Morgunblaðið - 29.10.1974, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.10.1974, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1974 □ fólk — fólk — fólk — fólk „Þetta hefur byggst upp með þátttöku „Það er ekki laust við að mér finnist þetta allt hálf ótrúlegt á stundum, en ein- hvern veginn hef ég alltaf lent réttu megin," sagði Jón Erlingsson framkvæmdastjóri í Sandgerði, er við hittum hann að máli nú í vikunni. Það er alltaf gaman að hitta menn, sem hafa byrjað með tvær hendur tómar kornungir og eru orðnir stórathafna- menn eftir nokkur ár. Jón er einmitt einn af þeim mönn- um. Hann byrjaði rúmlega tvítugur að vaska fisk í bíl- skúrnum hjá sér og þurrka hann úti á reitunum ásaml konu sinni, en í dag rekui hann umfangsmikla fisk- verkunarstöð, búna full- komnustu tækjum, í rúmlega 1100 fermetra húsnæði, frystihús, rækjuvinnslu og saltfiskverkun. Jón bauð okkur ( kaffi heim til sír og þegar við höfðum komið okkui fyrir í stofunni yfir rjúkandi kaffiboll um og heitum, sykruðum pönnukök um, sem kona hans, Jóhanna Sigur- jónsdóttir, bar fyrir okkur, báðum við hann að segja okkur svolítið frá því hvernig uppbyggingin hefði gengið fyrir sig. „Ég byrjaði á sjó 1 5 ára, eins og algengt er með stráka úr sjávarpláss- um, og stundaði sjó fram yfir tvítugsaldur. Náði mér m.a. i vél- stjóraréttindi. Ég man ekki nákvæm- lega hvenær ég byrjaði á fiskverkun- inni, en ég var kominn eitthvað á þrítugsaldurinn Við byrjuðum upp- haflega tveir saman, áttum litinn bát og verkuðum eigin afla og keyptum einníg hráefni. Við leigðum þá hús niðri við höfn. Slðan æxlaðist það þannig, að ég hélt einn áfram og var þá með fiskþvottinn í bílskúrnum hjá mér. Öll fjölskyldan var I þessu, fyrst konan og svo börnin er þau komust á legg. Þetta lenti oft mikið á þeim, er ég var úti á sjó og þannig hefur þetta byggst upp með þátt- töku fjölskyldunnar. Ég var alltaf með fiskverkun samhliða þvl sem ég stundaði sjóinn eða aðra vinnu, þótt allt væri það I smáum sniðum. Það kom auðvitað að þvl, að mig langaði til að byggja mitt eigið hús og gera þetta myndarlegra og um vorið 1964 steypti ég grunninn undir 450 fermetra strengjasteypuhús. Sumarið eftir hélt ég svo áfram og framkvæmdir gengu það vel, að ég var búinn með húsið um áramót 1965—66. Þá tókst mér strax að leigja það út og fór sjálfur á sjóinn um tíma, vann stðan I landi við að beita og I aðgerð og tók svo við húsinu um vorið og hef slðan unnið að uppbyggingunni. — Nú hefurðu lent svo til beint I kreppunni 67—68? — Já, það var ansi erfitt um tima og ég stóð óneitanlega tæpt, þvl að ég þurfti að liggja með svo mikið af þurrkuðum, fullunnum saltfiski Það tókst þó að haga seglum eftir vindi og sigla gegnum þessi ár I sæmilegum með- byr. allrar fjölskyldunnar” Jóhanna og Jón með börnin. F.v. Eyþór, VlSir, Jóhanna, Sigur- jón, Eygló, dótturdóttirin. Jóhanna, Jóna og Jón í vinnslusal frystihússins. — Hvenær byrjaðir þú á að stækka húsið. — Ég byrjaði að grafa fyrir grunn- inum I febrúar 1970 fyrir 660 metra viðbótarbyggingu. Hugsaði hana m.a. fyrir rækjuvinnslu. Það verður að segja, að framkvæmdirnar þá gengu jafnvel betur en við fyrstu bygginguna og ég gat byrjað vinnslu I september sama ár. Þar elti lánið mig, því að ég náði að vinna 100 tonn af rækju áður en svæðinu var lokað, en ég var þá rétt búinn að taka rækjuvinnsluvélina á leigu og þurfti að byrja að borga af henni strax. — Þú byrjaðir þá ekki með frysti- húsið strax? — Ég byrjaði með það á vertlð- inni 