Morgunblaðið - 12.05.1974, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.05.1974, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 12 MAÍ 1974 Fallegri litir Litfilmur Olafur hindraði vísvit- andi stjórnarmyndun ÓLAFL'R Jóhannesson, forsætis- ráðherra, upplýsti í viðtalsþætti í sjónvarpinu í fvrrakvöld að hann hafi verið staðráðinn f þvf að koma í veg fyrir myndun starf- hæfrar meirihlutastjórnar á Al- þingi, hvaðsem þaðkostaði nema hann sjálfur réði stjórnarmynd- un, og þess vegna hefði hann rof- ið þing. beinlfnis ti I þess að koma í veg fyrir, að Geir Hallgrfmsson, formaður Sjálfstæðisf lokksins. fengi tækifæri til að gera tilraun til slíkrar stjórnarmyndunar. Med þessum orðum. sem féllu í orðaskiptum milli forsætisráð- herra og fyrirspvrjenda, hefur Olafur Jóhannesson staðfest, að hann hafi sagt forseta Lslands ósatt, er hann full.vrti í þingrofs- boðskap, að engar horfur væru á mvndun meirihlutastjórnar. Orðaskiptin í sjónvarpsþættin- um fóruframmeð þessum hætti: Vilmundur Gylfason: En Ólaf- ur, í Morgunblaðinu í morgun komu fram á þíg mjög alvarlegar ásakanir. Morgunblaðið fullyrðir . .. (Ólafur: Ég hrekk nú ekki við) . . . að þú hafir sagt forseta íslands ósatt og að forsendurnar fyrir þingrofinu hafi veriðósann- ar vegna þess, að það hafi alls ekki á það reynt, t.d. hafi Geir Hallgrímsson, formaður stærsta þingflokksins alls ekki fengið tækifæri til að reyna, hvort hann gæti myndað meirihlutastjórn... segir í bréfinu, að slfkt hafi ekki verið hægt. Ölafur Jóhannesson: Það stóð ekki til, að hann fengi neitt tæki- færi til þess, ég átti tvo kosti, annaðhvort að reyna að koma á starfhæfri meirihlutastjórn. .. Vilmundur: En af hverju þú, Olafur.af hverju ekki. . . Ólafur: Af því að ég var for- sætisráðherra. Ég átti val og heimtingu á því, ef ég vildi, að rjúfa þingið. .. Vilmundur: Þrátt fyrir það, að Geir Hallgrímsson hefðí getað. . . Framhald á bls. 39 Yfir 50% mæðra fæða á aldrinum 20—30 ára LANGSTÆRSTLR hluti mæðra á Islandi, eða yfir 50%, á börn sfn á aldrinum 20—30 ára. Á síðasta áratug var þessi tala yfir 55% og árið 1972 54,5%. Þessar upplýs- Mitterand: Stjórn Ólafs gott dæmi Friðrik I’áll Jónsson frétta- ritari útvarpsins í París skýrði frá því í útvarpinu í gær, að Francois Mitterand fram- bjóðandi sósfalista í frönsku forsetakosningunum og mjög kunnur stjórnmálasér- fræðingur, prófessor Mauriee Ouverger, hefðu nokkrum sinnum í kosningabaráttunni tekið rfkisstjórn Ólafs Jóhannessonar sem dæmi um það, að kommúnistar gætu unnið sem áb.vrgur aðili í vinstri stjórn. N'otaði Mitterand þetta til stuðnings máli sínu í umræðum um hvort hægt væri að vinna með kommúnistum í stjórn. Ekkert hefur verið minnzt á ísland eftir fall rfkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar. ingarkoma fram feinum af mörg- um þáttum rannsóknar, sem þeir Gunnlaugur Snaslal læknir, Gunnar Biering barnalæknir og Helgi Sigvaldason verkfræðingur eru að gera á vegum heilbrigðis- yfirvalda. Þar kemur einnig fram, að hlut- fallslegur fjöldi mjög ungra mæðra er mjög svipaður á hverj- um áratug sfðustu ÍM) ára og fjöldi mæðra undir 20 ára aldri hefur farið fækkandi sfðustu ár. 1972 var þessi aidur t.d. 16,5% af heildartölunni en ekki 50% eins og fram hefur verið lialdið í um- ræðum á opinberum vettvangi að undanförnu. Þá kemur einnig fram, að fyrr á árum áttu flestar konur börn sín á aldrinum 30—40 ára og um 1900 áttu yfir 20% mæðra börn sín á aldrinum yfir 40 ára. Þá koma fram í þessari skýrslu mjög forvitnilegar upplýsingar um fjöida ógiftra oggiftra mæðra. Þriðjungur mæðra á tslandi á börn án þess að vera giftar, en innan fárra ára eru þessar mæður komnar í hjónaband með barns- föður sfnum og virðist stofnun hjónabands fremur miðast við heimilisstofnun en barnsfæð- ingu. Er þróunin í þessu efni allt önnur hér á landi, en f nágranna- löndunum eins og síðar kemur framí þessari frétt. Árið 1971 skrifuðu Sameinuðu þjóðirnar Sigurði Sigurðssyni landlækni og fóru fram á það, að ísland yrði aðili í rannsókn á fæð- ingum barna, aldri mæðra, fæð- ingafjölda og mörgu fleiru varð- andi fæðingaskrá. 