Morgunblaðið - 12.05.1974, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLaÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAl 1974
Sigurður og vinir hans
Kafli úr sögu frá
miðöldum eftir
Sigrid Undset
hallað sér að þeim. Maðurinn brosti og rétti fram
höndina, svo að drengjunum hlýnaði um hjarta. „Ég
þakka ykkur fyrir, ungu vinir. Hvað heitir þú?“,
spurði hann Sigurð. „Þú ert mér svo góður“.
„Sigurður Jónsson, herra. Og þetta er ívar Árnason
frá Draumþorpi og Helgi bróðir hans“.
Maðurinn kinkaði kolli, en virtist ekki skeyta því að
segja sjálfur til nafns. Þegar Sigurður hafði náð af
honum stígvélunum, hallaði hann sér aftur á bak á
heypokana og lokaði augunum. Sigurður breiddi ofan
á hann óhreinu ábreiðurnar og fór síðan fram f
mjólkurbúrið til að sækja brauð og ost og ausu með
mysu. „Gerið þér svo vel. . . ef þér eruð þyrstur".
„Mysa“. Maðurinn gretti sig. „Jæja, komdu með
hana. Drottinn okkar fékk bara edik í dauðastríði sínu.
Mysa er nógu góð fyrir mig við ævilokin".
„Viljið þér heldur vatn?“ Sigurð langaðisannarlega
ekki til að fara niður að læknum. En það var eitthvað
við þennan mann, sem gerði öðrum ljúft að þjóna
honum. Og honum var líka vorkunn.
„Vatn?“ Maðurinn hló og hóstaði. „Ég gleypti nóg
vatn fyrir lífstíð, þegar viö steyptumst í Svartá. Vesa-
lings Þorsteinn, skjaldsveinninn minn. . . hann var
dyggur þjónn. Og aðeins átján ára. Hvað ert þú gamall,
Sigurður?“
„Fjártán ára, herra minn“.
„Þá ertu nógu gamall til að sverja eið fyrir réttinum.
Eru félagar þínir nógu gamlir til að bera vitni? Annar
hlýtur að vera orðinn tólf ára“.
„Ég er tólf ára, herra minn“, svaraði ívar.
„Hlustið þið nú vel á mig, Sigurður og ívar. Ég verð
að treysta ykkur, úr þvf enginn annar er hér, sem
getur farið með skilaboð fyrir mig til heiðarlegra
manna í dalnum. Ég skal sýna ykkur . . . nei, ætli ég
bíði ekki heldur til morguns og athugi, hvernig mér
líður þá. Hérna inni á brjóstinu á mér — finnur þú
það, Sigurður — þar er leðurskjóða. 1 henni eru bréf,
áríðandi bréf —“, hann hló við óhugnanlegum hlátri.
Sigurður og ívar stóðu stjarfir af hræðslu og störðu
á ókunna manninn, sem lá þarna í rúmbálkinum í
selinu þeirra. Og enn varð Sigurður gripinn skelfingu.
„Ivar, við sögðum ósatt — um aldur okkar. Ef
maðurinn treystir okkur — treystir því að við getum
staðið upp í réttinum og vitnað um eitthvað, sem hann
ætlar að trúa okkur fyrir, þá er ég hræddur um, að við
höfum farið illa að ráði okkar. Ég vildi óska að við
gætum komið boðum til séra Eiríks um að hann verði
að koma hingað uppeftir hið skjótasta".
ívar kinkaði kolli.
„Annar hvor okkar verður að fara í bíti á morgun,
um leið og birtir af degi“.
Bálkurinn hristist undir ókunna manninum. „Ég
held að hann skjálfi af kulda“, sagði Sigurður. „Hann
var holdvotur“. Sigurður þreifaði á skikkjunni, sem
hann hafði hengt upp við eldstóna til þerris. Hún var
hlý viðkomu en hafði ekki þornað til muna. Þá datt
honum ráð í hug. Nokkrir af stóru steinunum í stónni
höfðu losnað. Sigurður dró þá nær eldinumog lagði þá
á glóðirnar. „Þetta gerði móðir mín fyrir mig, þegar ég
var með sótthita. Hún setti heita steina í rúmið og það
reyndist vel“.
Ákvörðunin
Ef til vill höfðu þeir sofnað smástund, því þegar
Sigurður ætlaði að taka steinana af glóðunum voru
þeir svo heitir, að hann gat ekki snert þá. En þeir ívar
gátu stjakað þeim fram á brúnina með lurkum. Sigurð-
ur breiddu út skikkjunni á gólfið og síðan veltu þeir
steinunum ofan á hana. Það snarkaði í blautum skinn-
kantinum, en drengirnir voru ánægðir með árangur-
cyVonni ogcTVIanni Jón Sveinsson
„Aumingja hundurinn“, sagði Manni. „Hann hefur
hvorki fengið vott né þurrt, síðan við fórum að heim-
an í morgun“.
„Já, Manni, Tryggur verður að fá eitthvað líka“.
Ég fór í vasa minn, tók upp báðar brauðsneiðarnar,
sem ég átti eftir, og gaf Trygg aðra.
Og sú var ekki lengi á leiðinni.
Manni gaf honum líka aðra sneiðina sína.
Og þessi ferfætti vinur okkar var innilega þakk-
látur. Hann dinglaði rófunni, tifaði framlöppunum í
ákafa og reyndi að sleikja andlitin á okkur á víxl.
Nú vorum við allir hresstir og endurnærðir og lögð-
um aftur af stað, glaðir og kátir. fram með hömrunum
háu.
Kindurnar hitu í ákafa og litu ekki einu sinni upp,
þegar við fórum fram hjá.
En Manni kallaði til þeirra og sagði:
„Verið þið nú sælar, og þakka ykkur kærlega fyrir
mjólkina“.
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
Hesturinn, sem ekki vildi rísa á fætur
Nú var okkur miklu léttara um gang en áður. Við
vorum eins og nýir af nálinni.
En skrítið var það, að hvað lengi sem við gengum
og gengum og jafnvel hlupum, þá ætlaði hamravegg-
urinn aldrei að enda. Og loks þreyttumst við aftur og
fórum að hægja á okkur.
Allt í einu nam Tryggur staðar, urraði og gelti, reisti
eyrun og góndi fram fyrir sig.
„Hvað skyldi hann sjá núna?“ sagði Manni.
Við urðum einskis varir og héldum áfram göngunni.
En ekki vorum við komnir nema fáeina faðma, þeg-
ar Manni kallaði upp:
„Nú 8é ég það“.
í sama bili sá ég líka, hvað um var að vera. Skammt
fyrir framan okkur gægðist höfuð á hrossi upp úr
dálítilli laut.
Tryggur gelti nú í ákafa, en við reyndum að þagga
niður í honum.
IIIe&ÍmofgunlMiffiftif
— Svona, (aktu hann úr dós-
inni fyrst maóur. . .
— Hveitilím, takk. . .
— Nei, þetta er númer 23 — 32
erþarna hinumegin. . .