Morgunblaðið - 29.10.1974, Side 4

Morgunblaðið - 29.10.1974, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÖBER 1974 Fa jl Itít.A Isl lf. t A Íí lA it " 22-0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BILALEIGA f CAR RENTAL 21190 21188 Hópferöabílar Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—50 farþega bílar. KJARTAN INGIMARSSON Sími 86155 og 32716. DOT5Un I0DR-UUJ- BROIUO l/TVARP OC STEREO í ÓU.UM BILUM Bílaleigan ÆÐI Simi 13009 Kvöldsimi 83389 Úr og klukkur hjá fagmanninum. SERVERSLUN MEÐ SVÍNAKJÖT SÍLD & FISKUR Berqstaiaslræti 37 sími 24447 Hvað verður um æskulýðsfélögin? Á flokksþingi Framsóknar- flokksins, sem haldið verður I næsta mánuði verður m.a. f jall- að um breytingar á lögum flokksins. Á sfðasta fiokksþingi Framsóknarflokksins, sem haldið var í mars 1971 kom fram nokkur gagnrýni á skipu- lag og lög flokksins. Samkvæmt lögum Framsðknarfiokksins eru helstu forystumenn hans ekki kjörnir á flokksþinginu sjálfu. Fulltrúar þar velja þvf ekki formann og varaformann eða aðra stjórnendur flokksins. Kjör þessara manna fer fram í miðstjórn, en flokksþingið kýs hluta hennar. Það var m.a. þetta fyrirkomulag, sem ungir framsóknarmenn gagnrýndu á sfðasta flokksþingi. Einn af for- ystumönnum þeirra lét þá þau orð falla, að Framsóknarflokk- urinn gæti ýmislegt lært af Sjálfstæðisflokknum um lýð- ræðisleg vinnubrögð. 1 framhaldi af umræðum á sfðasta flokksþingi um þessi efni mun nú vera ráðgert að f jaila um endurskoðun á lögum flokksins. Eins og alkunna er, hafa flestir þeirra ungu manna, er settu svip á Framsóknar- flokkinn fyrir þremur árum, gengið úr flokknum. Á sl. vori gengu Möðruvallamenn til liðs við Samtök frjálslyndra og vinstri manna, eftir að hafa verið upp á kant við forystu flokksins um árabil. Yfir eitt- hundrað andstæðingar Möðru- vallamanna innan raða ungra framsóknarmanna gengu einnig úr flokknum sl. vor. Þessi klofningur hefur af eðli- legum ástæðum valdið Fram- sóknarflokknum nokkrum erfiðleikum og þá sérstaklega forystumönnum hans. Eftirmál Möðruvallamanna 1 sambandi við fyrirhugaða endurskoðun á lögum flokksins mun Ólafur Jóhannesson hafa hugleitt ráð til þess að koma I veg fyrir, að nýr ktofningshóp- ur gæti vaxið upp innan skipu- Iagsreglna flokksins. Mun hann hafa lagt til, að samtök ungra framsóknarmanna yrðu lögð niður f þvf formi, sem þau hafa verið til þessa. Hugmynd mun m.a. hafa komið upp um, að stofna þess f stað sérstaka æskulýðsnefnd Ifkt eins og á sér stað I Álþýðubandalaginu. Jafnframt mun hafa verið rætt um að tryggja ungum mönnum ákveðið hlutfall I einstökum valdastofnunum flokksins. Þessar tillögur munu þó hafa mætt andstöðu margra ungra manna, sem fram til þessa hafa stutt Ólaf Jóhannesson en þeir eygja nú möguleika á að komast til áhrifa f þessum sam- tökum, eftir að Möðruvalla- menn eru hlaupnir á brott. Þó að margir ungir menn hafi sagt skilið við Framsókn- arflokkinn að undanförnu, hef- ur hitt lfka gerst, að menn hafi gengið til liðs við hann. Ungur maður, sem gekk f Framsóknar- flokkinn eigi alls fyrir löngu, eftir að að hafa verið áður f Æskulýðsfylkingunni, Sósfal- istaf lokknum, Alþýðubanda- laginu og Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna, skrifar grein f Tfmann sl. sunnudag, þar sem hann f jallar um hlutverk ungmennafélaga f stjórnmálaflokkunum. Hann segir m.a.: „Af ýmsum ástæð- um eru þessi mál nú mjög ofar- lega á baugi, enda stendur mönnum stuggur af þvf kyn- slóðabili, sem orðið er. Þessi efni verður þvf að ræða af fullri einlægni og reyna að finna þær lausnir, sem flestir geta sætt sig við, og eru f senn ekki svo skorðaðar að nauðsyn- legur sveigjanleiki og frjáls- ræði verði fyrir borð borin.