Morgunblaðið - 30.06.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.06.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JUNl 1974 „Viljum ekki troða okkar smekk upp á fólk” Rætt við Pétur í Pelican NÚ NÝVERIÐ kom á markaSinn ný tveggja laga plata meS hljómsveit- inni Pelican. Lögin á þessari plötu. „Jenny darling" og „My Glasses" eru eftir Ómar Óskarsson gítar- leikara, en þau eru bæSi af breiS sklfu, sem hljómsveitin tók upp I Bandarlkjunum I vor og væntan leg er á markaS um miðjan júll n.k. SlagslSan náði tali af Pétri Kristjánssyni söngvara Pelican og rabbaSi við hann um nýju plöt- una og sitthvaS fleira tengt popptónlistarllfinu hérá landi. LAGAVALIÐ ER MJÖG BREITT —Tveggja laga platan er gefin út sem nokkurs konar kynning eða upp bygging fyrir stóru plötuna, sagði Pétur þegar Slagsíðan minntist á plötuútgáfuna. — Það má segja, að þetta sé gert samkvæmt erlendri fyrirmynd þar sem litlar plötur eru oft gefnar út sem eins konar for- smekkur af stórum plötum, sem væntanlegar eru á markað. Þessi tvö lög urðu fyrir valinu vegna þess, að þetta eru létt og skemmtileg lög og við höfum fundið það á böllum, að þau falla vel í kramið En ég vil, að það komi vel fram, að þetta eru tvö léttustu lögin af stóru plötunni og ekki réttur mælikvarði á hana I heild. Stóra platan er mjög breið tónlistarlega séð og á henni má finna allt það, sem er að gerast innan hljómsveitarinnar, — allir straumar og sveiflur eða hvernig sem menn vilja orða það. Slagsiðan vildi fá að vita nánar hvað væri að gerast innan hljóm- sveitarinnar og Pétur hélt áfram. — Þegar Pelican var stofnuð, spurðum við sjálfa okkur hvernig við ættum að fara að þvi að ná til fólksins um leið og við gætum þró- að okkar eigin tónlist og náð saman sem ein heild, en þetta hefur oft reynst erfitt fyrir hljómsveitir sem vilja gera skemmtilega hluti Pelican var stofnuð upp úr þremur hljóm sveitum, Ástarkveðju, Náttúru og Svanfriði og allar þessar hljómsveitir fundust mér góðar, en samt vantaði alltaf eitthvað hjá þeim öllum. Þetta voru ólikar hljómsveitir og það, sem þær voru að gera, blandast nú sam- an í Pelican. En þegar við stofnuð- um Pelican ákváðum við að taka tillit til þess, að við erum að spila á ís- landi og fyrir íslendinga. Við ákváð- um þvi strax i byrjun að reyna ekki að troða okkar smekk upp á fólk heldur fá fólkið til að hjálpa okkur við að móta stefnuna, — reyna að skapa eitthvað, sem bæði við og fólkið hefði gaman af og ég held að okkur hafi tekist það — Þýðir þetta, að þið séuð búnir aðfinna þá leið, sem þið viljiðfara? — Alla vega held ég, að við séum á réttri leið Á stóru plötunni er lag, sem heitir „Sunrise", og ég gæti Imyndað mér, að það sé eitthvað í þá átt, sem við stefnum, þó að ég viti það ekki enn. Eins og ég sagði, viljum við, að fólkið hjálpi okkur til að finna réttu leiðina. Talið barst að lagavali hljómsveit- arinnar en um það sagði Pétur m.a : — Lagaval hjá okkur er mjög breitt og allir, sem koma að hlusta á okkur, eiga að fá eitthvað, sem þeir hafa gaman af. enda eru I hljóm- sveitinni menn með mjög óllkan tónlistarsmekk, t.d semja Ómar og Bjöggi lög, sem eru gjörólík. En allt frá byrjun höfum við reynt að meta smekk hver annars og á prógraminu er ekkert lag, sem einhverjum einum I hljómsveitinni finnst leiðinlegt En til að fyrirbyggja