Morgunblaðið - 01.09.1974, Side 33

Morgunblaðið - 01.09.1974, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1974 33 BRUÐURIN SEIví HVARF Eftir Mariu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 42 við væntanleg fórnardýr yðar? Jú, takk fyrir, ég snæddi eina eiturpillu sem ég fékk hjá lækn- inum, og það dugði til að ég svaf sætt og draumlaust í alla nótt.' — Hvenær fóruð þér að sofa? — Rétt fyrir hálf eitt, býst ég við. Hefur nokkuð sérstakt gerzt? Christer svaraði ekki að bragði. — Þér létuð orð falla í gær, sagði hann seinmæltur, — sem vöktu athygli mína — um liljur og unnustu yðar. Mér leikur hugur á að vita, hvað þér áttuð við? Christer uppgötvaði sér til furðu, að hann hafði að þessu sinni hitt í mark. Ungi maöurinn, sem venjulega var sjálfsöryggið uppmálað, roðnaði og stamaði. — Ég . . . ég ... ég held ég hafi ekki meint nokkurn skapaðan hlut. Ég bara sagði si svona. — Haldið þér það liðki um mál- beinið á yður, ef ég segi, að við höfum fundið ákveðinn mann? Elskhuga Annelis ... — Elskhuga Anneli? Það kom kvíðaglampi í augu Jóakims. — Þér voruð afbrýðissamur út f hann, var það ekki? Þér trúðuð ekki, að þessi gamla ást væri úr sögunni, eins og hún vildi vera láta. . . Jóakim kreppti hendurnar, sem lágu á skrifborðinu, og róleg röddin bar vott um niðurbælda ólgu og ástríðu . . • — Ég vildi, sagði hann og hikst- aði orðunum út úr sér, — að hún segði mér eitthvað frá honum, en hún var ófáanleg til þess. Og ég varð einskis vísari. Ekki hvað hann heitir. Ekki hver þessi maður er og ekki orð um, hvað hann hafði verið henni mikils virði á sínum tfma. Ekkert! En ég neita því ekki, að ég fann að það var hann, sem hún elskaði en ekki mig. Það eina, sem ég vissi um þau, var, að hún tengdi minning- una um hann við liljublóm. Og þá fékk ég þessa hugdettu með brúðarvöndinn . . . Ég hafði þráð hana mjög heitt og óskað þess eins að ganga að eiga hana, en nú varð mér það allt í einu algert sáluhjálparatriði að hún sann- færði mig um, að hún giftist mér af fúsum og frjálsum vilja. Brúð- arvöndurinn . . . hann . . . hann var ekki aðeins tákn, heldur einnig var ég að prófa hana . . . ég vildi með þvf að velja liljur í vöndinn neyða hana til að sýna svart á hvítu, hvort hún vildi drauminn um hann — eða hvort hún vildi mig . . . Ég . . . mig grunaði ekki . . . að viðbrögð hennar yrðu vona ótvfræð . . . og endanleg. — Eg skil, sagði Christer lág- róma. — Þér voruð óheppinn. Mats Norrgárd hafði skrifað bréf, sem hún fékk f hendur daginn fyrir brúðkaupsdaginn og þar krafðist hann þess, að hún tæki ákvörðun. Blómvöndurinn yðar og þær hugrenningar, sem hann framkallaði hjá henni, léku hana f fangið á honum, ef svo má segja og hún ákvað að flýja til hans . . . Jóakim Kruse hafði staðið á fætur og gengið út að glugganum. Hann var rólegur f fasi, en rödd hans var rám, þegar hann tautaði: — Mig langar að vera einn — ef þér viljið hafa mig afsakaðan. Christer gekk þegjandi út. Hann hafði ætlað að spyrja fleiri spurninga, en þær gátu beðið. Hann hélt því næst til Larssonar verkfræðing til að fala sér upplýsinga um fjarvistar- sönnun hans. Larsson var syfju- legur i framan. — Ég tók tvær svefnpillur og svaf eins og rotaður. Ég svaf til klukkan tíu og kom of seint í vinnuna. En það var dýrðlegt að fá svona góðan nætursvefn, ég viðurkenni það. Berggren og Christer hittust í Prestgötu. Skýrsla yfirlögreglu- þjónsins var stuttorð. — Gretel og Egon tóku svefn- töflur i ásýnd hvors annars — þegar klukkuna vantaði stundar- fjórðung í tólf og hrutu síðan á sinum grænu eyrum til