Morgunblaðið - 06.09.1974, Page 31

Morgunblaðið - 06.09.1974, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1974 31 Arangurinn mikilsverðastur SJALFSAGT hafa margir orð ið undrandi er stjórn Knatt spyrnusambands tslands til- kynnti val sitt á fslenzka lands- liðinu sem mætir Belgfumönn- um f landsleik á Laugardals- vellinum n.k. sunnudag. Að vfsu hefur það ævinlega verið svo, að skiptar skoðanir hafa verið á vaii lslandsliðsins, enda mætti fyrr vera ef fiatneskjan væri sifk, að ekki kæmu til greina nema örfáir menn þegar liðið er valíð. Lansliðsnefnd KSÍ tók þann kostinn við val landsliðsins að þessu sinni að gera mjög litlar breytingar á þvf frá landsleikn- um við Finna á dögunum, enda verður slíkt að teljast eðlilegt, þar sem landsliðsnefndin virð- ist vera í sjöunda himni vegna úrslita þess leiks. Lið þetta, að mestu óbreytt, sigraði einnig i landsleik við Færeyinga fyrr f sumar 3:2, og þótti víst mörgum sá sigur í minna lagi, ef litið er til þess að fyrir röskum áratug vann B-landslið tslands Færey- inga 10:0, og hefði ugglaust getað bætt um betur ef mikill vilji hefði verið fyrir hendi. Ut af fyrir sig er ef til vill ástæðulaust á gagnrýna val landsliðsins mikið að þessu sinni. Það er skipað ágætum leikmönnum, sem hafa alla burði til þess að gera Belgíu'- mönnunum lífið leitt I lands- leiknum, og verður að vona að svo verði. Hins vegar er það skoðun undirritaðs að unnt hefði verið að tefla fram sterk- ara liði að þessu sinni, og eins er erfitt að sjá af vali landsliðs- ins hvernig liðsuppstilling þess er fyrirhuguð. Samkvæmt vali þess ættu t.d. að vera i því tveir hægri bakverðir, einn miðvörð- ur, en a.m.k. f jórir tengiliðir. Sú ákvörðun landsliðsnefnd- ar sem vekur örugglega hvað mesta furðu, er að velja ekki Karl Þórðarson, Akurnesing í liðið, og mætti ætla að lands- liðsnefndarmenn hefðu horft eitthvað takmarkað á leiki Akranesliðsins í sumar. Það er borið á borð að Karl hafi ekki líkamsstyrk til þess að leika landsleiki, en hafi landsliðs- nefndarmenn fylgst með hon- um, hefðu þeir sjálfsagt sjálfir séð hversu grátt hann hefur oft leikið suma okkar beztu varnar- leikmenn f sumar, m.a. lands- liðskandidatana í pressuleikn- um á dögunum, — oft í sam- vinnu við þann leikmann lA sem nú fékk náð fyrir augum nefndarmanna, Björn Lárus- son. Þá hafa nefndarmenn sennilega ekki tekið eftir því hversu Jón Gunnlaugsson hef- ur komið vel út sem miðvörður hjá Skagaliðinu í sumar. Ég hygg, að flestir séu ósammála nefndarmönnum um að Jón eigi ekki heima í landsliðinu — sé ekki einn af fimmtán beztu knattspyrnumönnum okkar um þessar mundir. Þannig mætti reyndar áfram upp telja og nefna fleiri dæmi um það, að dómi undirritaðs, að landsliðs- nefndarmenn hafi sýnt óná- kvæmni. En allt um það. Landsliðið hefur verið valið og í leiknum á sunnudaginn verða leikmenn þess fulltrúar allra íslenzkra knattspyrnumanna. Og að þessu sinni verða það ekki að- eins íslenzk augu sem með þeim fylgjast. Leikurinn er lið- ur í Evrópubikarkeppni lands- Iiða, og því fylgst með honum um alla Evrópu. Það er þvf mik- ils um vert að landsliðið standi sig vel í þessum leik, og nái fram hagstæðari úrslitum, en hingað til hafa fengist í lands- leikjum við Belgíumenn. Stjl. HÓPFERÐ FRAM HLSPÁNAR FRAMARAR hafa nú ákveðið að efna til hópferðár á leik sinn við Real Madrid á Spáni, og hefur ferð þessi þegar verið skipulögð. Að sögn Hilmars Svavarssonar, formanns knattspyrnudeildar Fram, verður farið til Spánar 30. september n.k. og þá flogið beint Norðmenn sigruðu NOREGUR sigraði Norður-Irland f landsleik f knattspyrnu sem fram fór á Ullevaal-leikvanginum f Osló f fyrrakvöld með tveimur mörkum gegn engu. Höfðu lrarn- ir 1—0 forystu f hálfleik, en f seinni hálfleik skoraði Tom Lund tvfvegis fyrir Norðmenn, sem áttu meira f leiknum frá upphafi. Leikur þessi var liður f Evrópu- bikarkeppni landsliða. Komu ósigraðir ANNAR flokkur Fram er nýkominn úr keppnisferð til Dan- merkur. Léku Framarar fjóra Jeiki við jafnaldra sfna ytra og var árangur piltanna mjög góður. í fyrsta leik sfnum léku þeir við Roskilde og sigruðu 3:0, síðan var keppt við Karlundaborg og sigraði Fram f þeim leik 6:0. Þriðji leikurinn var við Herlev og þann leik vann Fram 2:0. Síðasti leikurinn á Danmerkurferðinni var svo við AB, sem er Dan- merkurmeistari í þessum aldurs- flokki. Lauk þeim leik með jafn- tefli 2:2. til Madrid og dvalið þar fram til 2. október. Fer leikur Fram við Real Madrid fram 1. október og verður þeim, er þess æskja, útvegaðir miðar á leikinn. 