Morgunblaðið - 29.10.1974, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.10.1974, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÖBER 1974 11 Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í LAUGARNESHVERFI verður haldinn þriðju- daginn 29. október kl. 20.30 í Kassagerð Reykjavíkur. Dagskrá fundar: Venjuleg aðalfundarstörf. Ræðumaður: Matthías Á Matthiesen, fjár- málaráðherra. Mætið stundvíslega og takið með nýja félaga. Stjórnin. Sigurjóna Jakobsdóttir. Þorsteinn M. Jónsson. 65 ára hjúskaparafmæli 65 ÁRA hjúskaparafmæli áttu sl. laugardag hjónin Sigurjóna Jakobsdóttir og Þorsteinn M. Jónsson fyrrverandi skólastjóri og bókaútgefandi. Þau giftust hinn 26. október 1909 og bjuggu fyrst á Borgarfirði eystra, þar sem Þorsteinn var skólastjóri við barna- og unglinga- skóla. Jafnframt rak hann útgerð og búskap og var kaupfélagsstjóri Borgfirðinga. Árið 1921 fluttust þau til Akureyrar, og var Þor- steinn fyrst kennari þar og síðan skólastjóri við Gagnfræðaskóla Akureyrar 1935—1955. Alþingis- maður var hann 1916—23 og sat í sambandslaganefndinni 1918. Hann hóf bókaútgáfu árið 1924. Sáttasemjari var hann á Norður- landi i 17 ár og forseti bæjar- stjórnar Akureyrar í 12 ár. Hann safnaði bókum allt frá æskuárum og eignaðist eitt mesta bókasafn sem verið hefur í einkaeign hér á landi. Þetta safn er nú í eigu Stofnunar Arna Magnússonar, og gáfu þau hjónin meir en helming andvirðis þess til að mynda bóka- sjóð handa stofnuninni. Sigurjóna og Þorsteinn eignuð- ust 10 börn, og eru 8 á lffi. Heimil- ið var þvi mannmargt og umsvifa- mikið. En jafnframt heimilis- störfum tók frú Sigurjóna virkan þátt i félagslífi á Borgarfirði og sfðan á Akureyri. Meðal annars starfaði hún f Kantötukór Akur- eyrar og með Leikfélaginu. Lék hún þar mörg veigamikil hlutverk og mun mörgum leikhúsgestum eftirminnileg, til dæmis i hlut- verki kerlingar f Gullna hliðinu. Þorsteinn og Sigurjóna hafa verið búsett i Reykjavík frá árinu 1956. Hann hefur verið sjúkur að undanförnu, og er nú nýkominn heim af sjúkrahúsi. Utflutningur iðnaðarvara eykst UTFLUTNINGUR iðnaðarvara gekk ekki sem bezt fyrst á árinu og var þróunin þá neikvæð miðað við s.l. ár. Sfðari hluta þessa árs hefur dæmið snúizt við aftur og hefur komið f Ijós, að útflutning- ur á iðnaðarvörum hefur aukizt nokkuð bæði hvað verð og magn snertir. A sama tíma í fyrra var heildarút- flutningurinn 74.077 Iestir að verðmæti 4.147,9 millj. kr. Þess má geta, að þá var útflutningur á áli mun meiri en nú er, vegna mikilla birgða sem safnazt höfðu fyrir áður. Dagskrá Þjóðhátíðar á Þingvöllum 28. júlí 1974 fæst 1 nú hjá bóksölum og kostar kr. 125,00 eintakið. } Ritið er merkilegt heimildargagn um þjóðarviðburð. f M. a. efnis í því er (rumbírtíng hátíðarljóds Tómasar Guðmundssonar, skálds. Hyggilegt er því að tryggja sér eintök þessa ein- stæða rits nú og varðveita þau til síðari tíma. Ulfur Sigurmundsson fram- kvæmdastjóri Utflutningsmið- stöðvar iðnaðarins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að út- flutningur iðnaðarvara á þessu ári hefði aukizt um 4% að magni og 9% að verði. Frá áramótum til ágústloka nemur útflutningurinn — ál ekki meðtalið — 18.707,2 lestum að verðmæti 1.146,8 millj. kr., en á sama tíma f fyrra var útflutningurinn 18.066,2 lestir af verðmæti 1.046,2 millj. kr. Ef ál er hinsvegar talið með, nemur útflutningur iðnaðarvara fyrstu 8 mánuði ársins 66.823 lest- um að verðmæti 4.418,9 millj. kr. ♦ ♦ ♦ Vill yfirlýs- ingu frá Wilson London, 26. október Reuter. EDWARD Taylor, fyrrum aðstoð- arskotlandsmálaráðherra í stjórn Ihaldsflokksins Iýsti því yfir í dag, að hann mundi i næstu viku fara fram á yfirlýsingu brezku stjórnarinnar á þingi um lög- reglurannsóknina í hvarfi einka- ákjalda á heimili Wilsons for- sæti'sráðherra. Sagðist Taylor vera furðu lostinn á leyndar- hjúpnum' yfir málinu og ef það væri svo mikilvægt, hlyti stjórnin að þurfa að sjcýra þingheimi frá því. Östaðfestur orðrómur í London hermir að brezkum hlöðum hafði verið boðin til kaups skjöl varð- andi fjármál Wilsons. HEIMILISTÆKI SF HAfNARSTRÆTI 3 - SÍMI 20455 SÆTÚN 8 SIMI 15655

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.