klukkan nfu í morgun. Dina Richardsson var ein í húsinu, en hún stað- hæfir, að hún hafi sofið. Ég trúi henni þó ekki til fullnustu og ég held þú ættir að tala við hana. Sebastian Petren heimsótti Fannyu Falkman og fór ekki frá henni fyrr en klukkan sex í morg- un. Fjörugur á gamals aldri, karlinn sá, það verð ég að segja. Þeir voru staddir skammt frá skrifstofu hins fíruga elskhuga og Christer sagði: — Við skreppum til hans. Ég á vantalað dálftið við hann. Petren opnaði sjálfur fyrir þeim. Hann kvartaði hástöfum yfir því, hversú erfitt væri að fá góðan einkaritara og sfðan vísaði hann þeim inn á viðhafnarmikla skrifstofu sfna. Hann staðfesti feimnislaust, að hann hefði verið hjá Fanny Falkman um nóttina. Hann virtist nú telja það eðlilegra að gefa upplýsingar um einkalff sitt þarna á skrifstofunni' en á lögreglustöðinni. Hann skenkti sér síðan f glas og virtist leika á alls oddi: — Jæja, sagði hann og tfsti glaðlega. — Eruð þið nú ánægðir? Ég hef játað allar mfnar syndir? — Nei, við erum ekki fullkom- lega ánægðir, sagði Christer og tónblær hans var ekki nærri eins glaðlegur og forstjórans. — Þú heldur enn leyndum vissum upplýsingum. Hvað um Anneli Hammar að gera hingað á skrifstofuna á föstudaginn. — En — hún hefur ekki stigið fæti sfnum inn fyrir dyr hér, kveinaði forstjórinn. Ég hef sagt ykkur það mörgum sinnum. — Margit hafa sagt okkur, að þeir hafa séð hana koma héðan. Hún var grátandi. Sebastian Petren baðaði út höndunum f örvæntingu. — Hvernig í herrans nafni og fjörutíu á ég að sannfæra þig um að ég segi satt. Hún hefur ekki verið hér. Ég var á fundi. — Fundi með hverjum? — Með hverjum? — Með hverjum? Ja, með Egon Ström . . . Hann getur staðfest það. — Þetta verður æ fróðlegra. Stjúpfaðir stúlkunnar og fyrrver- andi atvinnuveitandi hennar Velvakandi svarar I slma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1 30, frá mánudegi til föstudags. 0 Ný ríkisstjórn Ólafur Vigfússon, Hávallagötu 17, Reykjavfk, skrifar: „1 dag 28. ágúst tekur ný rfkis- stjórn við völdum undir forystu Geirs Hallgrímssonar, og er það : rökréttu samhengi við úrslit alþingiskosninganna 30. júní sl. Þá var vinstri stjórn óum- deilanlega hafnað. Ekki efast ég um, að við hinni nýju stjórn blasi mörg erfið viðfangsefni, og þá sérstaklega í efnahagsmálum, sem þarf strax að leysa. En það er nú svo, að það hefur oft syrt í álinn og birt upp aftur. En það er tvennt, að mínum dómi, sem leggja ber rfka áherzlu á: Einlægni í samstarfi og það, að haft sé samráð við verkalýðs- hreyfinguna, þegar um efnahags- ráðstafanir er að ræða, þvf ánægð alþýða er öllu betra en ekki. Það er lika von allra, að vel megi til takast hjá þessari rfkis- stjórn að leysa aðsteðjandi vanda og ég er viss um, að ef Geir heldur eins vel á stjórnartaumunum nú og þegar hann var borgarstjóri, er engin ástæða til að ætla annað en svo verði, — þá þarf ekkert að óttast. En eitt ber að hafa i huga: Það verður áreiðanlega reynt að gera þessari ríkisstjórn eins erfitt fyrir og mögulegt er. Það 53? SIGGA V/GGA É VLVttAH sýna skrif Alþýðubandalagsins nú upp á síðkastið. Reyndar var ekki við öðru að búast úr þeirri átt. Ég óska svo hinni nýju ríkis- stjórn alls velfarnaðar, og megi henni takast að leysa hin erfiðu viðfangsefni á fljótan og farsælan hátt. Ólafur Vigfússon." 