að hann hafi í hita um- ræðnanna hlaupið á sig, en því miður er því ekki til að dreifa, því að síðar í viðtal- inu hnykkir hann á skoð- unum sfnum, er hann segir um hugsanlega stjórnar- myndun Geirs Hallgríms- sonar: ,,Ég var bara ekkert á því að gefa honum tæki- færi til þess.“ Áður ræðir forsætisráð- herrann um tilraunir sínar til myndunar nýrrar stjórnar. Þegar hann er spurður, hvort það sé rétt, sem Geir Hallgrímsson segi, að forsætisráðherra hafi reynt að knýja Sjálf- stæðisflokkinn til sam- starfs segir hann orðrétt: ,,Ég hagaði þessum við- ræðum þannig, að ég setti fram þessar tillögur og leitaði eftir því, hverjir vildu leysa málið til bráöa. . . altso á grund- velli og ákveöa kosningar í haust og þannig, að allir flokkar væru með, þannig að allir flokkar, sem vildu vera með . . . Ef einhver flokkur vildi ekki vera með, þá var hann sjálfur að útiloka sig. Þetta gerði ég og þá var sagt og skilið, eins og hjá Hannibal, þú verður að segja af þér fyrst. En hvernig maður, ráðherra, sem hefur sagt af sér, forsætisráðherra, sem hefur sagt af sér, hann get- ur ekki rofið þing.“ Með þessum orðum undirstrikar Ólafur Jó- hannesson enn, að hann hafi verið staðráðinn í því að koma í veg fyrir mynd- un meirihlutastjórnar, nema því aðeins, að hann stjórnaöi ferðinni og flokk- ur hans yrði aðili að slíkri stjórn. Hann hefur þannig sjálfur upplýst, að hann hafi vísvitandi hagað mál- um svo, að ekki gæti á það reynt, hvort Alþingi gæti myndað meirihlutastjórn, enda lagði hann skriflega úrslitakosti fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og ætlaði að neyða hann til að Iúta vilja sfnum/ Því miður er nú ljóst orð- ið, að Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra er ekki sjálfrátt. Hann er flæktur í því neti, sem hann og kommúnistar hafa riðið að undanförnu. Eðlilegt er, að menn beri framferði Ólafs Jóhannes- sonar saman við aðgerðir Hermanns Jónassonar, er hann var f svipaðri aðstöðu í desembermánuði 1958. Hermann stóð þá upp á Al- þingi, flutti stutta og gagn- orða ræðu, þar sem hann lýsti því yfir, að ekki væri samstaða í ríkisstjórninni um nein úrræði í efnahags- málum og því bæðist hann lausnar, þar sem aðkall- andi væri að gera ráð- stafanir til að stemma stigu við verðbólgu. Þessi at- burður var minnisstæður og vissulega óx Hermann Jónasson af hreinskilni sinni og trúmennsku við þingræði oglýðræði. Ólafur Jóhannesson fer þveröfugt að, hann reynir að þvælast fyrir öllum til- raunum annarra manna til þess að leysa vandann og lýsir því yfir, að það hafi beinlínis verið tilgangur hans að koma í veg fyrir það, að meinhluti þings fengi að ráða ferðinni. Þetta framferði forsætis- ráðherrans kemur nú til dóms kjósenda, fyrst ~í sveitarstjórnarkosningun- um eftir hálfan mánuð og sfðan í Alþingiskosningun- um . Óhætt ætti að vera að treysta því, að íslenzka þjóðin fordæmi slíkar að- ferðir, og sérstaklega er ástæða til þess, að fram- sóknarmenn sýni Ölafi Jó- hannessyni í borgarstjórn- ar- og sveitarstjórnarkosn- ingum, að þeir ætlast ekki til þess, að hann hagi mál- um svo, að kommúnistar fái ráðið ferðinni. ÞAÐ STOÐ EKKI TIL” MORG UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAI 1974 21 — Minkarnir? Jú, þaö er um rétta efnið. Alveg rétt af leik- húsunum að sýna svona leikrit núna. Þetta fjailar um herinn og... Eitthvað á þessa leið var svarið, sem ég fékk frá fyrsta leikhúsgestinum, alþýðuhanda- lagsmanni, sem ég hitti er hann var að koma af sýningu á lcikritinu Minkarnir eftir Erling Halldórsson. Eg hafði spurt hvernig leikritiö væri — og átti að sjálfsögðu við sem leikhúsverk — en fékk