Morgunblaðið - 01.09.1974, Side 7

Morgunblaðið - 01.09.1974, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1974 7 Þa8 er ekki langt síðan Miniinn varð vinsæll hér á landi, og er þaS ekki vonum fyrr, þvl að ekki hefur útlitiS breytzt mikið fremur en hjá Volkswagen 1300. Á hverju ári hafa smávægilegar betrumbætur aukið gildi hans og haldið honum I tízku. Miniinn er raunar fyrirmynd allra afturbyggðu smábllanna, sem litiS hafa dagsins Ijós sfðustu ár. Þar má nefna Fiat 127, Renault 5 o.fl. Mini er lltill og lipur, svo lltill, að sumir eru hálf smeykir við að setjast inn I hann. En þegar menn hafa vanizt að sitja svo lágt, eru fáir bllar, sem jafnast á við hann I borgarumferðinni. Hingað hefur aðallega verið flutt- ur Mini 1000, en nu eru nokkrir súper Mini komnir á göturnar, og er það Mini 1275 GT, sem tók við af hinum frægu Mini Cooper S, sem raunar voru mikið hraðskreið- ari. Vélin er að framan, fjögurra strokka, liggur þvert og drlfur framhjólin. Hún er vatnskæld, 60 bhp hestöfl og þjöppunarhlutfallið er 8,8:1. Hámarkshraðinn er um 140 km/klst og ágætt viðbragð 0—80 km/klst. 9,6 sekúndur. Bensineyðslan er um 9—10 1/100 km. Fjöðrunin er sjálfstæð á hverju hjóli. Demparar eru stifir og er blllinn nokkuð hastur, en þetta er Itka sportlegur bill og virkar ekki eins stífur, þegar hann er á sæmi- legri ferð eða fleiri eru i honum. Mini tekur þrjá farþega auk öku- manns. Þokkalega rúmgott er framm i fyrir stóra menn, en hnén verða að vera i meira lagi bogin, og ekki má vera i of stórum skóm, ef maður ætlar ekki að stiga á alla pedalana I einu. Aftur I er einnig þokkalega rúmgott fyrir tvo, en fremur lágt til lofts, sem er ekkert Hinn mikli Mini skrýtið I bíl, sem er aðeins 1,36 m hárað utanmáli og 3,17 m langur. Þessi gerð af Mini er 12 cm lengri en Mini 1000. Þyngdin er 675 kg. Beggja vegna aftursætisins eru geymsluhólf fyrir smádót. Farangursgeymslan er litil og hefur minnkað nokkuð, þar sem bensingeymirinn var stækkaður inn i hólfið. Öryggisbeltin halda manni þrælföstum við framsætin og eru einföld i meðförum eins og flest slik belti nú. Billinn er smekklegur að innan og vel frá genginn. Mælabúnaður er góður, þ. á m. er snúningshraðamælir. Mini 1275 GT er á 12 tommu stálfelgum i stað 10 áður, og hækkar það bilinn nokkuð. Á bilnum, sem hér var reyndur, er styrktarpanna undir vélinni að framan. Panna þessi er aukahlutur og i þykkasta lagi, en væntanlega verða fáanlegar þynnri pönnur innan tiðar. Mini er léttur og mjög skemmtilegur í akstri og með þessari stóru vél eru fáir, sem standast honum snúning i borgar- umferð. Hann vinnur ágætlega og liggur frábærlega, sérstaklega I beygjum, vegna framhjóladrifsins. Diskabremsur eru að framan, en skálar að aftan. Girkassinn er góð- ur og skiptingar liprar, þótt á bíl þeim, er undirritaður reyndi, væri fremur stirt að setja i fyrsta gir. Miniinn er nokkuð hávaðasamur, ef hratt er ekið. British Leyland verksmiðjumar hafa undanfarið lagt mikið i alls konar rannsóknir tH aukins örygg- is i bilum sinum i framtiðinni. Mini er þar á meðal og hér fylgir mynd af