Morgunblaðið - 07.06.1974, Síða 30
30
MOKGUNBLAÐIÐ. KOSTUDAUUK 7. JUNI 1974
Sjö sögur af Villa Rudolf O. Wiemer
„Skelfing hlýtur hann að vera heimskur þesi Jón
bóndi.“
„Hvers vegna?“
„Úr því hann gefur þér pylsu fyrir að kveikja í
hlöðunni hans.“
Villa iangar mest til að reka drengnum löðrung af
því að hann er búinn að komast að hinu sanna.
„Láttu mig í friði. Ég hlusta ekki á þig, frekjudall-
ur.“
„Góða nótt, ágæti ræningi," segir Hans. „Þegar ég
hitti börnin hans Jóns bónda næst, þá ætla ég að
spyrja þau, hvað gerðist í raun og veru.“
Villi svarar ekki. Hann dustar af vinstri stígvéla-
tánni, lítur fýldur á pylsuna, lagfærir hattinn á höfði
sér og hverfur inn í myndabókina.
Fjórða sagan.
„í dag ætla ég að stela fullum poka af peningum
frá nirflinum honum Kristófer,“ segir Villi, þegar
líður að kvöldi næsta dags.
„Fullum poka?“
Villi slær sér á brjóst: „Ræningi stelur alltaf eins
miklu og hægt er.“
„Hernig ætlarðu að komast inn til hans?“
„Inn um glugga.“
„En ef rimlar eru fyrir gluggunum?“
„Þá renni ég mér niður skorsteininn. Hafðu til-
búna stóra kistu. Undir peningana.“
„Nú ertu víst nokkuð orðstór,“'segir Hans
„Það eru ræningjar líka alltaf,“ segir Villi og
strýkur sér um skeggið.
Kristófer nirfill býr á bak við þykkan múrvegg,
sem ræningjum veitist þó auðvelt að klifra yfir.
Innan við múrinn tekur við sýki, síðan háar grindur
og gaddavír. Og loks húsið sjálft.
Villi læðist kring um húsið. Hann tekur varlega í
hurðarhúninn.
„Allt læst. Ætti ég að klifra upp þakrennuna?“
Hann spýtir í lófana. Þá fær hann bylmingshögg í
bakið.
„Hver er þar?“ hrópar Villi skelkaður.
„Memememe," er jarmað aó baki hans.
„Hver ert þú?“
„Geithafurinn hans Kristófers.“
„Sæll vertu,“ segir Villi.
„Hvað ert þú aö gera hér? Kristófer er önnum
kafinn.“
„Ég líka,“ segir Villi. „Ég ætlaði bara að stela
peningapoka frá honum.“
„O, sveiattan,“ segir geithafurinn.
„En þú? Hvað ert þú að gera hér um miðja nótt?“
„Ég er að ferðbúast.“
„Ertu á leið til Ameríku?“
„Ég á engan sérstakan ákvörðunarstað. Helzt vildi
ég vera kyrr hér.“
„Vill Kristófer ekki lofa þér að vera?“
Nú eitthvað hef-
ur nú ruglazt hér.
— Já, hver á að
skipta við hvern?
— Skoðaðu teikn-
inguna vel og svo
leysirðu vandann
og hver fær það,
sem honum ber.
(^JVonni ogcTVIanni Jón Sveinsson
Yið lirukkum frá ósjálfrátt.
En þá datt mér ráð í hug. Eg tók upp sjálfskeið-
inginn minn, opnaði hann og sagði við Manna:
„Nú datt mér nokkuð í hug. Þú hefur séð það. að
þegar naut eru mannýg á básnum, þá er settur járn-
hringur í miðsnesið á þeim, og þá verða þau dauð-
meinlaus. Ættum við ekki að reyna það?“
„En við liöfum engan járnhring, Nonni“.
„Það gerir ekkert til. Eg er með seglgarn. Við skul-
um setja það í hann“.
„En hvernig ætlarðu að fara að því, Nonni?“
„Ég ætla að stinga gat á miðsnesið á nautinu með
hnífnum mínum, og svo þræði ég seglgarninu í gegn“.
Manni hugsaði sig um. Síðan leit hann til mín og
sagði glaðlega:
„Jahá, Nonni. Það liugsa ég, að geti orðið gott“.
Ég tók nú seglgarnið upp úr vasa mínum. Síðan
lagðist ég endilangur á steininn og sagði Manna að
halda í fæturna á mér, svo að ég dvtti ekki niður.
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
Svona lá ég grafkyrr, þangað til nautið teygði haus-
inn upp á steininn. Hnífinn hafði ég opinn í liægri
hendinni, en seglgarnið í hinni.
Og ég þurfti ekki lengi að bíða. Boli byrjaði fljótt
aftur að sleikja steininn og tevgði Iiausinn alltaf lengra
og lengra.
„Haltu nú vel í fæturna á mér, Manni“, kallaði
Og Manni sveikst ekki um það.
Nú greip ég skyndilega með Þeimur fingrum í nas-
irnar á nautinu, alveg eins og ég hafði séð vinnumenn-
ina gera, og í sömu svipan stakk ég hárbeittum hnífn
um inn í aðra nösina og gegnum miðsnesið, svo að
oddurinn kom út í hinni nösinni.
En við það tók nautið svo snöggt viðbragð, að skurð-
urinn varð miklu stærri en ég ætlaði, og hnífurinn
stakkst í einn fingurinn á vinstri hendinni á mér, en
ekki var það neitt til muna.
fneÓtnorgunkofMnu
— Þetta er sjálfsagt snidug
uppfinning hjá þér, en ég vona
nú samt, art við mætum ekki
neinum, sem við þekkjum...
Og með þetta apparat hér
ertu öruggur um að fá alls
staðar stæði. . .
— Ég var fluttur vfir í górillu-
deildina. ..
— Halló, tengdamamma. . .
mig langaði bara til að heyra f
þér hljóðið. . .
— Hvernig stendur á því að
maöurinn þinn þarf aldrei ad
vinna eftirvinnu?