Morgunblaðið - 07.06.1974, Side 11

Morgunblaðið - 07.06.1974, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JUNt 1974 11 Setið við veizluborð í pólska framhaidsmyndafiokknum, Bændurnir. Þriðjudagur kl. 20.30. Þessi áferðarfallegi kvenmaður er heimasætan f þeim ágæta myndaflokki LÆKNIR A LAUSUM KILI. Arthur Lowe, Barry Evans og George Layton ásamt fórnarlambi f Læknir á lausum kili. Laugardagur kl. 20.25. í HVAÐ ER ÁÐ HEYRA? DAGSKRÁ útvarpsins næstu viku mótast fyrst og fremst af tvennum stórviðburðum, — annar er enn yfirvofandi, en hinn hefur þegar skollið á. Þetta eru annars vegar alþingiskosningarnar og hins vegar listahátið, sem væntan- lega verður sett á morgun. A SUNNUDAGINN er hins vegar sjómannadagurinn og verður að sjálfsögðu sitthvað gert í útvarpinu í tilefni þess dags. Síðdegis, eða kl. 14.00, hefst beint útvarp frá hátíða- höldunum, sem fram fara í Reykjavík, og verða þar ef að lfkum lætur á ferðinni hin hefðbundnu ræðuhöld, lof- söngvar og halleljújá um sjó- mannastéttina. Er hún að sjáif- sögðu vel að því komin. En um kvöldið er hins vegar brugðið á léttara hjal. Kl. 19.55 er sem sagt Svavar Gests kominn á stjá, og er dagskrá þessi sett saman að ósk sjó- mannadagsráðs. „Þetta saman- stendur fyrst og fremst af hijómplötum," sagði Svavar í stuttu spjalli. „Ég ætla að leika sjómannalög — eingöngu eftir íslenzka höfunda — og kem til með að rabba svolítið um þessa sérstöku tegund hljómlistar, auk þess sem ég tek jafnvel viðtöl við okkar kunnustu sjó- mannalagahöfunda t.d. Svavar Benediktsson og fleiri. Síðan blanda ég inn i þetta skrýtlum úr gömlum sjómannablöðum, bæði sjómannadagsblöðum og Sjómannablaðinu Vikingi, en þar er mjög mikið af ákaflega góðum skrýtlum. Guðmundur Jensson ritstjóri hefur einmitt lagt sig fram um að safna góð- um gamansögum." Og þeir, sem gluggað hafa í þáttinn „Frí- vaktina" í Sjómannablaðinu Vikingi, vita, hvað Svavar á við. Dagskráin á sjómannadaginn ætti því að geta orðið hin áheyrilegasta. A SVlANUDAGSKVÖLD kl. 19.40 er á dagskrá sá gamal- gróni — að maður segi nú ekki mosavaxni — þáttur UM DAG- INN OG VEGINN. Gera verður ráð fyrir að að þessu sinni blási svolítið annars konar og sterk- ari gustur um þennan þátt en venjulega. Það er nefnilega Sigurður Guðjónsson rit- höfundur, sem ræðir um „dag og veg". Sigurður gaf eins og flestum er kunnugt út nú fyrir jólin sína fyrstu bók, „Truntusól" og vakti hún ekki litla athygli#„Eg er búinn að vera að koma þessu saman alveg óskaplega lengi," sagði Sigurður, þegar við rædd- um við hann, „eiginlega alveg frá áramótum. Það má segja, að þetta sé heildaryfirlit yfir það, sem ég hef heyrt og séð hér i Reykjavik i vetur, hræringar, sem ég hef orðið var við — ekki raunar aðeins hér, heldur líka erlendis. Þar spilar inn i það Sigurður — efnishyggjuþjöð- félagið undir smásjá. tómarúm, sem í þessu vélræna þjóðfélagi hefur skapazt, og ég dreg fram i dagsljósíð atriði, sem af því leiða, eins og eitur- lyfjanotkun, drykkjuskap og fleira. Það er tvennt, sem þetta tómarúm hefur í för með sér, GLEFS * SUMARDAGSKRAlN dettur nú smátt og smátt inní vetrardagskrána. Þannig er