Morgunblaðið - 12.05.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.05.1974, Blaðsíða 1
73. tbl. 61. árg. SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. FRAMBOÐSLISTI SJALF- STÆÐISMANNA í REYKJAVÍK Átta efstu menn á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við borgar- stjórnarkosningarnar í Reykjavík 26. maí n.k. Talið frá vinstri: Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri, Albert Guðmundsson, stórkaupmaður, Ólafur B. Thors, framkvæmdastjóri, Markús Örn Antonsson ritstjóri Elín Pálmadóttir, blaðamaður, Magnús L. Sveinsson, skrifstofustjóri Ragnar Júlíusson, skólastjóri og Páll Gíslason læknir. Geir Hallgrímsson: Varið land — Efna- hagsmál — 200 mílur — VERÐA BARATTUMAL KOSNINGANNA 1 ræðu þeirri, sem Geir Hallgrimsson, formartur Sjálfstæðisflokks- ins, flutti á fundi sjálfstæðisfólaganna f Reykjavík s.l. fimmtudags- kvöld lagði hann áherzlu á eftirfarandi atriði: 0 Sjálfstæðismenn verða að leggja á það alla áherzlu næstu tvær vikur að tryggja samhenta og trausta meirihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins íReykjavík á næsta kjörtímabili. • Helztu baráttumálin í þingkosningunum verða varnarmál, efna- hagsmál og útfærsla fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómílur fyrir árslok. 0 Sjálfstæðisflokkurinn var reiðubúinn til að ræða möguleika á myndun fjögurra flokka, þriggja flokka eða tveggja flokka stjórn, þegar er núverandi stjórn hefði sagt af sér. 0 Sjálfsta>ðisflokkurinn var reiðubúinn að mynda minnihlutastjórn með stuðningi eða hlutleysi annarra flokka. Hér fer á eftir frásögn af ræðu Geirs Hallgrímssonar. I ræðu þeirri, er Geir Hall- grímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, flutti á hinum fjöl- menna fundi sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík sJ. fimmtudags- kvöld, sagði hann. að ríkisstjórn Ölafs Jóhannessonar hefði að sjálfsögðu átt að segja af sér, eftir að ljóst var orðið, að hún naut ekki lengur meirihlutastuðnings á Alþingi. Forsætisráðherra hefði talið sig eiga tvo kosti, lausnar- beiði eða þingrof og nýjar kosn- ingar, en í raun og veru átti hann ekki færi á þingrofsleiöinni, sagði Geir Hallgrímsson. 1 fyrsta lagi var samningur milli stjórnar- fiokkanna þriggja um. aö for- sætisráðherra nfi ekki þing, nema með samþykki flokkanna allra. Ef litið er svo á, að slfkur samningur falli niður gagnvart þeim flokki, sem fer úr ríkis- stjórn, jafngildir það því, að slfk- ur flokkur verður gegn vilja sín- um að halda áfram i ríkisstjórn. ef hann vill komast hjá þingrofi, áður en kjörtfmabili lykur. Hér væri urn óeðlilega niðurstöðu að ræða og má benda á í þessu sam bandi, að þegar Framsóknar- flokkurinn rauf ríkisstjórn Sjálf- stæðisf lokksins og Framsóknar Framhald á bls. 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.