Morgunblaðið - 06.09.1974, Síða 5

Morgunblaðið - 06.09.1974, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1974 Islenzku keppenaurnir æfa sig fyrir norðuriandamótið. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Heimsmeistarinn hefur aldrei veitt fisk á stöng UM NÆSTU helgi verður háð hér f Reykjavfk norðurlandamót f köstum á stöng. Þátttakcndur eru um 40 talsins, frá öllum Norður- löndunum, þar af 6 frá Islandi. Margir þeirra sem kastfþróttina stunda koma ekkert nálægt stang- veiðum, og eru dæmi til þess að jafnvel heimsmeistarar f grein- inni hafi aldrei veitt fisk á stöng. Kastíþróttin er ekki mikið þekkt hér á landi enda stunduð af mjög takmörkuðum hóp, en nýtur aukinna vinsælda f Evrópu. Er nú nýverið afstaðið heimsmeistara- mót er haldið var i Austur-Þýzka landi, en þar fengu Norðurlanda- þjóðirnar 3 meistara og mæta þeir allir nú til keppni og mun það ekki hafa skeð fyrr, að þrír heims- meistarar keppi hér á landi í sama móti. Keppt er alls í 11 greinum: hittiköstum og lengdarköstum svo og í tveim flokkum, þ.e. yngri og eldri flokk. Mótið verður sett á Laugardals- vellinum kl. 8 á laugardags- morgni, en hefst á túninu milli Miklubrautar og Suðurlands- brautar kl. 9 stundvíslega. Keppt verður þá í hittiköstum og lengd- arköstum með flugu og lóðum. Á sunnudag hefst keppni á sama stað kl. 9 og þá í lengdarköstum, en eftir hádegi fer keppnin fram á athafnasvæði KR við Kapla- skjólsveg og þá einungis keppt 1 hittiköstum. Það skal fram tekið að Kast- klúbbur Reykjavíkur, er meðlim- ur 1 Í.S.I. og er mót þetta haldið á þess vegum. Kastklúbburinn hef- ur um árabil tekið þátt í heims- meistaramótum og Norðurlanda- mótum og hafa þátttakendur stað- ið sig með ágætum. Má t.d. nefna að Astvaldur Jónsson var annar besti Norðurlandabúinn í tveggja handa fluguköstum á heimsmeist aramóti Áugsburg 1972. 483 fórust í bílslysum New York, 3. september. AP. 483 BIÐU bana í umferðarslysum á þjóðvegum í Bandaríkjunum um helgina og 1 gær sem var frídagur verkamanna (Labor Day). Því var spáð fyrir helgina að 450—550 mundu týna lífi, en kuldar og rigningar hafa ef tíl vill dregið úr slysum. Eins fáum umferðarslysum um þessa helgi hefur ekki verið spáð og var ástæðan sögð nýr hámarks- hraði sem er 55 mílur. 1 fyrra biðu 559 bana í slysum um þessa helgi. Mest hafa dauða- slysin orðið 688 um þessa helgi árið 1968.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.