engin svör við því — aðeins að leikrit um þetta efni ætti leikhúsið að sýna nú. Þegar ég fór svo sjálf að sjá þessa leiksýningu, eftir að forgangsgestir höfðu lokið sér af með kortin sín, þá var ég þegar orðin vel nestuð af því hvernig ég ætti að skilja boð- skapinn og bregðast við honum. Því höfðu leiklistarskvrendur útvarps og sjónvarps séð mér fyrir að venju. Svo ekki átti að verða mikil hætta á að maöur þyrfti að fara að hafa fyrir því að hugsa — bara meðtaka sam- kvæmt forskrift. Það er út af fyrir sig ákaflega þægilegt aö vera mataður vel fyrirfram. Raunar er ekki erfitt að skilja hvað höfundurinn og opinberir útskýrendur eru að fara. Boðskapurinn er mjög hrár, hefði nánast eins vel getað verið ræða hugsjóna- manns. Skipið Pandóra kemur og leggst á ytri höfnina, mann- skapurinn kemur f land og fer um bæinn, skipið á alltaf að fara á morgun, samkvæmt upp- lýsingum stjórnvalda. Þegar það svo ekki fer, heldur leggst bara upp að, þá eru allir orðnir svo vanir því og áhöfninni í bænum að þeim er alveg sama. Hún hefur flætt út fyrir girðinguna, eins og minkarnir. Auðvitað átti ég að láta mér nægja skýringarnar um herinn á Kef lavíkurf lugvel li, enda gerðu það sýnilega flestir í leikhúsinu þetta kvöld, sem voru jafn vel undirbúnir af fjölmiðlum sem ég. En ein- hvern veginn á ég stundum bágt með að fara ekki út af fyrirskipuðu striki. Ég fer stundum að hugsa, þegar það er hreinn óþarfi. Og haldið þið að ekki fari einmitt þannig fyrir mér þarna f leikhúsinu. Ekki það að ég skildi ekki þráðinn — það var ekki meinió. En líklega hafa fyrstu ummælin um að efnið ætti svo vel við einmitt núna setið f mér — og ruglaö mig í ríminu. Ég hafði ncfnilega álpast í leikhús einmitt kvöldið, sem austur-þýzki verksmiðju- togarinn Junge Welt var væntanlegur inn á höfnina samkvæmt nýinnleiddri stefnu og leyfi stjórnvalda. Nokkrir tugir austur-þýzkra sjómanna voru væntanlcgir með sérstakri flugvél á Keflavfkurflugvöll og nokkrir tugir f land af skipinu, sem átti að skipta um áhöfn fyrir austur-þýzka togara á miðunum. Og haldió þið ekki, að Pandóra í leikritinu fari að taka á sig m.vnd þessa austur- þýzka togara, enda ætlazt til að þessar f lugvélakomur og skipa- komur héldu áfram, svo maður gæti vanizt þvf að fá mannskap- inn inn f bæinn. Fyrir því var þá leyfi ráðherra. V'ið erum raunar byrjuð að venjast því að sovéskar risaf lugvélar lendi hér með mannskap og vélar innanborðs á leið til Kúpu, án þess að íslenzkir löggæzlumenn fái að koma nálægt þeim, skv. leyfi stjórnvalda. Og undir áhrifum frá leikriti Erlings Halldórssonar hélt hugurinn áfram þessu flandri. Gæti nú ekki einn göðan veðurdag, þeg- ar við erum orðin vön komu slfkra skipa og flugvéla, skip lagst upp að og mannskapur úr Eftir Elínn Pálmadóttnr flugvélum og skipum flætt inn í landið. Þvf ekki það? Svona er það, þegar maður fer að fantasera! Hvort sem i hiut á leikritahöfundur, leik- ritaskýrendur eða bara venju- legur leikhúsgestur, eins og undirrituð. Þá geta svona fjar- stæðusögur komið fram í hugann um amerískt setulið, rússneska hermenn eða dul- búna sjómenn. Raunar kom síðar í Ijós að eitthvað var meira gruggugt við leyfi og erindi þessa verk- smiðjutogara hér. Þá var það reyndar ekki komið í Ijós. Þá trúðu menn enn ráöherranum, sem hafði útskýrt þetta allt fvrir okkur landsmönnum. En úr því ég var nú einu sinni farin — fyrir áhrif Erlings Halldórssonar — að velta þess- um fjárans austur-þýzka togara fyrir mér, hlustaði ég Ifka á ráðherrann næst þegar hann kom í útvarp og sagði okkur að slíkir togarar veiddu allsekki á íslandsmiðum, en auðiitað sæjust þeir við