“ Ánnars staðar f greininni segir sami maður: „Nú virðast mál standa þannig, að annars vegar fullnægja æskulýðssam- böndin ekki þörf samfélagsins á sögulegu samhengi og tengsl- um kynslóðanna og hins vegar veita þau ungu fólki ekki þann starfsvettvang þar sem unnið verði af fullri alvöru and- spænis fullri ábyrgð.... Það er þó hreint ekki einfalt mál að leggja niður samtök, sem þegar starfa af fullum þrótti og áhuga.“ Þetta er aðeins eitt dæmi um þær umræður, sem nú fara fram innan Framsóknarflokks- ins um þessi efni, eftir að Möðruvallahreyfingin er hlaupin á brott. Orlofsheimilin stærsta átakið Iðja, félag verksmiðjufólks, átti 40 ára afmæli 17. október sl. Afmælisins var minnst á margvfslegan hátt. Gefið var út sérstakt afmælisblað og þrfr fyrrverandi formenn félagsins og fyrrverandi formaður Iðju f Hafnarfirði voru sæmdir gull- merki Iðju, þeir Björn Bjarna- son, Pétur Lárusson, Guðjón Sigurðsson og Magnús Guðjóns- son. Núverandi formaður Iðju er Runólfur Pétursson. I sam- tali þvf, sem hér fer á eftir segir hann frá stofnun félags- ins og helstu verkefnum þess um þessar mundir. — Aðspurður um aðdragand- ann að stofnun Iðju segir Runólfur: — Iðja, félag verksmiðju- fólks, var stofnað 17. október 1934. Stofnfundurinn var hald- inn að Hótel Heklu, sem þá var. Helstu hvatamenn að stofnun félagsins voru þeir Björn Bjarnason, Jón Sigurðsson, þá- verandi erindreki Alþýðusam- bandsins, og Sigfús Sigur- hjartarson. Þeir boðuðu til stofnfundarins og tii hans komu 34 iðnverkamenn. — Hvaða aðstæður knúðu á um stofnun stéttarfélags iðn- verkafólks á þessum tíma? Runólfur svarar því: — Sennilega hefur ein meginástæða fyrir stofnun Iðju verið sú, að árið áður eða 1933 stofnuðu iðnrekendur með sér félag, Félag íslenskra iðnrek- enda, sem enn starfar. Hitt mun einnig hafa ráðið miklu, segir Runólfur, að á þessum tima var mikill launamismunur milli kynja og eins milli ein- stakra verksmiðja. Einkum voru það starfsmenn smjör- líkisgerðanna, sem höfðu betri laun en aðrir iðnverkamenn. Annars mun uppátæki tveggja stúlkna einnig hafa ráðið nokkru um að menn töldu nauðsynlegt að stofna stéttar- félag iðnverkafólks. Þannig var mál með vexti, að tvær stúlkur, sem unnu á saumastofu hér í borginni, freistuðu þess að stofna vinnustaðarfélag. Þessi tilraun stúlknanna dró hins vegar dilk á eftir sér, því að fyrir vikið voru þær báðar reknar úr vinnunni. Önnur þeirra, Vilborg Sigurðardóttir, er nú formaður verkakvenna- félagsins í Vestmannaeyjum. Núverandi stjórn Iðju: Herberg Kristjánsson, Magnús Guðjónsson, Guðmundur G. Guðmundsson, Gunnlaugur Einarsson, Guðmundur Þ. Jónsson, Runólfur Pétursson, Bjarni Jakobsson, María Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Klara Georgsdóttir. Á myndina vantar Steina Sævar Þorsteínsson. Segir Runólfur Pétursson, formaður Iðju, félags verk- smiðjufólks — Runólfur Pétursson kom fyrst inn I stjórn Iðju 1964; árið 1966 