Morgunblaðið - 30.06.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.06.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JtJNl 1974 I dagsins önn... ALICE Roosevelt Longworth þyk- ir hafa sérstöðu meðal banda- rfskra kvenna, dðttir Theodore Roosevelt, fyrrum forseta Banda- rfkjanna, og ekkja Nicholas Longworths, sem lézt árið 1931 og var þingforseti. Hún stendur nú á nfræðu, hefur þekkt persðnulega aíla forseta frá þvf að Benjamin Harrison gegndi þvf embætti, og hefur verið aufúsugestur f veizlu- sölum þeirra og við aðra mann- fagnaði. Frúin býr nú f stðru húsi við Embassy Row f Washington og Iftur yfir farinn veg, það er stund- um talað um, að hún sé eitt af minnismerkjum borgarinnar. Hún er enn með f „selskapslff- inu“ af fullu fjöri og lætur fátt fara fram hjá sér, hvorki á þvf sviði né öðru. Þð segir hún, að það sé hundleiðinlegt að vera orðin nfræð, en það varð hún nýlega. Enn þann dag f dag á hún það til að koma fðiki á ðvart, og jafnvel hneyksla, með ummælum sfnum um menn og málefni. Alice prin- sessa var hún kölluð, þegar hún var fbúi Hvfta hússins, og fðlk vissi aidrei upp á hverju hún myndi finna næst. En það er vei hægt að skilja, að hún hefur vald- ið hneykslun á fyrstu árum aldar- innar, þegar hún tðk upp á þvf að klæðast reiðbuxum, aka bfl, reykja sfgarettur og henda sér f öllum klæðum út f sundlaug. Hún var nýlega spurð, hvort þetta sfð- astnefnda hafi ekki verið ákaf- lega ðsæmilegt. „Hreint ekki,“ svaraði hún, „ef ég hefði hent mér út f án fata, hefði það verið ósðsæmilegt." Hús hennar hefur að geyma ýmsa muni, sem minna á fyrri tfð, f raun lfkist það iitlu safni. Innan um þúsundir bðka er t.d. dagatal hennar frá árinu 1907, þar sem merkt er við þá daga, sem hún var boðin til ýmisskonar veizluhalda og annars. Einn af gripum þeim, er finnast f húsi hennar, er grfð- arstðr tfgrisdýrsfeldur og er hann gjöf frá fyrrverandi keisaraynju- unni f Kfna. Aiice R. Longworth hefur alla tfð þðtt orðhvöt og ekki alveg laus við illkvittní. Eftir henni eru höfð ýmis ummæli um marga þá forseta Bandarfkjanna, sem hún hefur haft kynni af. Hún var að- eins 6 ára gömui, þegar hún f fyrsta sinn var kynnt fyrir for- seta, en það var Benjamin Harri- son, og honum lýsti hún sem al- varlegum, skeggjuðum álfi. .Hún hermdi eftir Taft forseta um leið og hann sneri við henni baki, kallaði Kinley og konu hans snfkjudýr, Ilarding kvað hún ekki versta forsetann, heldur Ift- ilfjörlegasta mann. Hún á það til enn að herma eftir hinni hvellu rödd frænku sinnar Elinor Roose- velt, og auðvitað lætur hún sjást vel f stðrar tennur sfnar um leið. Eisenhower var ekki hátt skrifað- ur hjá henni, hann var „vesæil heimskingi". Kennedv, Johnson og Nixon hafa allir farið til te- drykkju hjá henni. En hún hafði mikið dálæti á Robert Kennedy, þvf að þau skiptust á mððgunum, hvenær sem þau sáust og Kissing- er þykir henni ákaflega töfrandi maður. Þessi nýræða kona virðist eiga sér mörg og mismunandi áhuga- mál, vfsindi, geimferðir, grfska tungu og þá sérstakiega grfsk kvæði. Hún les mikið og er stöð- ugt að leita I bókabúðum borgar- innar. 1 samtölum vitnar hún f Pope, Kipling eða Biblfuna. Það er vfst enginn vafi á, að þetta hefur verið hressileg kona, þð auðvitað sé aldurinn farinn að taka sinn toll. Sjálf segist hún lfta út eins og uppþornuð Twiggf. Sagt er, að stuttu eftir að faðir hennar Theodore Roosevelt tðk við embætti, hafi hann borið sig illa og sagt: „Ég get annaðhvort stjðrnað landinu eða Alice — en ekki báðum I einu.