Morgunblaðið - 06.09.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.09.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1974 1 i * Ný sending af þessum vinsælu skóm tekin upp í dag. Stærðir 35 - 41. GEísiPI Frúarleikfimi Innritun stendur yfir þessa viku. Júdódeild Ármanns, Ármúla 32, sími 83295. SERVIS Höfum tekið að okkur söluumboð fyrir SERVIS þvottavélar og þurrkara frá Englandi. Opið til kl. 10. Yörumarkaðurinniif. ÁRMÚLA 1A, SÍMI 86112, REYKJAVÍK. Til sölu Land Rover benzín árgerð 1 970. Bílaleigan Ekill, Brautarholti 4, símar 28340, 37199. Frá Listdansskóla Þjóðleikhússins Nokkrir nýir nemendur verða teknir í skólann í vetur. Inntökupróf verður laugard. 7. sept. kl. 5.00 í æfingarsal leikhússins, gengið inn frá austurhlið. Æskilegt er að umsækjendur séu ekki yngri en 9 ára og hafi með sér æfingarföt og stundar- töflu. Eldri nemendur komi til skársetningar sem hér segir: Yngri flokkar kl. 4.00 Eldri flokkar kl. 4.30 Kennsla hefst mánudaginn 30. sept. Reykjavík — Grindavík Hverju geturðu tapað? Gerum ráð fyrir þvi, að þú sért að hugsa um að taka þátt í DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐINU. — Hverju geturðu tapað? IMokkrum sjónvarpskvöldum, spilakvöldum eða saumaklúbbum. Kvíða við það, að standa upp og segja nokkur orð. Efa um hæfileika þína til að taka virkan þátt í lífsgæðakapphlaupi nútímans. Þú gætir einnig tapað Vantrú þinni, að ná því markmiði, sem þú hefur sett þér. Vana þinum, að biða með ákvarðanir, Ahyggjum og kvíða Þú vilt áreiðanlega tapa Möguleikanum að vera „múraður" inni i núverandi launaflokki. Tækrfærinu að vera viss um að hreyfast ekki í starfi um aldur og ævi. OKKAR ráðlegging er því: Taktu þátt í DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐ- INU. Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt Innritun og upplýsingar í síma 82411 í Njarðvík — Arndís Tómasdóttir í síma 1 745 f Grindavik — Tómas Tómasson í sima 8389 Verð til viðtals föstudaginn 6. sept. kl. 6—8 í Félagsheimilinu Festi. Stjórnunarskólinn Konráð Adolphsson. m^ammammJ Pólýfón- kórinn flytur Messías NÆSTA stórverkefni Pólýfón- kórsins verður óratorfan Messfas eftir Hándel, sem verður flutt um næstu pðska. Munu æfingar hefjast f næsta mánuði, en verkið verður flutt f upprunalegum búningi ð ensku. Messfas Hándels er eitt af fegurstu tónverkum sinnar teg- undar, eins og segir f frétt frá stjórn Pólýfónkórsins, og tvfmælaiaust það vinsælasta. Verkið hefur þrisvar sinnum áð- ur verið flutt hér á landi, sfðast f fyrra undir stjórn dr. Róberts Abrahams Ottóssonar. Erlendis hefur ekkert stórverk fyrir kór og hljómsveit verið flutt jafn oft, einkum þó f Bretlandi, þar sem sérstök hefð ríkir um flutning verksins, enda er talið, að óratorían hafi haft meiri áhrif á tónlistarsmekk og þróun tón- listarlífs þar í landi en nokkur önnur tónlist. Sumir einsöngvaranna veröa úr hópi kunnustu söngvara Breta. Um 100—150 manns verða í kórnum þegar Messfas veröur fluttur, en Pólýfónkórinn hefur á undanförnum árum helgað sig stórverkum Jóhanns Sebastians Bach og flutti Jólaóratoríuna mörgum sinnum. Þá frumflutti kórinn Mattheusarpassfuna og H- moll messuna og Jóhannesarpass- iuna f heild sl. vor. Uppistaða hljómsveitarinnar verður hin nýstofnaóa Kammer- sveit Reykjavíkur en hún er að mestu skipuð sömu hljóðfæraleik- urum og tóku þátt f flutningi kórsins á áðurnefndum verkum Bachs. Raddþjálfarar Pólýfónkórsins eru auk söngstjórnas, Ingólfs Guðbrandssonar, þau Elísabet Erlingsdóttir, Ruth L. Magnússon og Friðbjörn G. Jónsson. Hljðmplata og körskóli Pólýfónkórinn hefur farið margar söngferðir til útlanda við góðan orðstír og m.a. sungið inn á stóra hljómplötu RCA fyrir alþjóöamarkað. Síðast kom kórinn fram á þjóðhátíð í Reykja- vík og flutti íslenzk þjóðlög, sem í ráði er aö hljóðrita til útgáfu á næstunni. Auk kórstarfseminnar rekur Pólýfónkórinn fjölmennan söng- skóla, þar sem fólki gefst kostur á að læra undirstöðuatriði tónlistar, nótnalestur, rétta öndun og beit- ingu raddarinnar. Hefur sú starf- semi bætt úr brýnni þörf og notið mikilla vinsælda, enda árangur ágætur, því að margir nemendur kórskólans eru nú starfandi félag- ar f Pólýfónkórnum og öðrum kór- um borgarinnar. Kórskólinn tek- ur til starfa í lok september, og er innritun þegar hafin f síma 26611. Hassí tanknum Genúa, 3. september. Reuter. STARFSMENN ftölsku eitur- lyfjalögreglunnar hafa fundið 50 kfló af hassi f bensfngeymi Mercedes-bifreiðar sem var stolið fyrir rúmu ári í Frankfurt f Vest- ur-Þýzkalandi. Lögreglan telur að fyrir hassið hefðu fengizt 35 milljón lfrur á svörtum markaði. Bfllinn kom til Genúa fyrir rúmum mánuði með sovézku skipi og lögreglan beið eftir þvf að einhver kæmi að sækja hann. Hassið fannst f sérstöku hólfi f bensfngeyminum og var vafið inn f gömul afghönsk dagblöð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.