Morgunblaðið - 30.06.1974, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.06.1974, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JUNl 1974 Umsjón: Unnur Tomssdottir matreióslukennari VIJVUiViVAIl mánudagur Gufusoðinn fiskur með rifnum eplum og lauk, ir hrátt salat, * hrísgrjónagrautur með rúsínum. ÞRIDJUDAGUR Kjötdeig f lauk (sjá uppskrift), * hrátt salat, * karrýsúpa með hrísgrjónum (sjá uppskrift). ' MIÐVIKUDAGUR Lifrarsmásteik, * hrátt salat, * sveskju- grautur. FIMMTUDAGUR Fiskhringur með sítrónusósu, * hrátt sal- at i, karamellubúðingur með rjóma. FÖSTUDAGUR Kjöt í káli, i, hrátt salat, * rababarasúpa með tvíbökum; LAUGARDAGUR Bónda-eggjakaka (sjá uppskrift), i, hrátt salat, * skyr með kaldri rabarbarasúpu. SUNNUDAGUR Steikt kjöt með rjómasósu (sjá uppskrift), ^i, trrátt salat, * heitur ávaxtaábætir (sjá uppskrift). KJÖTDFÍG í LAUK 8—10 laukar^ * kjötdeig úr 200 g af kjöti. Laukarnir/ eru soðnir f 5 mín., þá er skorid'íok ofan af þeim og tekið innan úr þeim, Fyllið þá með kjötdeigi og leggið þunna-'sheið af fleski yfir hvern lauk, ef vill. . ' s KARRÝSPtJPA MEÐ HRÍS- GRJÓNUM 2 msk. smjör, ★ 1 dl ósoðin hrfsgjrón, * 1 laukur, * £ eþli, * 1—2 tsk. karry, * l'A 1 soð, * 1 dl. rjómi, i, örlftill jafningur, ef :með þar'f, i, salt, pipar. Smjörið er brúnað örlítið, hrísgrjónin hakkaður laukurinn, fifin eplin og karr- ýið er brúnað við hægan hita. Soðinu er bætl'út í, allt látið sjóða í 20mín. Jafnað , örlftið, ef með þarf, bragðað til með rjóma, ; kryddi og smávegis af smjöri'. J BÓNDA-EGG JAKAKA 2 soðnar kaldar kartöflur, 2 msk. saxað- •' ur laukur, * 100—150 g flesk, pylsur i, eða kjötafgangar i, EGGJAKAKA: 4—6 egg, * 4—6 msk. rjómi, * salt, pipar. Kartöflur og flesk skorið f smáa bita. Kartöflur, flesk og laukur brúnað, sett í smurt mót. Eggin hrærð saman, krydduð með salti og pipar, rjómanum er blandað saman við. Eggjablöndunni hellt yfir kart- öflu- og fleskbitana og laukinn. Bakað við meðalhita í 20—30 mín. Skreytt með sax- aðri steinselju eða graslauk. Eggjakökuna má bera fram með tómötum, sýrðum rauð- rófum eða sýrðum agúrkum. Einnig er gott að bera með henni alls konar græn- metisjafninga. Köld eggjakaka er góð ofan á brauð. HEITUR ÁVAXTAÁBÆTIR lA epli i, 1 egg, * 1 eggjarauða * VA dl rjómi, * lA msk. sykur, * 'A tsk. vanilla, * 2 eggjahvítur, i, 1 dl sykur. Ávextir ásamt sykri soðnir í mauk, maukið er látið á sigti um stund og síðan er því jafnað yfir botninn á eldföstu fati. Eggg og eggjarauður er þeytt vel saman við 1 msk. af sykri og vanillu; rjómanum er bætt í og eggjahrærunni hellt yfir ávextina. Fatið er látið ofan í steikingar- skúffuna, sem f er vatn. Ofnhiti er hafður 17°C í 15—20 mín. Eggjahvíturnar er þeyttar stífar ásamt 1 dl. af sykri. Breitt er úr snjókökudeiginu (marengsnum) yf- ir fatið í ofninum. Fatið er síðan aftur látið inn í ofninn í 20 mín. við 120°C, eða þar til snjókökudeigið er