misskilning vil ég taka fram, að þótt lagavalið sé breitt, erum við ekki með eitt einasta lag af vinsældalistanum, þó I sjálfu sér sé ekkert út á sum þeirra að setja Við reynum þara að velja skemmtileg lög, sem við höfum gaman af og sem við höldum að fólk hafi gaman af og reynum að gera þau vinsæl án þess að hengja okkur I að einhverjir aðrir hafi gert þau vinsæl áður. Þið eruð þá hvorki „brennivlns- hljómsveit" né það, sem menn hafa kallað framúrstefnuhljómsveit? — Pelican er örugglega ekki „brennivínshljómsveit" og ég held að fólk sé mikið að hafna þessari „brennivlnsllnu", sem ráðið hefur miklu hjá mörgum hljómsveitum hér. Og þetta „progressive" — eða framúrstefnukjaftæði fer I taugarnar á mér þvl að mér finnst þetta vera misnotað Það hefur heldur enginn efni á að segja til um hvað sé gott og hvað ekki. Þetta er fllingsatriði og smekksatriði fyrir hvern og einn. Ég veit, að margir gagnrýna okkur fyrir að setja „Jenny darling" á tveggja laga plötuna og segja, að lagið sé alltof „commercial" (hugtak sem nefnt hefur verið „súkkulaðifroða" I mörgum bréfum til Slagslðunnar). Mér er nákvæmlega sama hvað þessir menn segja, þvl að mér finnst lagið gott og okkur öllum I hljóm- sveitinni finnst þrælgaman að spila það. Ég veit llka um „öfgabluesista", sem segja t.d., að „Sprengisandur" sé ómerkilegt prump og skilja ekkert I því, að við skulum vera að útsetja það og spila inn á plötu. En við höfum gaman af þessu og erum ákveðnir I að gera meira I þessum dúr. Við höfum allir gengið I gegn- um það tfmabil að vera að spila eitt hvað, sem við höfðum gaman af sjálfir en vorum I raun að þröngva upp á fólkið. Núna spilum við það, sem við höfum gaman af sjálfir, og um leið það, sem fólk hefur gaman af, og ég held, að það hljóti að vera rétta stefnan, — svo mega þessir framúrstefnugaurar segja það, sem þeir vilja. NAUMUR UPPTÖKUTÍMI Slagsiðan vék nú talinu að talinu að Bandaríkjaförinni og plötuupp- tökunni, sem fór fram I Shaggy Dog Studios I Massachusetts, hinu sama og Hljómar tóku upp slna plötu. Var Pétur hinn ánægðasti með allar að- stæður og fólkið, sem vann að upp- tökunni. Um plötuna sjálfa sagði hann: — Á plötunni verða 11 lög, 6 eru eftir Ómar, 2 eftir Bjögga, Jonni og Geiri eru með sitt lagið hvor og svo er „Sprengisandur", sem er eina lagið, sem ekki er frumsamið. [ leiðinni tókum við svo upp tvö lög I viðbót, sem við ætlum að gefa út I haust. — Höfðuð þið nægan tlma til upptökunnar? — Nei, timinn var alltof stuttur. Þegar við komum út og sögðum þeim hjá Shaggy Dog, að við þyrft- um að taka upp 1 4 lög á viku sögðu þeir, að það væri hlægilegt, hálfur mánuður væri lágmark og 3 vikur svona hæfilegur tlmi. En það er einmitt þetta, sem fer með allar Islenzkar plötur Markaðurinn er svo litill, að menn þurfa alltaf að vera að horfa I kostnaðinn og þess vegna er aldrei hægt að vinna hlutina almennilega. En þrátt fyrir alltof llt- inn tlma I stúdióinu er ég mjög ánægður með útkomuna á plötunni og ég get fullyrt, að þessi plata er það bezta sem ég hef komið nálægt I þessum bransa fram að þessu. MUNURINN HEFUR MINNKAÐ Talið barst nú að muninum á Islensku poppi og erlendu og Slag- siðan spurði Pétur hvernig honum hafi þótt Procol Harum hljómleikarn- ir: — Mér fannst Procol góðir og Garry Brooker er frábær lagasmiður og söngvari. En I