strendurislands — á leiðsinni frá AusturÞýzka- landi til Nýfundnalandsmiða. Auðvitað! Enég ereins og sum- ir óþekku krakkarnir, get aldrei látið vera að fara að kanna það sem mér er sagt. Haldið þið að ég fari ekki að fiska upp landakort. Og jú, mikið rétt, siglingaleiðin frá Austur-Þýzkalandi til Nýfundna lands liggur 300 mílum sunnan við Island. Ætli sjávarútvegs- málaráðherra sé svona ökunn- ugur siglingaleiðum íkring um lsland? Því auðvitaö hefur hann ekki — maður í þessari stöðu — farið aö skrökva að okkur, þjóð sinni. Hvað um það. Þetta hefur maður upp úr þvf að fara að hugsa, þegar maður horfir á leiksýningu eða hlustar á ráð- herra í útvarpi. Maður fær kannski eithvað allt annað út en búið var að segja manni að hafa fyrir satt. Nei, maður á bara aö vera eins og þetta ágæta trúaða fólk, þessir með geislabauginn og „þakka — þér — guð — að — ég — er — ekki — eins — og — annað — fólk“ — svipinn. Sjón- deildarhringurinn getur þá bara takmarkast við geisla- bauginn. Þá meðtekur maður bara það sem manni er sagt. enda heilmikið af fúsum sjálf- boðaliðum til að koma réttum skýringum þar inn fyrir. Það er bara að trúa — fyrir alla muni fara ekki að hugsa. Maður gæti fengið aðrar niðurstöður en til er ætlast. Rey kj av íkurbréf Laugardagur 11. maí Alþingi myrkvað Að afloknu blaðaverkfalli Nú þegar verkfalli prentara er Iokið er fróðlegt að líta til baka og skoða ástand það, sem ríkti í blaðaleysinu, og jafnframt að gera sér grein fyrir afleiðingum þessa verkfalls. Því hefur verið haldið fram, að lýðræðið geti ekki staðizt án blaðaútgáfu. Ljóst er, að frjáls skoðanaskipti eru megin forsenda þess, að lýðræðislegir stjórnar- hættir fái staðizt, því að auðvitað getur alþýða ekki myndað sér skoðanir á málum, án þess að henni séu veittar upplýsingar um þau frá öllum hliðum. Sumir kynnu að vísu að hafa álitið, að yngri fjölmiðlar en blöðin, útvarp og sjónvarp, gætu komið í stað blaða, en allir munu víst um það sammála eftir þetta verkfall, að svo er ekki. Blaðaútgáfan er bein- línis forsenda þess, að Iýðræði, frelsi og sjálfstæði verði við- haldið. Fyrstu dagana, sem fólkið var blaðalaust, stríddi það blaða- mönnum á þvf, að blöðin væru svo sem ekkert ómissandi, sumir höfðu jafnvel orð á því, að léttir væri að vera laus við þau. En þessar skoðanir breyttust, er fram í sótti, og undir Iokin kveinuðu menn sáran yfir að hafa ekki blaðið sitt. Ollu þar auðvitað miklu um þeir stórviðburðir, sem voru að gerast á stjórnmálasvið- inu, enda hefur síðustu vikurnar glögglega komið í ljós, að póli- tískur áhugi meðal almennings er miklu meiri en menn stundum vilja vera láta, því að allir ræddu um stjórnmálin. En nú spyrja menn: Hver verður framtíð blaðanna eftir það gífurlega fjárhagstjón, sem þau hafa beðið? Og vonlegt er að menn spyrji, því að öll blöðin verða að halda vel á spöðunum í fjármálum til þess að unnt sé að koma þeim út, ekki sízt nú á hinum sfðustu og verstu tímum bandóðaverðbólgu. Blaðadauði hefur víða í nágrannalöndunum áti sér stað á undangengnum árum, stundum einmitt af þeim ástæðum, að óvægilegar kjara- deilur hafa verið háðar. Þess vegna er vonlegt, að menn óttist nú, að stórum þrengdur hagur dagblaða muni annað hvort leiða til þess, að þau verði að draga saman seglin eða jafnvel að ein- hver þeirra hætti útkomu. Von- andi er þó, að úr rætist. Gerræðið Síðustu daga hefur að vonum verið mikið rætt um það gerræði Ólafs Jóhannessbnar að reka þingið heim, að „losa sig við þing- ið“ eins og hann komst að orði og kvað sig þurfa að gera. En til hvers ,,þurfti“ forsætisráðherra að Iosa sig við þingið, gera landið