stíft. Ábætinn má bera fram heitan, volgan eða kaldan. STEIKT KJÖT MEÐ RJÓMA- SÓSU lA kg kindakjöt (læri), * reykt flesk, * salt, pipar, * 50 g smjörl., i, 2—3 dl soðió vatn, * 2 dl mjólk, * jafningur, * 20 g smjör i, sósulitur, * 1—2 dl rjómi, -t, aldinmauk. Beinið tekið úr lærinu og reynt er að ná vöðvunum sem heillegustum.Saumamá saman tvo vöðva. Beinin soðin. Fleskinu stungið inn í vöðvana og salti og pipar stráð á það. Smjörlíkið brúnað á pönn- unni. Kjötið brúnað þar í og þvf sfðan raðað í pott. Vatninu hellt á pönnuna og sfðan yfir kjötið ásamt mjólkinni. Soðið í 2—3 stundarfjórðunga. Hveitijafningnum hrært út í soðið. Sósan á að vera frekar þykk. Rétt áður en borða á, er smjörbitinn látinn út í ásamt sósulit og kryddi eftir smekk. Um leið og sósan er borin inn, er hinum stffþeytta rjóma blandað út f. Kjöt- ið er skorið í sneiðar, látið á fat, þannig að það líti út sem heilt stykki. Kartöflum og grænmeti raðað utan um. Ofurlítil sósa látin yfir kjötið. Það sem eftir er, er látið í sósuskál. Með þessu er haft sætt og súrt. Gott er að hafa hrátt salat með rjóma. Frá Olympíu- skákmótinu íNizza Olympíuskakmótinu f Nizza er nú um það bil að Ijúka og eru sovézku stórmeistararn- ir orðnir öruggir um sigur f A-flokki. Þegar sfðast fréttist höfðu Rússarnir 6H v. meira en næsta sveit. Fréttir af stöðunni f B-flokki eru heldur dræmar eins og fyrri daginn, en eftir 11 umferðir var fslenzka sveitin þar f 5—9. sæti. Mörgum bið- skákum var þó enn ólokið og gætu þær breytt myndinni nokkuð. Á Ólympfumótum koma allt- af einhverjir á ðvart og að þessu sinni voru það þrjár þjóð- ir, sem skutust óvænt upp f A-flokk: Finnar, Filipseyingar og Walesbúar. Engin þessara þriggja þjóða hefur verið talin á meðal sterkustu skákþjóða fram til þessa og á meðal þeirra sveita, sem þær skutu svo óvænt aftur fyrir sig má nefna: Póiverja, Kanadamenn, Israels-' menn, Dani og svo auðvitað sveitina frá skákeyjunni miklu f norðurhöfum. I úrslitakeppninni hefur gengið á ýmsu um frammistöðu þessara sveita. Einna lakast hafa Walesbúar staðið sig og virðast þeir næsta öruggir um neðsta sætið. Frammistaða þeirra f mótinu er hins vegar mjög góð þegar tillit er tekið til þess, að fram til þessa hafa þeir aldrei komist f B-úrslit, hvað þá meira. Finnar hafa staðið sig öllu betur og meðal annars héldu þeir jöfnu gegn júgóslav- nesku stórmeistarasveitinni: 2—2. Filipseyingar hafa marg- oft komið á óvart í einstaka keppnum og sýnt, að þeir eru öííum hættulegir. I A-úrsIitun- um nú skutu þeir ýmsum skelk í bringu með því að sigra Ung- verja, sem verið hafa í 2. sæti á tveim undanförnum Ólympíu- mótum, með 3—1. Við skulum nú lfta á eina skák frá þeirri keppni. Hvftt: G. Sax (Ungverjaland) Svart: Bordonada (Filipseyj- ar). Caro — kann vörn 1. e4 — c6, 2. c4 (Panov árásin er eitt beitt- asta vopn hvíts gegn Caro- kann vörninni). 