“ Hann mun hafa valið auðveldari leiðina og stjðrnaði landinu. Þýtt og endursagt, B.I. Vel snyrt er konan ánægð SNYRTIVÖRUR alls konar eru snar þáttur í lífi kvenna í flest- um löndum heims. Er það skilj- anlegt, þar sem vel snyrt kona er líka ánægð kona, og við nú- tímakonur eigum sannarlega margra kosta völ á þessu sviði. Hingað til lands eru fluttar mjög margar tegundir af snyrti- vörum eins og kunnugt er, okk- ur er því nokkur vandi að velja það rétta. Stóru snyrtivörufyr- irtækin hafa á sínum snærum sérmenntaðar konur, sem hafa þann starfa að ferðast um á milli umboðsmanna og kenna meðferð framleiðslunnar. Einn slfkur sérfræðingur lagði leið sína til Islands fyrir skömmu, til að kynna meðferð Max Fact-‘ or snyrtivara. Ungfrú Pamela Rowlands kom hingað á végum heildverzlunar Ölafs Kjartans- sonar, umbjóóanda Max Factor á tslandi. Hélt hún námskeið fyrir afgreiðslufólk f þeim verzlunum, sem verzla með þessar snyrtivörur. Hingaó kom hún frá MiðAust-' urlöndum, Baharen, Kuwait, Abu Dhabi, Dubei, Líbanon og Kýpur, og háðan hélt hún til Portúgal. Hún hafði áður farið um Norðurlöndin, en þetta var hennar fyrsta heimsókn hingað til lands. Aðspurð um mun á vali ís- lenzkra kvenna og kynsystra í Mið-Austurlöndum á snyrtivör- um, kvað hún helzt vera, að Austurlandakonur notuðu meira af fegrunarlyfjum, og að sjálfsögðu ræður þar mismun- andi litarháttur og allar ytri aðstæður um, að þessar ólfku konur nota ekki nákvæmlega sömu gerðir. íslenzkar konur telur hún fylgjast mjög vel með tízkunni, og það kom henni á óvart áð sjá hér ýmsar stúlkur klæddar og snyrtar eftir fyrirmynd „Gats- by Girl“. Henni finnst konur hirða vel og hugsa úm húð sína og margar hafi mjög fallega húð^og -failegan litarhátt. Vill hún Jtakka það hinu. góða drykkjarvatni okkar. Heita vatnið er hún ekki viss um, að hafi góð áhrif á húðina, hvort sem það á við rök að styðjast eða ekki; Ungfrú Rowlands segir, að það sé hverri konu nauðsynlegt að „þekkja“ sitt eigið andlit, þ.e. að vita, hvað það er í andlit- inu, sem helzt má draga fram eða undirstrika og notfæra sér snyrtivörur í samræmi við það. Segir hún, að ýmsar þessar frægu konur, sem manni finnst næstum vera með fullkomin andlit, hafi iært að ná fram því bezta í andlitinu með andlits snyrtingu, og tekur sem dæmi augnasvip Sofíu Lóren, sem hún hafi sjálf lært að draga fram og beina með því athygl- ina að háum kinnbeinunum. Mikilvægt atriði fyrir hverja konu telur ungfrúin, að húðin sé hreinsuð vel og borið á hana rakakrem. Það sé algert grund- vallaratriði og ekki sízt hér á íslandi, þar sem henni finnst konur hafa þurra húð. í sumar er ljóst „make-up“ í tízku, raunar á aldrei að nota of dökkt „make-up“, bezt er að nota lit sem líkastan húðinni. Kinnalitur er eitt af þvf, sem er ómissandi fyrir vel snyrta konu, liturinn á að vera mildur og núna er allir litir brúnleitir. Augnskuggar eru mikið notaðir og „eye-liner“ er aftur kominn f tízku, en hvarf af sjónarsviðinu um nokkur ár. Þó ber að gæta þess að mála aldrei aukastrik út fyrir augun eins og áður. Ef notaður er blár augnskuggi, þá á að nota dökkbláan „eye- Iiner“. Augnabrúnir eiga aldrei að vera of áberandi, það gefur andlitinu harðan svip, augn- skuggi undir augnabrúnum lýs- if upp andlitið. Yfirleitt á snyrtingin að vera sem eðlileg- ust, litirnir eru brúnir, allar tegundir. Pamela Rowlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.