varð hann ritari félagsins og gjaldkeri 1968, og árið 1970 varð hann formaður. Aðspurð- ur um afskipti sín af félagsmál- um í Iðju segir Runólfur: — Ég byrjaði iðnverkastörf í ísaga árið 1963. Ári síðar var ég kjörinn í trúnaðarmannaráð félagsins. Eitt stærsta verkefn- ið, sem ég hef unnið að, eftir að ég tók við formennsku f félag- inu, var stofnun landssam- bands iðnverkafólks. Undir- búningur þess máls hafði lengi verið á döfinni. En sambandið var loks stofnað fyrri hluta árs 1973. Þá má geta um samein- ingu Iðju I Hafnarfirði og Iðju í Reykjavík. Iðja i Hafnarfirði var lögð niður fyrir rúmu ári og félagar hennar gengu í Iðju í Reykjavík. Áður fyrr var Iðja í Hafnarfirði sérstök deild innan Iðju I Reykjavík. Siðan varð hún sjálfstætt félag, en nú hef- ur þvi verið breytt. Félagssvæði okkar nær því frá Hafnarfirði og upp á Kjalarnes og tekur yfir Garðahrepp, Kópavog, Sel- tjarnarnes og Mosfellssveit auk Reykjavíkur. — Um orlofsheimili félags- ins segir Runólfur: — Orlofsheimilin eru vafa- laust eitt þýðingarmesta félags- lega framtak félagsins um ára- raðir. Upphaf þeirra fram- kvæmda má rekja til ársins 1967, en þá var keypt jörðin Svignaskarð í Borgarfirði í því skyni að reisa þar orlofsheimili. Frumkvöðull að þeim kaupum var Guðjón Sigurðsson, þáver- andi formaður Iðju. Árið 1968 eignaðist orlofssjóður félagsins siðan Fróðhús, sem er næsta jörð við Svignaskarð og var á sínum tlma hluti úr því landi. Árið 1972 hefjast síðan byggingaframkvæmdir. Þá voru reist níu orlofshús á þessu svæði og þar af átti Iðja þrjú, hin reistu matreiðslumenn, raf- virkjar og flugvirkjar. Þessi hús voru tekin í notkun sum- ariö 1973. Reynslan hefur sýnt, að fólk- ið I félaginu er mjög ánægt með þessi hús. Og af þeim sökum hófumst við handa sl. vor að undirbúa byggingu tíu húsa til viðbótar, þar af eigum við sex. Þessi hús eiga að vera tilbúin um miðjan júní á næsta ári. Þá eigum við alls 9 orlofshús. I síðustu kjarasamningum náðist samkomulag við iðnrekendur um hækkun á framlagi I orlofs- sjóð. Grundvöllurinn að bygg- ingu þessara 10 húsa var því lagður I síðustu kjarasamning- um. — Því næst svarar Runólfur spurningu um daglega starf- semi félagsins og segir I því sambandi: — Nú eru rúmlega 3000 manns I félaginu. Hér á skrif- stofunni eru tveir starfsmenn I fullu starfi, einn maður vinnur við orlofs- og sjúkrasjóðinn og loks er hér maður, sem starfar að hálfu leyti fyrir Iðju og að hálfu leyti fyrir landssamband iðnverkafólks. Aðalverkefnin eru að svara fyrirspurnum og greiða úr vandamálum, sem upp koma á vinnustöðum. Við þurfum oft og tíðum að fara á vinnustaði og eins að leysa ágreiningsmál, sem upp koma vegna túlkunar á kjara- samningum. A afmælisdaginn 17. október sl. héldum við kaffisamsæti að Hótel Loftleiðum, og daginn eftir afmælishóf fyrir félags- menn. Okkur bárust margar gjafir, stórt málverk frá Félagi Islenskra iðnrekenda, útskorin fánastöng frá félagi járnsmiða, skál frá Iðju á Akureyri, vasi með silfurskildi frá Iðnaðar- bankanum, fundahamar frá félögum innan málm- og skipa- smíðasambandsins. Auk þess fengum við blómakörfur og árnaðaróskir frá ýmsum aðil- um, m.a. frá Gunnari Thorodd- sen iðnaðarráðherra. ■MiHaMRnMHnMiiHBnni v* »■/ rf? 'v 'Z'JK 'J: > Ý l* ;■•♦ o

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.