Morgunblaðið - 07.06.1974, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.06.1974, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JUNÍ 1974 17 Eldur í fangelsi á Ítalíu FANGAR gerdu uppreisn í fangelsi f Genúa á ítalíu fyrr í vikunni og einn þeirra kveikti f fangelsinu. Hér sést mann- fjöldi horfa á baráttu slökkvi- lids við eldinn. Uppreisnin hófst, þegar leit var gerð f klef- um fanganna að vopnum, sem þar k.vnni að hafa verið komið f.vrir til undirbúnings upp- reisn. Stjórnvöld segjast vita um áform, sem miði að þvf að valda öngþveiti f fangelsismál- um Itala. Atkvæðagreiðsla um samdrátt heria USA Washington, 6. júní, AP. STJÓRN Nixons forseta gerði í dag lokatilraun til þess að fá öldungadeildina ofan af þvf að samþvkkja fækkun f herliði Bandarfkjanna erlendis. Henry A. Kissinger utanríkis- ráðherra, Gerald R. Ford varafor- seti og- James R. Schlesinger landvarnaráðherra notuðu allir tækifærið í dag til þess að mæla gegn slfkri fækkun. Atkvæðagreiðsla fer fram i öldungadeildinni á morgun um tillögu Mike Mansfields foringja demókrata þess efnis, að fækkað verði um 125.000 hermenn og flugliða Bandarikjanna erlendis á 18. mánuðum. Alan Cranston demókrati frá Kaliforníu hyggst leggja til, að Fundu 186 fækkað verði um 100.000 menn ef SÍÐUSTU FRÉTTIR tillaga Mansfields nær ekki fram aðganga. Kissinger segir í bréfi í dag tii John Stennis formanns hermála- nefndar öldungadeildarinnar, að meiri háttar fækkun í herliði geti grafið undan samningum við Rússa um gagnkvæma fækkun í Evrópu og stefnt í hættu tilraun- um til þess að tryggja varanlegan frið í Asíu. Kissinger benti á, að Bandarfk- in hefðu þegar fækkað í herliðinu í Evrópu úr 400.000 mönnum í 300.000 á rúmum áratug. A sama tíma hefði verið fjölgað í sovézka herliðinu úr 475.000 mönnum í 575.000. Hann sagði, að einhliða fækkun Bandarikjanna yrði til þess, að Rússar hefðu þeim mun minni ástæðu til þess að fallast á gagn- kvæman og jafnan samdrátt herja NATO og Varsjárbandalagsins. Tillögur Mansfields og Cranstons eru til breytingar á hermálafrumvarpinu, sem hljóð- ar upp á 21.8 milljarð dollara. Samkvæint því verður hámarks- fjöldi í heraflanum 2.103.100 menn 1. júlí 1975 eða 3% minni en nú. Nixon forseti vann f kvöld mikinn sigur, er Öldungadeild- in felldi tvær tillögur frá Mans- field um fækkun f herjum f Evrópu með 56 atkvæðum gegn 34. • • Bobbys áættir New York, 6. júní, AP LÖGFRÆÐINGUR Bobb.v Fisch- ers, Paul Marshall, segir, að það sé greinilegt, að heimsmeistarinn hafi engan áhuga á skaðabótamál- inu, sem Chester Fox höfðaði gegn honum, og hefur þvf farið fram á að verða leystur undan þvf að fl.vtja málið. Marshall segir, að Fischer hafi verið ósamvinnuþýður og ábyrgð- arlaus, erfitt hafi reynzt að hafa samband við hann og hann hafi sýnt svo mikið áhugaleysi, að ómögulegt sé að flytja málið fyrir hann. Kox höfðaði málið fyrir rikis- hæstarétti á Manhattan í október 1972 og hann krefst 3.2 milljón dollara í skaðabætur, þar sem Fischer hafi brotið samning, er hafi heimilað fyrirtæki hans að taka kvikmyndir af heimsmeist Abrams skorinn upp Washington, 6. júní, AP. CREIGHTON W. Abrams hers- höfðingi, forseti herráðs banda- ríska landhersins. verður skorinn upp við lungnakrabba á morgun að því er landherinn tilkynnti í dag. Abrams hefur legið f Walter Reed-sjúkrahúsinu síðan 23. maí. Fyrst var sagt, að hann þjáðist af „vægri iungnabólgu". Nú er sagt, að komið hafi i ljós, að hann þjáist af illkynjuðum krabba í vinstra lunga. araeinvíginu í Laugardalshöllinni í Reykjavík 1972. Flugvélar- ræningjar dæmdir Haarlem, Hollandi. DÓMSTÓLL í Haarlem dæmdi í dag tvo Palest- ínu-Araba í 5 ára fang- elsi fvrir flugvélarrán, ólöglegan vopnaburö og íkveikju. Arabarnir tveir rændu brezkri farþegaþotu af gerdinni VC-10 8. marz sl., er hún var á ieiðinni frá Bombav á Indlandi til London. 