Páll Heiðar aftur kominn á kreik á laugardagssíðdögum með þáttinn VIKAN SEM VAR. 1 vetur var þessi góði hlustunartimi meira og minna ónýttur með alls k.vns efni fvrir sérhópa, — sjúklinga, sport- idjóta, börn, íslenzkumenn, og poppara. En með „Vikunni sem var" er aftur kominn þáttur f.vrir alla á tíma fyrir alla, — eða því sem næst. Páll Heiðar virðist eftir f.vrsta þættinum að dæma ætla að hafa þetta með svipuðu sniði og í fvrra. Það sem mestu máli skiptir varð- andi þennan þátt, er að í honum eru dægurmál tekin öðrum og ferskari tökum en í fréttamiðlum almennt. Páll er afar naskur við að horfa svo- lftið niður á viðfansefni sín, hefja sig upp yfir allt mas og pólitískt þras í kringum þau, setja þau oft í háöulegt kastljós þ.e. annaðhvort sendir það manneskjur niður eða upp." Og þótt Sigurður hafi skýrt þetta nánar í spjallinu, þá er bezt að leyfa mönnum að kynna sér þær skýringar nánar á mánu- daginn. Það er Þorleifur Hauksson, sem flytur erindi Sigurðar. „Eg flyt þetta ekki sjálfur vegna þess," sagði Sig- urður Guðjónsson aðspurður ,að ég er með skarð í munn- inum um þessar mundir. Það er ein tönn, sem er farin veg allrar veraldar, og því heyrast svona heldur óskemmtileg hljöð þegar ég tala." FRAMBOÐSKYNNING verður í útvarpinu á mánudags-, þriðjudags- og miðvikudags- kvöld og í sjónvarpinu á mið- vikudags- og föstudagskvöld. Henni hafa þegar verið gerð góð skil hér í blaðinu og verður ekki farið út i fyrirkomulag hennar. Hins vegar skal í lokin vakin athygli á því, að fimin daga næstu viku verður út- varpað beint frá ýmsum liðum listahátíðar. Hefst útvarpið kl. 21.00 alla dagana, en atriðín eru þessi: Sunnudagur, hljóm- leikar Daniel Barenboim; mánudagur og þriðjudagur. hljómleikar Sinfóníuhljóm- sveitar tslands; fimmtudagur. jasshljómleikar með Cleo Laine, John Dankworth o.fl.; laugardagur, hljómleikar Martti Talvela. og þegar bezt lætur jafnvel komast til botns í þeim. Þáttur- inn á laugardaginn var lofaði góðu, — lifandi og pínulítið „sensasjónelgur". Bezt heppnuðu viðtöl við vegfar- endur og úttektin á KGB- málinu með óskalaginu „From Russia with Love". Og annar prýðilegur útvarpsmaður. Jökull Ja- kobsson, er kominn með „óábvrgan fréttaskýringaþátt". EFTIR FRÉTTIR á sunnu- dögum. Jökull hefur ekki i?svipaðan húmor og Páll Heiðar, og fvrsti þátturinn var heldur notalegt spjall, bæri- lega hittið á stundum (sbr. frá- bæra athugasemd um kosninga- baráttuna núna: „Framboð á að hyggjast á eftirspurn"). Kannski hefði mátt setja þetta fvið hressilegar fram, skreyta meir með innskotsviðtölum, o.s.frv., en það mun standa til bóta, og verulegt tilhlökkunar- efni er að eiga von á Jiikli eftir fréttir í sumar. — A. Þ. I GLUGG ÞÓTT seint sé vil ég í upphafi þessa gluggs þakka sjónvarpinu fyrir sænska myndaflokkinn um „Ferðaleikhúsið". Þegar maður var einu sinni kominn inn á þessar kostulegu manngerðir þá vildi maður ekki fyrir nokkurn mun láta þær framhjá sér fara. Þrátt fyrir sína grófu skopgervinga tókst þessum þætti að gera líf þessa fólks manni viðkomandi. Það lá við að efnistökin minntu mann á stundum á Dickens, og mega Svlar vel við það una. Ekki