þinglaust í tæpa tvo mánuði? A því er ekki nema ein skýring, sú, að hann telji sig þurfa að gera ráðstafanir, sem séu í andstöðu við meirihluta þings. Ráðherr- arnir í ríkisstjórninni hafa hver um sig — og raunar líka sam- eiginlega — heimild til þess að ákveða útgáfu bráðabirgðalaga. Þeir geta sett reglugerðir og gert margháttaðar ráðstafanir, sem víðtæk áhrif geta haft, samhliða þvf, sem þeir geta auðvitað ráðsk- azt með stöður og fjármuni ríkis- ins til hagsbóta fyrir flokka sína, og munu án efa gera, einmitt þeir tveir flokkar, sem nú hafa tekið sér alræðisvald á Islandi. Forsætisráðherrann hefur nú fengið kommúnistum í hendur meira vald en þeir nokkru sinni áður hafa haft hér á landi, og raunar væri ekkert úr vegi, að menn hugleiddu, hvernig nú mundi vera umhorfs á Islandi ef Rússar og fslenzkir kommúnistar hefðu komið fram þeim áformum sínum að auka þrýsting rússnesks hervalds umhverfis Islands. Ætli iangt um liði þá, þar til færi að glitta í klærnar á birninum? Enn veit auðvitað enginn utan stjórnarherbúðanna hvaða að- gerða einstakir ráðherrar eða ríkisstjórnin í heild mun grípa til, en ljóst er þó, að kommúnistar eru kampakátir og telja sig nú hafa góða vígstöðu, og víst er um það, að ráðamenn Framsóknar- flokksins hafa lagt upp í hendur þeirra öll þau vopn, sem hugsazt gat. En þó er nú býsna margt, sem á eftir að verða kommúnistum fjötur um fót í komandi kosning- um, úr því að blaðadeilan leystist og unnt er að koma upplýsingum um framferði þeirra til vitundar almennings. Skal nú getið nokk- urra þátta. „Um aldur og ævi” Allt frá því að íslendingar gerð- ust aðilar að Atlantshafsbanda- laginu fyrir aldarfjórðungi hefur það verið yfirlýst stefna þeirra — og allra íslenzkra ríkisstjórna — að Islendingar undirgengjust engar skuldbindingar um það, að hér yrði her á friðartímum, slikt fyrirkomulag yrði að byggjast á sérstökum samningum, þar sem íslendingar réðu einir öllu um það, hvort þeir teldu hér þörf herverndar. Nú hefur það hins vegar gerzt, að vinstri stjórnin hefur í opinberri yfirlýsingu tek- ið það fram, að Islendingar séu skuldbundnir til þess að veita Atl- antshafsbandalaginu aðstöðu á Keflavíkurflugvelli til hernaðar- starfsemi. I orðsendingu þeirri, sem ríkis- stjórnin sendi Bandaríkjastjórn og nefnd var „drög að viðræðu- grundvelli", er á tveim stöðum um það talað, að Islendingar heimili Bandaríkjastjórn hern- aðarleg afnot af Keflavíkurflug- velli „til fullnægingar skuldbind- inga okkar við NATO“. Þannig er í orðsendingu, sem beint er til annarrar ríkisstjórnar, Banda- ríkjastjórnar, beinlínis tekið fram í fyrsta skipti í sögunni, að Is- lendingar séu skuldbundnir til þess að hafa hér her „á friðartím- um“ eða „um aldur og ævi“, eins og kommúnistar hafa kallað það. Líklegt er að vísu, að þetta orða- lag sé í orðsendingunni vegna bjálfaháttar ráðherranna, en ekki að yfirlögðu ráði, enda væri það í fullu samræmi við aðra afstöðu þeirra í utanríkismálum og land- helgismálinu, þar sem flest hefur vitlaust verið gert, sem vitlaust var hægt að gera. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að þetta orðalag er fólgið í opinberri yfir- lýsingu til Bandaríkjastjórnar og er þar af leiðandi skuldbindandi fyrir okkur íslendinga. Þetta er yfirlýsing um það, að við eigum að þola hér hersetu, hvort sem við viljum eða viljum ekki, vegna þess að slíkar skuldbindingar höf- um við undirgengizt. A þessu bera ráðherrar og þingflokkur AI- þýðubandalagsins fulla ábyrgð, bæði pólitíska og stjórnskipulega. Núverandi ráðherrar eru fyrstu mennirnir á íslandi, sem slíkar yfirlýsingr hafa gefið. Undan því geta