Morgunblaðið - 07.06.1974, Page 10

Morgunblaðið - 07.06.1974, Page 10
Brærturnir eru komnir á kreik á ný, illu heilli. Þetta er mynd af þeim félögum ásamt tveimur aðalkerlingunum. Sá í miðið leikur elzta hróðurinn f þessum nýja flokki, en sá, sem með það hlutverk fór f þeim fyrra, hefur sennilega sprungið á limminu. Lái honum það hver sem vill. Frá vinstri: Robin Chadwick (David Hammond), Jennifer Wilson (Jennifer Kingsley), Patrick O’Connell (Edward Hammond), Jean Anderson (Mary Hammond) og Richard Easton (Brian Hammond). Sunnudagur kl. 20.55. SUNNUD4GUR 9. júní 1974 17.00 Endurtekið efni Munir og minjar „Blátt var pils á baugalfn". Elsa Guðjónsson, safnvörður, kynnir þróun islenska kven- búningsins. Umsjónarmaður dr. Kristján Eldjárn. Áður á dagskrá 9. júni 1967. 17.25 Knud Ödegaard Þáttur frá norska sjónvarp- inu, byggður á ljóðum eftir norska skáldið Knut Öde- gaard, sem mikið hefur ort um byggðaþróun í landinu og fólksflótta úr sveitum. íslenskur texti Jón O. Ed- wald. Ljóðaþýðingar Einar Bragi. Þulur Gísli Halldórsson. (Nordvision — Norska sjón- varpið) Áður á dagskrá 3. maí siðast- liðinn. 18.00 Skippf Ástralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.25 Gluggar Breskur fræðslumyndaflokk- ur fyrir börn og unglinga. Þýðandi og þulur Silja Aðal- steinsdóttir. 18.25 Steinaldartáningarnir Bandarískur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Heba Júlíusdóttir. 19.10 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Borg kóralianna Fræðslumynd um dýralif á kóralrifjum og skipsflökum neðansjávar. Þýðandi og þulur Óskar Ingi- marsson. 20.55 Bræðurnir Bresk framhaldsmynd í beinu framhaldi af mynda- flokknum um Hammond- bræðurna, sem var hér á dag- skrá í vetur, sem leið. 1. þáttur. Fjölskyldufundur. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.45 Tökum lagið Breskur söngvaþáttur, sem hljómsveitin ,,The Settlers” og fleiri leika og syngja. 22.20 Að kvöldi dags Séra Jón Einarsson i Saurbæ flytur hugvekju. 22.30 Dagskrárlok AlbNUDtdGUR 10. júnf 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar HVAÐ EB AÐ SJA? VIÐ viljum vekja athygli yngstu sjónvarpsþrælanna á því, að Stundin okkar er nú komin í sumarfrí. Á sunnudags- síðdögum verða því í sumar þættir eins og Skippí og Gluggar og svo Steinaldartán- ingarnir, sem verið hafa á mið- vikudögum í vetur. Verður þetta því að koma í stað Stundarinnar okkar, en útsend- ingar á miðvikudagssfðdögum leggjast niður í sumar. Við vilj- um bæta því við, að í þau fáu skipti, sem við höfum horft á stundina siðastliðinn vetur virt ist okkur sem þar væri afar vel að verki staðíð, fjölbreytt efnis- val og vönduð vinnubrögð. Á miðvikudagskvöld kl. 20.30 hefur göngu sína nýr flokkur gamanleikja sem (og þetta er dálítið óvenjulegt) er gerður af norska sjónvarpinu, en saminn af brezkum höfundum. Flokkur inn nefnist Fleksnes og er eftir Ray Galton og Alan Simpson, en íslenzka sjónvarpið hefur sýnt nokkra brezka þætti eftir þessa félaga, sem einkum og sérílagi hafa sérhæft sig í gerð sjónvarpsfarsa. Norska sjón- varpíð flytur sem sagt handrit- in inn frá Bretlandi, en það er Bo Hermannsson, sem stað- færir farsana og stjórnar síðan uppfærslunni. Hafa Norðmenn tekið miklu ástfóstri við þessa farsa og hafa þeir gert a.m.k. tvo mynda- flokka um þennan ágæta mann, Fleksnes, sem Rolv Wesenlund leikur, — að sögn af mikilli snilld. Segir myndin frá draum- um Fleksnes (sem sumir hafa nefnt „andhetju") um betra líf og frama, um „litla manninn í stóra samfélaginu”, og ýmsum ævintýrum hans í því sam- bandi. Kvað þetta vera geggjað grín frá upphafi til enda, hafa þættirnir náð vinsældum í Dan- mörku og Svíþjóð einnig, og mun standa til, að gerð verði kvikmynd um þessa merkilegu söguhetju, Fleksnes. Gagnrýn- endur í Danmörku hafa t.d. nefnt Flesknes „hinn norska Marty Feldman" og Dagens Nyheter í Svfþjóð likti Fleksnes við skáldskap grísku gamanleikjaskáldanna, jafnvel Aristófanes; hér sé á ferðinni „satira," sem sé í raun hvorki bundin við stað né stund — sé sígild. Og þótt ef til víll sé var- hugavert að búast við of miklu eftir slíkar yfirlýsingar og sam- anburð, þá virðist hér vera myndaflokkur sem verulegur fengur og tilbreytni er að. Norska sjónvarpið hefur mjög vandað til allrar ytri gerð- ar þáttanna, og eru þeir teknir upp í lit (eins og það skipti okkur máli!). Þess má geta, að hláturinn, sem við heyrum vanalega í bakgrunni gaman- leikja