Morgunblaðið - 07.06.1974, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUK 7. JUNl 1974
5
METÞÁTTTAKA í HVÍTA-
SUNNUKAPPREIÐUM FÁKS
AÐ VENJU fóru fram kappreiðar
hjá Fáki um hvítasunnuna. Al-
gjör metþátttaka var í kappreið-
unum að þessu sinni og tókust
þær f alla staði mjög vel. Keppt
var f mörgum greinum og oft
vantaði lftið á, að íslandsmet yrðu
slegin.
í gæðingakeppninni sigraði
Kóngur Hjalta Pálssonar, en
knapi var Reynir Aðalsteinsson. I
250 metra skeiði sigraði Máni
Sigurbjörns Eiríkssonar á 23.3
sek., knapi var Sigurður Sæ-
mundsson. I 250 metra unghrossa-
hlaupi sigraði Sörli Reynis Aðal-
steinssonar á 19.3 sek., knapi var
Aóalsteinn Aðalsteinsson. Vinur
Hrafns Hákonarsonar sigraði í
350 metra stökki á 26.2 sek., knapi
var Ragnar Björgvinsson. I 800
metra stökki sigraði Stormur
Odds Oddssonar á 64.0 sek og var
Oddur knapi. Lýsingur Baldurs
Oddssonar sigraði í 1500 metra
stökki á 2.18.6 sek. og var Oddur
einnig knapi á þeim hesti.
Sigurður A. Magnússon
skólastjóri, Bréfaskóla
SIS og ASI
SIGURÐUR A. Magnússon rit-
stjóri hefur verið ráðinn skóla-
stjóri Bréfaskóla SlS og ASÍ og
verður fyrstur til að hafa það að
fullu starfi. Mikil aukning hefur
að undanförnu orðið á nemenda-
fjölda bréfaskólans, en á sfðast-
liðnu ári stunduðu þar nám rúm-
lega eitt þúsund nemendur og var
aukningin 44% frá 1972. Frá upp-
hafi hafa tæp 22 þúsund manns
stundað nám við skólann.
Sigurður A. Magnússon sagði á
blaðamannafundi nýlega, að ýms-
ar breytingar yrðu gerðar á skól-
anum og væri stefnt að því að
hann yrði tengiliður við grunn-
skólana og gagnfræðaskólana i
landinu og e.t.v. síðar mennta-
skóla og sérskóla. Er þá ráðgert
að nemendur skólans geti tekið
próf í hinu almenna skólakerfi á
þessum stigum. Skólinn mun
einnig bjóða upp á annað náms-
efni sem aðrir skólar kenna ekki.
Fljótlega verður farið af stað með
vandað námskeið i sænsku, sem
lítt sem ekki hefur verið kennd
hérlendis. Námskeið þetta er gert
af sænskum bréfaskóla i sam-
vinnu við sænska rikisútvarpið i
Sigurður A. Magnússon.
samræmi við nýjustu kennslu-
tækni. Þá er fyrirhugað að endur-
nýja alveg tungumálakennslu
skólans og taka upp notkun
kassettutækja. Sagðist Sigurður
A. Magnússon vonast til að tungu-
málakennsla skólans gæti orðið
eins og hún gerist bezt í öðrum
skólum.
Mynd þessi var tekin þegar fyrsta skóflustungan var tekin aó byggingu
nýs húss fyrir Dansskóla Heiðars Astvaldssonar við Drafnarfell 2—4 f
Breiðholti. Það er Hanna Frímannsdóttir sem tekur fyrstu skóflu-
stunguna. t húsinu verður rúmlega 1000 fermetra salur auk eldhúsað-
stöðu. Áætlað er að kennsla geti hafist í hinu nýja húsnæði næsta vetur
eða veturinn 1975—76.
LÆKJARGÖTU 2 SÍMI 21800
VIÐ HÖFUM TEKIÐ UPP:
FÖT MEÐ VESTI, RÖNDÓTT, EINLIT, LJÓST DUNIGAL TWEED,
FALLEGIR LITIR ÞAR Á MEÐAL LJÓSIR SUMARLITIR □ MJÖG
FALLEGA STAKA SPORTJAKKA Q BOLI QSTUTTERMA JERSEY
SKYRTUR í FALLEGUM LJÓSUM LITUM □ TERELENE & ULLARBUX-
UR MJÖG FALLEGIR LITIR □ MJÖG GOTT ÚRVAL AF LÉTTUM
SKYRTUM MYNSTRUÐUM OG EINLITUM.
LÆKJARGÖTU 2 SÍMI 21800