þeir aldrei skotið sér. Abyrgð á varn- arsamningnum Þá er þess næst að geta, að orðsendingin til Bandarfkja- stjórnar og drögin að viðræðu- grundvelli við hana er á því byggð, að varnarsamningurinn frá 1951 verði áfram í gildi. Til- lögur ríkisstjórnarinnar eru bein- línis byggðar á varnarsamningn- um sjálfum. Nú vita það allir menn, að kommúnistar hafa fjargviðrast út af þessum samn- ingi, nefnt hann landráðasamning og jafnvel talið hann ógildan, þar sem þingmönnum hafi verið „smalað saman“ utan þings til að gera þennan samning. Ekkert plagg hafa kommúnistar talið bölvaðra og niðingslegra en ein- mitt varnarsamninginn frá 1951. En á þvf herrans ári 1974 gerast svo þau undur, að uppi í stjórnar- ráði setjast ráðherrar Alþýðu- bandalagsins við borð með sam- ráðherrum sínum og ákveða þar, að samningurinn skuli vera í gildi áfram, líklega líka „um aldur og ævi“ og að á ákvæðum hans skuli byggja nýskipan hernaðarstarf- semi á Keflavíkurflugvelli, að visu í mjög litlum mæli og þannig fyrir komið, að Islendingum sé að því engin vörn, en hernaðarstarf- semi engu að síður. Með þessari ákvörðun hafa kommúnistar tekið á sig bæði pólitíska og stjórnskipulega ábyrgð á varnarsamningnum og áframhaldandi gildi hans, og fallnar eru dauðar og ómerkar allar upphrópanir þeirra um þennan samning og öll „kröfu- gerð“ þeirra um það, að honum verði upp sagt. Þeir hafa sjálfir í orðsendingu til Bandaríkjastjórn- ar boðizt til að framlengja hann. I þessu tilfelli getur ekki hafa verið um fávizku að ræða, því að svo fávfsir eru ráðherrar komm- únista ekki. Nei, þeir hafa vfsvit- andi undirgengizt að bera ábyrgð á varnarsamningnum til þess að halda ráðherrastólum sínum. Eina leiðin Þegar Ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra ákvað að „losa sig við“ Björn Jónsson á sama hátt og hann taldi sig þurfa að losna við Alþingi, beitti hann þeirri lúa- legu aðferð að skora á Björn Jónsson — á rósamáli að vísu — að segja af sér, án þess svo mikið sem að ræða við hann í síma eða þá að heimsækja hann á sjúkra- hús, þar sem hann nú dvelur. Forsætisráðherra sagði, að Björn Jónsson hefði aðeins eina leið til að firra sig ábyrgð á „stjórnar- frumvarpinu" um efnahagsráð- stafanir, og enginn gat misskilið hvað hann átti við. Hann benti Birni Jónssyni á að segja af sér. Forsætisráðherra hefur þá þegar vafalaust verið búinn að ákveða, hvernig hann ætlaði að haga mál- um. Hann ætlaði sér að stjórna með kommúnistum einum fram að kosningum, og nú hefur hann gefið um það yfirlýsingar, að hann hyggist heyja kosningabar- áttuna á þeim grundvelli, að sam- stjórn Framsóknarflokksins og kommúnista geti haldið áfram að þingkosningum loknum. En þetta var útúrdúr. Hér var hugmyndin að benda á samlíking- una við bókun þá, sem komm- únistar gerðu í rikisstjórninni, þegar ákveðið var að þiggja fé frá Bandaríkjunum til að lengja flug- brautirnar á Keflavíkurflugvelli. Þrátt fyrir þá bókun tóku þeir auðvitað á sig fulla ábyrgð á þess- ari ákvörðun, bæði pólitíska ábyrgð og stjórnskipulega. Það hefur forsætisráðherra nú undir- strikað með því að benda á þá augljósu staðreynd, að ráðherrar geta ekki firrt sig stjórnarathöfn- um með einhverju blaðri eða bók- unum, heldur einungis með því að segja af sér. En þá eins og nú töldu kommúnistar setuna í ráð- herrastólunum meira virði en að gera tilraun til að firra sig ábyrgð á athöfnum þeim, sem fram fara á Keflavíkurflugvelli. Þetta er þriðja atriðið í varnarmálunum, sem menn gjarnan mega hafa hugfast, þegar þessir riddarar nú reyna að berja sér á brjóst og þykjast berjast fyrir þvi heilagri baráttu, að