Morgunblaðið - 06.09.1974, Síða 3

Morgunblaðið - 06.09.1974, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1974 3 Stærsta haustsýning FIM á Kjarvalsstöðum • HAUSTSVNING Félags fslenzkra myndlistarmanna f ár verður opnuð á laugardag á Kjarvalsstöðum og stendur f hálfan mánuð. Þetta er stærsta haustsýning FtM, sem haldin hefur verið, og er nú f fyrsta sinn sýnt f báðum sölum Kjarvalsstaða, svo og á göng- um. A blaðamannafundi hjá sýningarnefnd kom m.a. fram, að henni bárust 366 verk, en valin voru 197 verk til sýn- ingar, eftir 60 listamenn, — 39 félagsmenn og 21 utanfélags- mann. Af þeim sýna 11 mynd- listarmenn nú f fyrsta skipti á haustsýningu. A sýningunni eru málverk, höggmyndir, teikningar, graffk, myndvefn- aður, og f fyrsta sinn eru nú sýnd verk fslenzkra leikmynda- teiknara. Meirihluti verkanna er til sölu. 0 Þá hefur sýningarnefnd tekið upp þann hátt á ný að bjðða gesti þátttöku f haustsýn- ingunni. Er það að þessu sinni Louisa Matthfasdðttir, sem Iengi hefur verið búsett f Bandarfkjunum og er þar vel- þekkt. Einar Þorláksson, for- maður sýningarnefndar, sagði, að það væri ekki vansalaust hve lengi hefði dregizt að gera verkum Louisu verðug skil hér heima, svo mðtuð sem hún væri af uppruna sfnum. A haust- sýningunni er 17 myndir eftir Louisu Matthfasdðttur. Af öðrum listamönnum, sem verk eiga á sýningunni, má nefna Jóhannes Jóhannesson, Kjartan Guðjónsson, Sigurjón Ölafsson, Eirík Smith, Hring Jóhannesson, Hörð Ágústsson, Einar Þorláksson, Jóhann Ey- fells, Valtý Pétursson og Ragn- heiði Jónsdóttur Ream. Þessir taka f fyrsta sinn þátt i haust- sýningu FlM: Eyjólfur Einars- son, Kristjana Arndal, Ása Olafsdóttir, Sigrún Sverrisdótt- ir, Bjarni Ragnar Haraldsson, Frá haustsýningunni á Kjarvalsstöðum. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm). Eitt af verkum gestsins Louisa Matthfasdðttir á haustsýningunni. Hún er fædd f Reykjavfk árið 1917, en stundaði nám f Kaupmanna- höfn, Parfs og Bandarfkjunum þar sem hún hefur lengst af dvalizt. Hún hefur tekið þátt f fjölmörgum sam- og einkasýningum f Bandarfkjunum, og á þar vfða verk á söfnum. Hún sýnir t.d. reglulega f Robert Schoelkopf Galiery á Madison Avenue f New York. Sigurður Thoroddsen, Björn G. Björnsson, Birgir Engilberts, Jón Þórisson, Lárus Ingólfsson og Sigfús Halldórsson. Leikmyndasýningin, sem nu er í fyrsta sinn á haustsýningu FÍM, er svo til óbreytt frá þeirri sýningu, sem islenzkir leikmyndateiknarar voru með á norrænni leikmyndasýningu í Álaborg í maí og júní sl. og eru þar bæði líkön af leikmyndum og ljósmyndir af þeim. Þátttak- endur eru Lárus Ingólfsson, Sigfús Halldórsson, Magnús Pálsson, Steinþór Sigurðsson, Gunnar Bjarnason, Björn G. Björnsson, Snorri Sveinn Friðriksson, Jón Þórisson, Birg- ir Engilberts og Sigurjón Jóhannsson. I sýningarnefnd FlM eiga sæti Einar Þorláksson, for- maður, Guðmundur Benedikts- son, Hallsteinn Sigurðsson, Hringur Jóhannesson, Leifur Breiðfjörð, Ragnheiður Jóns- dóttir Ream, Sigurjón Ólafsson og Svavar Guðnason. Vara- menn voru Hrólfur Sigurðsson og Steinþór Sigurðsson. Björg- vin Sigurgeir Haraldsson sá um sýningarskrá. Sýningin á Kjarvalsstöðum verður opin 7.