Morgunblaðið - 30.06.1974, Blaðsíða 1
40 SIÐUR OG LESBOK
111. tbl. 61. árg.
SUNNUDAGUR 30. JUNl 1974
Prentsmiðja Morgunhlaðsins.
Geir Hallgrímsson
formaöur Sjálfstœðisflokksins:
Á kjördegi
KJÖRDAGUR er hátíðisdagur og má aldrei
verða hversdagslegur, hvort sem kosið er á
helgidegi eða breytt til í framtíðinni og kosið
á virkum degi.
Þótt við göngum sjálfsagt að kjörborðinu í
baráttuhug, skulum við einnig vera í hátfðar-
skapi, minnug þess, að kosningarétturinn er
helgur réttur frjálsborinna manna.
Við gerum okkur ljóst, að aðeins lítill
minnihluti mannkyns nýtur þeirra mann-
réttinda og auðvelt er að glata þeim. Sú
vitneskja er okkur hvöt í senn til að vernda
kosningaréttinn og neyta hans.
Stundum er sagt, að valdið sé hjá kjósand-
anum á kjördegi, en skammt næði lýðræðið,
ef vald almennings væri bundið við kjördag
einan.
Sem betur fer er því heldur ekki svo farið.
Úrslit kosninga ráða stefnunni, sem tekin er,
og mönnum, er koma henni í framkvæmd.
En vitund stjórnenda um að eiga að standa
reikningsskil gerða sinna í næstu kosningum
og virk þátttaka kjósenda í þjóðmálum milli
kosninga getur og á að veita stjórnendum
mikilvægt aðhald og leiðbeiningu milli kjör-
daga.
Stjórnendur verða þó engu að síður að
veita forystu, vera sannfærðir um stefnu
sína og reiðubúnir að standa og falla með
henni.
Þessi kosningabarátta hefur verið snögg
og hörð, en kemur í beinu framhaldi annarr-
ar fyrir byggðakosningar, svo að mörgum
mun finnast mál að linni.
Við skulum þó minnast þess, að mörg og
mikilvæg vandamál þarf að leysa og taka
örlagaríkar ákvarðanir eftir kosningar. Þótt
hart hafi verið barizt og menn áskilji sér rétt
til að vera ósammála, einnig að kjördegi
loknum, skal þó ávallt vera efst í huga okkar
íslendinga, að okkur eru öllum sköpuð sömu
örlög. Meira og mikilvægara sameinar okkur
en skiptir skoðunum okkar.
Megi úrslit alþingiskosninganna í dag
verða þjóðinni til heilla.
Kjósum snemma:
V
í. '' t k
mm
J-
Kjörstaðir í Reykja-
vík opna klukkan 9.00
KJÖRFUNDUR vegna al-
þingiskosninganna f
Reykjavfk hefst kl. 9 ár-
degis í dag og verða þá
eilefu kjörstaðir vfðs veg-
ar um borgina opnaðir.
Kjörfundi lýkur kl. 23.00
svo sem venja er. A kjör-
skrá f Reykjavfk er nú
54.181 kjósandi, en voru
við alþingiskosningarnar
1971 50.170.
Kjörstaðir f Reykjavfk
eru sem hér segir: Álfta-
mýrarskóli, Árbæjar-
skóli, Áusturbæjarskóli,
Breiðagerðisskóli, Breið-
holtsskóli, Fellaskóii.
Langholtsskóli, Laugar-
nesskóli, Melaskóli, Mið-
bæjarskóli og Sjómanna-
skóli.
Auk þessara ellefu
kjörstaða verða kjör-
deildir á Elliheimilinu
Grund og f Hrafnistu.
Skiptingu f kjörhverfi og
kjördeildir verður hagað
með sama hætti og var f
borgarstjórnarkosning-
unum 26. maf sl.
Yfirkjörstjórn hcfur f
dag aðsetur f Áustur-
bæjarskólanum og þar
hefst talning atkvæða
strax og kjörfundi lýkur.
Minnispunktar fyrir kjós-
endur D-lista i Reykjavík
BIFREIÐAAFGREIÐSLUR
D-LISTANS
Vesturbæjar-, Miðbæjar- og Melahverfi hjá
Pétri Snæland h/f Vesturgötu 17, sími 24060
(þrjár línur).
Austurbæjar-, Hlfða- og Háaleitishverfi að
Reykjanesbraut 12, sími 20720 (fjórar línur).
Laugarnes-, Langholts-, Voga-, Heima-, Smá-
fbúða-, Bústaða-, Fossvogs- og Árbæjarhverfi í
Skeifunni 11, sími 81530 (þrjár línur).
Breiðholtshverfin að Arnarbakka 2, sfmar
84746 og 84750.
I þessum sfmum er hægt að óska eftír akstri á
kjörstað og einnig geta þeir, sem vilja aka fyrir
D-Iistann á kjördag, haft samband við þessar
skrifstofur.
ALMENNAR UPPLVSINGAR
Allar almennar upplýsingar vegna kosninganna
í dag eru gefnar á vegum D-listans f sfma 17100
(fimm línur).
UTANKJÖRSTAÐAATKVÆÐA-
GREIÐSLA OG KJÖRSKRA
Upplýsingar um utankjörstaðaatkvæðagreiðslu
og kjörskrá eru gefnar í sfmum 22489 og 26627 að
Laufásvegi 46.