Morgunblaðið - 12.05.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.05.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1974 GUÐMUNDUR Böðvarsson skáld á Kirkjuhóli f Hvítársíðu lézt á sjúkrahúsi í Reykjavfk 4. apríl sJ. Hann var 69 ára að aldri, fæddur á Kirkjuhóli 1. septemher 1904. Foreldrar hans voru Böðvar Jónsson bóndi þar og fyrri kona hans Kristfn Jónsdóttir. Guðmundur var bóndi á Kirkju- bóli 1932—’59, en fluttist þá til Hafnarfjarðar og var þar bókavörður til ársins 1962. Hann fluttist síðan til Kirkjubóls að nýju, og bjó þar til dauðadags. Eftir Guðmund liggur fjöldi skáldrita, bæði í bundnu og óbundnu máli, auk þýðínga. Hann var í heiðurslaunaflokki lista- manna. Guðmundur var kvæntur Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Hvammi í Hvítársíðu. Bókin á undanhaldi Bóksalar vilja söluskatt á bókum afnuminn ENGAR tölur liggja fyrir um bóksölu hérlendis á síðasta ári, hvað þá um þróun bóksölunnar síðustu árin, að sögn Örlygs Hálf- danarsonar formanns Bóksalafé- lags fslands. Hins vegar er ljóst, að bókin er á undanhaldi í sam- keppni við aðra dægradvöl nútím- ans og nú helzta kappsmál bók- sala að fá felldan niður söluskatt af bókum í von um, að sú ráðstöf- un geti rétt við hlut þeirra og hóklestur verði áfram ein af undirstöðum þessa litla málsam- félags, sem hér er. Morgunblaðið sneri sér til Ör- lygs til að spyrja um bóksöluna á síðasta ári og þróun hennar und- anfarið. Örlygur svaraði því til, að því miður væru enn engar tölur fyrirliggjandi um þessi atriði. Hann gat þess þó, að fyrir af- greiðslu síðustu fjárlaga hefði Bóksalafélag íslands sótt um einnar milljón króna styrk til fjárveitingavaldsins til að láta framkvæma umfangsmikla úttekt á bóksölunni undanfarin ár, eða allt aftur fyrir tilkomu sjónvarps- ins — til að komast að því, hvaða áhrif sjónvarpið hefði haft á bók- söluna, fá yfirsýn yfir þróun bók- sölunnar og einhverja vitneskju um það, hvert lestrarvenjur al- mennings stefndu og hverjar breytingar yrðu á þeim milli ára. Fylgdi það umsókninni, að aðeins værí sótt um styrkinn til að koma þessari könnun af stað, en Bók- salafélagið treysti sér á hinn bóg- inn til að standa straum af kostn- aði til að halda þessari rannsókn áfram. Þessari umsókn var ekki sinntaf fjárveitingavaldinu. Örlygur taldi slíka úttekt brýnt nauðsynjamál með tilUti til breyttra aðstæðna í bóksölunni á síðustu tímum. Hann kvað engan vafa á því, að bókin hörfaði undan í samkeppni við aðrar dægrastytt- ingar og eintakafjöldi hverrar bókar nú væri hlutfallslega minni en fyrirnokkrum árum. Sagði Ör- lygur, að í öllum nálægum menn- ingarlöndum væri árlega gerð slík úttekt á bóksölu og útgáfu og fengist þannig þýðingarmikil vitneskja og yfirlit yfir bóksöl- una. Aftur á móti sagði Örlygur, að það væri ekki séríslenzkt fyrir- bæri, að bókin léti undan síga i samkeppni við fjölmiðla, en sagði, að ýmis nágrannalönd hefðu gert viðeigandi ráðstafanir til að draga úr þeirri þróun. Benti hann á sem dæmi, að bæði í Englandi og Noregi hefði söluskattur eða áþekk fyrirbrigði verið felld nið- Framhald á bls. 27. Ný Skátabók er komin út ingarmynda, auk nokkurra lit- prentaðra Ijósmynda. Eru teikn- ingarnar eftir Bjarna Jónsson, Harald A. Einarsson, Sigríði Sigurðardóttur og Örlyg, Richter. Meðal greina og höfunda má nefna: Skátar eftir Ásgeir Ás- geirsson fyrrverandi forseta, Manngildishugsjón Baden Powells eftir séra Árelíus Níels- son, Drengskapur eftir dr. Sigurð Nordal, Ræktum garðinn okkar eftir Jónas B. Jónsson, fyrrv. fræðslustjóra, Skipulag skáta- hreyfingarinnar eftir Örlyg Richt- er, Samband skátasveita og heim- ila eftir Tryggva Þorsteinsson skólastjóra, Skátaflokkurinn