2. —d5, 3. exd5—cxd5, 4. cxd5 ( Algengara og sennilega betra er hér 4. d4, en Sax, sem nýlega var útnefndur stór- meistari, hefur sennilega talið sig eiga í fullu tré við andstæð- inginn, hvernig sem allt velt- ist). 4. — Rf6, 5. Bb5+ (Þessi leikur hefur ósköp litla þýðingu, sennilega var betra að leika biskupnum strax til d3 eða c4). 5. — Rbd 7, (Sterkara en 5. — Bd7, sem hvítur hefði svarað með 6. Bc4). 6. Rc3 — g6, 7. d4 — Bg7, 8. d6 — e6, (Ekki 8. — exd6, 9. Bf4 og hvítur stendur betur). 9. Rf3 — 0-0, 10. 0-0 — a6, (Nú nær svartur frumkvæði með framrás peðanna á drottn- ingarvæng). 11. Be2 — b5, 12. Re5 — Bb7, 13. Bf4 — Rb6, 14. Bf3 — Rfd5, 15. Rxd5 (Þessi uppskipti létta aðeins undir með svörtum; hér kom ekki síður til álita að leika 15. Bg3). Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR 15. — Rxd5, 16. Bxd5 — Bxd5, 17. Dd2 — f6, (Auðvitað ekki 17. — Dxd6 vegna 18. Rxg6). 18. Rd3 — Ha7! (Þessi leikur hefur tvíþættan tilgang: Honum er ætlað að hamla á móti helztu stöðulegu hótun hvíts: Hfcl og sfðan Hc7, og sömuleiðis hefur hrókurinn mikilvægu hlutverki að gegna á 7. línunni, eins og sfðar kemur í ljós). 19. Hfel (Betra var 19. Hfcl!). 19,—g5, 20. Bg3—h5, 21. h4? (Hér var nauðsynlegt að leika 21. h3. Nú nær svartur óstöðvandi sókn). 21. — Bh6, 22. Bh2 — Hg7, 23. Rb4 ( Ekki er gott að segja, hvort hvítum hefur sézt yfir næsta leik svarts, en eftir t.d. 23. hxg5 — Bxg5, 24. f4 — Bh4, 25. He2 — Bf3 vinnur svartur skipta- mun). 23. — Bxg2! (Þar lá hundurinn grafinn! Nú gengur ekki 24. Kxg2 vegna 24. — gxh4+ og drottningin fellur). 24. De2 — gxh4, 25. Bg3 (25. Dxe6+ — Kh8, hefði engu breytt). 25. — Bb7, 26. Dxh5 — hxg3, 27. Dxh6— Dxd6, (Þar féll peðið góða og nú kemur svarta drottningin með í sóknina). 28. Rd3 — gxf2+ + , 29. Kxf2 — Dg3+, 30. Ke2 — Df3+, 31. Kd2 — Hg2+, og hvftur gafst upp. Áframhaldið hefði getað orðið: 32. Kc3 — Hc8+, 33. Kb4 — Hc4+, 34. Ka5 — Dc6! og mát í næsta leik. Jón Þ. Þór. — Afmæliskveðja Framhald af bls. 22 arlega unnið fyrir þvf sjálfur, sem hann er með handa á milli í dag. Verslunarsaga Jóhannesar á Rifi er snar þáttur í þeirri sögu, sem sfðar kann að vera skráð fyrir þessa byggð og hvati öðrum til bjartsýni, sönnun þess, að stund- um er það viljinn einn, sem til þarf. Ekki má ég svo við Jóhannes vin minn skilja, að þess sé ekki getið, að hann hefir ekki staðið einn í lífsbaráttunni, hann hefir um dagana gefið sér tómstundir til að lfta á og lifa með hinu fagra kyni, en hann er þríkvæntur og 7 mannvænleg börn á lífi. Hver, sem eitthvað að ráði fer að kynnast þessum höfðinglega manni, kemst fljótlega að raun um, að undir hinu hvatskeytlega og stundum hrjúfa yfirbragði blundar mildi og hlýja og djúpur skilningur á undirstöðuatriðum mennskunnar. Megir þú standa enn um mörg ár við störf þín með sæmd, eins og þú hefir gert hing- að til og við þá gæfu, sem þú hefir sjálfur þér skapað. Kristinn Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.