Mini (SRV 4). Mini 1275 GT er sem sagt litill og auðveldur i akstri, hraðskreið- ur, liggur mjög vel, en er nokkuð hastur. Verðið er óvisst vegna gjald- eyrisástandsins að undanförnu. Umboðið hefur P. Stefánsson hf, Hverfisgötu 103. Br. H. Til leigu á Flötunum gott raðhús með bil- geymslu. Þeir sem áhuga hafa. sendi Mbl. tilboð merkt: „7260'' fyrir 4. sept. Stúlka óskast til heimilisstarfa á islenzkt heimili i Osló í byrjun október. Upplýsingar i sima 13204. Til sölu Mercedes Benz 37 sæta fólksflutn- ingabifreið. Vél 352. Góður bill i vinnuflokkakeyrslu. Uppl. hjá Mosfellsleið h.f., simi 22300 og 33791. Til sölu Citroen DS 20 árgerð 1969. Rauður og svartur að lit. Upplýsingar i sima 34839. Vinna Bókabúð óskar eftir duglegri stúlku til afgreiðslustarfa. Tilboð með upplýsingum merkt: „Bækur og ritföng 9508", sendist afgr. Mbl. fyrir 6/9 n.k.. Seldar verða lítið gallaðar vörur af kven- og barnafatnaði, mánudag og þriðju- dag n.k. frá kl. 1 — 5. Skinfaxi h.f., Siðumúla 27. Rösk stúlka óskast i litla verzlun i miðbænum. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 4.9. '74 merkt: „Rösk 155 — 9507". Til sölu Toyota Celica ST árg. '72. Verð 640.000- Simi 86281. Ungt par óskar eftir 2ja — 3ja herb. ibúð strax i Keflavik eða Njarðvik. Uppl. í sima 91-35346. Vill ekki einhver góð kona helzt í Hvassa- leiti eða nágrenni gæta 1 Vi árs drengs frá 9 — 6. Sími 32863. Góð sérhæð ásamt stóru risi i tvibýlishúsi i Ytri-Njarðvik er til sölu. Bilskúr. Laus strax. Litið áhvilandi. Garðar Garðarsson, lögmaður, simi 1 733, Keflavik. Keflavík 3ja herb. íbúð til leigu. Upplýsingar í síma 1 586. Hjólhýsi Tilsölu nýtt hjólhýsi. Vönduð gerð. Sérlega hagstætt verð og góðir greiðsluskilmálar. Tilvalin fjár- festing. Upplýsingar næstu kvöld i sima 41737. Óskum eftir herbergi fyrir pilt utan að landi, sem fer i Vélskólann. Fæði á sama stað. Upplýsingar i sima 41 142. Til sölu Volvo F.B. 86 árg. 1971 3ja öxla. Foco sturtur. Billinn er í mjög góðu ástandi. Upplýsingasimi 21959 á kvöldin. Hafnarfjörður Ungan mann vantar vel launaða vinnu um óákveðinn tíma, helzt ákvæðisvinna. Er vanur bygginga- vinnu. Uppl. i síma 53703. Pianókennsla Byrja að kenna 1. september. Age Lorange, Laugarnesvegi 37, simi 3301 6. Af sérstökum ástæðum er til sölu JCB 3D traktorsgrafa. Vélin er árs gömul. Upplýsingar i sima 81 700. Felgur á Cortinu '73—'74 fyrirliggjandi. Svissnesk gæða- vara. Storð h.f., Ármúla 24, sími 81430. Túnþökur — Tækifæri Get útvegað ódýrar, góðar túnþök- ur næstu daga. Simi: 20856. Bifvélavirki með Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27, sími 25891. meirapróf og ökukennararéttindi, vanur boddýviðgerðum óskar eftir starfi úti á landi. Húsnæði skilyrði. Öll vinna kæmi til greina. Tilboð merkt Fjölskyldumaður 8505 sendist Mbl. sem fyrst. Bella auglýsir Skólafötin á börnin. Peysur fal/egar, ódýrar. Buxur, jakkar, úlpur frá 2ja — 6 ára. Regnfatnaður á börnin. Fallegar sængurgjafir. Al/ur ungbarnafatnaður. Prjónagarn. Póstsendum Bella, Laugaveg 99 sími 26015

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.