varnarliðið verði rekið úr landi. Fjórða atriðið má einnig gjarn- an nefna. Allir vita, að forsætis- ráðherra hefur gefið um það svo skýlausar yfirlýsingar, að allar breytingar á fyrirkomul^gi varnarmála verði lagðar fyrir Al- þingi, að frá þeim yfirlýsingum getur hann ekki hvikað, hvað sem á gengur. Engu að síður sam- þykkja kommúnistar þingrof, þannig að útilokaó er að hreyfa við varnarmálunum, þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Þeir beinlínis kröfðust þessa þingrofs — og einmitt að það væri framkvæmt með þeim hætti, að ekkert Alþingi væri unnt að kalla saman fyrir 30. júni. Þannig hafa þeir skýrt og skorinort lýst því yfir, að þeir óski ekki eftir því, að neitt verði i varnarmálunum gert, meðan þessi ríkisstjórn er við völd. Svo ætla þeir Magnús Kjartansson og Lúðvik Jósepsson að segja við kröfugerðarmenn í hópi svonefndra herstöðvaand- stæðinga: Elsku vinir, við fáum ekkert við þetta ráðið, Olafur hef- ur lofað að bera málið undir þing og þess vegna verðum við bara að þegja — og þið Iíka. Togararnir hans Lúðvíks Mönnum er það í fersku minní, hve trítilóður Lúðvík Jósepsson varð á sl. hausti, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn markaði þá stefnu í landhelgismálum, að við helguðum okkur 200 sjómilna landhelgi fyrir lok þessa árs. Hann hafði þá allt á hornum sér og gat ekkert annað hugsað sér en 50 milurnar, og á ársafmæli svo- nefndrar útfærslu landhelginnar (sem því miður var raunar ekki nema á pappírnum, þar til sam- komulagið náðist við Breta) átti að halda mikla sigurhátíð og sann- færa landsmenn um árangur að- gerðanna. En vopnin snerustu svo gjörsamlega i höndum stjórnar- sinna, að landslýð öllum varð ljóst, að útfærslan hafði einmitt mistekizt að mestu leyti, og þess vegna mannaði forsætisráðherr- ann sig upp í það að ná samkomu- lagi við Breta. En hvers vegna skyldu 200 sjó- milurnar vera slíkt eitur i beinum Lúðvíks Jósepssonar? Jú. það hefur skýrzt að und- anförnu. Hann vill fyrir alla muni, að íslendingar hafi sömu stefnu i landhelgismál- inu og austantjaldsþjóðirnar, þ.e.a.s. að landhelgin megi ekki vera stærri en 50 mílur. Um það hefur hann verið að ræða á ferða- lögum sinum fyrir austan tjald, bæði áður en hann varð ráðherra og síðar. Nú hefur hann unnið þá hetjudáð til þjónkunar við hús- bændur sina austur frá að heimila Austur-Þjóðverjum áhafnaskipti hér á landi, til þess að þeir geti stundað veiðar á Islandsmiðum, 80 milur frá landi eða langt innan hinnar væntanlegu 200 sjómílna landhelgi. Hann laug því að vísu upp, að skip þessi ætluðu að fiska við Kanada eða Nýfundnaland, en sendifulltrúi Austur-Þjóðverja rak það öfugt ofan i hann. Það kvað hann Austur-Þjóðverja aldrei hafa sagt heldur Lúðvík búið það til. Ljóst er, að það, sem fyrir Lúðvík Jósepssyni vakir, er að auðvelda Austur-Þjóðverjum veiðar innan væntanlegrar íslenzkrar landhelgi í allra aug- sýn, þannig að þeim reynist auð- veldara að halda fram „hefð- bundnum“ rétti sínum til veiða innan 200 mílnanna, þegar þær taka gildi og ætla síðan að knýja á um að fá áframhaldandi veiði- heimildir hér. Ef einhver telur, að Lúðvík Jósepssyni sé ekki Ijóst, hvað hann er að gera í þessu efni, þá hann um það. Þeir eru áreiðanlegu miklu fleiri, sem sjá og skilja, að Lúðvík Jósepsson er vísvitandi að vinna gegn íslenzk- um hagsmunum. Allt þetta og ótal margt fleira verða kommúnistar minntir á næstu vikurnar, og vonandi fer svo, að þjóðin sjái í gegnum mold- vörpustarfsemi þeirra og þeir fái dóm í samræmi við það. fyrst hinn 26. þessa mánaðar og siðan hinn 30 júni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.