102 farþegar og flugliöar voru meö þotunni og siuppu þeir ailir ómeiddir, en Ar- abarnir gerevóilögóu flugvélina, er þeir sprengdu handsprengj- ur í flugstjórnarklefan- um. Arabarnir, Adnan Nuri 23 ára og Hussin Tamimah 22 ára, viöur- kenndu sekt sína, en sá síóarnefndi neitaói aó hafa átt þátt í íkveikj- unni. „Strætó-geimferðir” undirbúnar af kappi Washington, 6. júní, AP. BANDARÍKIN ráðgera aðeins eina mannaða geimferð á næstu fimm árum, en frá og með 1979 verða farnar fastar áætlunarferð- ir út f geiminn og 725 ferðir verða áformaðar á 12 ára tfma. Þetta þýðir, að meira en ein ferð verður farin í hverri viku og f hverri ferð verða fjórir til sjö þátttakendur. Þar á meðai verða konur og vfsindamenn frá mörg- um löndum. Aðeins þeir. sem eiga erindi út í geiminn, fá að fara svo að ekki verður hægt að panta sér far til þess eins að fara f skoðunarferð þangað. Kostnaður í hverri ferð verður um 1.5 milljón dollara á mann ef sjö eru með. Dr. Myron S. Maliin forstöðu- maður áætlunarinnar um þessar „strætóferðir út í geiminn'' segir, aö kostnaðurinn við smíði tveggja „strætógeimfara" fyrir 1979 verði 5.15 milljarðar dollara — sem er einn fimmti af því, sem Apollo- áætlunin kostaði. Geimskot verða svo tíð, að hann telur. að alls þurfi sjö geimför til áætlunarinnar i næsta áratug. Þannig verða fimir geimför til viðbótar keypt hjá verktakaf.vrirtækinu Rockwell International fvrir um 25C milljónir dollara hvert. Farinu verður skotið eins og eldflaug, það flýgur eins og geim- skip og lendir á ste.vptri flugbraut eins og flugvél. Það verður á stærð við DC9, sem getur flut 90—110 farþega, og á að geta far- Framhald á bls. 20. hasspoka Washington, 6. júni, AP. BANDARÍSKA tollgæzlan hefur gert upptæk 12.200 pund af hassi hjá Rio Grande-fljóti í Suður- Texas, meira magn en nokkru sinni hefur verið gert upptækt á landamær- um Mexíkó. Yfirmaður tollgæzlunn- ar, Vernon D. Acres, kallar þetta eitt mesta hassmál í sögu tollgæzlunnar. Hassið er metið á 3.38 milljón dollara. Það fannst í 186 pokum, helmingurinn í vörubifreið og helmingur- inn á bökkum Rio Grande. 36 ára gamall maður frá Edinburg í Texas, Leon Romero Moreno, hefur verið handtekinn. Hann verður ekki látinn laus nema gegn 100.000 dollara tryggingu. Annað bindi „Gulag”: Solzhenitsyn kennir Lenín um þrælkunarvinnubúðimar París, 6. júni, AP. ALEXANDKR Solzhenitsyn segir 1 öðru bindi „Eyjaklasans Gulags", að þrælkunarvinnu- búðir hafi verið hluti af sov- ézka stjórnkerfinu frá upphafi, en ekki sfðari tfma uppfinning Jósefs Stalfns. Þar með skellir hann skuld- inni á sjálfan Lenfn, hinn helga föður Sovétrfkjanna. Opinber skýring Kremlherr- anna er, að búðirnar hafi verið mistök, sem hafi stafað frá „persónudýrkun Jósefs Stal- ins“. Lenin hefur verið frið- helgur og ásökum Alexanders Solzhenitsyn telst því guðlast. Annað bindi „Gulags" er 650 sfður og kemur á markaðinn f næstu viku. Þar heldur Solzh- enitsyn áfram ítarlegum heiin- ildarfrásögnum sínum um hið geysistóra þrælkunarvinnu- búðakerfi, þar sem hann dvald- ist sjálfur í átta ár. Solzhenitsyn staðhæfir, að 66 milljónir manna hafi dvalizt í vinnubúðunum á árunum 1918 til 1959. Hann segir, að fyrstu búðirnar hafi verið gamalt fangelsi frá keisaratímanum á eynni Solovki á Hvítahafi norð- an heimskautsbaugsins. Hann segir, að ótaldar þúsundir hafi dáið í fyrstu vinnubúðunum, sem hafi verið miðaðar við það að halda föngunum lifandi — og láta þá vinna — i þrjá mán- uði í mesta lagi. Fangabúðakerfið var „krabbamein, sem byrjaði i Sol- ovki og breiddist út um allt landið", segir Solzhenitsyn. Kerfið byrjaði á valdaárum Lenins, segir hann, en það var fullkomnað undir stjórn Naphtali Frenkels hershöfð- ingja i leynilögreglunni NKVD og eins af gæðingum Stal- íns. Frankel beið sjálfur bana í búðunum, sem hann átti þátt i aó koma á fót, likt og margir aðrir gæðingar Stalíns. Solzhenitsyn segir, að á dög- um Leníns hafi búðirnar verið fylltar pólitfskum föngum, sem voru taldir fjandsamlegir sovét- kerfinu, en undir leiðsögn Frenkels breytti Stalin þeim f tæki til þess að hyjda hrynjandi efnahagskerfi Sovétrikjanna gangandi með eins litilli aðstoð erlendis frá og hægt var. Vinnuaflið, sem Stalin fékk i vinnubúðunum. hafði ótvíræða kosti að sögn Solzhenitsvns:. það gerði engar kröfur, það var hægt að flytja það hvert sem var og hvenær sem var. það var laust við öll fjölsk.vldubönd og ekki þurfti að hugsa um að sjá því fyrir húsnæði, skólum eða sjúkrahúsum og stundum þurfti ekki einu sinni að sjá þvi fyrir eldhúsum eða hreinlætis- aðstöðu. Ríkið gat aðeins fengið slikt vinnuafl með þvi að gleypa syni sína." Ritið verður i þremur bind- um. Það var allt samið fvrir 1968.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.