—21. september frá 4—10 virka daga, en 2—10 um helgar. Á mánudögum er hins vegar lokað. Sumarauki í sálina Fjáröflun til lamaðra Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra starfar ðtrauð að þvf að styrkja æfingastöð fé- lagsins á Háaleitisbraut 16 og starfsemina f Reykjadal og hefur uppi ýmiskonar fjáröflunarstarf- semi f þvf skyni. Nú er t.d. aflað fjár til styrkja fyrir sjúkraþjálf- ara, sem alltaf er skortur á vegna endurhæfingar fatlaðra og eru tveir sjúkraþjálfarar og iðju- þjáifari f námi með styrk frá kvennadeildinni. A sunnudaginn verður efnt til fjáröflunar í þessu skyni með kaffisölu í Sigtúni við Suður- landsbraut kl. 2 og þá jafnframt miðað við, að þeim, sem koma af kappleik á Laugardalsvelli, gefist kostur á að hlýja sér á kaffisopa. Jafnframt kaffisölunni verður ýmislegt gert til skemmtunar, hljómsveit Hauks Morthens spil- ar, tízkusýning verður með sýn- ingarstúlkum frá Pálfnu Jón- mundsdóttur, Ómar Ragnarsson skemmtir og Magnús Ingimarsson leikur, þjóðdansafélagið dansar og spilað verður bingó. Verðlaun eru ferð með Utsýn til Costa del Sol. Jóninna Þorfinnsdóttir, for- maður kvennadeildarinnar, kvaðst vilja hvetja fólk til að sækja þessa skemmtun og fá sér um leið sumarauka i sálina, bæði með því að styrkja gott málefni og ef heppnin er með, þá siðar á Spáni. Fatlaðir þurfa endurhæfingu. Guðmundur Axelsson eigandi Klausturhóla og Sigríður Guðmundsdóttir afgreiðslustúlka við eina af myndunum á sýningunni. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Nýr sýningarsalur á fjöl- f arnasta götuhorni landsins OPNAÐUR hefur verið nýr sýn- ingarsalur á fjölfarnasta götu- horni landsins, horni Austur- strætis og Lækjargötu. Það er verzlunin Klausturhólar, Lækjar- götu 2, sem hefur látið innrétta 50 fermetra sal á annarri hæð hússins. Verður salurinn f fram- tfðinni leigður fyrir sýningar. Verzlunin Klausturhólar verzl- ar með listmuni, mynt og gamlar bækur. Knútur Bruun stofnaði verzlunina, en núverandi eigandi er Guðmundur Axelsson. Hann sýndi blaðamanni Mbl. hinn nýja sal i gær, sem er mjög vist- legur. Nú hanga þar uppi verk eftir ýmsa listmálara, og eru þau öll til sölu. Verða verkin uppi til næstu mánaðamóta, en þá mun franskur listmálari sýna verk sín þarna, Robert Clerc, og seinni hluta október sýnir íslenzkur listamaður, Elí Gunnarsson. Á þessum stað var áður lítill sýn- ingarsalur, en þetta nýja húsnæði er mun stærra og vandaðra. Þeir, sem ætla í sýningarsalinn, ganga í gegnum verzlunina, sem er á götuhæð. Þar er einnig að finna margt góðra muna. Má nefna Þorláksbibliu prentaða á Hólum 1644, og kostar hún 350 þúsund krónur. Einnig gat Guð- mundur þess, að hann hefði kaup- anda að góðri Guðbrandsbibliu fyrir 500 þúsund krónur. Leikrit Agnars sýnt á Norðurlöndunum I VETUR munu sjónvarpsstöðvar á Norðurlöndum taka til sýningar leikrit Agnars Þórðarsonar, 65. grein lögreglusamþykktarinnar. Leikritið tók fslenzka sjónvarpið upp á s.I. vetri og hefur það verið sýnt hér. Ákvörðun um þelta var tekin á sameiginlegum fundi norrænu sjónvarpsstöðvanna um leiklistar- mál í siðustu viku, en fund þenn- an sat Jón Þórarinsson dagskrár- stjóri fyrir hönd íslenska sjón- varpsins. Jón tryggði sjónvarpinu mörg mjög góð verk frá hinum Norðurlöndunum, sem væntan- lega verða tekin til sýninga í vet- ur. Má m.a. nefna 3V5 klukku- stundar leikrit frá norska sjón- varpinu um norska málarínn Edvard Munk, en þvi stjórnaði hinn þekkti brezki leikstjóri Peter Watkins. Leikritið verður sýnt i tvennu lagi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.