i sjónvarpi, er í þessu tilviki ekki niðursoðinn, heldur tekinn upp í áhorfendasal, þar sem leikritin eru flutt. Meðal leikenda, auk Rolv Wesenlund, má nefna Helga Backe, Sverre Anker Ousdal, Sverre Hansen, Magne Lindholm og Kai Remlov. Á laugardagskvöld kl. 20.50 er á dagskrá sjónvarpsins sænsk fræðslumynd um Dul- sálarfræði eða „para- psychology", en þetta er efni, sem stendur Islendingum mjög nærri. Þeir hafa löngum haft óútskýrðan áhuga á dulrænum fyrirbrigðum svokölluðum, furðum á mörkum efnis og anda. Til að mynda stendur nú fyrir dyrum félagsfræðileg könnun á þessum efnum meðal íslendinga, sem dr. Erlendur Haraldsson mun sjá um, en sér- grein hans er einmitt dulsálar- fræði. Þá er nú í gangi greina- flokkur um þetta efni í Lesbók Morgunblaðsins. Þessi sænska mynd fjallar um sérstaka hug- orku, sem menn búa yfir — sumir raunar meir en aðrír, eða kunna a.m.k. að beita henni — og um rannsóknir á útgeislun slíkrar orku hjá mönnum og dýrum. Til dæmis fáum við að sjá í þessari mynd, hvernig kona nokkur getur fært hluti úr stað með einbeitingu og handapati einu saman, hvernig blind kona segir til um liti hluta með þvf einu að þreifa á þeím, og þá sjáum við einnig hvernig útgeislunin er ljós- mynduð (t.d. hvernig útgeisl- um manns eykst eftir því sem hann drekkur meira vodka!). Hér virðist því vera á ferð hin forvitnilegasta mynd. Hún er úr flokki fræðsluþátta sænska sjónvarpsins,” Vátenskapens varld“. if Laugardagsmynd sjón- varpsins í þessari viku nefnist Heilög Jóhanna, er bandarísk, gerð árið 1948, og þar með ættu menn að geta vitað, á hverju þeir eiga von. Heilög Jóhanna hefur fengið ýmsa útreiðina af kvikmyndagerðarmönnum um dagana. Fyrsta myndin um hana var gerð árið 1916 og nefndist „Joan the Wornan" og þar lék Geraldine Farrar dýrl- inginn. Síðan koma meistara- verk Carl Dreyers „The Passion og Joan of Arc“ með Falconetti í titilhlutverkinu ár- ið 1928, og „Saint Joan the Maid“ gerð af Marco do Gascogne árið 1930. Hollywood lét ekki sitt eftir liggja og hefur gert a.m.k. tvær myndir um Jó- hönnu. Báðar þeirra hafa verið taldar misheppnaðar og önnur þeirra verður sýnd á laugardag- inn. Henni leikstýrir Victor Fleming, en titilhlutverkið leikur Ingrid Bergman. Af öðrum leikurum má nefna Jose Ferrer og Ward Bond. Sjón- varpsmyndabiblían okkar gef- ur myndinni aðeins tvær og hálfa stjörnu. Hún þykir of- hlaðin og þyngslaleg og gera glansmynd úr sögunni um frönsku sveitastelpuna, sem fékk köllun til að leiða her lands síns gegn her Englend- inga og var síðan dæmd fyrir villutrú og brennd á báli. Því má bæta við til gamans, að meðal annarra leikkvenna, sem farið hafa með hlutverk Jóhönnu, eru Jean Seberg í Hollywood-útgáfu Otto Prem- ingers „Saint Joan“, Hedy Lamarr í „The Story of Man- kind“ (1957) ’ og Florence Carrez í mynd Robert Bresson „The Trial of Joan of Arc“, frá árinu 1962. Fyrir þá, sem hafa gaman af svokölluðum „stórmyndum”, kann þó „Heilög Jóhanna" að vera þolanleg afþreying. Sjónvarps- og útvarpsdag- skráin er á bls. 27. 20.30 Bandaríkin Breskur fræðslumyndaflokk- ur um sögu Bandarikja N- Ameríku. 11. þáttur. Skin og skúrir. Þýðandi og þulur Óskar Ingi- marsson. 21.25 Dæmalausdári Breskt sjónvarpsleikrit eftir Tom Clarke. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Leikurinn gerist i Bretlandi, þegar liður að lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Aðalpersónan er liðsforingi, sem barist hefur á vígvöllum Evrópu. Hann særist alvar- lega og er fluttur á sjúkrahús heima i Bretlandi. Meðan hann bíður eftir að ná fullum bata, tekur hann að ihuga orsakir og tilgang styrjaldar- innar og kemst að þeirri at- hyglisverðu niðurstöðu, að hún sé aðeins háð til að full- nægja hégómagirnd og valda- fikn stjórnmálamanna. I sam- ræmi við þessa skoðun sína ákveður hann að neita að snúa aftur til vígvallanna, eh tekur þess i stað upp harða baráttu gegn stríðsrekstri. 22.30 Dagskrárlok ÞRIÐJUDKGUR 11. júni 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Bændurnir Pólsk framhaldsmynd, byggð á samnefndri skáldsögu eftir Nóbelsskáldið Wladislaw S. Reymont. 2. þáttur. Þrándur Thoroddsen. 21.25 Heimshorn Fréttaskýringaþáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.00 íþróttir Umsjónarmaður Ómar Ragn- arsson. Dagskrárlok Rolv Wesenlund f hlutverki Fleksnes f nýja norska gaman- myndaflokknum. Miðvikudagur kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.