1971 og hafðí raunar hugsað mér það áður, þvl að þegar ræku- vinnslan var komin upp þurfti litlui að bæta við til að gera þetta að fullkomnu frystihúsi. Frystiklefi var kominn upp og svo gat ég fengið allt, sem til þurfti, hjá Sölumiðstöð- inni, vogir, borð, bakka o.s.frv. — Hver er afkastageta frystihúss ins? — Ætli það séu ekki 15—20 tonn á sólarhring ef unnið er með fullum afköstum og nú starfa hjá fyrirtækinu, er öll starfsemin er I fullum gangi, um 40 — 50 manns. — Hver var veltan hjá þér á síðasta ári? — Hún var um 50 milljónir. — Það er langur vegur frá þvl að þú varst að hokra I bílskúrnum. — Það má segja það. — Hvað lagðir þú til grundvallar, er þú varst að byggja þetta upp? Nú getur varla verið neinn hægðarleikur fyrir einn mann að koma upp svona byggingu og fyrirtæki? — Ég hef alltaf unnið mest I þessu sjálfur og fjölskyldan. Húsið var mér mjög ódýrt I byggingu og svo hef ég auðvitað fengið lánafyrir- greiðslu, þó að ég hafi lagt mesta áherzlu á að fjármagna framkvæmd- irnar sjálfur. Ég hef líka alltaf lagt á það áherzlu að borga hráefnið eins fljótt og unnt er, og forðast að liggja með þá peninga þannig að hætta sé á að maður fari að nota þá I ein- hverjar framkvæmdir eða aðra rekstrarliði. — Hver var erfiðasti hjallínn? — Erfiðasta ákvörðunin. sem ég tók, var þegar ég var að Ijúka við viðbygginguna, þvl að þá fór ég að velta fyrir mér hvort ég ætti að leggja út I þetta allt eða láta sitja það, sem upp var komið. Ég sá það I hendi mér, að ef ég héldi áfram, þá yrði ég kominn á kaf I rekstur. Nú það varð úr að ég tók stökkið og ég sé ekki eftir þvl I dag. — Hvernig hefur þetta ár verið? — Það hefur verið erfitt, en maður getur ekki alltaf búizt við að dansa á rósum og verður að llta á það, sem hefur áunnizt. Ég er búinn að koma húsinu upp, búa það góð- um og fullkomnum tækjum og reksturinn er kominn á sæmilega fastan grundvöll. — Ætlar þú að láta staðar numið hér? — Fyrirtækið eins og það er er ákaflega þægilegt, en þó maður byggi ekki meira I bráð, þá er alltaf þörf fyrir endurbætur og ný tæki og I þvl liggur glfurlegur kostnaður. Ef maður tekur t.d., að flökunarvél, sem ég keypti fyrir ári fyrir 4,3 milljónir, kostar I dag 7 milljónir, en ég kom fyrrihluta hússins upp fyrir 1 1 — 1 200 þúsund. — Ertu hræddur I bili? — Ég er svo sem oft með hug- dettur um að gera eitthvað meira, eins og útbúa beitingaraðstöðu fyrir bátana og jafnvel verbúð, en það er allt óákveðíð. Ég byggi reksturinn á heimafólki og þarf því ekki sérlega á verbúð fyrir mannskap að halda enn sem komið er. Annars er reksturinn ákaflega þægilegur eins og hann er I dag og ég hef góða yfirsýn yfir fyrirtækið. — Að lokum spyrjum við frú Jóhönnu hvað henni finnist um þetta allt og hún segir: „Ég hugsa oft méð sjálfri mér, er ég kem niður að húsinu, hvort það geti verið að við eigum þetta allt, því að það virðist ekki svo ýkja langt slðan ég var að vaska fisk með krökkunum úti I skúrog breiða hann til þerris. Með þessu Ijúkum við spjallinu við þessi dugmiklu og ágætu hjón, þökkum fyrir kaffið og pönsurnar og kveðjum. —ihi. BFIskúrinn, sem þau Jón og Jóhanna byrjuSu fiskverkunina I og hin stórglæsilega og nýtizku fiskverkunarstöS. sem bau eiqa I dao. Spjallað við Jón Erlings- son í Sand- gerði, sem byrjaði að verka saltfisk í bílskúr en á nú 1100fm. fiskvinnslu- stöð UnniS viS flökunarvélina, sem kostaSi 4,3 milljónir fyrir tæpu ári, en kostar i dag 7 milljónir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.