1972 var þessi athugun gerð í alls 5 löndum en auk islands var hún gerð á Nancy -svæðinu í Frakklandi, á Kýpur, f Jerúsalem og hluta Bankok f Thailandi. Var i þessu sambandi búið tii nýtt form fyrir fæðingartilkynn- ingar og tók það gildi hér á landí 1. jan. 1972. Árið 1972 voru hér 4722 fæðingar, alls 4761 barn, en Framhald á bls. 39 Hitaveita Reykjavfkur hefur látið bora 3—4 rannsóknarholur og tvær stórar vinnuholur að Nesjavöllum. Verður stór gufuaflstöð reist að Nesjavöllum? Sjá einnig greinar á bls 10. NÆSTA stórframkvæmd Hita- veitu Reykjavíkur verður virkjun hitasvæðanna að Nesjavöllum f Grafningi við Þingvallavatn, en þar á Hitaveitan mikið landsvæði. í áætlunum um framkvæmd er gert ráð fyrir, að reist verði lítil gufuaflstöð, sem sjái mannvirkj- Núverandi eigandi Gullfoss hef- ur áhuga á tveimur Fossum EI TVÖ skip Einskipafélags islands — Bakkafoss og Tungufoss — Laugarásbíó í dag: Fimmti hverfafund- ur borgarstjóra FIMMTI hverfafundur Birgis Is- leifs Gunnarssonar borgarstjóra verður haldinn í Laugarásbfó í dag og hefst hann kl. 15.00. Fund- urinn er fyrir fbúa Laugarnes-, Langholts-, Voga- og Heimahverf- is. Á fundinum flytur Birgir isleif- ur Gunnarsson borgarstjóri ræðu um borgarmál almennt og um sér- mál hverfisins, að lokinni ræðu sinni mun borgarstjóri svara fyr- irspurnum fundargesta. Fundarhverfið er öll byggðin norðan við hluta Laugavegar og Suðurlandsbrautar að ElliðaámT Fundarstjóri verður Gunnar J. Fríðriksson, framkv.stj. og fund- arritarar, Gunnar Hauksson, verzlunarstjóri og Hulda Valtýs- dóttir, húsmóðir. hafa um skeið verið á sölulista og nú er staddur hér á landi grískur skipajöfur — örri að nafni — til að skoða þessi skip með hugsan- leg kaup í huga. Orri þessi er núverandi eigandi Gullfoss, sem heitir nú Mecca og er fsiglingum á Rauðahafinu. i samtali við Morgunblaðið í gær sagði gríski skipaeigandinn, sem hefur aðsetur f Ydda í Saudi- Arabíu, að hann væri kominn hingað ásamt sérfræðingi sinum til að skoða þessi tvö skip. Eftir skoðun á skipunum hefur hann 48 klst. frest til að ákveða kaup á skipunum og kvaðst hann mundu halda stjórnarfund í fyrirtæki sínu á þriðjudag, þar sem gengið yrði endanlega frá því hvort af kaupum yrði. Hann kvaðst sjálfur hins vegar hafa aðsetur á Ydda í Saudi-Arabíu, og gera þaðan út 16 skip af ýmsum stærðum. Viggó Maack, verkfræðingur Eimskipafélagsins, tjáði Mbl. í gær, að bæði þessi skip — Bakka- foss og Tungufoss — væru enn í fullu fjöri, þó að þau hefðu verið á sölulista um skeið. Sagði Viggó, að ástæðan fyrir þvi, að Eimskip vildi nú losa sig við þessi skip, væri hin mikla endurnýjun á •skipakosti félagsins, semnústæði yfir. Eimskipafélagið festi fyrir skömmu kaup á 5 nýjum skipum, þar af eru 3 þegar komin til lands- ins en hin tvö eru væntanleg inn- an skamms. Eimskipafélagið á nú 19 skip en rekur að staðaldri 21 skip og er að auki með 6—9skip í ferðum á sínum vegum. um á staðnum fyrir rafmagni. Einnig eru uppi hugmvndir um að reisa scinna stærri gufuaflstöð á svæðinu, og yrði umfram- raforkan seld á almennan markað. Hugmyndir um þetta eru á frumstigi, að sögn Jóhannesar Zoega hitaveitustjóra, en Mbl. ræddi nýlega við hann um hita- veitumál. Hitaveita Reykjavíkur keypti Nesjavelli 1964, og var kaup- verðið 2,5 milljónir. Land Nesja- valla er 27 ferkilómetrar að stærð, og til þess landsvæðis telst hluti af háhitasvæði Hengilsins. Hitaveitan hefur látið bora 3—4 rannsóknarholur og tvær stórar vinnuholur á svæðinu. Hefur árangurinn orðið góður. Fundizt hafa góðar hitaæðar og hár hiti, allt að 290 gráður, sem er með því mesta, sem fundizt hefur í borhol- um hérlendis. i áætlunum er gert ráð fyrir því, að fyrsta virkjunaráfanga að Nesjavöllum ljúki upp úr 1980. Til þess áfanga telstlítil gufuafl- stöð, nægilega stór til að sjá mannvirkjum á staðnum fyrir rafmagni. Mikið þarf til að dæla vatninu upp úr jörðinni og dæla þvf síðan til Reykjavikur, eftir 30 kílómetra leiðslu yfir þvera Mos- fellsheiði, en það er liklegasta leiðin fyrir aðallæðina. Talið er, að síðar verði hagkvæmt að reisa þarna enn stærri gufuaflstöð, því gufuorkan á svæðinu virðist við fyrstu athuganir vera geysilega mikil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.