0 Gjaldeyrissóun M. Ragnarsdóttir, Vesturbergi 78, Reykjavík, skrifar: „Velvakandi. Það er verið að tala um gjald- eyrisleysi hér, og er vafaiaust ekki ofsögum sagt af því. En af hverju fær hver sem er gjaldeyri til að skemmta sér fyrir, og af hverju er ekki athugað, að námsfólk noti raunverulega gjaldeyrisyfirfærslur til greiðslu á námskostnaði til þess, sem til er ætlazt, en ekki til húsgagna-,fata- og bílakaupa? Enn fremur: Hve mikinn gjald- eyri fékk umboðsmaður þessarar hljómsveitar — Nasareth — til yfirfærslu, eins mikill menntunarauki og er nú að slik- um hljómsveitum, eða hitt þó heldur? Ég er ung, og var á hljómleik- unum, og ég er bara hneyksluð á þvl, að þetta skuli vera flutt inn. Svo eru aðgöngumiðarnir seldir á þrisvar sinnum hærra verði en miðar að tónleikum heimsfrægra manna, sem flytja klassiska tón- list. M. Ragnarsdóttir." Það verður nú að teljast vafa- samt, að námsmenn fái svo rausnarlegar yfirfærslur, að þeir geti keypt sér bíla fyrir þær, en varla er hægt að ætlast til þess með sanngirni, að þeir gangi um klæðalausir. Kannski mætti taka þann hátt upp, sem eitt sinn tiðkaðist, að senda þeim með haust- og vorskipum vaðmálsflík- ur og heimaprjónuð sokkaplögg til að spara gjaldeyri. En að gamni slepptu, við höfum aldrei getað skilið upp eða niður í því, að hægt er að selja miða að tónleikum. innfluttra popphljóm- sveita svo miklu dýrari en miða að tónleikum annarra listamanna, sem að flestra dómi standa um- ræddum popp-kóngum framar I hvivetna. Um þetta má að sjálf- sögðu deila, en þegar miðar að popptónleikum eru langtum dýr- seldari en t.d. miðar að tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Lundúna fer nú að fara um mann. 0 Haustrigningar Það þýðir vist ekki annað en horfast i augu við staðreyndir, enda þótt margir hafi sjálfsagt reynt að slá ryki i augun á sjálf- um sér að undanförnu. Haustið er komið — haustrign- ingarnar óumflýjanlegu eru byrjaðar — og farið er að snjóa i fjöllin. Svo er lika alltaf eitthvað sér- stakt I loftinu á haustin, þannig að ekki verður deilt um nærveru þessarar árstíðar. En eflaust fer mörgum svo, að þeir þykjast ekki hafa efni á því að amast við haustinu að þessu sinni — svo gott og gjöfult hefur sumarið verið, að til hreinnar undantekningar telst. Krakkarnir eru farnir að tala um skólann, og minnstu börnin eru farin að leita að skólatöskun- um og pennaveskjunum frá þvi I vor. Velvakandi heyrði á tal tveggja um daginn. Smástrákur var að spyrja mömmu sína: „Hlökkuðu allir til að byrja I skólanum, þegar þú varst litil?“ Svarið var auðvitað játandi. Nýjungagirnin er mannfólkinu I blóð borin, — börn og fullorðnir hlakka jafnt til að byrja á nýju verki og ljúka þvi. Nú fer að verða tímabært að hefja árlega áróðursherferð hér I dálkunum um varúð í umferðinni og heilræði til barna og aðstand- enda þeirra, þar sem nú fer i hönd mesti hættutimi ársins hvað þetta snertir. Og það er bezt að byrja strax. Hvernig er með endurskins- merkin? Eru þau að koma i búðirnar, þannig að ekki verði hörgull á þeim, þegar til á að taka, eins og margsinnis hefur viljað brenna við undanfarin ár? Þetta eiga ekki að vera ónot í garð þeirra, sem hafa dreifingu endurskinsmerkja með höndum, heldur vinsamleg ábending. Vi'l'A9 MÉÍ KÆRASÍ/NW V/NU AFÍufi, AT 5í'llVA9/ E/6W/.76A Ofifi 0& V(JA y/CKOR'? — Þú þræll! Framhald af bls. 11 legt hugtak. ÞaS breytist eins og tízkan. Það sem einu sinni þótti Ijótt, er fallegt i dag. Það sem í dag þykir Ijótt, kann að vera fallegt á morgun. Ég fæ þvl ekki annað séð, að fegurðarskyn geti vel komið inn I þetta." Er skynsemin frekar markið en tilfinningarnar? „Þetta ætti að geta fylgzt að. Gyllti billinn hefur sjálf- sagt komið við tilfinningar fólks. Það hefur til dæmis orðið reitt. En ef það verður aðeins reitt. þá lokast það þvi miður, og