2. október verður svo haldið frá Madrid til Torri- molinos og dvalið þar til 10. október. Fram hefur samið við Ferða- skrifstofuna Sunnu um ferð þessa og þangað ber þeim, sem áhuga hafa á ferðinni, að snúa sér. Sagði Hilmar, að áherzla hefði verið lögð á að hafa ferðina sem ódýr- asta, þannig að mönnum gæfist þarna kostur á góðum sumarauka, auk leiksins f Madrid. Langstökk Sovétríkin hlutu gullverðlaun í langstökkskeppni Evrópu- meistaramótsins í gær. Það var Podluzhni sem bar sigur úr být- um með 8,12 metra stökki, sem hann náði snemma í keppninni. Langstökkskeppnin þótti annars fremur sviplítil — þar réðust úr- slitin tiltölulega snemma, og fátt óvænt gerðist annað en það að bronsmaðurinn frá sfðustu Olympíuleikum, VesturÞjóðverj- inn, Hans Baumgartner, náði ekki að ógna sigurvegaranum og varð að lokum að sætta sig við fjórða sætið. Úrslitin urðu: V. Podluzhni, Sovétr. 8,12 N. Stekic, Júgósl. 8,05 E. Shubin, Sovétr. 7,98 H. Baumgartner, V-Þýzkal. 7,93 R. Bernhard, Sviss 7,91 W. Lauterbach, A-Þýzkal. 7,87 M. Klauss, A-Þýzkal. 7,73 T. Lepik, Sovétr. 7,73 A. Lerwill, Bretl. 7,68 J. Rousseau, Frakkl. 7,58 R. Blanquer, Spáni 7,38 F. Wartenberg, A-Þýzkal. 7,25 19 metra kast Hreins var dæmt ógilt — Stefán Hallgrfmsson virðist nú vera f mjög góðu formi og hyggur gott til tugþrautarkeppn- innar, sem byrjar f dag, sagði Sigurður Björnsson, fararstjóri fslenzku frjálsfþróttamannanna á Evrópumeistaramótinu f Róm, f viðtali við Morgunblaðið f gær. Sigurður sagði, að Stefán hefði verið að búa sig undir þrautina frá þvf að hann kom til Rómar, og hefði hann á æfingunum glögg- lega sýnt það, að hann væri vel upplagður, t.d. hefði hann kastað kúlunni margsinnis yfir 14 metra. — Það varð að ráði, að Stefán hætti við þátttöku f 400 metra grindahlaupinu til þess að geta einbeitt sér betur að tug- þrautinni, sagði Sigurður. Sigurður sagði ennfremur, að Hreinn Halldórsson hefði verið óheppinn f kúluvarpinu. f fyrsta kasti sfnu kastaði hann 18,04 metra. Annað kast hans var mjög vel heppnað og kúlan flaug röska 19 metra, en lenti hins vegar nokkrum millimetrum fyrir utan kastgeirann og strangir dómarar dæmdu þetta kast ógilt. 1 sfðustu umferð kastaði Hreinn svo 18,28 metra, og varð hann 16. af þeim 20 keppendum, sem voru í kúlu- varpinu. Komust 13 f úrsiit og var það Ólympfumeistarinn Komar frá Póllandi, sem kastaði lengst, 20,00 metra. Sigurður sagði, að það mál, sem efst væri á baugi á vettvangi Evrópumeistaramótsins nú, væri sú ákvörðun sóvézka spretthlaup- arans Borzov að keppa ekki f 200 metra hlaupinu. Hefðu Sovét- menn tilkynnt þess ákvörðun hans of seint og væru þvf lfkur á að hlaupakóngurinn yrði dæmdur f bann og fengi ekki að keppa f 4x 100 metra boðhlaupinu. Um kringlukastskeppnina sagði Sigurður: — Eg er viss um, VESTUR-Þýzkaland sigraði Sviss 2—1 f leik liðanna í Evrópubikar- keppni landsliða í knattspyrnu, sem fram fór í Basel í fyrrakvöld. Hollendingar unnu yfirburða- sigur yfir Svíum f Stokkhólmi, 5—1 og voru það stjörnurnar Gruyff og Nesskens sem voru að þar var Erlendur fjarri góðu gamni. Hann hefði átt alla mögu- leika á að standa sig vel þar, og sigurvegarinn kastaði t.d. 1 metra styttra en tslandsmet Erlends er. Þetta var gffuriega skemmtileg keppni og úrslitin komu á óvart. Eftir keppnina lýsti Ólympfu- meistarinn Danek yfir því, að þetta yrði hans sfðasta stórmót: „Að fæturnir væru búnir og höfuðið farið að láta sig lfka,“ eins og hann orðaði það. Sígurður sagði, að aðstæður f Róm væru mjög góðar, og veðrátt- an hefði einnig verið góð, hiti hæfilegur eða um 20 stig og logn. mennirnir á bak við sigurinn, og færði samvinna þeirra liðinu þrjú mörk. Pólverjar, sem hlutu þriðja sæt- ið i heimsmeistarakeppninni, töp- uðu hins vegar leik sínum við A-Þjóðverja 1—3, en sá leikur fór fram f Varsjá. EVRÓPUBIKARKEPPNIN M r JL li. TiHT 1 WTl 1....I..I.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.