hljómsveitinni er enginn sérstakur, — enginn, sem ber af, og það vantaði mikið upp á sándið I hljómsveitinni. Megin mun- urinn á islenzkum poppurum og erlendum hefur alltaf verið sándið, en nú hefur þetta bil minnkað mikið — En nú virðist mikill gæðamun- ur á erlendum og islenskum plötum, sérstaklega hvað þetta varðar? — Þarna kemur þetta sama til og ég var að tala um áðan, — markað- urinn hjá okkur er svo litill, að við höfum ekki efni á að vera flottir á þvl I upptökunum. Sá, sem stjórnar upptökum fyrir t.d. Procol, Chris Thomas, er maður, sem hefur lifað og hrærst I stúdlói I 10 ár, maður, sem kann sitt verk og selur vinnu slna dýrt. Ef við ættum að geta fengið svona mann þyrfti markaður- inn að vera fjórfalt stærri þvl að hann einn fær jafn mikið I sinn hlut og öll platan okkar kostar I fram- leiðslu. Svo eru aðrir, sem gera þetta sjálfir, eins og David Bowie og Brian Wilson I Beach Boys, en þeir hafa ótakmarkaðan tlma I upptöku- klefunum svo að það jafnar sig upp. Að þessu leyti er ekki hægt að bera saman okkar aðstöðu og erlendra hljómsveita STARFSGRUNDVÖLLUR fSL. HLJÓMSVEITA — Starfsgrundvöllur fyrir hljóm- sveitir hérna er mjög slæmur sagði Pétur þegar þau mál bar á góma. Föstudags- og laugardagskvöld eru einu kvöldin, sem við getum verið nokkuð öruggir um að hafa eitthvað að gera. Svo eru menn að furða sig á þvl hvað hljómsveitir eru dýrar og það hefur myndazt þjóðsaga um það hvað hljóðfæraleikarar græða mikið. í rauninni er tlmakaup okkar mjög lélegt ef reiknað er með öllum æf- ingatlma og ferðalögum og heildar kaup okkar er lélegt miðað við aðrar starfsstéttir I þjóðfélaginu. Við þyrft- um að hafa vinnu hvert kvöld vik- unnar og ef vel ætti að vera en þvl miður er enginn grundvöllur fyrir þvl Það vantar fleiri hús, lltil hús, sem taka svona 200—300 manns þar sem fólk getur komið og hlustað á góða tónlist öll kvöld vikunnar. En þetta er bara svo öfugsnúið hérna, að ef einhver vill opna skemmtistað þarf hann að vera með eldhús upp á svo og svo marga fermetra. Af hverju eldhús??? — Það étur eng- inn á þessum stöðum hvort sem er Það þarf að dreifa veitingaleyfum á fleiri aðila og stoppa þessa þróun að hafa fáa stóra sali. Sjáðu Sigtún t.d. — þetta er vöruskemma. Á svona stað næst ekkert samþand á milli hljóðfæraleikara og fólksins. Stap- inn datt t.d. niður af þvl að hann var of stór. Pétur hafði ýmislegt fleira að segja I sambandi við þetta en rúms- ins vegna verðum við að stikla á stóru og endum á því, sem Pétur hafði að segja um það, sem fram- undan er hjá Pelican: — Við verðum I þessu venjulega I sumar, — spilum hér og úti á landi. en það má koma fram I þessu sam- bandi, að það hefur gengið óvenju- vel að ráða hljómsveitina I sumar. Svo má það llka koma fram, að við erum að vinna efni I aðra stóra plötu sem við ætlum að reyna að taka upp I september og koma á markað fyrir jól. Ef úr þessu verður förum við líklega aftur I Shaggy Dog stúdíóið og þá er ekki útilokað að eitthvað fleira komi út úr þeirri ferð Eigandi Shaggy Dog talaði um að undirbúa mánaðartúr með okkur á, Nýja-Eng- landi I haust og við höfum mikinn áhuga á að spreyta okkur erlendis Það er hjá okkur. eins og fleiri Islenskum poppurum, lokatakmark- ið. sv.g. Pelican á útiskemmtun I Kópa vogi á (1 7. junl sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.