eftir Hrefnu Tynes fyrrv. varaskáta- höfðingja, Hjálparsveitir eftir Ólaf Proppé kennara, Leikur eða alvara eftir Guðmund Arnlaugs- son rektor, Frímerkjasöfnun eftar Arna Friðriksson fiskifræðing, Veiðar í ám og vötnum eftir Hall- dór Erlendsson kennara, Flug eft- ir Arngrím Sigurðsson kennara, Hestamennska eftir Gunnar Bjarnason ráðunaut, Siglingar á sjó og vötnum eftir Björn Þor- steinsson cand. mag. Náttúru- skoðun eftir Árna Waag kennara, Steinasögnun eftir dr. Guðmund Sigvaldason, Veðrið eftir Hlyn Sigtryggsson veðurfræðing, Stjörnuhiminninn eftir dr. Þor- stein Sæmundsson stjarnfræðing, Um útivist eftir Eystein Jónsson forseta sameinaðs Alþingis, Land- ið mitt fagra eftir dr. Kristján Eldjárn forseta, og Skátaannáll 1912—1972 eftir Hallgrim Sigurðsson, Vilberg Júlfusson, Eystein Sigurðsson, Ólaf Ásgeirs- son og Jósep Marínósson. Skátabókin mun fást hjá bók- sölum og umboðsmönnum skáta- félaganna um land allt. Bókin er sett og prentuð í Odda hf. Rit- stjóri Skátabókarinnar er Vil- bergur Júlfusson, skólastjóri. Sjö sæmdir fálkaorðu Nýlega sæmdi forseti Islands eftirtalda tslendinga heiðurs- merki hinnar íslenzku fálkaorðu: Hans G. Andersen, sendiherra, stórriddarakrossi með stjörnu, fyrir störf að hafréttarmálum. Benedikt Sigurjónsson, forseta Hæstaréttar, stórriddarakrossi, fyrir embættisstörf Alexander Jóhannesson, skip- stjóra, riddarakrossi, fyrir skip- stjórnarstörf Gerði Helgadóttur, mynd- höggvara, riddarakrossi, fyrir myndlist Hjálmar R. Bárðarson, siglinga- málastjóra, riddarakrossi, fyrir embættisstörf Jónas Haralz, bankastjóra, riddarakrossi, fyrir efnahags- málastörf Kristján Siggeirsson, forstjóra, riddarakrossi, fyrir störf í þágu íslenzks iðnaðar. Páll Gfslason læknir og skátahöfðingi þakkar Vilbergi Júlíussyni skólastjóra og ritstjóra Skátabókarinn- ar fyrir árangurinn. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Skólaskipan í Reykjavik: SKÁTABÖKIN er nú komin út f nýrri og veglegri útgáfu. Er til- efni útkomunnar þrfþætt: Árið 1974 er f fyrsta lagi 50 ára afmæli Bandalags íslenzkra skáta, 60 ára afmæli skátastarfs á Islandi, og sfðast en ekki sízt 1100 ára af- mæli tslandsbyggðar. Skátabók hefur ekki komið út sfðan árið 1930, og er sú löngu uppseid. □ Athygli ber að vekja á þvf, að Skátabókin flytur efni, sem ekki er eingöngu við hæfi skáta, held- ur eru f henni mikill fjöldi hag- nýtra og fróðlegra greina um úti- lff, ferðalög og margs kyns tóm- stundastörf, auk þess sem hún segir frá upphafi og sögu skáta- hreyfingarinnar, birtir annál sextfu ára skátastarfs hér á landi, og skýrir frá skipulagi, markmiði og leiðum f starfsemi skátahreyf- ingarinnar. Eru höfundar allir þjóðkunnir menn, sérfróðir um sín viðfangsefni. Skátabókin er 378 bls. í stóru broti, og prýðir hinar ýmsu grein- ar mikill fjöldi teikninga og skýr- 9 ára skyldunám og 4 ára fjölbraut — Gömlu skólarnir í einn fjölbrautaskóla FRÆÐSLURÁÐ Reykjavfkur hefur nýlega samþykkt að beina nýju og merkilegum tillögum um skólaskipan f Reykjavík til nefndar þeirrar, sem er á vegum borgarráðs og menntamálaráðu- neytisins. Tillögurnar fjalla um skólabyggingaþörf í Reykjavík með tiiliti til þess, að skóladvöl nemenda geti orðið samfelld. Fer fræðsluráð fram á, að nefndin taki til athugunar sérstök atriði. Er þar lagt til, að gengið verði út frá þeirri skipan um nýbyggingar og nýtingu eldra húsnæðis, að í Reykjavík verði 9 ára skóli auk forskóla sex ára barna, og að þar á Guðmundur Böðvars- son látinn eftir komi fjögurra ára fjöl- brautaskóli, en 4. bekkur gagn- fræðaskóla verði felldur niður. Einnig er tillaga um nýja tilhög- un á sundkennslu, til að auðvelda samfelldni í