verður ekki móttækilegt fyrir inntaki verksins." List og peningar Hvernig upplifir hún þetta sam- félag, sem er skotspónn hennar? „Ég hef það ósköp ágætt héma. En það er ekki svo auðvelt fyrir mig að tjá mlna upplifun á þessu samfélagi I orðum. Þess vegna hef ég valið þessa leið, — myndlistina". En hvernig getur listamaður lifað af verkum, sem ekki falla I kramið hjá listkaupendum? „Þetta er nú ekki enn orðið vandamál fyrir mig. En ef til þess kæmi, þá myndi ég kjósa að vinna fyrir kaupi I venju- legri vinnu um tlma og slðan vinna að myndlistinni einni. Ég er hins vegar ekki andsnúin þvl i sjálfu sér að taka við peningum fyrir verk. Slíkt yrði bundið kringumstæSum verksins sjálfs. En ég gnti ekki tekið við peningum fyrir verk, sem I eSli sfnu vnri ádeila á peninga. Þar fyrir utan er það vitaS, að hér og nú hefur enginn áhuga á aS kaupa verk af þvl tagi, sem ég fæst við. Svona hlutir eru ekki keyptir." Er þaS ekki vandamál myndlistar af þessu tagi, að hún nær ekki til þess fólks, sem inntak hennar er ætlað? „Jú, þaS er eilffðarvanda- mál", segir Ólafur Lárusson. „Ein helzta leiSin er auSvitaS að halda sýningar. En hingað á sýningar hjá SÚM kemur t.d. yfirleitt alltaf sama fólkið. ViS opnun hverrar sýningar sendum viS út allt aS 200 boðskort til opinberra aðila o.fl. Af þeim koma kannski 20 að jafnaði. Og það fólk, sem gefur sig út fyrir aS vera áhuga- fólk um myndlist, afnarar og kjafta- týpur sést alls ekki. Á sýningar, sem aS jafnaSi standa I hálfan mánuð, koma kannski um þúsund manns. „Hérna rlkir llka almenn fáfræði um myndlist", segir ÞuríSur. „Kynning og fræSsla um myndlist er stórlega vanrækt af hinu opinbera. Hingað kemur UtiS af bókmenntum um myndlist, og það litla, sem kem- ur, er keypt af myndlistarmönnum sjálfum. j kennslubókum í sögu er yfirleitt aSeins minnzt á da Vinci eSa Rafael, og I þeirri bók, sem notuS var I Menntó, var ekki fariS lengra inn I nútimamyndlist en impressinón- ismann. Þeir myndlistarmenn, sem þó var tæpt á, voru annaShvort bilaSir eða dóu úr kaffieitrun eSa fengu einhverjar slikar athuga- semdir". Gömul dilla að listamenn verði að svelta Til skamms tíma fékk SÚM engan styrk frá hinu opinbera. Nýlega hefur þó fengizt styrkur varðandi erlendar sýningar á vegum félags- skaparins. „En það nægir rétt til aS láta þetta fljóta", segir Ólafur. „Það er nú einu sinni svo, aS þaS er djöfullinn ekkert hægt aS gera án peninga. Ég fyrir mitt leyti er ekki á þvi að listamenn þurfi aS lifa sem bóhemar. Það er gömul dilla, aS listamenn þurfi að svelta til að geta gert góða hluti. En þaS er nánast útilokaS að starfa hérna sem lista- maSur nema aS lifa viS kröpp kjör. ÞaS þykir alveg sjálfsagt að veita opinbera styrki — í allt nema þaS, sem þó kemur til með aS standa eftir sem menningararfur". „En peningar hjálpa fólki ekki til aS hugsa", segir ÞuriSur. „Nú þykir sjálfsagt aS birtar séu skýrslur um einhver fræSileg eSa vísindaleg efni, án þess að þær leiSi til nokkúrs áþreifanlegs. hagnýts árangurs. En aS sýna myndir, sem ekki er unnt að hafa nein praktisk not af, þykir aSeins furSulegt uppátæki". En rof viStekinna hefSa, — eins og uppákoman á Lækjartorgi — er leiS til aS ná til fólksins meS óhefS- bundin listaverk. „Það getur aldrei orSiS aSalmarkmiSið aS rjúfa hefðina", segir ÞuriSur Fannberg. „Hins vegar er þaS ágætt vopn. Til þess að vekja fólk þarf eitthvað spennandi. En uppákoman á Lækjar- torgi dugir ekki ein til þess." Er þá von á fleirum slikum? „Það er aldrei að vita." — Á. Þ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.