sízt var fyrir að þakka samstilltum leik, og hinn útsmogni Georg Rydeberg fór á kostum I hlutverki Sjövalls leikhússtjóra. I einu orði sagt, (tveimur): pottþétt framleiðsla. Ég sá mér þann kost vænstan að byrja á þessum þætti. þótt talsvert sé liðið frá sýningu hans, einfaldlega til þess að þurfa nú ekki enn einu sinni að byrja eins á skrifum þessum, þ.e. svona: Lltil hefur reisnin verið yfir dagskrá Ríkisútvarpsins sjónvarps að undanförnu . . . Ekki svo að skilja, að öðru hverju hafi ekki einhverjir smá- bitar fengið að fljóta með I nagla- súpunni. En ! heildina er búið að nota sama gamla naglann of oft. Það vantar öll nýstárleg tiiþrif. (Ég undanskil kosningasjónvarpið, en þv! er nú þegar búið að gera góð skil ! glugginu). Innlent efni er nú ! lágmarki, og virðist aðeins verið að treina timann fram að sumarfri'um. Föstu þættirnir, eins og „Ugla sat á kvisti", eru flestir hættir. „Lands- hornið" er klofnað eins og hver annar stjótnmálaflokkur og um- sjónarmennirnir komnir í framboð fyrir hin og þessi brotabrot út um hvipp og hvapp. Hins vegar er „Heimshorn" enn við lýði. Ég held, að þessir fréttaskýringa- þættir hafi báðir gefizt mjög vel þegar liða tók á veturinn, og greinilegt er, að það er rétt stefna að hafa innlendar og erlendar fréttaskýringar i aðgreindum þáttum. Sennilega voru „Hornin" þrátt fyrir allt beztu þættir slikrar tegundar !. sjónvarpinu hingað til. Um annað innlent efni undan- farnar vlkur er bezt að hafa sem fæst orð, — sérstaklega "65. grein lögreglusamþykktarinnar". Sé ástæða til að banna hunda, þá er li'ka ástæða til að banna svona leikrit. Hins vegar eru i gangi nokkrir erlendir þættir, sem eru þokka- legasta afþreying. „Softly, softly" eða „Kapp með forsjá" er nokkuð óvenjulegur sakamálaþáttur, sér- staklega vegna þess að hann er svo venjulegur. Þarna er fátt um súperkarla og glansmyndahetjur, heldur eru fle.stir lögreglumenn- irnir ósköp hversdagslegt fólk, — vambmiklir, þunnhærðir, stress- aðir o.s.frv. Og glæpirnir, sem þeir glíma við, eru líka flestir heldur hversdagslegir. Þar af leiðandi virðist þetta allt heldur ekta, og fyrir sumra smekk ekki nógu spennandi. En i þessum þáttum er reynt að rekja rætur glæpa ! mannlegu samfélagi, reynt að varpa Ijósi á orsakir þess, að dags- farslega prútt fólk leiðist út ! afbrot, og án þess að halda þv! fram, að þetta heppnist alltaf i „Kapp með forsjá", þá finnst mér að hér sé um að ræða talsverða viðleitni. Og „Læknir á lausum kili" er ánægjulegt framhald af „Lif og fjör i læknadeild", sem fyrr i vetur náði feikilegum vinsældum. Hvítasunnudagskráin i sjón- varpinu var afskaplega daufleg. þótt tveir liðir hafi komið á óvart. Annars vegar var Ijóðaflutningur Geirlaugar Þorvaldsdóttur og Jóninu H. Jónsdóttur á hvita- sunnudag, sem var smekklega unnið efni. Hins vegar var brezka sjónvarpsleikritið „Sara" á annan í hvitasunnu. Það hefði verið auðvelt að gera væmnisvellu úr þessu efni, en um þetta var farið nærf ærnislegum höndum, sem leikurum, leikstjóra og höfundi tókst með kimni og fagmennsku að gera að góðri skemmtan. — Á.Þ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.