skólunum. Voru til- lögurnar samþykktar á fundi fræðsluráðs, þar sem Kristján J. Gunnarsson, fræðslustjóri gerði grein fyrir störfum nefndarinnar, sem fer að skila af sér og leggja fram kostnaðaráætlun um hvern- ig og á hve mörgum árum sam- felldni í skóladvöl nemenda verði náð. Við þessa skólaskipan munu menntaskólarnir og iðnskólinn ganga inn í f jölbrautaskóla. Gamli miðhærinn yrði þannig byggður upp f fjölbrautaskóla með s>.mvinnu allra gömlu skól- anna, en sú breyting mundi að vísu taka langan tíma. Fjöl- brautaskólinn, sem reisa á f Breiðholti, verður hreinn fjöl- brautaskóli með menntaskóla, iðnskóla, verzlunarskóla o.s.frv. innan sinna vébanda. En í gamla bænum mundi á sama hátt byggð- ur upp fjölbrautaskóli, þar sem allirgömlu skólarnir ynnu saman innan sama fjölbrautakerfis. Er því beint til nefndarinnar að hún leggi þetta fram í skýrslu sinni, en síðan eiga borgarstjórn og menntamálaráðuneyti eftir að taka afstöðu til þeirra. Tíllögur fræðsluráðs vísa til skýrslu fræðslustjóra og eru þannig: 1.1 Skiptingu milli skólastiga, sem miðist við grunnskóla með 1.—9. bekk og fjölbrautaskóla með 10.—13. bekk. Athugað sé hvort hægt verði að koma á þess- ari breytingu að því er grunnskól- ann varðar á grundvelli gi.dandi laga um barnaskóla með 1.—6. bekk og miðskóla með 7.—9. bekk. Rekstur fjölbrautaskólans myndi byggjast á lögum nr. 14/1973 og að þeir samningar tak- ist milli rekstraraðila, sem þar er gert ráð fyrir. 1.2 Jafnhliða því að þessari breyt- ingu yrði komið á, sé athugað hvort heimildir fengjust fyrir að 4. bekkur gagnfræðastigs væri lagður niður, en viðurkennd próf, er samsvari gagnfræðaprófi eða auki við það, og hægt væri að taka upp úr hverjum einstökum bekk fjölbrautaskólans, eftir því hvenær nemendur kjósa að ljúka námi, eða hafa náð þeim náms- áfanga, sem þeir stefna að. 1.3 Út frá þessari skipan skóla- stiga í Reykjavík verði gerð áætl- un um nýbyggingar og nýtingu eldri skóla, sem reknir eru á veg- um rikis og borgar, og ákveðið hverjir þeirra skuli starfa sem grunnskólar og hverjir sem fjöl- brautaskólar. 2.1 Nefndin athugi hvort unnt væri að fengnu Jeyfi menntamála- ráðuneytisins, að fella niður al- menna kennslu í einstökum aldursflokkum i tvær vikur meðan nemendur lærðu sund tvo tíma á dag á sérstöku sundnám- skeiði. Jafnframt væri á sama tíma almennt námskeiðahald fyrirþá kennara, sem losnuðu frá kennslu meðan nemendur þeirra stunduðu sundnám, en þetta tvennt væri tengt saman með heildaráætlun fyrir hvert skólaár á grundvelli þeirra hugmynda, sem fræðslustjóri hefur sett fram. 3.1 Þar sem ákvarðanir um breyt- ingar á námsskrá gætu leitt til aukningar á námsefni í 4.—6. bekk og þar af leiðandi breytinga á byggingarnornum ríkisins að því leyti að gert yrða ráð fyrir einsettum skólastofum fyrir 4.—6. bekk, óskar fræðsluráð einnig eftir að nefndin kanni stofuþarfir og kostnað vegna slfkrar hugsanlegrar breytingar. Nefndin, er skipuð var af borgarráði og menntamálaráðu- neytinu til að vinna að áætlun um skipulag og kostnað við að koma samfelldni í skóladvöl nemenda á barna og gagnfræðastigi á grund- velli skýrslu, sem unnin var á vegum fræðsluráðs og lögð fram í maí 1973, mún væntanlega ljúka störfum innan skamms. Hún hefur þegar tekið til athugunar þá þætti, sem sérstaklega snerta samfelldnismálin, svo sem að- stöðu til að neyta skólamáltfða, aukningu á húsnæði til sérgreina- kennslu, íþróttasali, sundlaugar bókasafnahúsnæði og fjölgun al- mennra kennslustofa o.fl. Frá menntamálaráðuneytinu eiga sæti í nefndinni Andri ísaks- son og Indriði Þorláksson og frá borginni Kristján J. Gunnarsson og Björn Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.